Morgunblaðið - 30.03.2007, Side 28

Morgunblaðið - 30.03.2007, Side 28
menntun 28 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Spínat- og kotasælufylltar tortillakökur með tómat- salsa fyrir 4–6 4 tortillapönnukökur 1 poki spínat 2 msk. kryddsmjör með krydd- jurtum (má nota ólífuolíu) 1–2 dósir kotasæla m/hvítlauk og án 2 msk. mascarpone-ostur salt og pipar sýrður rjómi eftir smekk nokkur blöð Romaine-salat Steikið spínatið á pönnu og saltið og piprið. Hrærið saman masc- arpone og kotasælu og piprið. Sigtið spínatið og blandið saman við ostinn. Gerið fyllinguna á pönnu, látið leka af henni í sigti og fyllið tor- tillapönnukökurnar með henni. Ofn- bakið með ögn af pítsuosti og kota- sælu og piprið yfir. Bakið í ofni 220°C í um 10 mín. Berið fram með salsa og sýrðum rjóma. Tómatsalsa 1 box kirsuberjatómatar 1 lítill vorlaukur 1 hvítlauksrif safi úr 1 lime 1⁄3 búnt saxað basil 100 ml jómfrúarólífuolía salt og pipar eftir smekk ögn af chili Blandið saman skornum tómöt- um, smátt söxuðum lauk, hvítlauk, smávegis af chili og extra virgin ólífuolíu. Kryddið með lime, salti, pipar og ferskri kryddjurt, til dæmis basil eða kóríander. Lax með mangósalsa og ferskri jógúrtsósu fyrir 4 fjórar laxasteikur, um 160 g hver salat að eigin vali Flakið, beinhreinsið og skerið fit- una af laxinum. Saltið og piprið. Þurrsteikið öðrum megin á grill- pönnu og rétt lokið honum hinum megin í lok steikingartímans. Fram- reiðið með salsa, salati og jógúrtsós- unni. Mangó- og sætkartöflusalsa 50 ml jómfrúarólífuolía 1 hvítlauksrif ½ fínt saxað kjarnhreinsað chili 1 hvítur laukur safi úr einum lime-ávexti 1⁄5 búnt eða nokkur lauf af fersku kóríander salt og pipar 1 mangó 1–2 sætar kartöflur 1 papríka Mangó er skorið í bita ásamt lauk, chili og hvítlauk. Öllu blandað saman við ólífuolíu, papríku og léttsoðnar sætar kartöflur í álíka stórum bitum og mangóið. Kryddað með fersku kóríander og saltað og piprað eftir smekk. Jógúrtsósa 1 dós hreint jógúrt 2–4 tsk eða eftir smekk mangó- kryddsulta (chutney) Blandið saman jógúrt og góðri mangókryddsultu. Hollt og gott Spínat- og kotasælufylltar tortilla kökur. Lax með mangósalsa Tilvalið í helgarmatinn. Ferskir réttir og framandi Matreiðsluhefðir nokk- urra landa eru samein- aðar í réttunum sem kokkarnir galdra fram að þessu sinni. Meistaramatur VEFVARP mbl.is meistaramatur Þ að er oft mikið púsluspil að púsla dögunum sam- an svo vel sé. Það er þó bót í máli að ekki er langt á milli skólanna okkar tveggja, grunnskólans annars vegar og framhaldsskólans hins veg- ar. Við hlaupum bara á milli eftir Digranesveginum, en auk þess þarf náttúrlega að sinna íþróttunum, músíkinni og félagslífinu. Það væri nefnilega hræðilegt að sitja öllum stundum yfir lærdómnum. Maður verður líka að kunna að skemmta sér. Mestu máli skiptir að geta skipulagt tímann sinn vel,“ sagði Guðmundur Már Guðmundsson í samtali við Daglegt líf, sem brá sér í stærðfræði 303 í Menntaskólann í Kópavogi til stærðfræðikennarans Jóns Eggerts Bragasonar. Í skólastofunni var þétt setinn bekkurinn af nemendum á öðru ári í framhaldsskóla, en auk þeirra sat Guðmundur Már á fremsta bekk ásamt skólasystrum sínum úr tíunda bekk í Kópavogsskóla, þeim Jó- hönnu Andreu Hjartardóttur og Evu Hrund Hlynsdóttur. Í samræmi við getu og vilja Menntaskólinn í Kópavogi hefur undanfarin fimm ár verið í nánu samstarfi við grunnskóla Kópavogs um kennslu nemenda. Í upphafi ein- skorðaðist þessi kennsla við áfanga í stærðfræði og ensku, en nú taka grunnskólanemendur framhalds- skólaáfanga í spænsku, dönsku, frönsku, þýsku, ensku og stærðfræði auk verkfræði. Einkum hafa það þó verið nemendur, sem sýnt hafa góð- an námsárangur og ástundun, sem hafa getað sótt í þessa áfanga, að sögn Helga Kristjánssonar, aðstoðarskólameistara MK. Síðastliðið haust var tekið enn eitt skrefið í áttina að því að brúa bilið milli grunn- og framhaldsskóla þeg- ar nemendum bauðst að kynnast þeim samningsbundnu iðngreinum, sem kenndar eru í skólanum, það er bakstri, kjötiðn, framreiðslu og mat- reiðslu. Ásóknin fór fram úr björt- ustu vonum og stunda nú um áttatíu grunnskólanemendur nám í verk- náminu auk þeirra, sem sækja áfanga í hefðbundnu bóknámi. Sam- anlagt sækja því nú á þriðja hundrað grunnskólanemendur einstaka áfanga í MK, en þess má geta að inn- an við fimm hundruð nemendur eru í tíunda bekk í grunnskólum Kópa- vogs. „Markmiðið er að nemendur séu í sínu félagslega umhverfi í grunn- skólunum og sæki einstaka áfanga í MK. Þannig fá þeir að njóta sam- vista við jafnaldra um leið og þeir fá að takast á við nám í samræmi við getu og vilja,“ að sögn Helga. 24 framhaldsskólaeiningar Þau Guðmundur Már, Jóhanna Andrea og Eva Hrund koma til með að útskrifast úr grunnskólanum sín- um í vor, en munu á sama tíma hafa lokið allt frá fimmtán og upp í 24 ein- ingum í framhaldsskóla. Að sögn Helga tekur meðalframhaldsskóla- nemandi 17,5 einingar á önn. Guð- mundur Már, sem lokið hefur 24 framhaldsskólaeiningum, er því langt kominn með fyrsta mennta- skólaárið um leið og hann útskrifast úr grunnskóla. Guðmundur hóf menntaskóla- námið í áttunda bekk grunnskóla og hefur í vor lokið níu einingum í stærðfræði, níu einingum í ensku, þremur einingum í þýsku og þremur í dönsku. Þegar hann er spurður hvaða nám hann stefni á svarar hann því til að þetta sé skelfileg spurning, sem hann eigi örugglega eftir að liggja andvaka yfir. „Það er þó margt sem bendir til þess að búið sé að ákveða það fyrir mig því foreldrar mínir báðir eru bæði kennarar og prestar. Og ég á upphafsstafina GMG sem Maður verður líka að kunna að skemm Morgunblaðið/Golli Skipulagningin Stundaskráin vill stundum fara í algjöra kássu, segja tíundu bekkingarnir Jóhanna Andrea Hjart- ardóttir, Guðmundur Már Guðmundsson og Eva Hrund Hlynsdóttir, sem hér eru í stærðfræðitíma í MK. Í HNOTSKURN »Um helmingur af tæplegafimm hundruð nemendum í tíunda bekk í grunnskólum Kópavogs sækir áfanga við Menntaskólann í Kópavogi. » Fimm ár eru liðin síðansamstarf grunnskóla Kópavogs og MK hófst eftir að grunnskólarnir fóru þess á leit að boðið yrði upp á úrræði fyr- ir „góða“ nemendur. » Nemendum á grunn-skólastigi, sem sýna góðan námsárangur og ástundun, býðst að taka einingar á fram- haldsskólastigi í stærðfræði, ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku og verk- námi. Um helmingur tíundu bekkinga í grunnskólum Kópavogs er jafnhliða grunnskólanáminu að flýta fyrir sér með því að sækja sér einingar í Menntaskólann í Kópa- vogi. Jóhanna Ingvars- dóttir sat stærðfræðitíma í MK með fjölmörgum framhaldsskólanemum á öðru ári og þremur grunnskólanemum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.