Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Allar líkur eru á að kjör- dæmamörkum í Reykjavík verði breytt á þann veg að Grafarholti verði skipt á milli Reykjavíkurkjör- dæmis suður og Reykjavíkurkjör- dæmis norður. Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir, en samkvæmt lög- um á – þegar ákvörðun er tekin – að miða við íbúafjölda í Reykjavík fimm vikum fyrir kjördag. Í kosningalögum segir að miða skuli við að kjósendur í Reykjavík- urkjördæmunum „séu nokkurn veg- inn jafnmargir“. Í greinargerð er talað um að miða skuli við 2-3% mun. Íbúabyggð í Reykjavík hefur á síð- ustu árum þróast á þann veg að íbú- um í suðurkjördæminu hefur verið að fjölga, fyrst og fremst vegna þess að Grafarholtið hefur verið að byggj- ast upp. Munurinn á íbúafjölda milli kjördæmanna er því orðinn meiri en þessi 2-3 prósent sem greinargerð með frumvarpinu segir til um. Málið hefur verið rætt innan landskjörstjórnar og er stuðningur við að kjördæmamörk skiptist áfram eftir Miklubraut. Mestar líkur eru hins vegar á að Grafarholtinu verði skipt í tvennt. Endanleg ákvörðun um þetta verður tekin eftir páska. Samkvæmt lögum á að birta auglýs- ingu um kjördæmamörk í síðasta lagi 4 vikum fyrir kjördag. Kjördæma- mörkum breytt Reykjavík | ÁTVR hefur hug á að opna tvær nýjar vínbúðir í Reykjavík. Fyrirtækið auglýsti í vikunni í Morg- unblaðinu eftir húsnæði í hverf- um 105 og 108. Sigrún Ósk Sig- urðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, segir að íbúafjölgun kalli á opnun nýrra búða. „Það er þörf fyrir fleiri búðir vegna aukins fólksfjölda. Við er- um ekki með vínbúðir á þessum svæðum. Þarna búa margir og þarna eru mjög fjölmenn vinnu- svæði. Við viljum því koma á móts við viðskiptavini í þessum hverfum. Við höfum ekki opnað búð í Reykjavík í mörg ár.“ Sigrún sagði að þetta væri búið að vera á döfinni hjá ÁTVR í talsverðan tíma. Fyrirtækinu hefði gengið illa að fá húsnæði í þessum hverfum og þess vegna hafi verið ákveðið að auglýsa eft- ir húsnæði. ÁTVR rekur í dag tólf vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu, þar af eru sex í Reykjavík. Samtals rekur ÁTVR 46 útsölustaði á landinu öllu. ÁTVR vill opna tvær nýjar vínbúðir HRINGTORG verður í sumar byggt á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Þess er vænst að framkvæmdin bæti umferðaröryggi til mikilla muna, en mörg slys hafa orðið á þessum slóðum. Búið er að bjóða verkið út og seg- ir Jón Valgeir Sveinsson, verkefna- stjóri hjá Vegagerðinni, að útboðin verði opnuð á þriðjudag í næstu viku. Hann segir gert ráð fyrir því að framkvæmdir við nýja hringtorgið hefjist í lok apríl eða í byrjun maí. Jón Valgeir segir að ákveðið hafi verið að byggja hringtorg á þessum stað þar eð gatnamótin hafi verið hætt að bera þá umferð sem þarna fer um frá Þingvallavegi. „Fólk sem er að koma ofan að úr dalnum lendir í bið á gatnamótunum og umferðin er þung,“ segir Jón Valgeir. Þá sé mikið um þungaflutninga eftir hringveginum á þessum slóðum og umferðarhraðinn sé mikill. Staðurinn þar sem byggja á hringtorgið er fjölfarinn, einkum í kringum helgar á sumrin. Sökum ís- lensks veðurfars er þessi árstími hins vegar hentugastur til ýmiss konar framkvæmda. „Það er mjög erfitt að vera með framkvæmdir nema á þessum tíma. Það er ekki hægt að vinna við malbikun og hellulagnir og alla þá verkþætti sem eru viðkvæmir fyrir veðrabreyting- um nema á þessum árstíma. Við bú- um við það hérna á Íslandi.“ Jón Valgeir segir að verkið hafi verið boðið út með þeim skilyrðum að verktaki megi ekki trufla umferð frá hádegi á föstudögum og sunnu- dögum frá og með 29. júní. Stefnt er að því að hringtorgið verði opnað fyrir verslunarmanna- helgina í sumar. Nýtt hringtorg gert við Þingvallaveg í sumar Bætir umferðaröryggi til muna á varasömum stað   " # $ % % " & ' (      ! # %H                        ,   '  NEMENDUR á öðru ári í fjölmiðla- fræði við Háskólann á Akureyri opnuðu í gær ljósmyndasýningu á Akureyrarflugvelli í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Sýningin ber nafnið Tuttugu og myndirnar eru af 20 útskriftarnemendum, og sagt frá því hvað þeir eru að fást við í dag. Sýningin verður sett upp á fleiri flugvöllum síðar. Það er Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, nemi á þriðja ári í fjölmiðlafræði, sem tók allar myndirnar. Hér er hún við eina þeirra – af Sigrúnu Björk Jak- obsdóttur bæjarstjóra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Tuttugu“ á Akureyrarflugvelli FULLTRÚAR minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akureyrar gagnrýndu á fundi bæjarráðs í gær málsmeð- ferð vegna samnings við Golfklúbb Akureyrar um uppbyggingu á æf- inga- og keppnissvæði hans þó svo allir fögnuðu uppbyggingunni. Jóhann G. Bjarnason, Framsókn- arflokki, segir það vekja „furðu að íþróttaráð bæjarins kom hvergi nærri samningsgerð né umfjöllun um innihald samningsins. Vegna óska fulltrúa Framsóknarflokksins í íþróttaráði var samningurinn kynnt- ur í ráðinu og undirritun frestað þar til kynningu var lokið.“ Oddur Helgi Halldórsson, L-lista, fagnaði uppbyggingunni en finnst „verklag við þessa samningsgerð ekki til fyrirmyndar og vona að mál- um verði háttað öðruvísi í framtíð- inni,“ eins og segir í bókun hans. Baldvin H. Sigurðsson, VG, lét bóka: „Nauðsyn er að fagnefndir fjalli um meiriháttar samninga áður en þeir eru undirritaðir af embætt- ismönnum bæjarins og áður en bæj- arráð samþykkir slíka samninga.“ Gagnrýna vinnubrögð meirihluta Vekur furðu að ÍRA komi hvergi nálægt MATÍS á Akureyri hefur tekið við mælingum á mengunarefnum í matvælum. Um er að ræða nýtt svið sem mun stórefla starfsemi Matís á Akureyri. Sviðið mun sinna rannsóknum og mælingum á mengunarefnum í matvælum, svo sem magni skordýraeiturs, plöntueiturs og annarra lífrænna mengunarefna sem safnast upp í umhverfinu. Á hinu nýja sviði fara fram mælingar á magni mengunarefna í innfluttu grænmeti, ávöxtum, fiski, kjöti og öðrum matvælum. Matís á Akureyri mun því gegna lykilhlutverki í neytendavernd hér á landi. Auk þess er sviðinu ætlað að safna gögnum sem sýna fram á hreinleika íslenskra matvæla. Þessi gögn eru ætluð í gagna- grunn sem mun nýtast framleiðendum og útflytj- endum íslenskra matvæla auk kaupenda og neyt- enda erlendis. Krafa um heilnæmi matvæla hefur stóraukist og því munu rannsóknir Matís á Ak- ureyri styðja við íslenskan matvælaiðnað og tryggja öryggi framleiðslunnar, að sögn forsvars- manna fyrirtækisins. Þeir kynntu í gær bæjar- stjóranum, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, starf- semina, í tilefni uppbyggingar Matís á Akureyri og formlegrar opnunar aðstöðunnar. Hlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar sl. Í fyrirtækinu sameinuðust þrjár ríkisstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í tengslum við matvælaiðnað; Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Starfsemi Matís efld til muna Mælingar á mengunarefnum í matvælum flytjast alfarið til Akureyrar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Matís Sigrún Björk, Ásta Ásmundsdóttir efna- fræðingur og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri. PÓSTKORT sem Atlantsolía sendi á hvert heimili á Akureyri, í tilefni þess að fyrirtækið opnaði stöð í bænum, hefur vakið athygli. Kortið prýðir áratugagömul ljósmynd Eð- varðs Sigurgeirssonar frá 1934 sem tekin er af bænum handan úr Vaðlaheiði og var fólk hvatt til þess að þekkja tvö skip á Pollinum. Á myndinni eru annars vegar skemmtiferðaskip og hins vegar eftirlits- eða birgðaskip. Að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra Atlantsolíu, hafa borist tvær skemmtilegar ágiskanir um fyrra skipið. Annars vegar að þetta sé Milwaukee, skip sem Adolf Hitler átti og kom m.a. með Evu Braun til Akureyrar skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á, og hins vegar Arandora Star – 16.000 tonna gufuknúið háklassaskemmti- ferðaskip sem skotið var niður af þýskum kafbát í júlí 1940 þar sem hátt í 900 manns fórust – mest þýskir stríðsfangar. Er þetta skip Adolfs Hitlers? TENGLAR .............................................. www.atlantsolia.is SKIPAÐUR hefur verið þriggja manna vinnuhópur til þess að sjá um áframhaldandi framtíð- arskipulag Ak- ureyrarvallar. Samþykkt var í bæjarstjórn 20. mars að skipa slíkan hóp, en í hon- um eru Helena Þ. Karlsdóttir, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar, Fanney Hauksdóttir arkitekt og Oddur Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi L-listans. Vinnuhópur vegna vallarins AÐALHEIÐUR Eysteinsdóttir opn- ar myndlistarsýningu í Galleríi + í Brekkugötu 35 á morgun, laug- ardag, kl. 14.00. Skúlptúrar hennar hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu árum. Aðalheiður í + AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.