Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 29

Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 29 María Bragadóttir | 3. apríl Starf í þjónustu eldri borgara er skemmti- legt starf UMRÆÐA um mál- efni eldri borgara hef- ur haft tilhneigingu til að vera neikvæð þar sem hún hefur ein- kennst af umræðu um biðlista, skort á hjúkrunarrýmum og manneklu. Sjaldan eða aldrei kemst í umræðuna hversu skemmtilegt og gefandi starf með eldri borgurum er. Meira: mariabragadottir.blog.is Tómas G. Gunnarsson | 3. apríl Frá kennslu að kolefnisbindingu SJÁVARLEIRUR myndast þar sem fín- gert set safnast fyrir í skjólsælum víkum og vogum. Hlutdeild líf- ræns efnis og korna- stærð setsins ráða mestu um eiginleika leirunnar og hversu aðlaðandi hún er fyrir líf- verur. Leirur eru eitt mikilvægasta búsvæði margra fuglategunda sem sækja í mergð hryggleysingja, eink- um orma, smávaxin skeldýr og mý- flugulirfur. Meira: tomasggunnarsson.blog.is Reynir Vilhjálmsson | 3. apríl Um aga og tillitssemi Á DÖGUNUM las ég athyglisverða forystugrein í Morg- unblaðinu um agaleysi í íslensku þjóðfélagi. Tilefni greinarinnar var meðal annars of- beldisfull árás tveggja stúlkubarna á stall- systur sína. Ég er greinarhöfundi mjög sammála en ég vildi gjarnan bæta því við að agaleysinu fylgir ábyrgðarleysi sem ég held að sé áberandi í íslensku þjóðfélagi og ég geng meira að segja svo langt að halda því fram að ábyrgðarleysið sé hér meira en í mörgum öðrum þjóð- félögum. En þessu þarf ég að færa rök fyrir. Meira: reynirv.blog.is Ólafur Þ. Hallgrímsson | 3. apríl Smánarblettur HÚN var ekki uppörvandi myndin, sem blasti við sjón- varpsáhorfendum skömmu fyrir jól sem sýndi hóp fólks norp- andi í krapaslyddu framan við húsakynni Fjölskylduhjálpar Ís- lands í von um að fá matarpakka út- hlutaða fyrir jólin. Rætt var við fimm barna móður í sjónvarpinu. Hún kvaðst engin önnur úrræði hafa en leita á náðir hjálparstofnana. Meira: olafurhallgrimsson.blog.is Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir | 3. apríl Þrettándagleði 2007 ÞRETTÁNDINN, 6. janúar ár hvert, hefur alltaf verið hátíð- isdagur í minni fjöl- skyldu, ekki eingöngu vegna þess að þá kveðjum við jólin form- lega, heldur er þetta afmælisdagur systur minnar og upp á hann hefur alltaf verið haldið með pomp og prakt. Það voru því einstaklega ánægjulegar fréttir sem bárust snemma morguns hinn 6. janúar í ár. Meira: eyruningibj.blog.is Magnea Björk Valdimars- dóttir | 3. apríl Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur ÖLLUM íbúum þessa lands var skömm að því þegar íslensk stjórn- völd tóku þátt í innrásinni í Írak. Sem hefur margsýnt sig að var ekk- ert annað en glæpur sem varð til þess að mörg þúsund saklausra borgara hafa látið lífið. Ástandið er miklu verra en áður en Bandaríkja- menn og bananalýðveldi á borð við Ísland fóru að skipta sér af. Meira: magneabvaldimarsdottir.blog.is Hallgrímur Hróðmarsson | 3. apríl Þingmenn sem þora OFT hefur manni blöskrað hve skoðanalausir og leiði- tamir þingmenn flokk- anna eru. Þeir láta flokksforingja sína og/ eða ráðherra segja sér fyrir verkum í öllum málum sem nokkru skipta en geysast svo fram með miklar skoðanir og stefnur í titt- lingaskítnum. Tveir þingmenn þykir mér þó skera sig úr hvað þetta varð- ar en það eru þeir Kristinn H. Gunn- arsson og Pétur H. Blöndal. Meira: hallgrimurhrodmarsson.blog.is Lúðvík Júlíusson | 3. apríl Neytendur hafa völdin ÞAÐ er ekkert óeðlilegt við neyslu. Hún er nauðsynleg vegna þess að heimilin framleiða lítið sjálf og við þurfum að kaupa það sem okkur vantar, við stundum ekki leng- ur sjálfsþurftabúskap. Með því að hætta sjálfsþurftabúskap og taka upp meiri verkaskiptingu, sérhæfingu og öðlast meiri menntun og þekkingu hefur okkur tekist að bæta lífskjör okkar. Meira: ludvikjuliusson.blog.is Gísli Hvanndal Jakobsson | 3. apríl Ísland eða Grútarland ÉG VERÐ að segja að ég hlakka ekki mikið til að ferðast um Ísland með fjölskyldu mína í fram- tíðinni. Ég samþykki ekki alveg lautarferð úti í náttúrunni með ál- ver og/eða -virkjun fyr- ir framan mig. Mengun og skemmd- arverk með fuglasöng í eyrum á ekki við mig. Ég hugsa til baka og horfi á myndir úr fortíðinni þegar fossar fengu að streyma, fuglar fengu að verpa, grasið fékk að spretta og við fengum að njóta. Kraftur Íslands leyndi sér ekki. Meira: gislihvanndal.blog Leifur Þorsteinsson | 3. apríl Nú er uppi sú kenning ... FULLYRT er að mað- urinn sé að tortíma sjálfum sér, nú með tækniframförum, áður var það syndsamlegt líferni og prédikarar voru duglegir að nota kenningar um hreinsunareldinn til mylja undir kirkjuna völd og auð. Nú eru það náttúruprédikarar og stjórnsýslumenn sem nota vanþekk- ingu almennings sjálfum sér til framdráttar. Meira: lth.blog.is Ólafur Björnsson | 3. apríl Var enginn í brúnni á Wilson Muuga? Í MORGUNBLAÐINU 16. janúar síðastliðinn birtist grein eftir Odd- berg Eiríksson, skipa- smið, undir fyrirsögn- inni „Hinsta för Wilson Muuga“. Greinin er með skáldlegu ívafi, og segir þar meðal annars, „Ugglaust hefur skipið verið sjófært, það er að segja innan hafnargarða, en haffært var það ekki til siglinga um norð- urhöf að vetrarlagi“. Það rétta er, að þetta skip hefur verið í föstum ferð- um allan ársins hring um mörg und- anfarin ár, með hráefni til Járn- blendiverksmiðjunnar, og alltaf siglt til baka galtómt eins og í þetta sinn. Meira: olafurbjornsson.blog.is Sigurfljóð Skúladóttir | 3. apríl Góðgerðarstarf hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs KOSINN var nýr for- maður Mæðrastyrks- nefndar Kópavogs, Sigurfljóð Skúladóttir, í maí 2006 á aðalfundi KSK. Fyrir hönd nefndarinnar langar mig til að segja ykkur aðeins frá starfi hennar. Kópavogur er orðinn næststærsta bæjarfélag á landinu. Mæðrastyrksnefndin var stofnuð af Kvenfélagasambandi Kópavogs 1968 og starfar innan vébanda þess.́ Meira: sigurfljod.blog.is Hallgrímur Guðmundsson | 3. apríl Orkuverð, samkeppni og samráð HVERNIG má það vera að olíu- og bensínverð breytist ekki neitt á sama tíma og krónan styrkist og styrkist? Ef ég man rétt um einar 5 til 6 krónur á síðustu þremur til fjórum vikum. Heimsmark- aðsverðið það lækkaði og lækkaði, skýringar sem voru bornar á borð fyrir okkur voru bág staða gengis og agalega lítið svigrúm til lækk- unar hér á landi. Meira: hallgrimurg.blog.is Eyrún Björg Magnúsdóttir | 3. apríl Fyrirmyndarríkið Í OKTÓBER og nóvember, á fjög- urra ára fresti, fer maður vanalega að finna lyktina af kom- andi alþingiskosn- ingum. Það sem byrj- aði að minna á kosningar í þetta sinn var umræðan um hagvöxt og stöðu launafólks. Mikil umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið um það og hversu illa við stöndum efna- hagslega gagnvart nágrannaríkjum okkar. Meira: eyrunbjorg.blog.is Fréttir á SMS Sigurjón Skæringsson | 3. apríl Á hvaða leið er mannkynið? UPP á síðkastið hafa síend- urteknar fréttir af ýmsum mis- gjörðum manna fengið mig til að hugsa: Hvað er eiginlega að ger- ast í henni veröld? Er ekkert heil- agt, er hvergi skjól, er enginn óhultur lengur? Það þarf ekki að lýsa þeim viðbjóði sem hin svo- kallaða barnagirnd vekur hjá manni, eða sorginni sem gagn- tekur mig þegar ég frétti af því sí og æ hvernig menn misnota traustið frá misveikum skjólstæð- ingum sínum. Meira: sigurjonskaerings.blog.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.