Morgunblaðið - 04.04.2007, Qupperneq 24
|miðvikudagur|4. 4. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Ofvirkni eldist ekkert endilega
af börnum og unglingum og í
heimi hinna fullorðnu er of-
virkni vangreint vandamál » 26
heilsa
Það er hægt að auka hollustu í
hefðbundnum köku- og eft-
irréttauppskriftum án þess að
draga úr bragðgæðum » 25
matur
Þrír skrautlegir pappírskjólar
eru nú á sýningu í Aþenu þar
sem leitast er við að kanna hve
klæðilegur pappír er » 27
tíska
Af hverju eru páskarnirhaldnir hátíðlegir?„Af því að Jesús reis uppfrá dauðum,“ segir Fríða
Katrín en hún er ein af fjölmörgum
nemendum bekkjar 31 sem hafa rétt
upp hönd og gefið þannig til kynna að
þeir viti svarið við spurningunni.
– En hvernig getur maður risið
upp frá dauðum? Geta allir risið upp
frá dauðum?
„Nei, svarar bekkurinn í kór og
nánast allar hendur eru á lofti. Ólöf
Ylfa fær að svara. „Nei, út af því að
Jesús var sonur Guðs.“
Krakkarnir segjast hafa lært þetta
allt í skólanum, líka í fyrra. Og þau
hlakka til páskanna. Andrea ætlar að
halda upp á afmælið sitt. „Ég á oft af-
mæli á páskunum. Ég er búin að eiga
afmæli á skírdag, pálmasunnudag og
föstudaginn langa. Jú, ég ætla að
halda stóra afmælisveislu.“
Berglind ætlar til Breiðdalsvíkur
en þangað hefur hún komið nokkrum
sinnum.
– Eru páskarnir öðruvísi á Breið-
dalsvík en í Reykjavík?
„Nei, ég held ekki,“ segir hún og
brosir feimnislega.
Margrét, sessunautur hennar, ætl-
ar hins vegar til Svíþjóðar og er alveg
viss um að Svíar haldi upp á páskana
og borði páskaegg. „En þau eru bara
eintóm, sem sagt það er ekkert inni í
þeim.“
– Gleyma þeir að setja nammið inn
í páskaeggin?
„Nei, nei, þetta er bara vani hjá
þeim,“ segir Margrét vafningalaust.
Kenningar um páskaegg
Þegar spurningunni um hvers
vegna börn og fullorðnir fái súkku-
laðipáskaegg á páskunum er velt upp
rekur krakkana í bekk 31 aðeins í
vörðurnar en þau eru fljót að smíða
kenningar. „Vegna þess að ungarnir,
þeir eru gulir og þeir verpa eggjum.
Og þess vegna er það kallað páska-
egg og ég held nefnilega að Jesús hafi
verið eitthvað með unga,“ segir Sara
Sif. „Það finnst svo mörgum páska-
egg góð,“ segir Ólöf Ylfa og Andrea
bætir við: „Við erum svo miklir sæl-
gætisgrísir.“
Margrét kemur með góðan punkt:
„Líka af því að ungarnir eru gulir og
gulur tengist páskunum og ungarnir
koma úr eggjum og þess vegna er
þetta. Í staðinn fyrir að hafa hvít egg,
þá eru þau brún og þess vegna eru
þetta páskaegg.“
Fyndist ykkur leiðinlegt ef páska-
eggin væru hvít og venjuleg? Bland-
aður kór af já-um og nei-um ómar um
kennslustofuna, jáyrðin eru þó aðeins
hærri. Flest segjast þau fá eitt páska-
egg og finnst auk þess að borða það
sérstaklega gaman að leita að því.
„Pabbi minn faldi einu sinni páska-
eggið úti en ég fann það samt,“ segir
Hans Jón. „Það er bæði gaman að
leita að páskaegginu og borða það,“
segja Tómas Veigar og Halldór
Gauti. Sumir segjast jafnvel fara í
ratleik. En nú eru þau komin í
páskafrí líkt og aðrir grunnskólanem-
endur og það verður sko áreiðanlega
„ójá“ hjá mörgum eins og einn nem-
andinn komst að orði þegar spurt var
hvort þau ætluðu ekki að hafa það
gott í páskafríinu.
Páskar Krakkarnir í bekk 31 í Húsaskóla hafa pælt heilmikið í páskunum og auðvitað líka í páskaeggjum. Flest fá þau eitt páskaegg og sum þeirra þurfa að hafa fyrir því að leita að því.
Morgunblaðið/Ásdís
Páskadúllur Nemendurnir föndruðu að sjálfssögðu fyrir páskana, m.a. fallegar páskadúllur.
Duglegar Þessar bekkjarsystur voru komnar langt með sína páskaunga.
Páskapæling-
ar barnanna
Börn hafa einlæga sýn á lífið og þau smíða líka
skemmtilegar kenningar sem falla að heimsmynd
þeirra sem er í sífelldri mótun. Unnur H. Jóhannsdóttir
pældi í páskunum með krökkum í bekk 31 í Húsaskóla.
Nammistelpa Ólöf
Ylfa borðar ekki
páskaegg en fær
svolítið mikið af
nammi í staðinn.