Morgunblaðið - 04.04.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.04.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 33 VG er sá flokkur sem hugsar hlutina lengra en ein- ungis eitt kjörtímabil. Öflugt og gjaldfrjálst velferð- arkerfi er spurning um áherslur í fjárlögum sem þurfa ekki endilega að auka útgjöld ríkisins mikið. Með því að efla menntakerfið mun okkur takast að skapa hér samfélag þar sem allir hafa í raun jafna möguleika á menntun. Er- lendis höfum við dæmi um að með öflugu menntakerfi skapist öflugur grundvöllur fyrir grósku og nýsköpun í atvinnulífinu og það heldur hagvexti stöðugum. Meðal fremstu þjóða heims, á Norðurlönd- unum, hefur til dæmis tekist að skapa öflugt atvinnulíf vegna þess að áhersla hefur verið lögð á menntun og menningu. Þar er fólk líka vel tryggt með öflugu velferðarkerfi og veit að það fær góða þjónustu fyrir þá skattpeninga sem það greiðir til ríkisins. Fangelsi til betrunar Okkar tillaga í fangelsismálum er róttæk og gengur út á öflug meðferðarúrræði og menntun fyrir fanga. Mögu- lega verður tilkostnaður við meðferðarstarf aðeins auk- inn, en með öflugu uppbyggingar- og betrunarstarfi ætti líka að draga mjög úr síbrotum og endurkomu í fang- elsin. Það mun auka möguleika fanga á betra lífi eftir fangelsisvist. Í dag er endurkoma í fangelsi um 50% og við viljum bæta úr því. Ef okkur tekst að minnka end- urkomu niður í 25% væri stórkostlegum áfanga náð, og það mun minnka útgjöld til fangelsismála þegar til lengri tíma er litið. Með því að hafa öflug meðferðarúrræði fyrir kynferð- isafbrotamenn mun okkur líka takast að taka á rótum þess vanda sem hefur gríðarlegar afleiðingar á samfélag okkar allra. Það er vel hægt að hjálpa mörgum og ná ár- angri með meðferð við þeirra hæfi, sérstaklega ef tekið er á vandanum í upphafi afbrotaferils. Með því að hjálpa eins mörgum kynferðisafbrota- og ofbeldismönnum og við getum, er ekki bara hægt að fækka fórnarlömbum þeirra, heldur má líka draga úr miklum tilkostnaði sem afleiðingar brotanna kosta á meðan þeir fá enga hjálp. Svona hugsum við í VG – það kostar vissulega peninga en mun líka margborga sig að taka á rótum vandans þegar til lengri tíma er litið. Efling lýðheilsu Við viljum einnig stórauka rannsóknir í heilbrigð- ismálum. Þótt það þýði mögulega aukin útgjöld á meðan á því rannsóknarstarfi stendur þá þýðir það jafnframt að við getum verið framarlega í heiminum á því sviði að finna orsakir sjúkdóma. Með þekkingu og fræðslu get- um við bætt lýðheilsu. Þegar það verður reiknað út eftir 50 ár mun okkar aðferð vera mun ódýrari en sú að nota plásturslausnir í stað þess að takast á við orsakir vand- ans. Með því að koma í veg fyrir sjúkdóma þegar í þeim tilfellum sem það er hægt og efla lýðheilsu, munum við draga úr útgjöldum í heilbrigðiskerfinu. Einnig viljum við leggja áherslu á heimaþjónustu við sjúklinga og eldri borgara. Þannig virðum við óskir þeirra um að búa lengur heima við og þrátt fyrir að heimaþjónustan kosti peninga kostar hún minna en að byggja húsnæði sem fáir vilja nota. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp betra samfélag til frambúðar, til þess þarf öflugt vel- ferðarkerfi með lausnum sem raunverulega bæta sam- félagið. Til þess að það geti orðið raunveruleiki þarf að hugsa lausnir lengra en eitt kjörtímabil og það gerum við í VG. VG hugsar lengra en eitt kjörtímabil Eftir Andreu Ólafsdóttur: Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í SV-kjördæmi. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli ÁLAGRANDI - NÝLEGT HÚSNÆÐI - ÚTSÝNI Sérlega glæsileg 4ra herb. 88 fm rishæð í nýlegu end- urnýjuðu þríbýlishúsi með fallegu útsýni. Sameiginleg- ur inngangur. Íbúðin og hús- ið var allt meira og minna endurnýjað fyrir um einu og hálfu ári síðan. Íbúðin er sérlega björt og smekklega innréttuð. Innan íbúðar eru tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með fataskáp. Það eru slípaðar fallegar furufjalir á öllum gólfum, nema baði. Stór stofa ásamt borð- stofu. Úr stofu gengið á stórar suðursvalir með glæsilegu útsýni. Verð 28,9 millj. Áhv. 20 millj. 4,15 % vextir. Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898 9396. Traust þjónusta í 30 ár FORUSTUMENN Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vildu ekki leggja fyrir alþingi frumvarp að nýjum jafnréttislögum sem nefnd Guðrúnar Erlendsdóttur skilaði af sér nú í febrúar. Við jafnaðarmenn vildum fá frum- varpið inn á alþingi og töldum að með góðum vilja væri hægt að samþykkja það núna í vor, fyr- ir kosningar. Undir það tóku aðrir stjórnarandstæðingar en Sjálf- stæðisflokkurinn lagðist af fullum þunga gegn frumvarpstexta Guð- rúnarnefndarinnar – þrátt fyrir að þingmaðurinn Bjarni Benedikts- son tæki fullan þátt í að semja hann. Og framsóknarmenn hengdu haus. Kannski aldrei ætlað sér annað en að geta notað þetta í kosningunum. Þetta er vont mál. Guðrún hafði unnið verulega gott starf ásamt nefndarmönnum sínum, einum frá hverjum flokki. Ég var svo hepp- inn að vera fulltrúi Samfylking- arinnar í þessari jafnréttisnefnd og get borið vitni um góðan vinnu- anda og fullan vilja allra nefnd- armanna – líka Bjarna Benedikts- sonar – til að vinna jafnréttismálstaðnum gagn og ná árangri, hvað sem flokkapólitík liði. Mikilvæg framfaraskref Lagabókstafurinn er ekkert töfrabragð í jafnréttismálum. Það vitum við vel. Hinsvegar skipta ákvæði jafnréttislaga verulegu máli og með þeim er hægt að slá á ýmsar forsendur kynjamisréttis. Í niðurstöðum Guðrúnarnefnd- arinnar voru mörg nýmæli í þessa veru. Þar ber hæst ákvæðið um að afnema með öllu skyldu til launa- leyndar, þannig að launamanni sé ævinlega heimilt að skýra þriðja manni frá launum sínum og kjör- um öllum. Þetta skiptir verulegu máli í baráttu fyrir launajafnrétti enda hafa samtök kvenna og jafn- réttissinna lagt á þetta mikla áherslu. Sjálf tillagan á svo rót að rekja til frumvarps Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á síðasta þingi. Í niðurstöðum Guðrún- arnefndarinnar var einnig lagt til að kærunefnd jafnréttismála kvæði upp bindandi úrskurð, en gæfi ekki bara álit einsog nú er. Þar var lagt til að Jafnréttisstofa gæti krafist upplýsinga hjá stofn- unum og fyrirtækjum um jafnrétt- ismál og beitt dagsektum ef í nauðir ræki. Þá var kveðið á um reglulegar jafnréttisáætlanir á öll- um vinnustöðum þar sem fleiri starfa en 25, en nú er slík áætlun einungis til á stöku stað. Í nið- urstöðunum er líka kveðið á um að í öllum opinberum nefndum og ráðum sé hlutfall kynjanna því sem næst jafnt, og af fjölda ann- arra merkilegra nýmæla má nefna að gert er ráð fyrir jafnrétt- isumsögn með öllum stjórn- arfrumvörpum á alþingi, þannig að þingmönnum og almenningi gefist kostur á að meta hvaða áhrif hvert frumvarp hefur á stöðu jafnréttismála. Þetta eru sannarlega nýjungar. Í heild væri þessi lagasetning verulegt skref fram á við. SA kallar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafði unnið þokkalega með nefndinni, þó með hléum, og gerði ekki meiriháttar athugasemdir, jafnvel ekki um af- nám launaleyndar. Hann skilaði bókun, rétt einsog við fulltrúar Samfylkingarinnar og Vg, þar sem fram komu efasemdir um nokkur atriði, en stóð að niðurstöðunum í heild. Þegar kom að því að kynna nið- urstöðurnar tók framkvæmda- stjóri atvinnurekenda, Vilhjálmur Egilsson, sig hinsvegar til og réðst gegn frumvarpsdrögunum af öllu afli. Um leið varð Bjarni þing- maður harðorðari í garð eigin texta, og varaformaður flokksins, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, bætti svo um betur. Niðurstöðurnar sem Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, lagði fram töldu þau „róttæk“ og ekki að skapi Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn lúffaði strax. Félagsmálaráðherrann Magnús Stefánsson sagði á blaða- mannafundinum að frumvarpið yrði ekki lagt fram á þinginu, sem þá stóð enn sem hæst, og hefur sýnilega verið búinn að fá tilkynn- ingu um andstöðu stóra bróður í stjórnarsamstarfinu. Þingflokkur Samfylkingarinnar skoraði þó á ráðherrann að leggja frumvarpið fram og á hina flokkana að styðja það. Magnús gat því miður ekki svarað þeirri áskorun í tæka tíð vegna veikinda sinna í upphafi umræðu um jafnréttismálin. Því fór sem fór. Sjálfstæð- isflokkurinn vildi ekki, og Fram- sókn treysti sér ekki til. Þegar kostur var á verulegum rétt- arbótum með nýjum jafnrétt- islögum sögðu þau pass, Magnús Stefánsson, Þorgerður K. Gunn- arsdóttir og Bjarni Benediktsson, og með þeim allt stjórnarliðið, bæði þingkarlarnir og þingkon- urnar. Jafnrétti – Stjórnarflokk- arnir sögðu pass Eftir Mörð Árnason Höfundur er þingmaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. EITT helsta umræðuefni und- anfarnar vikur hefur verið ill með- ferð á börnum og ungmennum á ára- bilinu 1950–1970, þegar nær 2.000 börn voru vistuð á svokölluðum barna- heimilum, upptöku- heimilum eða ung- lingaheimilum víða um land. Við erum gripin sorg, hneykslun og jafnvel refsigleði. Maður spyr sig hvernig í ósköpunum það gat gerst að börn voru í hundraðatali útsett fyrir stöðugt ofbeldi, undir því yf- irskini að það væri verið að bjarga þeim eða bæta, m.a. vegna fátæktar foreldranna. Afleiðingarnar hafa birst inni í stofu hjá okkur á skján- um, niðurbrotnir einstaklingar, fólk sem var rænt tækifæri til þroska og menntunar, rúið mannlegri reisn. Hvernig mun framtíðin dæma okkur? En lítum okkur nær. Hvernig bú- um við að börnum á Íslandi í dag og hvernig bregst samfélagið við þegar þeim líður illa? Í landi sem elur af sér milljarðamæringa sem vita ekki aura sinna tal, búa nú 5.300 börn undir fátæktarmörkum. Misskipting hefur stóraukist í landinu á und- anförnum árum. Kjör láglauna- og barnafólks hafa hríðversnað, hús- næðiskostnaður hefur vaxið langt umfram kaupmátt, tannlækningar og komugjöld í heilbrigðiskerfinu eru ofviða barnmörgum fjölskyldum og barnabætur hafa verið skertar um milljarða. Fátækt er staðreynd á mörgum heimilum, hún bitnar beint á börn- unum og verður sárari því meiri sem misskiptingin er. Þar með er ekki sagt að peningar bæti allt. Neyslu- kapphlaupið hefur líka valdið því að margir foreldrar gefa sér einfald- lega ekki tíma fyrir börnin sín. Efna- leg gæði tryggja ekki vellíðan barna. Hvernig líður fátækum börnum í dag? Fyrir skemmstu kynnti Fé- lagsfræðingafélag Íslands nið- urstöðu rannsóknar sem sýnir hvaða áhrif fátækt hefur á andlega og lík- amlega líðan barna. Hún sýnir að fá- tæk börn eru einmana, þau eru leið, þung í skapi og einangruð. Þeim gengur verr í skólanum en hinum. Þau lenda oftar í útistöðum við kennara, þau eru ekki í tómstunda- starfi eða aukatímum sem kosta peninga, svo sem í myndlist, tónlist eða íþróttum. Fátækt bitnar líka á líkamlegri heilsu barna. Rannsóknin sýnir að fátæk börn eru oftar veik. Þau hreyfa sig minna, borða síður hollan mat, þau eru þyngri en önnur börn, fara sjaldnar til tannlæknis. Og skyldi engan undra því tannlækn- ingar urðu forréttindi hinna efna- meiri þegar ákveðið var að hætta skólatannlækningum á Íslandi á árinu 1998. Loks sýndi rannsóknin að börn frá efnalitlum heimilum eru reið. Þau lúta síður boðum og bönnum í samfélaginu og leita oftar í afbrot og vímuefnaneyslu. Þeim svíður órétt- lætið. Andstöðuþrjóskuröskun Okkur verður tíðrætt um agaleysi í þjóðfélaginu, vandamál í skólanum þegar börn, sem ekki er sjálfrátt, trufla kennslu og leik. Börn eru við- kvæmt fólk sem þarf að gæta vel að, rannsóknin sýnir að fátækt og mis- skipting bitnar hart á andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Þau eru að hrópa á hjálp með hegðun sinni. Við sendum fátæk börn ekki leng- ur í Breiðavík en okkur hættir enn til að persónugera vandamálið í börnunum sjálfum og greina þau í hópa sem hafa mismunandi heiti. ADHD er eitt, hvatvísi annað, of- virkni, athyglisbrestur og hvað það allt heitir. Þessi millifyrirsögn er sótt í nýyrði sem ég lærði í síðustu viku. Það var notað um lítinn dreng sem leið illa. Ég fylltist sjálf and- stöðu og þrjósku og svei mér ef það raskaðist ekki eitthvað inni í mér við að heyra þennan stimpil. Það eru nefnilega ekki börnin heldur samfélagsgerðin sem er sjúk og vandi barnanna er oftar en ekki fólginn í misskiptingu og fátækt. Ágætir kennarar, sálfræðingar og félagsráðgjafar geta vissulega hjálp- að en til að vinna þeirra beri árang- ur, þarf að ráðast að rótum vandans, fátæktinni sem börnin búa við, efla velferðarkerfið og útrýma biðlistum eftir aðstoð við börn í vanda. Betra velferðarkerfi fyrir börnin Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlúa að öllum börnum. Þar skiptir mestu nú að útrýma fátækt, því eitt barn sem fer á mis við menntun, heilsu eða villist af beinu brautinni vegna fátæktar kostar samfélagið ómælda fjármuni síðar. Við getum hlúð að bernskunni með betra velferðarkerfi, ókeypis heilsu- gæslu og tannvernd, jöfnum aðgangi að íþróttum og listnámi óháð efna- hag foreldra. Landsfundur VG í febrúar sl. ályktaði um allt þetta en einnig um nauðsyn þess að móta markvissa stefnu í málefnum barna og fylgja þar fordæmi annarra Norðurlanda. Við þurfum barnapólitík sem við- urkennir að bernskan hefur sjálf- stætt gildi og að sérhvert barn er einstakt og á rétt á því að vera með- höndlað með virðingu af stofnunum samfélagsins. Börn eiga að hafa áhrif. Þeirra rödd ætti að heyrast þegar verið er að ráða ráðum í sam- félaginu og stofnunum þess. For- eldrar og börn eiga að fá aukin tæki- færi til að vera saman. Við þurfum styttri vinnudag og laga vinnuna að þörfum barna og foreldra þeirra. Nauðsynlegt er að efla forvarn- arstarf, styrkja kennarastarfið og koma sálfræðiþjónustu inn í heil- brigðiskerfið. Verkefnalistinn er miklu lengri, en við höfum efni á því að búa börn- um okkar bestu möguleg uppvaxt- arskilyrði. Til þess verður misskipt- ingunni að linna. Það verður kosið um velferðarkerfið í vor. Hlúum að bernskunni Eftir Álfheiði Ingadóttur Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.