Morgunblaðið - 19.04.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.04.2007, Qupperneq 6
Í HNOTSKURN » 12,5% þeirra sem sögð-ust ætla að kjósa Ís- landshreyfinguna kusu VG í síðustu kosningum. 3% kusu Sjálfstæðisflokkinn. » Sterkasta vígi Fram-sóknarflokksins er sem fyrr landsbyggðin og er stuðningur mestur í Norð- austurkjördæmi. » Samfylkingin mælistnú með 28% fylgi í Suð- urkjördæmi og mælist fylgi flokksins hvergi meira. » Fimmtungur stuðn-ingsmanna VG kaus Samfylkinguna árið 2003 en 10% þeirra sem ætla að kjósa Samfylkinguna kusu VG síðast. » 18,7% af kjósendumSjálfstæðisflokksins kusu Framsóknarflokkinn í síðustu þingkosningum. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FYLGI Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur aukist verulega samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup en fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs dregst saman, nánast sem nemur fylgisaukningu Samfylkingarinnar. Fylgi Framsóknarflokksins dalar sömuleiðis töluvert milli kannana og hvorki Frjálslyndi flokkurinn né önnur framboð næðu manni inn á þing, yrði nið- urstaðan í samræmi við könn- unina. Skoðanakönnunin var gerð dag- ana 10.–16. apríl en á þessu tíma- bili héldu bæði Sjálfstæðiflokkur og Samfylkingin landsfundi sína. Mestu tíðindin sem felast í þessari könnun eru annars vegar þau að Samfylkingin og VG hafa haft sætaskipti, ef svo má að orði komast og hins vegar að ríkis- stjórnin myndi halda velli með 33 þingmenn, aðeins einum færri en stjórnarflokkarnir hafa nú saman- lagt. Samfylkingarfólk hlýtur að kætast mjög við þessa könnun því hún sýnir að fylgi flokksins hefur aukist um 6 prósentustig, stigið úr 18,1% í 24,1%, en flokkurinn hefur ekki mælst með svo mikið fylgi um margra mánaða skeið. Að sama skapi má búast við nið- urstöðurnar valdi áhyggjum í her- búðum VG því fylgi flokksins hef- ur dregist saman, fallið úr 24,9% í 19,1%. Það er athyglisvert að fylg- istap VG er nánast jafnmikið og fylgisaukning Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur á uppleið Enn sem fyrr er það þó Sjálf- stæðisflokkurinn sem ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmála- flokka. Flokkurinn bætir raunar verulega miklu við sig frá síðustu skoðanakönnun og hefur ekki mælst með jafnmikið fylgi í vetur. Með þessu móti myndi Sjálfstæð- isflokkurinn bæta við sig sex þing- mönnum, miðað við niðurstöðuna 2003, sem dugar nánast til að vega upp á móti fylgistapi Framsókn- arflokksins, þ.e.a.s. ef þessir flokkar hefðu hug á að mynda saman ríkisstjórn. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 7,9% sem myndi aðeins skila fimm þingmönnum í stað þeirra 12 sem flokkurinn hefur nú. Samfylkingin fengi 17 þingmenn og 13 þingmenn kæmu í hlut VG. Skoðanakannanir Capacent Gallup hafa sýnt að fylgi Frjáls- lynda flokksins hefur þokast hægt niður á við í vetur og engin breyt- ing verður þar á nú. Flokkurinn næði engum manni á þing og hið sama á við um nýju framboðin tvö; Íslandshreyfinguna, sem mælist með 3,3% fylgi á landsvísu og Bar- áttusamtökin, sem mælist með 0,5% stuðning. Konur að færast til hægri? Ef litið er til fylgis eftir kjör- dæmum kemur athyglisverð mynd í ljós. Þannig er fylgi Fram- sóknarflokksins áberandi minnst í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, eða 2,2% og 2,7%. Þá mælist stuðningur við vinstri flokkana sem fyrr töluvert meiri í Reykjavíkurkjördæmi norður en í Reykjavík suður sem jafnframt er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokks- ins. Þar mælist stuðningur við hann 45,3%, reyndar aðeins litlu minni en í Suðvesturkjördæmi. Töluvert hefur verið fjallað um hvernig kynin skiptast milli vinstri flokkanna annars vegar og stjórnarflokkanna hins vegar. Í könnun sem Capacent Gallup gerði í febrúar sögðust 55,3% kvenna ætla að kjósa vinstri flokk- ana tvo og naut VG töluvert meiri stuðnings meðal kvenna, eða 29,4% á móti 25,9 hjá Samfylking- unni. Sjálfstæðisflokkurinn naut þá stuðnings 30,7% kvenna. Samkvæmt nýjustu könnuninni hafa töluverðar breytingar orðið á þessu mynstri, þær helstar að nú segjast 26,7% kvenna ætla að kjósa Samfylkinguna en 23,6% VG. Þá styðja nú fleiri konur Sjálfstæðisflokkinn, eða 36,5%. Þessi könnun er því vísbending um að vinstri sveifla meðal kvenna sé heldur að ganga til baka því nú segjast 48,4% kvenna ætla að kjósa Samfylkinguna eða VG en litlu færri, eða 44,3%, styðja stjórnarflokkana tvo. Í úrtakinu voru 1.225 manns. Svarhlutfall var um 62%, eða um 760 manns . Af þeim tóku 80% af- stöðu, óákveðnir voru 6,6% og 4,3% sögðust ætla að skila auðu. Samfylkingin eykur veru- lega fylgi sitt á kostnað VG                                                ! "#$ %!#  !%&      '                         (  ")    * !!  !+                !"# $ !"# $% !"#  !"#                    !"          #  $     !   " % & $   (  '          ,          ,  , ,      ,      Fylgi kvenna við Sjálfstæðisflokkinn eykst töluvert  Framsókn dalar 6 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.islandshreyfingin.is VIÐ VILJUM JAFNRÉTTI KYNJANNA Styðjum nýtt frumvarp til jafnréttislaga sem kveður m.a.á um að afnema launaleynd, jafna hlutfall kynja í nefndum, stjórnum og ráðum ríkisins, breytt hlutverk jafnréttisstofu, breytta málsmeðferð fyrir kærunefnd o.s.frv. Útrýma kerfisbundnum launamun kvenna og karla. Fjölga konum á alþingi og sveitarstjórnum. Kynjasamþætting verði ávallt höfð að leiðarljósi í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum. Berjast gegn kynbundnu ofbeldi með fræðslu, öflugri löggæslu og betri réttarúrræðum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis. STARFSMENN og stúdentar Há- skóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands fögnuðu í gær tímamótum í byggingu Háskólatorgs Háskóla Ís- lands en samþykkt hefur verið að bæta við þriðju hæðinni á Há- skólatorg II; sem rís milli Odda, Árnagarðs og Lögbergs. Upp- steypu er nær lokið í Háskólatorgi II og Háskólatorgi I, sem rís á milli íþróttahúss og aðalbyggingar HÍ, en senn verður byrjað að setja þak á byggingarnar. Háskólatorg mun hýsa þjónustu- og kennslubyggingu og verður vígt 1. desember nk. Morgunblaðið/Kristinn Háskólafólk fagnaði áfanga UM 46% veitingahúsa hafa lækkað verð hjá sér mark- tækt eftir að virðisauka- skattur á matvælum var lækkaður. 54% hafa hins vegar ekki lækkað verðið. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendastofa gerði á verðbreytingum á veitinga- og gistihúsaþjónustu. Stofn- unin kynnti efni skýrslunnar fyrir viðskiptaráð- herra í gær, en hann bað um að hún yrði unnin. Neytendastofa aflaði sér upplýsinga hjá 84 veitingahúsum um land allt fyrir skattabreyt- inguna. Stofnunin fékk í mars samtals 360 ábendingar vegna lækkunar á virðisaukaskatti, þar af 281 vegna veitingahúsa og mötuneyta. Um miðjan mars sendi stofnunin út fyrirspurnir til 76 veitinga- og kaffihúsa þar sem vakin var athygli á skattalækkuninni og jafnframt að ábendingar hefðu borist stofnuninni um að um- rætt fyrirtæki hefði ekki lækkað. Neytendastofu bárust svör frá 43 veitinga- húsum, en 33 svöruðu ekki. Af þeim sem svör- uðu sögðust 7 ekki telja sig geta lækkað. Ástæð- ur sem þau nefndu voru einkum hækkanir frá birgjum, hærri launakostnaður og að viðkom- andi veitingahús hefði ekki hækkað verð hjá sér í langan tíma. Ef fyrirtæki sem ekki svara og þau sem ekki ætla að lækka eru tekin saman eru samtals 40 fyrirtæki eða 53% sem ekki lækka. 36 fyrirtæki eða 47% lækkuðu til samræmis við lækkun virð- isaukaskatts „að öllu leyti eða að hluta til“ eins og segir í skýrslu Neytendastofu. Neytendastofa bar einnig saman verð hjá veitingahúsum sem stofnunin hafði aflað sér upplýsinga um fyrir skattalækkunina. Niður- staðan varð sú sama, að 46% fyrirtækja hefðu lækkað, en 53% hefðu annað hvort ekki lækkað eða þá hækkað verð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau taka fram að verðbreyt- ingar veitingahúsa séu hægfara ferli. Verslanir breyti matvöruverði daglega en algengt sé að veitingahús breyti verðinu á 4-6 mánaða fresti. 1. mars hafi margir veitingastaðir verið með „uppsafnaða hækkunarþörf“, m.a. vegna þess að kjöt og fiskur hefur hækkað mjög í verði. Mörg mötuneyti lækka ekki verð Neytendastofa kannaði einnig verð hjá mötu- neytum, en stofnuninni bárust 78 ábendingar vegna verðs hjá þeim, þ.e. vegna mötuneyta fyr- irtækja, skóla og stofnana. Neytendastofa sendi fyrirspurnir til 46 mötu- neyta, þar af 23 grunnskólamötuneyta. Svör bárust frá 27 mötuneytum, en þar af töldu 13 sér ekki fært að lækka. Ef tekin eru saman mötuneyti sem ekki svöruðu og þau sem ekki ætla að lækka eru það 32 mötuneyti eða 70% þeirra sem könnunin náði til. | 53 53% lækk- uðu ekki verðið Neytendastofa kannaði verð á veitingastöðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.