Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF UM PÁSKANNA
Fermingarbarnalistar eru nú
aðgengilegir á mbl.is
Listarnir eru vistaðir undir
liðnum „NÝTT á mbl.is“, í
vinstra dálki á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóð-
ina mbl.is/fermingar
Nöfn kirknanna birtast þar í
stafrófsröð og eru nöfn
barnanna skráð undir réttri
kirkju.
Nöfn
ferming-
arbarna á
mbl.is
Heimsson. Helgistund á skírdagskvöldi kl.
20. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Ung-
lingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir
stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu
Magnúsdóttur. Föstudagurinn langi:
Guðsþjónusta kl. 14. Frambjóðendur til Al-
þingis, Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi,
Samúel Örn Erlingsson fréttamaður, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Ögmundur Jónasson al-
þingismaður lesa og fjalla um
píslarsöguna úr Jóhannesarguðspjalli.
Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þór-
hallur Heimisson. Organisti: Guðmundur
Sigurðsson. Einleikari á fiðlu: Hjörleifur
Valsson. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju
HVAMMSTANGAKIRKJA: | Skírdagur: Alt-
arisgöngumessa kl. 20. Allir velkomnir.
Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8. Morg-
unverður í safnaðarheimili eftir messu.
Allir velkomnir.
Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta árdeg-
is kl. 8. Prestur: Sr. Þórhallur Heimsson.
Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Ein-
leikari á flautu. Gunnar Gunnarsson. Kór
Hafnarfjarðarkirkju. Morgunverður eftir
guðsþjónustuna í Hásölum Strandbergs.
Laugardagskvöld fyrir páska 7. apríl kl.
20. Horft til himins: Gospeltónleikar á
vegum Hjálpræðishersins á Íslandi.
Söngvarar. Hera Björt Þórhallsdóttir. Krist-
jana Stefánsdóttir, Kúrílena og Knut And-
ers Sören. Páskadagskvöld kl. 20. Hátíð-
arsamkoma hjálpræðishersins með
miklum tónlistarflutningi.
HAUKADALSKIRKJA | Annar í páskum:
Hátíðarguðsþjónusta annan í páskum kl.
14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Org-
anisti Hilmar Örn Agnarsson. Félagar úr
Skálholtskórnum leiða sönginn.
HÁTEIGSKIRKJA: | Skírdagur: Taizé-
messa í kvöld kl. 20. Kyrrlát kvöldstund
með bæna- og íhugunarsöng, orði Guðs,
fyrirbænum, handayfirlagningu og smurn-
ingu. Góð slökun í erli dagsins. Allir vel-
komnir. Föstudagurinn langi: Guðsþjón-
usta kl. 14 tignun krossins. Ath. breyttan
messutíma. Páskadagur: Hátíðarmessa
kl. 8. Veitingar í samfélagi upprisugleð-
innar eftir messu. Prestur Tómas Sveins-
son. Hátíðarmessa kl. 11. Prestur Helga
Soffía Konráðsdóttir. Organisti Douglas A.
Brotchie. Laugardagurinn f. páska:
Páskavaka kl. 22.30. Upprisuljósið tendr-
að. Fögnuðurinn vakinn. Annar í páskum:
Ferming kl. 10.30. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: | Skírdagur: Passíustund
kl. 20. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar.
Kvartett úr Kór kirkjunnar syngur og leiðir
safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Föstudagurinn langi: Kvöldvaka
við krossinn kl. 20. Sr. Íris Kristjánsdóttir
leiðir stundina. Fólk úr kirkjustarfinu og
fermingarbörn aðstoða. Félagar úr Kór
kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Páska-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis.
Prestar kirkjunnar þjóna. Kór Hjallakirkju
syngur og leiðir safnaðarsöng. Kristín R.
Sigurðardóttir syngur einsöng. Organisti
Jón Ólafur Sigurðsson. Morgunkaffi í safn-
aðarsal að guðsþjónustu lokinni.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Skír-
dagur: kl. 17. Almenn samkoma. Lilja Sig-
urðardóttir talar. Allir eru hjartanlega vel-
komnir. Samkoma kl. 20 með
páskamáltíð (ath. skráning í síma
561 3203). Umsjón: Ester Daníelsdóttir
og Wouter van Gooswilligen. Sönghóp-
urinn Korilena frá Noregi syngur. Kyrrð-
arstund. Föstudagurinn langi: kl. 17. Al-
menn samkoma. Rannvá Olsen talar. Kl.
20 hljóðlát dagskrá sem endar með kaffi-
veitingum. Laugardagurinn f. páska: kl.
20 Gospelveisla í Hafnarfjarðarkirkju.
Páskadagur: Kl. 8. Upprisufagnaður.
Níels Jakob Erlingsson talar. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Hjúkrunarheimilið Víðinesi: | Föstudag-
urinn langi: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur:
sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sellóleikur:
Örnólfur Kristjánsson. Kirkjukór Lágafells-
sóknar. Organisti: Jónas Þórir. Prestarnir.
HÓLADÓMKIRKJA: | Föstudagurinn langi:
Kl. 18. Píslarsagan lesin og hugleidd við
orð Hallgríms Péturssonar. Páskadagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Jón Að-
alsteinn Baldvinsson, vígslubiskup mess-
ar.
Kór Hóladómkirkju syngur. Organisti Jó-
hann Bjarnason
HRAFNISTA: | Skírdagur: Messa í sam-
komusalnum Helgafelli klukkan 14. Org-
anisti Reynir Jónasson. Kór Hrafnistu og
félagar úr kirkjukór Áskirkju syngja. Ein-
söng syngur Tinna Sigurðardóttir. Séra
Auður Inga Einarsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt séra Svanhildi Blöndal.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: | Annar í
páskum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30.
Söngkór Hraungerðisprestakalls undir
stjórn Inga Heiðmars Jónssonar stjórnar
safnaðarsöng. Hátíðarmessusöngur sr.
Bjarna Þorsteinssonar sunginn. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og aðstandenda
þeirra. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
Hríseyjarkirkja | Páskadagur: Hátíðaguð-
sþjónusta verður í Hríseyjarkirkju á páska-
dag kl. 11 f.h. Organisti er Kaldo Kiis og
prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
HVERAGERÐISKIRKJA: | Skírdagur: kl.
21 Messa í Hveragerðiskirkju. Alt-
arissakramentið. Sóknarprestur. Föstu-
dagurinn langi: Kl.14. Píslarsagan og
Passíusálmar. Milli lestra flytja Smári Óla-
son og Magnea Tómasdóttir sálmavers úr
GÖMLU Passíusálmalögunum, þ.e. þau
lög sem sálmarnir voru upphaflega ortir og
sungnir við.
Laugardagurinn f. páska: Kl. 23 Páska-
næturvaka í Hveragerðiskirkju með þátt-
töku fermingarbarna og foreldra. Páska-
dagur: Hátíðarguðsþjónustur: kl. 8 í
Hveragerðiskirkja. kl. 11 á Heilsustofnun
NLFÍ. Kl. 14 í Kotstrandarkirkju. Kl. 15 á
Hjúkrunarheimilinu Ási. Páskadagur: Há-
tíðarguðsþjónustur: kl. 8 Hveragerð-
iskirkja. kl. 11 Heilsustofnun NLFÍ. Kl. 14
Kotstrandarkirkju. Kl. 15 Hjúkrunarheim-
ilið Ás.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Páskadag-
ur: Sameiginlegur morgunmatur kl. 10,
þar sem allir leggja eitthvað á hlaðborð.
Kl. 11 páskaguðsþjónusta í fögnuði upp-
risunnar. Friðrik Schram predikar. Annar í
páskum: Kl. 20. Tónlistarsamkoma, þar
sem Drottinn verður lofaður með lofgjörð
og vitnisburðum.
Íslenska kirkjan í Lundúnum | Páskadag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta verður sunnu-
daginn 8. apríl klukkan 15 í Þýsku kirkj-
unni á Montpelier Place í Knightsbridge.
Andrew Cauthery, óbóleikari og félagar
mun leika tónlist tengda upprisunni.
Kirkjukaffi í safnaðarsal að lokinni guðs-
þjónustunni.
KAPELLA sjúkrahúss Hvammstanga: |
Föstudagurinn langi: Kapella sjúkrahúss
Hvammstanga: Píslarsögulestur kl.
17.00. Allir velkomnir. Páskadagur: Há-
tíðarmessa kl. 14. Allir velkomnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: | Föstudagurinn
langi: Passíusálmar Hallgríms Péturs-
sonar verða lesnir upp í kirkjunni frá kl. 9–
13.45. Á milli lestra verða flutt tónlistar-
atriði. Kl. 14 er guðsþjónusta með þátt-
töku AA-manna. Prestur er sr. Skúli S.
Ólafsson. Páskadagur: Kl. 13 er guðs-
þjónusta á Hlévangi. Prestur er sr. Skúli S.
Ólafsson, undirleik annast Ragnheiður
Skúladóttir. kl. 13 er guðsþjónusta á HSS.
Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson, undirleik
annast Ragnheiður Skúladóttir.
KIRKJUHVAMMSKIRKJA: | Föstudag-
urinn langi: Lestur Passíusálma frá kl.
10. til 16. Allir velkomnir til lengri eða
skemmri stundar.
Kirkjuvogskirkja Höfnum | Skírdagur:
Fermingarmessa kl. 14. Fermdur verður
Jónas Kristinn Jónasson Kirkjuvogi 9.
Meðhjálpari Magnús Bjarni Guðmunds-
son.Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir
stjórn Dagmar Kunakova. Sóknarprestur.
Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur þjónar.
Organisti er Heiðrún Kjartansdóttir og for-
söngvari er Ólöf Inger Kjartansdóttir. Með-
hjálpari er Magnús Bjarni Guðmundsson.
Sóknarprestur.
KÓPAVOGSKIRKJA: | Skírdagur: Ferming
kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Org-
anisti Sigrún Steingrímsdóttir, Guðrún S.
Birgisdóttir leikur á flautu. Föstudagurinn
langi: Guðsþjónusta kl. 11. Píslarsagan
lesin. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir,
Kristín Lárusdóttir leikur á selló. Kórar
Kópavogskirkju og Óháða safnaðarins
flytja hluta úr Litlu orgelmessunni eftir Ha-
ydn. Einsöngur Lilja Eggertsdóttir, Friðrik
Stefánsson leikur á orgel. Stjórnendur:
Sigrún Steingrímsdóttir og Arngerður M.
Árnadóttir. Páskadagur: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 8 árdegis. Kór Kópavogskirkju
syngur og leiðir safnaðarsöng. Nýr hátíð-
arhökull sem hagleiks- og listakonan Ingi-
björg Sigurðardóttir gerði notaður í fyrsta
skipti. Súkkulaði og samvera í safn-
aðarheimilinu Borgum að lokinni guðs-
þjónustu.
Landspítali – háskólasjúkrahús: Landa-
kot | Skírdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Bragi Skúlason, organisti Helgi Bragson.
Fossvogur | Páskadagur: Guðsþjónusta
kl. 10. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson,
organisti Helgi Bragason. Hringbraut |
Páskadagur: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr.
Bragi Skúlason og Lúðrasveit Reykjavíkur.
LANGHOLTSKIRKJA: | Skírdagur: Messa
kl. 20. Messugjörð með einföldu sniði þar
sem að samfélagið um Guðs borð er
miðja samverunnar. Ingibjörg Friðriks-
dóttir og Andri Björn Róbertsson syngja. Í
lok stundarinnar er tekið af altarinu og
kirkjan búin undir föstudaginn langa. Sr.
Jón Helgi Þórarinsson og sr. Arna Ýrr Sig-
urðardóttir annast stundina. Organisti Jón
Stefánsson. Föstudagurinn langi: Guðs-
þjónusta og kyrrðarstund við krossinn kl.
11. Sungin er Litanía Bjarna Þorsteins-
sonar, lesið úr Píslarsögunni og Ólafur H.
Jóhannsson les úr Passíusálmunum.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Kór Langholts-
kirkju syngur. Listaflétta kl. 20, þar sem
Kór Langholtskirkju syngur föstutónlist,
lesin verða ljóð, dansverk flutt við orgel og
kórtónlist. Myndlistarsýning. Laugardag-
urinn f. páska: Páskanæturmessa aðfara-
nótt páska apríl kl. 23. Messan hefst í
myrkvaðri kirkjunni með lestrum, en síðan
er páskaljósið borið inn undir lofsöngvum.
Skírnarminning og söfnuðurinn tendrar
kertaljós við skírnarfontinn. Prestar sr.
Jón Helgi Þórarinsson og sr. Arna Ýrr Sig-
urðardóttir. Organisti Jón Stefánsson.
Páskadagur: Hátíðasöngvar Bjarna Þor-
steinssonar fluttir af Kór Langholtskirkju.
Einsöngur Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Eftir messuna er
boðið upp á morgunverð í safnaðarheim-
ilinu, heitt súkkulaði og rúnnstykki. Þeir
sem geta eru beðnir um að koma með
brauð og leggja á borðið. Annar í páskum:
Messa kl. 11. Ferming. Prestar sr. Jón
Helgi Þórarinsson og sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir. Kór Langholtskirkju syngur. Org-
anisti Jón Stefánsson.
Laufásprestakall | Skírdagur: Þorgeirs-
kirkja; Hátíðamessa og ferming kl. 14.
Fermd Ísey Dísa Hávarsdóttir, Hriflu. III.
Illugastaðakirkja; Hátíðarguðsþjónustu
kl. 17. Páskadagur: Hátíðaguðsþjón-
ustur; Grenivíkurkirkju kl. 8. Morg-
unmatur að lokinni messu. Svalbarðs-
kirkju; kl. 11. Lundarbrekkukirkju kl. 14.
LAUGARNESKIRKJA: | Páskadagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Hildur Eir
Bolladóttir prédikar, Laufey Geirlaugs-
dóttir tónar hátíðartón, Gunnar Gunn-
arsson leikur á orgelið og stjórnar kórn-
um, Þorvaldur Þorvaldsson syngur
einsöng. Meðhjálpari er Sigurbjörn Þor-
kelsson. Heit rúnnstykki og rjúkandi kaffi
á eftir. Kl. 11. Sunnudagaskóli í Hús-
dýragarðinum í Laugardal í umsjá Stellu
Rúnar, Þorra, Maríu Rutar og sr. Hildar Eir-
ar.
LÁGAFELLSKIRKJA: | Skírdagur: Ferming-
armessur kl. 10.30 og 13.30. Einsöngur:
Hanna Björk Guðjónsdóttir. Tromp-
ettleikur: Sveinn Þórður Birgisson. Kirkju-
kór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þór-
ir. Prestar: sr. Jón Þorsteinsson og sr.
Ragnheiður Jónsdóttir. Páskadagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 8. Einsöngur:
Hanna Björk Guðjónsdóttir. Tromp-
ettleikur: Sveinn Þórður Birgisson. Prest-
ur: sr. Jón Þorsteinsson. Kirkjukór Lága-
fellssóknar. Organisti: Jónas Þórir.
Kirkjukaffi í skrúðhússalnum. Prestarnir.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Miðvikud. dag-
inn fyrir skírdag: Parsifal. Óperukynning.
Keith Reed tónlistarstjóri kynnir óperu
Richard Wagner, Parsifal í Safnaðarheimili
Lindasóknar kl. 19. Horft verður á upp-
færslu Bayreuth-óperunnar á verkinu. Kl.
18. Rétt fyrir sjö – lokastund. Kærleiks-
máltíð í Safnaðarheimili Lindasóknar. kl.
19.30 Óperukynning – Parsifal, síðari
hluti.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Föstudagurinn
langi: kl. 13.00 samlestur í Safn-
aðarheimili Lindasóknar. Píslarsagan
samkvæmt Jóhannesi guðspjallamanni.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Laugardagurinn
f. páska: PASSION OF THE CHRIST Mynd
Mel Gibson frá árinu 2005 verður sýnd í
Safnaðarheimili Lindasóknar kl. 15. Um-
ræður að sýningu lokinni. Aðgangur
ókeypis. Yngri en 16 ára í fylgd með full-
orðnum.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Páskadagur:
KRISTUR ER UPPRISINN! Guðsþjónusta í
Salaskóla. kl. 11, fyrir allan aldur. Páska-
eggjaleit fyrir börnin að guðsþjónustu lok-
inni.
MOSFELLSKIRKJA: | Föstudagurinn
langi: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Sr.
Ragnheiður Jónsdóttir. Sellóleikur: Örn-
ólfur Kristjánsson. Kirkjukór Lágafells-
sóknar. Organisti: Jónas Þórir. Prestarnir.
Möðruvallakirkja | Föstudagurinn langi:
Passíusálmalestur í Möðruvallakirkju í
samvinnu við Leikfélag Hörgdæla. Lest-
urinn hefst kl. 13 og verður fram eftir degi.
Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Möðruvallakirkju kl. 14. Messukaffi á
prestssetrinu á eftir. Ingunn Aradóttir
syngur einsöng. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: | Skírdagur: Messa kl. 21.
Félagar úr Háskólakórnum leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls-
son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Kvöldmáltíð og borð-
samfélag Jesú íhugað og heimabakað
brauð notað við altarisgöngu. Föstudag-
urinn langi: Dagskrá um þjáningu og
lausnir kl. 14. Félagar úr SÁÁ flytja hug-
vekjur og lestra. Tónlist í höndum Rinas-
cente. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8. Kór
Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur
Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Erni Bárði Jónssyni. Eftir messu morg-
unverður á Torginu gegn vægu gjaldi. Upp-
risutónleikar kl. 10. Steingrímur Þórhalls-
son flytur nokkur verk í tilefni dagsins.
Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kór
Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur
Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sig-
urði Árna Þórðarsyni. Börnin byrja í mess-
unni en fara síðan í safnaðarheimilið þar
sem m.a. verður sýnd páskastuttmynd
Krakkaklúbbsins. Páskaeggjaleit. Eftir
messu er boðið upp á kaffi á Torginu.
Annar í páskum: Fermingarmessa kl. 11.
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls-
son. Sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sig-
urður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari.
Nöfn fermingarbarna eru birt á heimasíðu
kirkjunnar neskirkja.is.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): |
Skírdagur: Fermingarmessa kl. 10.30.
Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Dagmar-
ar Kunakova organisti. Meðhjálpari er
Kristjana Gísladóttir. Sóknarprestur.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): |
Páskadagur: kl. 11. Hátíðarguðsþjón-
usta. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn
Dagmarar Kunakova organisti. Meðhjálp-
ari er Kristjana Gísladóttir. Sóknarprestur.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Föstudagurinn
langi: Kvöldvaka kl. 20.30. Píslarsagan
lesin. Kór Óháða safnaðarins og kór Kópa-
vogskirkju syngja verk eftir Haydn og Moz-
art undir stjórn Arngerðar Árnadóttur. Sig-
rún Steingrímsdóttir leikur á orgel.
Einsöngvari Lilja Eggertsdóttir. Páskadag-
ur: Hátíðarmessa kl. 8. Brauðbollur og
heitt súkkulaði eftir messu í boði safn-
aðarins.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: | Páskadag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta í Reynivallakirkju
kl. 14. Gunnar Kristjánsson sókn-
arprestur. Annar í páskum: Ferming-
armessa í Reynivallakirkju kl. 14. Gunnar
Kristjánsson sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: | Skírdagur: Ferming-
armessa kl. 11. Fermingarmessa kl. 14.
Föstudagurinn langi: Passíusálmar síra
Hallgríms Péturssonar lesnir. Lesturinn
hefst kl. 13 og er gert ráð fyrir, að honum
ljúki um kl. 17. Sr. Gunnar Björnsson.
Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 árdegis.
Hátíðarsöngvar síra Bjarna Þorsteins-
sonar í Siglufirði. Guðsþjónusta á Ljós-
heimum kl. 10.45. Guðsþjónusta í Heil-
brigðisstofnun Suðurlands kl. 11.15.
Annar í páskum: Fermingarmessa í Sel-
fosskirkju kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson.
SELJAKIKJA: | Skírdagur: Fermingarguð-
sþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson
prédikar
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur
Bollason og sr. Ólafur Jóhann Borgþórs-
son annast þjónustuna. Örnólfur Krist-
jánsson leikur á hnéfiðlu. Föstudagurinn
langi: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Píslarsagan lesin.
Litanían sungin. Anna Margrét Ósk-
arsdóttir syngur einsöng. Páskadagur:
Morgunguðsþjónusta kl. 8. Sr. Valgeir Ást-
ráðsson prédikar. Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur einsöng. Einar St. Jónsson, Jó-
hann Stefánsson, Oddur Björnsson og
Sigurður S. Þorbergsson leika á lúðra.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Ólafur Jó-
hann Borgþórsson. Barnakórinn syngur
undir stjórn Önnu Margrétar Óskarsdóttur.
Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 11. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar. Annar í pásk-
um: Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar. Kirkjukórinn
syngur við guðsþjónusturnar. Organisti
Jón Bjarnason
SELTJARNARNESKIRKJA: | Skírdagur:
Messa og Getsemane-stund kl. 20. Fé-
lagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju
leiða safnaðarsöng, Ingunn Hallgríms-
dóttir leikur á selló. Organisti er Pavel
Manasek og prestur er Arna Grétarsdóttir.
Verið velkomin. Föstudagurinn langi:
Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju leiðir safnaðarsöng. Guð-
rún Helga Stefánsdóttir syngur einsöng.
Organisti er Pavel Manasek og prestur er
Sigurður Grétar Helgason. Annar í pásk-
um: Fermingarmessa kl. 10.30. Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju leiðir safn-
aðarsöng undir stjórn Pavel Manasek
organista. Prestar eru, Arna Grétarsdóttir
og Sigurður Grétar Helgason. Páskadag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Stúlkur úr
Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur
dansa inn páskahátíðina. Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Pavel Manasek organista. Eiríkur
Örn Pálsson leikur á trompet. Eftir guðs-
þjónustuna er boðið upp á léttan morg-
unmat í safnaðarheimili kirkjunnar. Verið
hjartanlega velkomin. Sr. Arna Grét-
arsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Skírdagur:
Messa kl. 21. Skálholtskórinn syngur.
Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti
Hilmar Örn Agnarsson. Getsemane-stund
verður eftir messuna. Föstudagurinn
langi: Guðsþjónusta kl. 16. Sr. Sigurður
Sigurðarson vígslubiskup annast prests-
þjónustuna. Páskadagur: Hátíðarmessa
kl. 8. Sr. Sigurður Sigurðarson annast
prestsþjónustuna. Skálholtskórinn syng-
ur. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Hátíð-
armessa kl. 14. Prestur sr. Egill Hall-
grímsson. Skálholtskórinn syngur.
Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna
Þorsteinssonar. Organisti Hilmar Örn Agn-
arsson.
SÓLHEIMAKIRKJA | Páskadagur: Guðs-
þjónusta verður í Sólheimakirkju kl. 14.
Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og
prédikar. Ritningarlestra les Guðmundur
Ármann Pétursson. Organisti er Ester
Ólafsdóttir. Verið öll hjartanlega velkomin
að Sólheimum.
STOKKSEYRARKIRKJA: | Skírdagur:
Messa kl. 21. Sóknarprestur. Páskadag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Hátíð-
artón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti
Haukur Arnarr Gíslason. Sóknarprestur.
Stærra-Árskógskirkja | Páskadagur: Hátí-
ðaguðsþjónusta verður í Stærra-
Árskógskirkju á páskadag kl. 8 f.h. Org-
anisti er Arnór Vilbergsson og prestur sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir. Allir hjart-
anlega velkomnir.
TORFASTAÐAKIRKJA | Föstudagurinn
langi: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Eg-
ill Hallgrímsson. Organisti Hilmar Örn Agn-
arsson. Félagar úr Skálholtskórnum leiða
sönginn.
ÚTHLÍÐARKIRKJA | Páskadagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 16. Prestur sr. Egill Hall-
grímsson. Organisti Hilmar Örn Agn-
arsson. Félagar úr Úthlíðarkórnum leiða
sönginn.
VALLANESKIRKJA | Páskadagur: Hátíð-
armessa – ferming kl. 14.
VESTURHÓPSKIRKJA: | Laugardagur 7.
apríl: Vesturhópshólakirkja. Ferming-
armessa kl.
14.00. Fermdur verður Stefán Freyr Hall-
dórsson, Súluvöllum.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Páska-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30.
Söngkór Hraungerðisprestakalls undir
stjórn Inga Heiðmars Jónssonar stjórnar
safnaðarsöng. Hátíðarmessusöngur sr.
Bjarna Þorsteinssonar sunginn. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og aðstandenda
þeirra. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Skírdagur: Helgistund
kl. 11. Afskrýðing altaris og altarisganga.
Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún
Zoëga djákni þjóna fyrir altari. Félagar úr
kór Vídalínskirkju leiða lofgjörðina. Allir
velkomnir. Föstudagurinn langi: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna. Kór
Vídalínskirkju syngur. Passíusálmalestur
kl. 11.30. Tónlistarflutningur á milli lestra
í umsjá Gunnars Kvaran og Guðnýjar Guð-
mundsdóttur. Verk Magnúsar Tómassonar
„Handhæga settið“ verður til sýnis í kirkj-
unni. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 8. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guð-
rún Zoëga djákni þjóna fyrir altari. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar. Kór Vídal-
ínskirkju leiðir lofgjörðina undir stjórn
Bjarts Loga Guðnasonar organista. Morg-
unverður í boði Garðasóknarinnar að at-
höfn lokinni. Sjá www.gardasokn.is
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Skír-
dagur: Fermingarguðsþjónusta kl. 10. Kór
Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks
Ólasonar. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð.
Trompet: Einar Jónsson. Hægt er að sjá
nöfn fermingarbarna á www.vid-
istadakirkja.is og mbl.is/fermingar.
Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl.
11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Úlriks Ólasonar. Páskadagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 8. Kór Víð-
istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks
Ólasonar. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð.
Boðið verður upp á heitt súkkulaði og
meðlæti í safnaðarheimilinu að messu
lokinni.
Vífilsstaðir: | Páskadagur: Guðsþjónusta
klukkan 11.15. Organisti Magnús Ragn-
arsson. Félagar úr kirkjukór Vídalínskirkju
syngja. Prestur séra Svanhildur Blöndal.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Föstudag-
urinn langi: Lestur Passíusálma Hallgríms
Péturssonar hefst kl. 13. Lesið verður úr
Jóhannesarguðspalli um píslir Krists.
Kaffi og meðlæti á boðstólum í safn-
aðarheimili meðan á lestri stendur. Sókn-
arprestur.
Þingmúlakirkja | Páskadagur: Hátíð-
armessa kl. 16.
Morgunblaðið/Kristinn
Kirkjan í Mosfellsdal