Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 49
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9–16.30.
Postulínsmálun kl. 9. Gönguhópur kl. 11. Postulíns-
málun kl. 13.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8–16.30 handav. Kl.
9–16.30 smíði/útskurður. Kl. 10–11.30 heilsugæsla.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn
handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há-
degisverður, spiladagur, kaffi. Sunnudaginn 22. apríl
nk. verður farið að sjá söngleikinn „Ást“. Miðaverð
2.500 kr. Skráning í síðasta lagi 16. apríl. Uppl. í s.
535 2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10–
11.30. S. 554 1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á
miðvikudögum kl. 13–14. S. 554 3438. Félagsvist í
Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl.
20.30. Félagsvist í Gullsmára á mánudögum kl.
20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar fara
í létta göngu kl. 10. Söngvaka kl. 14 umsjón Sigurður
Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Glerlist
kl. 9.30 og kl. 13. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi
verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Sam-
kvæmisdansar kl. 20, línudans kl. 21, Sigvaldi kennir.
Myndlistarhópurinn í Gjábakka er með sýningu á
vatnslitamyndum til 20. apríl. Sölusýningin er opin
virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9.05 myndlist,
kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 postulíns-
málun og kvennabrids.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bridds í Garða-
bergi kl. 13, opið hús í Holtsbúð kl. 13, Garðaberg op-
ið kl. 12.30–16.30. Lokað á skírdag, föstudaginn
langa og annan í páskum.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–12 (ath. breyttur
tími) vinnustofur opnar, leiðsögn fellur niður eftir
hádegi vegna útfarar sr. Hreins Hjartarsonar. Kl.
10.30 gamlir leikir og þjóðdansar, umsj. Guðrún
Nielsen o.fl. frá FÁÍA. Frá hádegi spilasalur opinn.
Engin starfsemi um páskana, hefst aftur þriðjud. 10.
apríl kl. 9. S. 575 7720.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá
Sigrúnu, silki- og glermálun. Jóga kl. 9–12, Sóley
Erla. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Böðun
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Gleðilega
páska.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, fimmtudag, er
keila í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 10.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræðingur
kl. 10. Verslunarferð í Bónus. Handavinnustofur kl.
13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslustofa s.
552 2488, Fótaaðgerðarstofa s. 552 4161.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, kl. 10 lesið úr dagblöðum, kl. 9 opin fótaað-
gerðastofa, s. 568 3838, kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla, fótaaðgerðir.
Kl. 9–12 aðstoð v/böðun. Kl. 10–12 spænska – byrj-
endur. Kl. 9.15–16 myndmennt–postulín. Kl. 10–12
sund. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14
verslunarferð í Bónus. Kl. 13–14 spurt og spjallað. Kl.
13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn (foreldramorg-
unn) kl. 9.30–11.30. Leiksýning kl. 20: Ausa. Umræð-
ur að lokinni sýningu.
Áskirkja | Samverustund kl. 11 í safnaðarheimili II,
hreyfing og bæn. Allir velkomnir.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug-
vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarsal
eftir stundina.
Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10–12.30. Léttur há-
degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má
koma á framfæri í síma 520 9700 eða með tölvu-
pósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Alt-
arisganga og fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádeg-
isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir vel-
komnir. TTT fyrir 10–12 ára í Rimaskóla kl. 17–18 TTT
fyrir 10–12 ára í Korpuskóla kl. 17–18. Lesið úr Pass-
íusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag les kl.
18 Jón Sigurðsson síðasta passíusálm. Passíusálm-
arnir verða svo lesnir í heild sinni á föstudaginn
langa og hefst lesturinn kl. 13.30. Fyrrverandi prest-
ar og makar þeirra lesa.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Íhugun, alt-
arisganga, bænir. Einfaldur morgunverður í safn-
aðarsal eftir messuna.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58–60. Sam-
koma í kvöld kl. 20. „Leyndardómur Krists“. Ræðu-
maður Haraldur Jóhannsson. Mínar hugsanir:
Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kaffi eftir samkom-
una. Allir eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Mömmumorgunn kl. 10, umsjón
Gerður Bolladóttir. Gönguhópurinn Sólarmegin
heldur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Sigurður Árni Þórðarson. Beðið fyrir sjúkum og
hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda og
getur fólk komið óskum þar um til prestanna. Einnig
er altarisganga.
Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Opn-
unarsamkoma Fireproof í kvöld kl. 20. Það orð lýsir
þér. Þú ert eldvarinn, skotheldur og brynjaður. Skap-
aður til að standast raunir og hremmingar, og kom-
ast frá þeim sem sigurvegari. Kraftmikill boðskapur.
Allir velkomnir. Sjá heimasíðu:www.vegurinn.is.
Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl.
10–12.30. Í dag ætlum við að föndra páskaföndur
með börnunum. Verum duglegar að mæta. Fönd-
urefni á staðnum. Gott tækifæri fyrir mömmur og
börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar
og mömmur, afar og ömmur. Heitt á könnunni.
60ára afmæli. Í dag, mið-vikudaginn 4. apríl, er
sextugur Magnús Oddsson
ferðamálastjóri, Hofgörðum
9, Seltjarnarnesi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma 569-
1100 eða sent á netfangið rit-
stjorn@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 4. apríl, 94. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeremía 10, 6.)
Íkvöld verður haldinn fyrsti aðal-fundur nýs sameinaðs hags-munafélags nemenda með les-blindu, ADHD, Tourette og aðra
sértæka námsörðugleika. Fundurinn
er haldinn í stofu 103, Lögbergi og
hefst kl. 20.
Kári Gunnarsson er formaður félags-
ins: „Ákveðið var á síðasta aðalfundi fé-
lags lesblindra stúdenta að víkka starf-
semi félagsins,“ segir Kári. „Bæði
birtist lesblinda á ótal mismunandi
vegu, og tengist oft öðrum námsörð-
ugleikum, en með því að opna félagið
öllum námsmönnum með sértæka
námsörðugleika erum við ekki hvað síst
að sameina hópa sem eiga margt sam-
eiginlegt, og styrkjumst í hagsmuna-
baráttu okkar.“
Að sögn Kára er mikil þörf á hags-
munafélagi af þessu tagi: „Ef aðeins er
litið á fjölda lesblindra, þá þiggja um
200 nemendur við Háskóla Íslands sér-
staka aðstoð, en talið er að um 10–12%
landsmanna séu lesblind, og ættu sam-
kvæmt því hlutfalli lesblindir nem-
endur að vera milli 700 og 800 við Há-
skólann,“ segir Kári og bætir við að
margt bendi til að staða námsmanna
með ADHD og Tourette sé sú sama.
„Það þarf að varpa ljósi á þessa stað-
reynd, og vinna gegn miklu brotfalli
nemenda með sértæka námsörð-
ugleika.“
Hið nýja félag hyggur á metnaðarfull
verkefni: „Við viljum meðal annars
heimsækja grunn- og framhaldsskóla
þar sem háskólanemendur með náms-
örðugleika geta deilt reynslu sinni og
verið ungum námsmönnum jákvæðum
fyrirmyndir. Hverjar sem hamlanir
okkar kunna að vera getum við öll náð
þeim árangri sem við stefnum að,“ seg-
ir Kári. „Einkum viljum við þó standa
fyrir öflugri upplýsingamiðlun innan
háskólasamfélagsins. Með jafningja-
fræðslu geta einstaklingar með sér-
tæka námsörðugleika miðlað af reynslu
sinni, og styrkt hver annan.“
Kári hvetur alla einstaklinga með
námshamlanir að mæta á fundinn:
„Þetta er tækifæri fyrir alla að koma
sínu sjónarhorni á framfæri, en félagið
er opið öllum námsmönnum, við alla
skóla, bæði þeim sem stunda nám, hafa
lokið námi eða hafa þurft að hverfa frá
námi.“
Aðgangur að fundinum í kvöld er
ókeypis og öllum heimill. Nánari upp-
lýsingar eru á lesblindir.blogspot.com
Menntun | Fyrsti aðalfundur nýs hagsmunafélags nemenda
Ná markmiðum sameinuð
Kári Gunn-
arsson fæddist í
Reykjavík 1979.
Hann stundaði
stúdentsnám við
Menntaskólann í
Kópavogi og Iðn-
skólann í Hafn-
arfirði. Hann legg-
ur stund á nám í
landafræði við Há-
skóla Íslands. Kári hefur verið for-
maður félags lesblindra háskólanema
frá stofnun, og setið í stjórn Félags
samkynhneigðra stúdenta. Sambýlis-
maður Kára er Dan Martin Johann-
essen.
Tónlist
Fossvogskirkja | Jóhann-
esarpassía Bachs Fossvogs-
kirkju. Skírdag og föstudaginn
langa kl. 17. Kór Áskirkju, Ís-
lenska kammersveitin. Kons-
ertmeistari Hjörleifur Valsson.
Einsöngvarar Ágúst Ólafsson,
Bergþór Pálsson, Eyjólfur Eyj-
ólfsson, Gunnar Guðbjörnsson,
Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna
Ósk Valsdóttir. Stjórnandi Kári
Þormar.
Skemmtanir
Mælifell | Sauðárkróki. Hljóm-
sveitin Bermuda byrjar páska-
túrinn.
Uppákomur
Múltí Kúltí | Hjá okkur er hin
vikulega styrktarsúpa í hádeg-
inu. Kolfinna Baldvinsdóttir
kemur til okkar sem okkar viku-
gestur en hún er að skipuleggja
þjóðardaga í byrjun júní. Allir
velkomnir. Súpa, brauð og kaffi
kr. 1000.
Fyrirlestrar og fundir
Borgarbókasafn - aðalsafn |
Tryggvagötu 15. Dauðasynd-
irnar 7, Valgerður Dögg Jóns-
dóttir, heimspekingur fjallar um
Öfund í dag kl. 17.15 í fyr-
irlestraröð um dauðasyndirnar
7. Sjá nánar á www.borg-
arbokasafn.is
Krabbameinsfélagið | Skóg-
arhlíð 8. Góðir hálsar, stuðn-
ingshópur um krabbamein í
blöðruhálskirtli, verða með
rabbfund í dag miðvikudag, kl.
17. Gestur er Eiríkur Örn Arn-
arson, forstöðusálfræðingur á
endurhæfingarsviði LSH. Eiríkur
ætlar að tala um mikilvægi
slökunar.
Oddi - Háskóla Íslands | Fyr-
irlestur á vegum Félags þjóð-
fræðinga í dag kl. 17.15 í Odda,
st. 101. Helga Einarsdóttir þjóð-
fræðingur kynnir efni MA-
ritgerðar sinnar við háskólann í
Cork á Írlandi. Fyrirlesturinn
mun fjalla um breyttar ímyndir
írskra yfirnáttúrlegra kvenna
frá heiðnum tíma til nútíma
kaþólsks samfélags.
Fréttir og tilkynningar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur | Matarúthlutun í dag kl. 14-
17. Tekið við hreinum fatnaði og
öðrum munum á þriðjudögum
kl. 10-15. S. 551-4349. Netfang
maedur@simnet.is
NÝR forseti, Abdoulaye Wade, tók við stjórnartaumunum í Senegal í gær. Við vígsluathöfn-
ina, sem fór fram í höfuðborginni Dakar, dönsuðu þessir skrautlegu menn fyrir viðstadda.
Skrautlegir í Senegal
Auglýstu
atburði
á þínum
vegum
hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýn-
ingar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mann-
fagnaði