Morgunblaðið - 30.03.2007, Side 12

Morgunblaðið - 30.03.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VERÐI Jón Ásgeir Jóhannesson eða Tryggvi Jónsson dæmdir fyrir jafn- vel hið minnsta brot sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa framið í Baugs- málinu, verður afleiðingin sú að þeim verður óheimilt að sitja í stjórn eða gegna starfi framkvæmdastjóra í nokkru íslensku hlutafélagi næstu þrjú árin, samkvæmt lögum um hlutafélög. Á þessa óbeinu refsingu minntu verjendur þeirra fyrir dómi í gær og báðu dómara um að hafa þetta í huga þegar þeir fjölluð um úrslit málsins. Settur ríkissaksóknari sagði í and- svörum að vissulega væri rétt að sektadómar kæmu sakborningunum illa, alveg á sama hátt og það kæmi leigubílstjóra illa að missa ökurétt- indi fyrir umferðarlagabrot. Á þessum nótum lauk aðalmeð- ferðinni í Baugsmálinu í gær og er óhætt að segja að lokaspretturinn hafi verið snarpur. Í ræðu sinni fjallaði Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, um sakir sem bornar eru á skjólstæðing hans í þremur ákæruliðum. Í þeim er hann annars vegar ákærður ásamt Jóni Ásgeiri fyrir meiri háttar bókhalds- brot en hins vegar er hann einn sak- aður um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða 1,3 milljónir fyrir einkaneyslu, m.a. kaup á sláttuvél- artraktor og geisladiskum með greiðslukorti sem gefið var út af Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. Fyrra bókhaldsbrotið varðar færslu á hlutabréfum í Baugi á vörslureikning í Lúxemborg árið 1998 en Jakob sagði m.a. að á þess- um tíma hefðu engar reglur verið í gildi um hvernig bókfæra skyldi slíka samninga. Þá hefði nákvæm- lega engin sönnunarfærsla farið fram af hálfu Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts ríkissaksóknara, um að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu gefið fyrirmæli um að umrædd færsla skyldi bókfærð með þeim hætti sem gert var en svo virtist sem eina sakarefnið tengdist færslunni sjálfri. Þá væri það fráleitt af sak- sóknaranum að hafa haldið því fram að einhver leynd hefði hvílt yfir þess- um kaupréttarsamningum, þvert á móti hefði þeirra verið getið í stofn- samþykkt Baugs og stjórn félagsins þar að auki verið kunnugt um þá. Afsakanlegt gáleysi Um meinta tilhæfulausa kredityf- irlýsingu frá SMS í Færeyjum upp á 46,7 milljónir sagði Jakob að sú færsla hefði verið mistök af hálfu Tryggva en þetta hefði verið afsak- anlegt gáleysi mjög önnum kafins manns. Það væri á hinn bóginn alveg klárt að enginn ásetningur hefði ver- ið til staðar og Baugur hefði átt mun hærri afslætti inni hjá öðrum birgj- um. Þá hefði saksóknarinn engar sönnur fært á aðkomu Jóns Ásgeirs að hinu meinta broti. Um fjárdráttarbrotið sagði Jakob m.a. að rannsókn lögreglunnar væri verulegum annmörkum háð og hefði t.a.m. ekki beinst að skýringum sem Tryggvi hefði komið með á geisla- diskakaupum. Tryggvi hefði í und- antekningartilfellum notað umrætt greiðslukort til að greiða fyrir einka- neyslu en það lægi einnig fyrir í mál- inu að Jón Gerald hefði staðfest að Tryggvi hefði í undantekningartil- fellum óskað eftir greiðslukortayfir- litum. Tilgangurinn hefði verið sá að aðgreina einkaneyslu frá útgjöldum sem tengdust Baugi. Þetta hefði Jón Gerald þó ekki gert og líklega hefði Tryggvi mátt ganga harðar á eftir honum. Á hinn bóginn væri fjarri lagi að ásetningur teldist sannaður, en ásetningur væri nauðsynleg for- senda til að hægt væri að dæma fyrir fjárdrátt. Þar að auki hefði Tryggvi átt mun meiri fjárhæðir inni hjá Baugi enda hefði hann aldrei innheimt rétt sinn til hálfra dagpeninga meðan á ferð- um hans erlendis stóð og benti Jakob á að á árunum 2000–2002 hefðu ferðadagar Tryggva erlendis, vegna starfa fyrir Baug, verið rúmlega 340. Enginn fjárdráttur vegna báts Drýgsta hluta gærdagsins var varið í umfjöllun Gests Jónssonar um ákæruliði sem varða annars veg- ar meintan fjárdrátt í tengslum við rekstur bátsins Thee Viking og hins vegar kreditreikninginn fræga frá Nordica. Þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa dregið Gaumi 32 milljónir með því að hafa látið Baug greiða reikninga frá Nordica sem í raun og veru hefðu verið vegna reksturs bátsins. Gestur sagði m.a. að nákvæmlega engin sönnunarfærsla hefði farið fram um að Gaumur hefði verið eig- andi og fyrir því lægju engin gögn. Og þótt Gaumur hefði á sínum tíma gert kröfu um eignarhlut þá hefði sú krafa ekki náð fram að ganga. Ekkert lægi heldur fyrir um ann- að en að reikningarnir sem ákæran byggðist á hefðu verið greiddir vegna þjónustu sem Nordica hefði innt af hendi og vegna styrks til reksturs vöruhúss Nordica, líkt og Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu alla tíð haldið fram. Þá hefði greiðsla um- ræddra reikninga einmitt hafist á sama tíma og vöruhúsið tók til starfa. Líkt og fyrr gagnrýndi Gestur lög- reglurannsóknina harðlega og sagði m.a. að engin rannsókn hefði farið fram af hennar hálfu á því hvert þessar greiðslu hefðu runnið. Að endingu hefði Jón Ásgeir orðið að leggja fram gögn frá viðskiptabönk- um Nordica sem aflað var í tengslum við málaferli í Bandaríkjunum, sem sýndu að þær hefðu að mestu leyti runnið til Jóns Geralds persónulega en ekki í bátinn. Engin rannsókn hefði heldur farið fram á greiðslum til Simons Agintur í Danmörku en þær væru sama eðlis. Um kreditreikninginn frá Nordica sagði Gestur m.a að á grundvelli framburðar vitna og gagna í málinu væri komin fram næg sönnun fyrir því að grundvöllur hefði verið fyrir að gefa reikninginn út og að engar forsendur væru til sakfellingar. Gestur sagði einnig að útilokað væri að sakfella á grundvelli framburðar Jóns Geralds og allar yfirlýsingar saksóknarans um hið gagnstæða væru máttlausar. Ekki væri heldur hægt að byggja á tölvubréfum frá Jóni Gerald og vís- aði í því sambandi til matsgerðar um áreiðanleika tölvubréfa en í henni hefði m.a. komið fram að það skipti verulegu máli hvort einhver hefði vilja, tíma og þolinmæði til að falsa tölvubréf. Reynslan sýndi að það væri í raun með ólíkindum hversu mikla þolinmæði, tíma og þraut- seigju Jón Gerald hefði sýnt til að stuðla að sakfellingu og það hefði m.a. komið fram að hann hefði setið vikum saman í dómsal þótt hann hefði það eina hlutverk að hlusta á það sem fram fór. Að loknum ræðum verjenda veitti Sigurður Tómas andsvör og sagði m.a. að túlkun Gests á refsiheimild vegna brota á 104. grein hlutafélaga- laga væri röng og að túlkun Gests á dómi Hæstaréttar í fyrra Baugsmál- inu, þar sem fjallað væri um lán og refsiheimildir vegna lánveitinga, stæðist ekki. Orð Sigurðar Tómasar um að á dómurum hvíldi sú ábyrgð að þeir myndu með dómnum senda mikil- væg skilaboð um hvað væri leyfilegt í íslensku viðskiptalífi vöktu hörð við- brögð hjá Jakobi R. Möller sem sagði slíkan málflutning óþolandi og að málið yrði aðeins dæmt út frá því sem hefði komið fram við aðalmeð- ferðina og engu öðru. Yrði gert ókleift að sitja í stjórn eða stýra hlutafélagi í þrjú ár Morgunblaðið/G.Rúnar Búið í bili Þeim Jakobi R. Möller og Gesti Jónssyni var auðsjáanlega létt, eins og öðrum málflytjendum, þegar að- almeðferð Baugsmálsins lauk í gær. Nú tekur við bið eftir dómnum og væntanlega áfrýjun til Hæstaréttar. BRYNJAR Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenber- gers, krafðist þess í gær að Jón Gerald yrði sýknaður og jafnframt sagði hann að rétt væri að vísa málinu frá dómi hvað sinn skjólstæðing varðaði. Rökin fyrir frávísunarkröfunni voru þau að Jón Ger- ald hefði í fyrra málinu rætt við lögreglu sem vitni og hefði sem slíkur verið áminntur um sannsögli og að refsivert væri að skýra rangt frá en væri nú ákærður á grundvelli framburðar síns. Brynjar benti á að þegar Sigurður Tómas Magn- ússon, settur ríkissaksóknari, hefði tekið við málinu hefði Jón Gerald verið boðaður í skýrslutöku og þar verið spurður hvort framburður hans um kreditreikn- inginn, sem hann gaf í fyrra málinu, hefði verið réttur. Því hefði hann jánkað, rannsókninni þar með verið lok- ið og ákæra gefin út. Með þessari aðferð hefði Jóni Ger- ald verið komið í þá stöðu að hefði hann, til að forðast ákæru vegna reikningsins, sagt að fyrri framburður sinn hefði verið „bölvað plat“, hefði verið hægt að ákæra hann fyrir rangar sakargiftir. „Þetta er al- gjörlega fráleit og galin staða,“ sagði Brynjar. Málinu ætti að vísa frá vegna þessa og vísaði því til stuðnings til þess fordæmis sem hefði komið fram um réttarstöðu sakborninga í olíuforstjóramálinu svokallaða. Með- ferðin sem Jón Gerald hefði hlotið væri auk þess al- gjörlega án fordæma og til háborinnar skammar. Frá því málið hófst hefur aldrei verið dregið í efa að Jón Gerald útbjó umræddan kreditreikning og fyrir dómi játaði hann það undanbragðalaust. Brynjar sagði að Jón Gerald hefði samt síður en svo játað það brot sem honum er gefið að sök í ákærunni, líkt og sumir fjölmiðlar hefðu greint frá, en á þessu tvennu væri mik- ill munur. Lykilatriði í málflutningi Brynjars fyrir sýknukröf- unni var að reikningurinn hefði ekki verið forsendan fyrir bókhaldsbrotinu sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um enda hefði reikning- urinn ekki verið notaður þegar tekjufærsla að fjárhæð 108 milljónir var færð með lokafærsluskjali í bókhald Baugs (kredityfirlýsingin frá SMS upp á 46,7 milljónir var færð í sömu færslu). Greinilegt væri af færslunni að sá sem hana framkvæmdi hefði ekki haft reikninginn frá Nordica við höndina og hann hefði heldur ekki ver- ið látinn fylgja í bókhaldi Baugs. Brynjar sagði ennfremur að ekki væri refsivert í sjálfu sér að útbúa tilhæfulausan reikning, heldur skipti máli hvernig hann væri notaður. Jón Gerald hefði ekki getað vitað að reikningurinn myndi rata inn í bókhald Baugs. Þá minnti hann á að Jón Gerald væri einungis ákærður fyrir að hafa aðstoðað við bókhalds- brot með því einu að útbúa reikninginn. Á þetta atriði í ákærunni, þ.e. að hann væri einungis ákærður fyrir að útbúa reikninginn, vísað Brynjar einnig til þegar hann færði rök fyrir því að ekki væri hægt að refsa fyrir brotið þar sem það hefði verið framið í Bandaríkjunum en ekki hefðu verið lögð fram gögn um að slíkt brot væri refsivert þar. Í andsvörum sínum mótmælti Sigurður Tómas þessu og sagði að þar sem áhrif brotsins hefðu komið fram hér á landi, bæri að refsa fyrir það hér. Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafa lagt á það þunga áherslu að fram- burður Jóns Geralds væri ótrúverðugur. Þessu hafn- aði Brynjar og sagði að framburður hans hefði bæði verið stöðugur og samræmdist í veigamestu atriðum gögnum málsins. Þá hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hann hefði hagrætt gögnum í málinu. „Algjörlega fráleit og galin staða“ Morgunblaðið/Ómar Vörn Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullen- berger, undirbýr ræðuhöldin fyrir dómi ı́ gær. Í HNOTSKURN Dagur 31 » Samkvæmt lögum um á alla-jafnan að kveða upp dóm inn- an þriggja vikna frá því mál er tekið til dóms. » Haldi dómurinn þau tíma-mörk verður dómur kveðinn upp 20. apríl en þá er ekki búið að taka tillit til páskaleyfis. » Í ljósi umfangs málsins máþó búast við að það taki dóm- inn lengri tíma að komast að nið- urstöðu. » Settur ríkissaksóknari lagðií gær fram yfirlit yfir kostn- að fyrir aðkeypta þjónustu sér- fræðinga, kostnað vegna vitna og fleira í þeim dúr sem tengist rannsókn og saksókn málsins. Reikningurinn hljóðaði upp á um 55,8 milljónir. » Verjendur lögðu fram tíma-skýrslu, þ.e. hversu miklum tíma hefði verið varið í varnir sakborninga af hálfu verjenda. » Hjá Gesti Jónssyni voru tím-arnir um 1.150, 890 hjá Jak- obi Möller og 600 hjá Brynjari Níelssyni. Samtals ríflega 2.600. » Lögmennirnir lögðu ekkifram útreikning á verði fyrir þessa lögfræðiþjónustu og það er dómsins að meta hæfileg mál- svarnarlaun. » Viðmiðun dómstólaráðs er10.400 fyrir klukkutímann en það er næsta víst að umræddir lögmenn taka mun meira á tím- ann. » Aðkeyptur kostnaður vegnavarna Jóns Ásgeirs og Tryggva nam um 30 milljónum. » Verjandi Jóns Geralds Sull-enbergers, Brynjar Níelsson, tók fram að hans kostnaður hefði farið úr öllum böndum vegna umfangs aðalmeðferðarinnar þótt þáttur síns skjólstæðings væri í raun algjört aukaatriði í málinu. Hvernig sem málið færi hlyti ríkissjóður a.m.k. að greiða langmestan hluta málsvarn- arlaunanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.