Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 47 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opnuð kl. 9. Bón- usferð kl. 10. Páskabingóið kl. 13.30 (ath. breyttan tíma). Senjoríturnar syngja kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handav. kl. 9-12. Smíði/ útskurður kl. 9-16.30. Bingó 2. og 4. föstud. í mán. Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist í dag kl. 13.30. Allir velkomnir. Hárgreiðsla, böðun, almenn handa- vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg- isverður. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Fjölbreytt félagsstarf alla daga. Föstudaga: postulínsmálun og útivist þegar veður leyfir. Heitt á könnunni og meðlæti. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist við Litla- kot kl. 10 í dag. Gengið í um það bil klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna. Nýir göngugarpar velkomnir. Uppl. í s. 863-4225. Litlakot kl. 13-16 súpudagur. Unnið með töfra- stramma - hafið með ykkur áróragarn og javanál. Akstur annast Auður og Lindi, s. 565-0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin mánud. og miðvikud. kl. 10- 11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á mið- vikudögum kl. 13- 14. S. 554-3438. Félagsvist í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Spænska kl. 9.45. Jóga kl. 10.50. Málm-og silf- ursmíði kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12 í Mýri. Bútasaumur og ullarþæfing kl. 13 í Kirkjuhvoli. Í Garðabergi er opið kl. 12.30-16.30, engin félagsvist í dag. Bíódagur kirkjunnar kl. 14 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan í Þjónustumiðstöðinni Hlaðhömrum, er opin alla virka daga eftir hádegi. Fjölbreytt föndur, t.d. skartgripagerð, postulínsmálun og margt fleira. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi. Kl. 10.30 kennsla í „Lancier-dansi“, undirbúningur fyrir landsmót UMFÍ í sumar, allir velkomnir. Umsj. Kol- finna Sigurvinsd. Kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing fellur niður. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 handavinna. Kl. 9.15- 10.15 göngu/skokkhópur. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 9- 12 útskurður. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bóka- bíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Bridds fellur niður í dag. Dansleikur kl. 20.30. Capí tríó leikur fyrir dansi. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9-12.15, Björg Fríður. Bingó kl. 13.30 ath. breyttan tíma. Spilaðar verða 8 umferðir, páskaegg og páskaskraut í vinning. Kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hár- snyrting s. 517-3005. Hæðargarður 31 | Kíkið við, kynnið ykkur starf- semina. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Skráning hafin í ferðina að Hala í Suðursveit. Munið tölvu- kennsluna. Næsti bókmenntakl. er 11. apríl. Páll Bergþórsson veðurfræðingur spjallar um hafís og veðurfar m.m. kl. 14 í dag. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 13-15. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir. Uppl. í s. 552-4161. Lauf | Aðalfundur Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki verður haldinn á Grand Hóteli við Sig- tún. Fyrir aðalfundinn verður Herdís Storgaard, forstöðumaður forvarnahússins með erindi sem byrjar kl. 14 þar sem fjallað verður m.a. um það hvernig koma má í veg fyrir slys. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 | Kl. 9-12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 13 leikfimi. Opin hárgreiðslustofa s. 588-1288. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45 matur. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sig- urgeirs Björgvinssonar. Kl. 14 dansað við lagaval Sigvalda. Kl. 15 koma í heimsókn frá Samfylking- unni þau Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarp- héðinsson og Ellert B. Schram. Marengs- rjómaterta í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja opin fyrir há- degi, leirmótun kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga. Páskabingó kl. 13.30, komið og vinnið páskaegg, konfekt og það sem tilheyrir páskum. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Æfing fermingarbarna kl. 16 (31. mars) og kl. 17 (1. apríl). Áskirkja | Guðsþjónusta kl. 14. á Dalbraut 27 í umsjá sóknarprests Áskirkju. Hreyfing og bæn kl. 10.15 á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju. Páskaeggjabingó í safnaðarheimilinu, kl. 19 í kvöld. Allir gestir fá lítið páskaegg þegar bingói lýkur. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Ávextir, kaffi og djús á boðstólum. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Bibl- íufræðsla, söngur og samvera. Allir unglingar vel- komnir. Grafarvogskirkja | Lesið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Sigurjón Þórðarson. Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Tónlist Hjálpræðisherinn á Íslandi | Tón- listarkvöld í Ingunnarskóla laug- ardaginn 31. mars kl. 18. Miriam Óskars, Óskar Jakobs og Björn T. Kjaran – ásamt leynigesti – taka gospellög. Aðgangur ókeypis, samskot tekin. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Skriðuklaustur | Ítalska tón- skáldið Willy Merz heldur tónleika á pálmasunnudag kl. 15. Hann mun leika brot úr nokkrum tónverkum eftir sjálfan sig, Haydn og Satie. Tóndæmin mun hann nota til að leita svara við spurningunni: Hvað er samtímatónlist? Myndlist Anima gallerí | Spessi 30. mars – 21. apríl. Á sýningunni eru myndir sem Spessi tók á Ísafirði um páskana 2004. Þetta er 50 manna tilviljunarkennt úrtak sem telst vera 1,4% Ísfirðinga. Allt sýn- ingartímabilið verður bein útsend- ing í gegnum vefmyndavél sem hefur verið komið fyrir í miðbæ Ísafjarðar. www.animagalleri.is. Gallerí Bláskjár | Gallerí Bláskjár er nýtt listagallerí á Egilsstöðum sem sérhæfir sig í list eftir lista- menn sem fæddir eru eða búsettir á Austurlandi. 11 listamenn eru kynntir og Ríkey Kristjánsdóttir opnar sérsýningu á nýjustu hönn- un sinni. Charles Ross sér um tón- listarflutning í tilefni dagsins. Opið kl. 14–16. Allir velkomnir. Skemmtanir Kringlukráin | Hljómsveitin Signia leikur um helgina. Uppákomur Múltí Kúltí | Styrktarsúpa í há- deginu. Gestur í þessari viku er Sigríður Andersen frá Sjálfstæð- isflokknum en við höfum fengið gesti frá stjórnmálaflokkum und- anfarið. Súpa, brauð og kaffi: kr. 1000. Allir velkomnir. Kvikmyndir Skriðuklaustur | Heimildarmyndir og listrænar myndir, m.a. kvik- myndin Okkar skoðun eftir Garðar Bachmann og Hákon Seljan, sýnd- ar kl. 13. Seinni sýningardagur. Útivist og íþróttir Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úruvernd (SJÁ) | Laugardags- ganga á morgun, laugardag. Þátt- takendur hittast á strætóstöðinni í Mjódd og leggja af stað kl. 11. Gengið verður í 2–3 klst. og oft er farið í kaffi á eftir. Allir velkomnir. Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýn- ingar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynn-ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynn-ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn "Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árn- að heilla, Morgunblaðinu,Há- degismóum 2110 Reykjavík. dagbók Í dag er föstudagur 30. mars, 89. dagur ársins 2007 Ádögunum kom út fyrsta ritið ínýrri ritröð Sagnfræðistofn-unar Háskóla Íslands.Hrafnkell Lárusson er höf- undur ritsins Í óræðri samtíð með óvissa framtíð. Íslensk sveitablöð og samfélagsbreytingar um aldamót- in1900. „Það hefur verið hlutskipti flestra meistaraprófsritgerða að hverfa í geymslur Landsbókasafnsins þar sem þær eru lítið lesnar, þó margar hafi að geyma spennandi fróðleik,“ segir Hrafnkell. „Með nýju ritröðinni, sem var sett á laggirnar að frumkvæði Vals Freys Steinarssonar sagnfræðings, vill Sagnfræðistofnun vekja athygli á áhugaverðustu sagnfræðiritgerðunum með árlegri útgáfu.“ Rit Hrafnkels hefur fengið góðar móttökur og er fyrsta upplag uppselt hjá útgefanda: „Um er að ræða rann- sókn á sveitablöðunum; tíðinda- og um- ræðuritum sem urðu vinsæl í sveitum um miðja 19. öld,“ segir Hrafnkell. „Þessi blöð miðuðust við lítið útgáfu- svæði, oft aðeins eina sveit eða kirkju- sókn, voru handskrifuð – oft aðeins í einu eintaki – og bárust milli bæja þar sem þau voru lesin af heimilisfólki, eða lesin upp á almennum fundum.“ Hrafnkell segir almenning hafa séð fjölmiðlaumhverfi 19. aldar sem stig- skipt og hlutverkaskipt:„Efst í virðing- arstiganum voru tímaritin, eins og Skírnir og Ný félagsrit, þar sem mátti finna lengri greinar og faglega um- ræðu. Næst komu prentuðu blöðin sem voru fréttamiðlar fyrir allt landið og vettvangur stjórnmála- og þjóðfélags- umræðu. Landshlutablöð stunduðu svipaða umfjöllun en þó með sérstakri áherslu á sitt nánasta svæði,“ segir Hrafnkell. „En sveitablöðin voru gras- rótarmiðillinn, og víða kemur fram í þeim að þau séu ákjósanlegur vett- vangur fyrir ungt fólk að æfa sig að tjá sig, hálfopinberlega, áður en þau spreyta sig á öðrum miðlum.“ Þannig segir Hrafnkell sveitablöðin minna um margt á blogg nútímans: „Menn eru þar oft að skrifa hver fyrir annan, og fjalla mikið um sín eigin hagsmuna- og áhugamál. Þjóðfélags- umræða sést lítt í þessum blöðum og utanríkismál eru varla nefnd þó sjálf- stæðisbaráttan standi hvað hæst,“ seg- ir Hrafnkell. „Einnig mátti finna bók- menntalegt efni í þeim, ljóð og þýddar sögur og eru sveitablöðin oft á mörkum þess að vera fjölmiðill eða hand- ritaútgáfa.“ Háskólaútgáfan annast útgáfu rits- ins, www.haskolautgafan.hi.is. Sagnfræði | Ný ritröð með ritgerðum meistaranema Blogg 19. aldarinnar  Hrafnkell Lár- usson fæddist á Akranesi 1977. Hann stundaði menntaskólanám við Alþýðuskólann á Eiðum og ME , lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 2003 og MA-gráðu frá sama skóla 2006. Hrafnkell hefur starfað sem blaðamaður og á Héraðs- skjalasafni Austfirðinga á Egils- stöðum. Hann er nú safnvörður á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum og sjálfstætt starfandi fræðimaður. ÞAÐ er vinsæl dægradvöl, sérstaklega um helgar, að setjast á kaffihús í miðbæ höfuðborg- arinnar og spá í menn og málefni líðandi stundar. Gott er fyrir nýbakaðar mæður að geta setið við gluggann og litið eftir börnum sínum meðan þau kúra í rólegheitunum í hlýjum vögnum sínum og hafa litlar áhyggjur af komandi kosningum eða öðru slíku. Skrafað yfir sopanum Morgunblaðið/G.Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.