Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 47
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opnuð kl. 9. Bón-
usferð kl. 10. Páskabingóið kl. 13.30 (ath. breyttan
tíma). Senjoríturnar syngja kl. 14.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handav. kl. 9-12. Smíði/
útskurður kl. 9-16.30. Bingó 2. og 4. föstud. í
mán.
Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist í dag kl. 13.30. Allir
velkomnir. Hárgreiðsla, böðun, almenn handa-
vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg-
isverður. Uppl. í s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Fjölbreytt félagsstarf alla daga.
Föstudaga: postulínsmálun og útivist þegar veður
leyfir. Heitt á könnunni og meðlæti.
FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist við Litla-
kot kl. 10 í dag. Gengið í um það bil klst. á hraða
sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna.
Nýir göngugarpar velkomnir. Uppl. í s. 863-4225.
Litlakot kl. 13-16 súpudagur. Unnið með töfra-
stramma - hafið með ykkur áróragarn og javanál.
Akstur annast Auður og Lindi, s. 565-0952.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin mánud. og miðvikud. kl. 10- 11.30.
S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á mið-
vikudögum kl. 13- 14. S. 554-3438. Félagsvist í
Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum
kl. 20.30. Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl.
20.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30.
Spænska kl. 9.45. Jóga kl. 10.50. Málm-og silf-
ursmíði kl. 13. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður,
kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl.
11.40 hádegisverður.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl.
12 í Mýri. Bútasaumur og ullarþæfing kl. 13 í
Kirkjuhvoli. Í Garðabergi er opið kl. 12.30-16.30,
engin félagsvist í dag. Bíódagur kirkjunnar kl. 14 í
Kirkjuhvoli.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa-
vinnustofan í Þjónustumiðstöðinni Hlaðhömrum,
er opin alla virka daga eftir hádegi. Fjölbreytt
föndur, t.d. skartgripagerð, postulínsmálun og
margt fleira.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, m.a. bókband eftir hádegi. Kl. 10.30
kennsla í „Lancier-dansi“, undirbúningur fyrir
landsmót UMFÍ í sumar, allir velkomnir. Umsj. Kol-
finna Sigurvinsd. Kl. 10.30 létt ganga um ná-
grennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing
fellur niður. Uppl. á staðnum og s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 handavinna. Kl. 9.15-
10.15 göngu/skokkhópur. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 9-
12 útskurður. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bóka-
bíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Bridds fellur niður í dag. Dansleikur kl.
20.30. Capí tríó leikur fyrir dansi.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12,
postulínsmálning. Jóga kl. 9-12.15, Björg Fríður.
Bingó kl. 13.30 ath. breyttan tíma. Spilaðar verða
8 umferðir, páskaegg og páskaskraut í vinning.
Kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hár-
snyrting s. 517-3005.
Hæðargarður 31 | Kíkið við, kynnið ykkur starf-
semina. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Skráning
hafin í ferðina að Hala í Suðursveit. Munið tölvu-
kennsluna. Næsti bókmenntakl. er 11. apríl. Páll
Bergþórsson veðurfræðingur spjallar um hafís og
veðurfar m.m. kl. 14 í dag. S. 568-3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 13-15.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir. Uppl. í s.
552-4161.
Lauf | Aðalfundur Landssamtaka áhugafólks um
flogaveiki verður haldinn á Grand Hóteli við Sig-
tún. Fyrir aðalfundinn verður Herdís Storgaard,
forstöðumaður forvarnahússins með erindi sem
byrjar kl. 14 þar sem fjallað verður m.a. um það
hvernig koma má í veg fyrir slys. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 | Kl. 9-12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 13
leikfimi. Opin hárgreiðslustofa s. 588-1288.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað-
gerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45 matur.
Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sig-
urgeirs Björgvinssonar. Kl. 14 dansað við lagaval
Sigvalda. Kl. 15 koma í heimsókn frá Samfylking-
unni þau Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarp-
héðinsson og Ellert B. Schram. Marengs-
rjómaterta í kaffitímanum. Allir velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja opin fyrir há-
degi, leirmótun kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30,
hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla
daga. Páskabingó kl. 13.30, komið og vinnið
páskaegg, konfekt og það sem tilheyrir páskum.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Æfing fermingarbarna kl. 16
(31. mars) og kl. 17 (1. apríl).
Áskirkja | Guðsþjónusta kl. 14. á Dalbraut 27 í
umsjá sóknarprests Áskirkju. Hreyfing og bæn kl.
10.15 á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju.
Páskaeggjabingó í safnaðarheimilinu, kl. 19 í kvöld.
Allir gestir fá lítið páskaegg þegar bingói lýkur.
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Kaffi
og spjall. Ávextir, kaffi og djús á boðstólum.
Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Bibl-
íufræðsla, söngur og samvera. Allir unglingar vel-
komnir.
Grafarvogskirkja | Lesið úr Passíusálmum séra
Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Sigurjón
Þórðarson.
Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.)
Tónlist
Hjálpræðisherinn á Íslandi | Tón-
listarkvöld í Ingunnarskóla laug-
ardaginn 31. mars kl. 18. Miriam
Óskars, Óskar Jakobs og Björn T.
Kjaran – ásamt leynigesti – taka
gospellög. Aðgangur ókeypis,
samskot tekin. Kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir.
Skriðuklaustur | Ítalska tón-
skáldið Willy Merz heldur tónleika
á pálmasunnudag kl. 15. Hann mun
leika brot úr nokkrum tónverkum
eftir sjálfan sig, Haydn og Satie.
Tóndæmin mun hann nota til að
leita svara við spurningunni: Hvað
er samtímatónlist?
Myndlist
Anima gallerí | Spessi 30. mars –
21. apríl. Á sýningunni eru myndir
sem Spessi tók á Ísafirði um
páskana 2004. Þetta er 50
manna tilviljunarkennt úrtak sem
telst vera 1,4% Ísfirðinga. Allt sýn-
ingartímabilið verður bein útsend-
ing í gegnum vefmyndavél sem
hefur verið komið fyrir í miðbæ
Ísafjarðar. www.animagalleri.is.
Gallerí Bláskjár | Gallerí Bláskjár
er nýtt listagallerí á Egilsstöðum
sem sérhæfir sig í list eftir lista-
menn sem fæddir eru eða búsettir
á Austurlandi. 11 listamenn eru
kynntir og Ríkey Kristjánsdóttir
opnar sérsýningu á nýjustu hönn-
un sinni. Charles Ross sér um tón-
listarflutning í tilefni dagsins. Opið
kl. 14–16. Allir velkomnir.
Skemmtanir
Kringlukráin | Hljómsveitin Signia
leikur um helgina.
Uppákomur
Múltí Kúltí | Styrktarsúpa í há-
deginu. Gestur í þessari viku er
Sigríður Andersen frá Sjálfstæð-
isflokknum en við höfum fengið
gesti frá stjórnmálaflokkum und-
anfarið. Súpa, brauð og kaffi: kr.
1000. Allir velkomnir.
Kvikmyndir
Skriðuklaustur | Heimildarmyndir
og listrænar myndir, m.a. kvik-
myndin Okkar skoðun eftir Garðar
Bachmann og Hákon Seljan, sýnd-
ar kl. 13. Seinni sýningardagur.
Útivist og íþróttir
Sjálfboðaliðasamtök um nátt-
úruvernd (SJÁ) | Laugardags-
ganga á morgun, laugardag. Þátt-
takendur hittast á strætóstöðinni í
Mjódd og leggja af stað kl. 11.
Gengið verður í 2–3 klst. og oft er
farið í kaffi á eftir. Allir velkomnir.
Auglýstu
atburði
á þínum
vegum
hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýn-
ingar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mann-
fagnaði
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynn-ingar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að ber-ast
með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/ eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda
tilkynningu og mynd á
netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda til-
kynn-ingu og mynd í
gegnum vefsíðu Morg-
unblaðsins,
www.mbl.is, og velja
liðinn "Senda inn efni".
Einnig er hægt að
senda vélritaða til-
kynningu og mynd í
pósti.
Bréfið skal stíla á Árn-
að heilla,
Morgunblaðinu,Há-
degismóum 2110
Reykjavík.
dagbók
Í dag er föstudagur 30. mars, 89. dagur ársins 2007
Ádögunum kom út fyrsta ritið ínýrri ritröð Sagnfræðistofn-unar Háskóla Íslands.Hrafnkell Lárusson er höf-
undur ritsins Í óræðri samtíð með
óvissa framtíð. Íslensk sveitablöð og
samfélagsbreytingar um aldamót-
in1900.
„Það hefur verið hlutskipti flestra
meistaraprófsritgerða að hverfa í
geymslur Landsbókasafnsins þar sem
þær eru lítið lesnar, þó margar hafi að
geyma spennandi fróðleik,“ segir
Hrafnkell. „Með nýju ritröðinni, sem
var sett á laggirnar að frumkvæði Vals
Freys Steinarssonar sagnfræðings, vill
Sagnfræðistofnun vekja athygli á
áhugaverðustu sagnfræðiritgerðunum
með árlegri útgáfu.“
Rit Hrafnkels hefur fengið góðar
móttökur og er fyrsta upplag uppselt
hjá útgefanda: „Um er að ræða rann-
sókn á sveitablöðunum; tíðinda- og um-
ræðuritum sem urðu vinsæl í sveitum
um miðja 19. öld,“ segir Hrafnkell.
„Þessi blöð miðuðust við lítið útgáfu-
svæði, oft aðeins eina sveit eða kirkju-
sókn, voru handskrifuð – oft aðeins í
einu eintaki – og bárust milli bæja þar
sem þau voru lesin af heimilisfólki, eða
lesin upp á almennum fundum.“
Hrafnkell segir almenning hafa séð
fjölmiðlaumhverfi 19. aldar sem stig-
skipt og hlutverkaskipt:„Efst í virðing-
arstiganum voru tímaritin, eins og
Skírnir og Ný félagsrit, þar sem mátti
finna lengri greinar og faglega um-
ræðu. Næst komu prentuðu blöðin sem
voru fréttamiðlar fyrir allt landið og
vettvangur stjórnmála- og þjóðfélags-
umræðu. Landshlutablöð stunduðu
svipaða umfjöllun en þó með sérstakri
áherslu á sitt nánasta svæði,“ segir
Hrafnkell. „En sveitablöðin voru gras-
rótarmiðillinn, og víða kemur fram í
þeim að þau séu ákjósanlegur vett-
vangur fyrir ungt fólk að æfa sig að tjá
sig, hálfopinberlega, áður en þau
spreyta sig á öðrum miðlum.“
Þannig segir Hrafnkell sveitablöðin
minna um margt á blogg nútímans:
„Menn eru þar oft að skrifa hver fyrir
annan, og fjalla mikið um sín eigin
hagsmuna- og áhugamál. Þjóðfélags-
umræða sést lítt í þessum blöðum og
utanríkismál eru varla nefnd þó sjálf-
stæðisbaráttan standi hvað hæst,“ seg-
ir Hrafnkell. „Einnig mátti finna bók-
menntalegt efni í þeim, ljóð og þýddar
sögur og eru sveitablöðin oft á mörkum
þess að vera fjölmiðill eða hand-
ritaútgáfa.“
Háskólaútgáfan annast útgáfu rits-
ins, www.haskolautgafan.hi.is.
Sagnfræði | Ný ritröð með ritgerðum meistaranema
Blogg 19. aldarinnar
Hrafnkell Lár-
usson fæddist á
Akranesi 1977.
Hann stundaði
menntaskólanám
við Alþýðuskólann
á Eiðum og ME ,
lauk BA-prófi í
sagnfræði frá HÍ
2003 og MA-gráðu
frá sama skóla 2006. Hrafnkell hefur
starfað sem blaðamaður og á Héraðs-
skjalasafni Austfirðinga á Egils-
stöðum. Hann er nú safnvörður á
Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum
og sjálfstætt starfandi fræðimaður.
ÞAÐ er vinsæl dægradvöl, sérstaklega um helgar, að setjast á kaffihús í miðbæ höfuðborg-
arinnar og spá í menn og málefni líðandi stundar. Gott er fyrir nýbakaðar mæður að geta
setið við gluggann og litið eftir börnum sínum meðan þau kúra í rólegheitunum í hlýjum
vögnum sínum og hafa litlar áhyggjur af komandi kosningum eða öðru slíku.
Skrafað yfir sopanum
Morgunblaðið/G.Rúnar