Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 11
FRÉTTIR
VERÐ á matvælum í fjórum lág-
vöruverðsverslunum lækkaði um 6,4
– 11% frá febrúar til mars. Þetta
eru niðurstöður viðamikilla verð-
mælinga verðlagseftirlits ASÍ í mat-
vöruverslunum. Henný Hinz, hag-
fræðingur ASÍ, segist vera nokkuð
ánægð með niðurstöðurnar. Lækk-
un virðisaukaskatts á matvælum
hafi skilað sér í þessum verslunum.
Eftir páska verða birtar tölur um
verðbreytingar í fleiri verslunum.
Henný segir að verðlækkanir í
lágvöruverðsverslunarkeðjum í
tengslum við lækkanir á virðisauka-
skatti og vörugjöldum þann 1. mars
sl. hafi verið í samræmi við útreikn-
inga Hagstofunnar á tilætluðum
áhrifum aðgerðanna. „Í heildina
held ég að við getum verið nokkuð
ánægð með þetta. Verslanirnar eru
að skila þessari lækkun alveg ágæt-
lega. Þetta er aðeins mismunandi
eftir verslunarkeðjum og eftir vöru-
flokkum, en þegar búið er að reikna
þetta eftir vörukörfum skila lág-
vöruverðsverslanirnar þessu býsna
vel,“ sagði Henný og bætti við að
ASÍ væri ekki að bera saman verð á
einstökum vörum milli búða heldur
hvernig þær skiluðu lækkuninni.
Gosdrykkir lækkuðu mest
Til þess að fylgjast með verðþró-
un í verslunum fyrir breytinguna
hóf verðlagseftirlitið verðmælingar í
desember 2006. Frá desember 2006
til febrúar 2007 hækkaði verðlag í
lágvöruverðsverslunum á bilinu 0,2–
2,2%. Vegin verðhækkun á því tíma-
bili var mest í verslunum Krón-
unnar en minnst í verslunum Bón-
uss. Þegar skoðaðar eru
verðbreytingar á tímabilinu frá
febrúar til mars 2007, þegar op-
inberar álögur á matvörur voru
lækkaðar, kemur í ljós að verðlag
lágvöruverðsverslananna lækkaði á
bilinu 6,4 – 11%. Vegin verðlækkun
var minnst í verslunum Nettó en
mest í verslunum Krónunnar.
Þegar skoðaðar eru breytingar á
einstökum vöruflokkum má sjá að
mest verðlækkun varð á gosdrykkj-
um, söfum og vatni í kjölfar lækk-
ana á virðisaukaskatti og vörugjöld-
um. Þá lækkaði verð á vörum í
flokki sykurs, súkkulaðis og sæt-
inda næstmest.
Hagstofa Íslands áætlaði í upp-
hafi árs að lækkun á virðisauka-
skatti mundi lækka verð á mat og
drykkjarvörum um 7,4% og niður-
felling á vörugjöldum um 1,3% til
viðbótar. Lækkun á virðisauka-
skatti átti að skila sér í vöruverði til
neytenda þegar um sl. mánaðamót
þegar breytingin tók gildi en hins
vegar getur það tekið lækkanir
vegna niðurfellingar á vörugjöldum
1–2 mánuði að skila sér að fullu út í
vöruverð.
Verðmælingar verðlagseftirlits
ASÍ voru gerðar í verslunarkeðj-
unum um land allt og stóðu yfir í
um vikutíma í senn í desember,
febrúar og mars. Rétt er að taka
fram að ekki er um verðsamanburð
á milli verslanakeðja að ræða held-
ur er hér einungis lagt mat á verð-
breytingar innan hverrar keðju fyr-
ir sig. Við útreikninga á
verðbreytingum verslana er reiknuð
út vegin breyting á verði vörukörfu
í hverri verslunarkeðju. Grunnur að
vog vörukörfunnar er byggður á
þeirri vog sem Hagstofa Íslands
notar til útreiknings á vísitölu
neysluverðs.
Skattalækkunin skilaði sér
í lágvöruverðsverslunum
Morgunblaðið/Ásdís
Lækkun Hagstofan reiknaði með að lækkun virðisaukaskatts á matvælum ætti að leiða til 7,4% lækkunar á verði
mat- og drykkjarvara. Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er að verðið hafi lækkað um 6,4-11% frá febrúar til mars.
)!''"(!
*$(
+!
,$''
- !''
."/
0 1'(!
2&!''
3' "(!
*''' 0'''"
!
4'5'326
71 7
"#
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
71 7
$# 8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
71 7
$
#
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
71 7
% #
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
! 8
! 8
! 8 ! 8
8
8
8
8
& '(
FERÐAFÉLAG Íslands hefur
keypt Baldvinsskála á Fimmvörðu-
hálsi af Flugbjörgunarsveitinni í
Skógum. Fyrirhugað er að endur-
nýja skálann og bæta aðstöðu. Bald-
vinsskáli er vel staðsettur á Fimm-
vörðuhálsi og gegnir mikilvægu
hlutverki fyrir göngumenn.
Flugbjörgunarsveitin í Skógum
og sérstaklega Baldvin Sigurðsson
unnu mikið starf við uppbyggingu
skálans á sínum tíma, segir í frétta-
tilkynningu, en skálinn ber nafn
Baldvins. Hann var reistur 1974 og
er 42 fermetrar, en á síðustu árum
hefur skálinn látið nokkuð á sjá und-
an óblíðum náttúruöflum og eins
mun umgengni sumra ferðamanna
lítt til fyrirmyndar.
Útivist rekur Fimmvörðuskála og
í tilkynningunni er haft eftir Páli
Guðmundssyni formanni FÍ að fé-
lagið hafi sett sig í sambandi við Úti-
vist og gert grein fyrir áformum FÍ,
sem vilji eiga gott samstarf um þjón-
ustu og uppbyggingu á þessari vin-
sælu leið, fín gistiaðstaða sé í Fimm-
vörðuskála og FÍ muni hiklaust vísa
á hana.
FÍ kaupir
Baldvins-
skála
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sigketill á Fimmvörðuhálsi.
SKIPSTJÓRI togbáts frá Rifi hafði
samband við vaktstöð siglinga um kl.
22:00 í gærkvöldi. Hann hafði fengið
torkennilegan hlut í veiðarfærin og
sett á land í höfninni á Rifi. Hann var
ekki viss um að þetta væri sprengja
en taldi réttast að hafa samband við
sprengjusérfræðinga Landhelgis-
gæslunnar.
Eftir að skipstjórinn hafði lýst
hlutnum fyrir sprengjusérfræðing-
unum grunaði þá strax að um
sprengju væri að ræða. Þeir höfðu
þegar samband við lögregluna á Rifi,
sem fór á staðinn, tók myndir og
sendi Landhelgisgæslunni. Mynd-
irnar sýndu að þetta var djúp-
sprengja.
Lögreglan ákvað að vakta höfnina
þannig að enginn kæmi nálægt
sprengjunni þar til sprengjusér-
fræðingar Landhelgisgæslunnar
kæmu á staðinn. Þeir komu til Rifs
rétt fyrir kl. tvö í fyrrinótt. Við rann-
sókn á sprengjunni kom í ljós að hún
var full af sprengiefni en kveikibún-
aðinn vantaði á hana. Sprengjan var
flutt á afvikinn stað þar sem
sprengjusérfræðingarnir eyddu
henni.
Sprengja
gerð óvirk
á Rifi
Ljósmynd/Sigurður Ásgrímsson
Þingeyjarsveit | Þrír svartir lambhrútar sem gengið
hafa úti í allan vetur fundust í vikunni í Garðsárdal rétt
við Gönguskarð. Þeir voru ótrúlega vel á sig komnir
miðað við aðstæður en þó að snjólétt hafi verið í byggð
hefur verið mikill vetur á þessu svæði allt síðan í nóv-
ember í haust.
Það voru feðgarnir Haukur Þórhallsson, bóndi á
Kambsstöðum, og Hermann Hauksson sem fóru á sleð-
um suður Vaðlaheiði til þess að líta eftir kindum. Fé
þeirra gengur jafnan á Bleiksmýrardal en aðeins vant-
aði upp á að allt féð skilaði sér í haust. Fóru þeir þess
vegna í leiðangur þennan, en þegar þeir sáu svo hrút-
ana reyndist ekki auðvelt að ná þeim. Þeir hringdu þá á
tvo aðra bæi til þess að fá hjálp og þegar hún barst var
þar kominn nægur liðsafli til þess að handsama hrútana
og náðust þeir í snjóskafli þar sem erfitt var fyrir þá að
hlaupa.
Tveir þessara hrúta voru tvílembingar frá Kambs-
stöðum og hafði ærin, móðir þeirra, skilað sér í haust.
Þriðji hrúturinn var frá Fjósatungu og höfðu þeir
greinilega haldið sig þarna um tíma. Ekki reyndist auð-
velt að koma hrútunum upp Kolgrafargil vegna þess
hve bratt það er, auk þess sem það var nær ófært vegna
snjóleysis. Þeir voru því teymdir langa leið, en menn
voru fegnir þegar hægt var að aka þeim á sleðunum
uppi á Vaðlaheiðinni. Þá var sigurinn unninn og allir
höfðu ánægju af ferð þessari þó að erfið væri.
Fnjóskdælir finna útigöngufé
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Mörg handtök Kolgrafargilið var erfitt yfirferðar á sleða og því þurfti að teyma hrútana.