Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fæddist á Tjörn á Vatnsnesi 26. apríl 1917. For- eldrar hennar voru Sigurður Jónsson, f. 28. maí 1888, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 28. júlí 1897. Voru þau þá heimilismann- eskjur á Tjörn. Árið 1917, í fardögum, flutti fjölskyldan að Ásbjarnarstöðum í húsmennskuábúð á hálfri jörðinni og var þar til árs- ins 1922 að flutt var að Katadal. Keyptu þá Sigurður og Ingibjörg jörðina og bjuggu þar til ársins 1945 að Sigurður lést 16. maí um vorið. Ingibjörg lést á 88. aldurs- ári hinn 5. febrúar 1985. Sigrún var elst fjögurra systkina. Næstur var Guðmundur, f. 22. júní 1918, d. 23. maí 1992, þá Steinunn, f. 6. febrúar 1923, d. 5. janúar 1947, yngstur er Jón Gestur, f. 5. jan- úar 1928, og lifir hann systkini sín. Snemma fór Sigrún að vinna fyrir sér. Tíu ára gömul fór hún í sumarvist til vandalausra og var eftir það í vinnu á ýmsum stöðum flest sumur, og oft allt árið, þar til hún stofnaði sitt eigið heimili á Ásbjarnarstöðum árið 1939 með Gauti, Arnór Ingimundur og Pat- rekur Orri. 4) Loftur Sveinn, f. 26. maí 1950. Kona hans er Krist- ín Jósefsdóttir, þeirra börn Guð- jón Þórarinn, maki Brynja Víð- isdóttir, hún á dótturina Hafdísi Maríu Skúladóttur; Þóra Kristín og Guðmundur Jósef. Dóttir Kristínar og fósturdóttir Lofts er Jóhanna María Jóhannesdóttir, maður hennar Samuel R. Oppong. 5) Kristín Ragnheiður, f. 11. maí 1953. Fyrrverandi maður Ásbjörn Guðmundsson, þeirra börn Örn Steinar, d. 21. nóv. 2006; Þor- björg Inga, maki Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, sonur þeirra Al- exander Victor. Eldri sonur Þor- bjargar Ásbjörn Edgar, faðir hans er Bjarni Waage; Margrét Guðrún, maki Þorvaldur Krist- jánsson og eiga þau soninn Þor- vald Örn. 6) Guðrún Oddný, f. 26. desember 1960, maki Pavel Smid. Guðrún á þrjú börn með fyrri manni sínum, Einari Valdemars- syni, þau eru Sigrún Halldóra, Valdimar og Magnús Kári. Sigrún bjó allan sinn búskap á Ásbjarnarstöðum. Hún helgaði líf sitt heimili og fjölskyldu, starfaði í kvenfélaginu Von á Vatnsnesi og söng í kirkjukór frá ferming- araldri og fram yfir áttrætt. Sigrún verður jarðsungin frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðjóni Daníel Jós- efssyni, f. 11. apríl 1909, d. 20. október 1989. Þau gengu í hjónaband 16. júní 1940. Guðjón og Sig- rún eignuðust sex börn, þau eru: 1) Þórdís Jósefína, f. 22. desember 1942, maki Kristján Grétar Jónsson. Þórdís á tvö börn með fyrri manni sínum, Þor- geiri Ingvasyni, þau eru Sigrún Linda og Þórir Viðar. Kona Þóris er Marte Røed og dóttir þeirra er Röskva. Eldri dóttir Þóris er Rán, móðir Arna Gunnarsdóttir. 2) Ingibjörg Sigríður, f. 6. maí 1944. Maður hennar er Benedikt Ástvaldur Benediktsson. Þeirra börn Þórdís Helga, maki Unnsteinn Óskar Andrésson, þau eiga Ástu Guð- nýju og Björgvin Díómedes; Bene- dikt Guðni, kona hans er Sigrún Birna Gunnarsdóttir. Þeirra börn eru Rakel Jana, Arnheiður Diljá og Ástvaldur Máni. 3) Steinunn Margrét, f. 21. mars 1948, maki Eiríkur Grímsson. Steinunn á tvö börn með fyrri manni sínum, Svani Ingimundarsyni. Þau eru Guðjón og Hrafnhildur. Kona Guðjóns er Vala Mörk Jóhann- esdóttir. Synir þeirra eru Viktor Móðir mín sofnaði svefninum langa hinn 26. mars, á sextánda afmælis- degi eldri sonar míns og réttum mán- uði fyrir eigið níræðisafmæli. „Nú er hún loksins komin til afa,“ sagði nafna hennar og líklegast var mamma hvíldinni fegin. Það var nú samt svo þakklætisvert að hún var fram undir það síðasta aldrei kvalin, í það minnsta kvartaði hún aldrei eða kveinkaði sér en það hafði hún svo sem ekki gert um dagana. Slitin var hún þó af langri vinnuævi, óskiljan- legt hvað hún þurfti alltaf lítið að sofa og hvað hún entist til starfa. Sofnaði síðust og vaknaði fyrst; fór í fjós og mjólkaði kýrnar, prjónaði; stoppaði í sokkana. Alltaf að þvo og þrífa, baka og elda og hugsa um að allir væru vel haldnir í mat og drykk og ég tala ekki um að gæta þess að allir klæddu sig vel. Eitthvað fannst manni nú óþarfi þá að vera alltaf að þessu „klæðatali“. Ávallt gaf hún sér tíma fyrir barna- börnin, að stíga við stokkinn og raula fyrir þau og með þeim. Sigrún Hall- dóra minnist vornótta þegar hún var stelpa við sauðburðinn og þær Þóra komu úr fjárhúsunum, þá var amma alltaf vakandi og hló bara að vitleys- unni í þeim þegar þær lágu í hláturs- kasti ofan í haframjölsdiskinn. Síðan bjó amma um börnin, hlúði að og pakkaði inn í sængina, sagði nöfnu sinni að sofa á hægri hliðinni til að hjartað myndi slá betur. Svo var auð- vitað alltaf laumað að börnunum mola þegar komið var í heimsókn og frá sjúkrahússheimsóknunum fóru allir úttroðnir af góðgæti. Mamma hafði mjög gaman af söng og dansi og einnig naut hún þess að klæða sig upp í íslenskan búning sem var hennar aðal spariflík meðan hún gat í hann komist. Skart átti mamma aldrei mikið en hún sagðist stundum vera glysgjörn eins og hrafninn og vildi ætíð vera sem best tilhöfð. Mundi hún þó tímana tvenna, barns- árunum fylgdu blautir fætur og kald- ir, það var ekki til allur sá skófatn- aður þá sem nú tilheyrir ungdómnum. Engu að síður minntist mamma bernskuáranna með gleði og þakklæti og sagðist hafa verið heppin hvað allir voru henni góðir, jafnvel þó vanda- lausir væru. Að leiðarlokum þakka ég og mín fjölskylda óendanlega og takmarka- lausa umhyggju og elskusemi. Guð geymi þig elsku mamma og amma. Guðrún og börnin. Það var logn í dalnum morguninn sem hún mamma lést, kyrrð og friður yfir öllu. Mánuður í níræðisafmælið hennar, stutt í vorið. Hún hafði verið rúmföst í nokkrar vikur, líkaminn löngu útslitinn eftir langan og strang- an vinnudag. Hún var af þeirri kyn- slóð sem ólst upp við vinnu frá barns- aldri, þá voru engin lög í landinu sem bönnuðu börnum og unglingum að- gengi að vinnu. Þótti reyndar meira en sjálfsagt að allir sem eitthvað gátu, skiluðu sínu. Því fór mamma í fyrsta skipti í vist aðeins 10 ára gömul og kom þá ekki heim til fjölskyldu sinnar í margar vikur samfellt. Það hefur örugglega verið harður skóli fyrir svo ungt barn, en hún talaði alltaf vel um alla sína húsbændur. Hún sagði mér oft frá árunum sem hún vann hjá vandalausum, minntist þá með gleði að stundum eftir langan vinnudag var farið gangandi á ball á einhverjum bænum sem nóg pláss hafði og dans- að fram undir morgun. Síðan gengið til baka til síns heima og farið til fjósa- verka. Þegar ég horfi til æsku- og upp- vaxtarára minna er ekki hægt annað en hugsa til beggja foreldra minna. Þau sinntu bústörfunum saman, voru bæði slitviljug og sívinnandi, þurftu þess líka til að koma öllu í verk sem búskapurinn krafðist. Við systkinin sex áttum því láni að fagna að vera al- in upp af þeim báðum og margs er að minnast frá þessum tíma. Heima á Ásbjarnarstöðum var alltaf margt fólk, krakkar og unglingar í sumar- dvöl, einnig var mjög gestkvæmt hjá foreldrum mínum. Þau áttu það sam- eiginlegt að vera ákaflega gestrisin og tóku alltaf vel á móti fólki. Öllum var boðið inn til að þiggja góðgjörðir, svo var spjallað við gestina og stund- um drógust þá verkin sem því nam. Mamma hafði alla tíð mikið yndi af söng og var starfandi í kirkjukórum frá unglingsaldri. Kirkjan hennar á Tjörn var henni kær og þar söng hún í kór fram yfir áttrætt. Ég get fullyrt að ekkert hafi glatt hana meira nú á seinni árum en þegar við börnin hennar og afkomendur komum sam- an og tókum lagið fyrir hana. Þá var hún bæði glöð og stolt af stóra hópn- um sínum og þótti gaman að geta sagt frá, hversu mörg okkar stunduðu kórastarf. Hún unni sveitinni sinni, sérstak- lega dalnum þar sem hún lifði og starfaði svo lengi. Hún bar mikla um- hyggju fyrir öllu sínu fólki, gerði það sem hún gat til að okkur öllum mætti líða sem best. Með virðingu kveð ég hana mömmu og bið henni blessunar Guðs. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Kristín Ragnheiður. Þeir sem alast upp í köldum og myrkum torfbæjum kunna að meta rafmagnsljós og yl betur en við hin. Amma ólst upp þegar lífsbaráttan snerist um einföld gildi en var á sama tíma óvægin og hörð. Ég man hvernig hún talaði um mjólkina og ullina og hversu verðmæt blessuð rafmagns- ljósin voru henni. Hennar lífsgildi mótuðust af uppvextinum og fyrir mér er amma sérstakur fulltrúi vinnusemi, hörku og dugnaðar. Hún var alltaf að á meðan hún gat og ég hef aldrei vitað neina manneskju kom- ast af með eins lítinn svefn og hana. Það var erfiðisvinnan sem gilti, meðan hægt var að vinna var hægt að komast af. Þetta reyndi hún að innræta mér og ég man hversu vel hún brýndi mik- ilvægi þess að við krakkarnar ættum að rétta mömmu og pabba hjálpar- hönd hvenær sem við gætum. Ég vissi að hún var ekki margra ára sjálf þegar hún gerði slíkt. Ég man líka hvernig hún var alltaf að hugsa um okkur krakkana, hvort við værum nú köld eða blaut í fæturna. „Viltu ekki leyfa mér að stoppa í háleistinn þinn, Magga mín, á meðan þið eruð inni, krakkarnir?“ spurði hún mig oft. Enda var það ósjaldan sem við systk- inin framanað komum til að leika okk- ur útfrá. Þótt amma byggi á Ásbjarn- arstöðum var samgangurinn milli bæjanna alltaf svo mikill að mér finnst ég stundum hafa verið svo heppin að alast upp á báðum stöðum í stórri fjöl- skyldu. Ásbjarnarstaðir voru ömmu allt. Hún elskaði dalinn sinn og bæinn og þurfti engan annan stað. Þar áttu þau afi sitt heimili og ég hugsa oft til og ímynda mér það tímabil þegar fólksfjöldinn á tvíbýlinu og í sveitinni í kring var í hámarki og amma upp á sitt besta. Ég sé það alltaf fyrir mér einkennast af lífi og hlátri, samvinnu og vináttu. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt ömmu eins og ömmu Rúnu. Það var gaman að spjalla við hana, hlusta á hana hlæja eða láta hana hugga sig, drekka með henni kaffi sem enginn hefur getað lagað betur síðan, fá hjá henni mola og finna umhyggjusemina sem hún bar fyrir okkur fjölskyldu- meðlimum. Húmorinn hennar, orðatil- tækin og tilsvörin sem gátu verið svo óborganleg. Ég ber mikla virðingu fyrir henni og þeim gildum sem ein- kenndu hana öðrum fremur. Hún var traust, hjálpsöm, ósérhlífin og dugleg langt umfram flesta þá sem ég hef síð- an kynnst. Hennar lífsstarf var ekki auðvelt enda báru hendur hennar og líkami það svo greinilega með sér í seinni tíð. Ég velti því stundum fyrir mér hversu langt ég er komin frá þeirri vinnu sem amma mín þekkti. Og hversu satt það sé hjá henni að minna sé raunverulega meira þegar kemur að efnislegum gæðum. Elsku amma mín. Hjartans þakkir fyrir allt og þá meina ég svo óteljandi margt. Ég vil meina að Örn bróðir hafi verið glaður að hitta þig aftur, að hann og afi og allir hinir vinir þínir og ætt- ingjar sem þú hefur ekki hitt svo lengi hafi tekið fagnandi á móti þér. Ég vona að það sé nóg að vinna þar sem þú ert því ég þykist vita að þú kunnir ekki við þig öðruvísi. Svo horfi ég á myndina af þér og afa í blómagarð- inum og gleðst yfir því að þið séuð aft- ur þar saman. Guð geymi þig. Þín Margrét Guðrún, Elsku amma mín. Ég vonaði að þessi dagur rynni aldrei upp en óumflýjanlega kom hann. Þá var mánuður í níræðisafmæl- ið þitt. Ég sat hjá þér kvöldið áður ásamt Siggu en við stórfjölskyldan gerðum það til skiptis síðustu vikurn- ar. Þú sagðir stundum að kannski yrð- ir þú allra kerlinga elst og hlóst við, ég vonaði að það rættist. En það dró af þér, sérstaklega síðasta árið og mátt- urinn þvarr, það var ekkert til að vera hissa á eins og þú varst búin að vinna og reyna margt um ævina. Sem betur fer varstu ekki rúmföst lengi, rúmar 3 vikur, svoleiðis lagað átti illa við þig. Ég var heppin, þið afi áttuð heima á sama stað og ég og alltaf mátti leita til ykkar. Ég var ung þegar afi dó en þú varst áfram hjá okkur þar til þú fórst á sjúkrahúsið á Hvt. fyrir tæpum 6 ár- um. Þú komst heim um hátíðir og stundum þess utan nema á síðasta ári. Ég hitti þig líka oft innfrá því ég heim- sótti þig yfirleitt þegar ég fór þar um, saknaði þess að hafa þig ekki heima lengur. Þú kenndir mér ótal margt: bænir, vísur og söngva, við sungum oft saman ,,Ég bíð eftir vorinu“, ég geri það stundum enn þegar ég held að ég sé ein. Síðan var kaffið sem þú komst okkur frændsystkinunum á bragðið, ungum að árum, heimsins besta kaffi, búið til upp á gamla mátann. Stundum þegar við systkinin vorum þreytt á morgnana færðirðu okkur nýuppá- hellt kaffi í rúmið sem við með stír- urnar í augunum skoluðum niður með bestu lyst. Eins voruð þið afi og Jón bróðir þinn iðin að kenna mér að lesa og urðu minningargreinar oft fyrir valinu. Þú sagðir mér margar sögur frá æskuárum þínum og gamla tímanum. Sé ég á því hve mikið hörkutól þú varst, vinnusöm og dugleg og komst af með ótrúlega lítinn svefn. Vaktir oft um nætur og vannst, þurrkaðir m.a. útiföt þegar smalamennskur voru og margt fólk og allir fengu fötin sín þurr að morgni. Ekki kvartaði amma, hvað sem á gekk. Þú sást það sem þurfti að gera, hélst okkur systkinunum að vinnu, hafðir gert það með þín börn og þannig voruð þið systkinin alin upp, vinna, bjarga ykkur og hjálpa öðrum. Stundum vildi maður frekar leika sér en mikið er gott að hafa lært ungur að bjarga sér, það sé ég nú. Þú varst ung þegar þú fórst fyrst í vist og vannst víða í sveitinni upp frá því, þangað til þið afi fóruð að búa. Þú hélst áfram að rétta fólki hjálparhönd, þig munaði ekki um að hlaupa frá börnum og búi yfir Vatnsnesfjallið þvert og endilangt til að hjálpa nágrönnum sem á þurftu að halda. Þú hafðir gaman af söng og dansi, hljópst sveitina á enda til að fara á böll þegar þú varst ung, dans- aðir alla nóttina og fórst svo beint í fjós. Þú hafðir yndi af búskapnum, sagðir mér hvað kýrnar mjólkuðu vel og eins frá Brún þínum, hvernig þú talaðir við hann þegar hann ætlaði að rjúka, var þá eins og blessuð skepnan skildi og í staðinn töltuð þið út eyr- arnar. Hrossin voru þér ofarlega í huga, í heimferðum þínum síðustu ár- in sástu þau út um bílgluggann og sagðir oft ,,Þarna eru blessuð hrossin“ með bros á vör. Heimilið var stórt, til viðbótar við heimilisfólk voru börn í sveit á sumrin og nutu góðs af. Svona gæti ég haldið lengi áfram en læt nú gott heita. Aragrúa góðra minninga um yndislega ömmu geymi ég. Hafðu kæra þökk fyrir samveruna sl. 25 árin, við hittumst þegar þar að kemur. Hvíl í friði amma mín. Þín sonardóttir, Þóra Kristín. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan fundum okkar Sigrúnar á Ásbjarnar- stöðum bar fyrst saman. Hún tók mér af hlýju og hógværð þegar ég kom inn í fjölskylduna. Sigrún hafði einstaklega gaman af tónlist og einkanlega kórsöng. Það var því sérstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í því þegar systkinin frá Ás- bjarnarstöðum, ásamt börnum, barnabörnum og tengdabörnum, komu saman og sungu fyrir hana fjór- raddað. Þá kom bros á vör og blik í auga gömlu konunnar. Þrátt fyrir vanheilsu síðustu árin kvartaði hún aldrei og var ævinlega þakklát fyrir þá umönnun sem hún naut á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga. Afkomendur hennar sinntu henni líka af einstakri um- hyggju og ást. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst slíkri mannkostamann- eskju sem Sigrún var. Börnum hennar, barnabörnum, barnabarnabörnum, Jóni Gesti bróður hennar og öllum ættingjum votta ég samúð mína. Ég kveð Sigrúnu með þessari litlu stöku. Þú lengi lifað hefur, lífsins bikar kysst. Ég veit að Guð þér gefur, góða himnavist Eiríkur Grímsson Sigrún Sigurðardóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Okkar ástkæra, GRÉTA ÁRNADÓTTIR, er látin. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 4. apríl kl. 13.00. Jarðarför fer fram frá Tálknafjarðarkirkju þriðjudag- inn 10. apríl kl. 14.00. Guðni Jóhann Ólafsson, Inga Jórunn Jóhannesdóttir, María Ólafsdóttir, Guðjón Bjarnason, Sveinn Ólafsson, Steinunn Rán Helgadóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.