Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 93. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
PLASTIÐ BURT
OLÍUSÓUN OG UMHVERFISSPJÖLL.
GAMLA TUÐRAN KEMUR AFTUR >> 6
HALLGRÍMSPASSÍA
FRUMFLUTT
PÍSLARSAGA
REIÐI OG SORG >> 18
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
STJÓRNENDUR Alcan og álversins í
Straumsvík hafa ekki ákveðið hvernig
brugðist skuli við niðurstöðu íbúakosning-
arinnar í Hafnarfirði, að sögn Hrannars Pét-
urssonar upplýsingafulltrúa. Undirbúningur
að stækkun álversins hefur staðið í átta ár og
hefur þegar kostað 800–900 milljónir króna.
Engin varaáætlun er til að bregðast við
þeirri stöðu sem nú er komin upp. Hrannar
telur að þegar um hægist eftir íbúakosningu
og páska muni Alcan skoða hvaða kostir séu
í boði.
Alcan hefur sagt að stækkun álversins í
Straumsvík sé forsenda þess að fyrirtækið
haldi velli í samkeppni við önnur álver.
Framleiðslugetan er nú um 180 þúsund tonn
á ári en hagkvæmustu álverin eru umtals-
vert stærri og framleiðslukostnaður þeirra á
hvert áltonn mun lægri en í Straumsvík.
Hugmyndir hafa skotið upp kollinum um að
reisa mætti afkastameiri kerskála í stað
þeirra sem nú eru í Straumsvík og auka
þannig framleiðslugetuna innan ramma gild-
andi deiliskipulags. Í Straumsvík eru þrír
kerskálar og tvær raðir rafgreiningarkerja
langsum eftir hverjum skála. Rafmagn er
leitt milli kerja í hverjum skála og mynduð
straumlykkja. Nýju kerskálarnir sem Alcan
hugðist reisa áttu að vera með einni röð
þverstæðra kerja hvor og straumurinn
leiddur í hring milli skálanna. Því verður að
reisa skála af þeirri gerð í pörum. Bygging
nýrra kerskála í stað þeirra gömlu myndi því
krefjast lokunar álversins að stórum hluta í
nokkur ár.
Undirbúningur Alcans vegna stækkunar
fólst m.a. í kaupum á landi af Hafnarfjarð-
arbæ 2003 og gerð umhverfismats sem lauk
árið 2002 og gildir í 10 ár. Eins aflaði Alcan
starfsleyfis og samdi um útvegun raforku til
stærri verksmiðju.
Alcan og OR gerðu samning 11. maí 2006
sem tryggði Alcan um 40% af orkuþörf
stækkunarinnar. Gert var ráð fyrir að orkan
kæmi frá jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
getur Alcan horfið frá samkomulaginu en
þarf samt að inna af hendi ákveðnar
greiðslur. Alcan og Landsvirkjun undirrit-
uðu samkomulag 15. desember 2006 sem
framlengdi fram á mitt þetta ár viljayfirlýs-
ingu um gerð samnings vegna 60% raforku
til stækkunarinnar. Einnig fólst í því stað-
festing á samkomulagi um rafmagnsverð. Þá
var samið um skiptingu kostnaðar vegna
undirbúnings virkjana í neðrihluta Þjórsár.
Alcan skyldi greiða 2⁄3 af kostnaðinum en fá
hann endurgreiddan að fullu ef af stækkun
álversins yrði.
Morgunblaðið/Ómar
Framtíð Hagkvæmustu álver í dag eru
umtalsvert stærri en Alcan í Straumsvík.
Óviss
framtíð
„VIÐ eigum það til að gera of mikl-
ar kröfur til okkar vegna þess að
við vitum ekki hvers við getum
vænst af okkur sjálfum. Við getum
farið að starfa á vinnustöðum þar
sem við leyfum fólki að fara yfir
mörk okkar af því við þekkjum þau
ekki sjálf. Til að geta náð árangri í
skóla eða í vinnu verðum við að
geta gefið fólki í kringum okkur
skilaboð.“
Þannig lýsir Sigríður Jónsdóttir
því að vera fullorðin með ofvirkni.
Hún veitir nú öðrum í sömu spor-
um ráðgjöf.
Athyglisbrestur með ofvirkni er
vangreind röskun meðal fullorð-
inna því í 50–70% tilvika eldist hún
ekki af börnum og unglingum.
Rannsóknir benda til að allt að
7,5% barna séu með athyglisbrest
með ofvirkni og hluti læknast en
gera má ráð fyrir að allt að tíu þús-
und Íslendingar undir fimmtugu
eigi við þessa röskun að stríða.
Mikil ásókn hefur verið að und-
anförnu í greiningu og meðferð við
athyglisbresti með ofvirkni hér á
landi og að sögn Sóleyjar Drafnar
Davíðsdóttur sálfræðings á geð-
sviði Landspítalans er svo komið
að fullorðnir þurfa að bíða í allt að
tvö ár eftir greiningu.
Sigríður segir að opin rými geti
reynst erfið fólki með athygl-
isbrest með ofvirkni og sömuleiðis
geti mikið áreiti reynst erfitt.
Sigríður segir fullorðið fólk með
ofvirkni eiga erfitt með að ljúka
verkefnum og hafa yfirsýn yfir
þau. Fólk getur verið seint með
verkefnaskil og almennt gengur
fólki með ofvirkni illa að hafa
stjórn á lífi sínu. | 26
Þekkja ekki eigin mörk
DULMAGNAÐA birtu lagði frá Viðey í gær-
kvöldi frá friðarsúlu Yoko Ono sem geymir
hætti í átt til borgarinnar og, að mati Yoko
Ono, um alla heimsbyggðina.
óskir fólks víðsvegar að úr heiminum. Frið-
arsúlan stafaði birtu sinni með táknrænum
Morgunblaðið/Kristinn
Loftsjónir yfir sundunum
TÆPLEGA fimmtugur karlmaður
særðist lífshættulega í hnífstungu-
árás í gærkvöldi og var fluttur á
slysadeild þar sem hann gekkst
undir aðgerð. Fjórir menn voru
handteknir vegna árásarinnar og
hefur einn þeirra viðurkennt
verknaðinn. Að sögn læknis á slysa-
deild Landspítalans í gærkvöldi var
maðurinn með lífshættulega
áverka.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
geymslu en strax lá fyrir viður-
kenning eins þeirra á verknaðinum.
Hinn særði missti mikið blóð.
Við vettvangsrannsókn var hald
lagt á hnífinn sem notaður var en
þar er um að ræða eldhúshníf.
Mennirnir hafa allir komið við sögu
lögreglunnar vegna annarra af-
brota. Þeir eru fæddir á bilinu 1956
til 1967.
Frumrannsókn málsins er hafin
og má leiða líkur að því að málið
verði rannsakað sem tilraun til
manndráps eða sérstaklega hættu-
leg líkamsárás.
inu segir að fimm menn hafi setið
heima hjá einum þeirra í íbúð við
Hátún en aðdragandinn að árásinni
sé óljós. Einhverra hluta vegna hafi
þó einn þeirra sótt sér hníf inn í eld-
hús og skipti engum togum að hann
stakk manninn í brjóstið.
Hringdu sjálfir í lögregluna
Sjálfir hringdu mennirnir í lög-
regluna og létu vita hvað hefði átt
sér stað og sendi lögreglan meðal
annars sérútbúna lögregluþjóna í
hlífðarvestum. Mennirnir voru allir
handteknir og settir í fanga-
Stunginn í brjóstið
Fjórir handteknir og einn viðurkennir hnífsstunguna
Maður um fimmtugt er lífshættulega slasaður
Morgunblaðið/Júlíus
Árás Sérútbúnir lögregluþjónar í
hlífðarvestum voru kallaðir út.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is