Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
GLÆSIBÍLAR af Lexus GS300-gerð og
Harley Davidson V-ROD mótorhjól verða
meðal vinninga hjá Happdrætti DAS á nýju
happdrættisári sem hefst 8. maí n.k. Eigi
vinningshafar þessara farartækja tvöfalda
happdrættismiða fylgir jafnvirði tækjanna í
peningum að auki, eða 6,3 milljónir í skotti
hvers bílanna og þrjár milljónir í bakpokum
sem fylgja mótorhjólunum. Þetta starfsár
verður það 53. í sögu Happdrættis DAS.
„Við erum komin út í það að vera með
bíla, og nú einnig mótorhjól, sem einskonar
tákn fyrir viðkomandi happdrættisár – og
jafnvirði þeirra í peningum að auki fyrir eig-
endur tvöfaldra miða. Það er draumur
margra að eignast svona farartæki, en ýmist
hefur þorri fólks ekki efni á að láta það eftir
sér eða þykir of mikið bruðl að kaupa svona
tæki. En það er alveg til í að vinna þau í
happdrætti fyrir þúsundkall,“ sagði Sigurður
Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri Happ-
drættis DAS. „Eftir að við byrjuðum með
þessa bílavinninga höfum við séð yngra fólk
koma inn í mun meiri mæli en áður tíðkaðist.
Ég er búinn að starfa hér frá 1990 og þetta
er eitt það ánægjulegasta sem ég hef séð
gerast frá því ég byrjaði hér.“ Sigurður
sagði Happdrætti DAS eiga marga trygga
viðskiptavini og að ótrúlega margir þeirra
séu búnir að vera með miða allt frá upphafi,
1954.
Að búa öldruðum
áhyggjulaust ævikvöld
Hagnaði af Happdrætti DAS er varið til
að „búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“
svo vitnað sé í þekkt slagorð happdrættisins.
Það hefur einkum falist í uppbyggingu
Hrafnistuheimilanna þar sem nú búa um 680
heimilismenn. Auk þess að styðja Hrafnistu-
heimilin runnu 40% af hagnaði Happdrættis
DAS um 25 ára skeið til uppbyggingar dval-
arheimila um allt land í gegnum Bygging-
arsjóð aldraðra.
Tildrög stofnunar Happdrættis DAS 1954
voru þau að Sjómannadagsráð Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar voru komin í þrot með
byggingu Hrafnistu í Reykjavík. Ljóst þótti
að ekki tækist að ljúka byggingu Dval-
arheimilis aldraðra sjómanna nema ný tekju-
lind kæmi til. Happdrættinu var því hrint af
stað og tókst svo vel að fyrsti áfangi Hrafn-
istu í Reykjavík var tekinn í notkun fyrir
réttum 50 árum eða árið 1957. Síðar bættust
við nýjar álmur og eins var Hrafnista í
Hafnarfirði byggð. Næstu verkefni eru að
stækka herbergi heimilismanna á Hrafnistu í
Reykjavík og að gera endurbætur á Hrafn-
istuheimilinu í Hafnarfirði ásamt ýmsum
öðrum stærri framkvæmdum við heimilin.
Mikil umskipti með
peningahappdrætti
Happdrætti DAS var löngum vöruhapp-
drætti en í fyrra fékk það leyfi til að greiða
vinninga út í peningum. Sigurður segir að
það hafi styrkt stöðu Happdrættis DAS í
harðnandi samkeppni. Áður þurftu vinnings-
hafar að framvísa reikningum fyrir vörum til
að fá vinninga greidda út. Auk þess að vera
íþyngjandi fyrir viðskiptavinina krafðist
þetta fyrirkomulag mikillar vinnu á skrif-
stofu happdrættisins. Nú getur happdrættið
greitt vinninga inn á bankareikninga vinn-
ingshafa með rafrænum hætti, sé þess ósk-
að.
Talsverð umskipti urðu í rekstri Happ-
drættis DAS á fimmtugsafmælisárinu 2004.
„Þá vorum við með Chevrolet Bel Air árgerð
1954 í aðalvinning og settum 700 þúsund
krónur í skottið. Við höfðum þetta sem af-
mælisvinning og hann vakti gríðarlega at-
hygli,“ sagði Sigurður. Árið eftir var ákveðið
að hafa Ford Mustang sportbíla í vinning og
bæta við þremur milljónum í peningum fyrir
handhafa tvöfaldra vinningsmiða. Sigurður
segir að Ford Mustang hafi þá reynst ófáan-
legur hér nema eftir krókaleiðum og staðan
því svipuð og 1954 þegar fólk gat ekki keypt
sér bíla nema að uppfylltum einhverjum skil-
yrðum. Í fyrra voru Hummer H3 jeppar í
aðalvinninga og fimm milljónir í skottinu fyr-
ir handhafa tvöfaldra miða með hverjum bíl.
Sigurður segir að tvöföldu vinningarnir, at-
hyglisverður bíll og peningar, hafi laðað
marga nýja viðskiptavini að Happdrætti
DAS, ekki síst yngra fólk.
Heildarverðmæti vinninga í Happdrætti
DAS á næsta happdrættisári verður 768
milljónir króna. Auk sex Lexus GS300 bíla
og sex Harley Davidson VRSCAW V-ROD
mótorhjóla verða dregnir út 40 tveggja millj-
óna króna vinningar, eða fjórar milljónir á
tvöfaldan miða, og fjöldi smærri vinninga. Í
heild verða vinningarnir rúmlega 50 þúsund
talsins og er dregið í happdrættinu á hverj-
um fimmtudegi. Einfaldur miði hjá Happ-
drætti DAS kostar eitt þúsund krónur á
mánuði, eða um 230 krónur fyrir hvern út-
drátt, og tvöfaldur miði kostar tvö þúsund
krónur á mánuði.
Harley, Lexus og peningar
Morgunblaðið/G. Rúnar
Fákur Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri DAS, á einu Harley Davidson V-Rod vinnings-
hjólanna. Einnig verða Lexus GS300-bílar og peningar meðal vinninga á næsta happdrættisári.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞESSI viðurkenning hefur geysi-
lega þýðingu fyrir íslenskar orku-
rannsóknir og þennan stóra hóp sem
mér finnst ég vera fulltrúi fyrir.
Rannsóknarfólkið, orkufyrirtækin,
stjórnvöld og aðra sem hafa komið
að þessum málum. Þetta er mikil
hvatning til okkar Íslendinga. Per-
sónulega er ég ekki alveg búinn að
átta mig á þessu, það er svo einfalt.“
Þetta segir Þorsteinn Ingi Sigfús-
son, prófessor við Háskóla Íslands,
sem er einn þriggja vísindamanna
sem hlýtur alþjóðlegu Global
Energy-verðlaunin í ár. Pútín Rúss-
landsforseti afhendir Þorsteini verð-
launin í Pétursborg í júní. Verð-
launaféð nemur 10 milljónum
rúblna, eða um 27 milljónum ís-
lenskra króna.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslend-
ingur hlýtur verðlaunin, en þau eru
álitin nokkurs konar Nóbelsverðlaun
í orkuverkfræði. Verðlaunin vekja
jafnan alheimsathygli en þau eru
veitt fyrir vísindaleg afrek á sviði
bættrar orkunýtingar, þróunar í
orkutækni, nýrra orkulinda og nýrra
aðferða til orkunýtingar. Auk Þor-
steins hlutu verðlaunin í ár breskur
og rússneskur vísindamaður.
„Margir líta svo á að Ísland geti
orðið fyrirmyndarland í vetnis-
væðingu heimsins,“ segir Þorsteinn.
„Verðlaunin beinast að viðurkenn-
ingu á því starfi sem hér er og þeirri
forystu sem við höfum á þessu
landi.“
Þorsteinn Ingi er í stjórn Ís-
lenskrar NýOrku og var stjórn-
arformaður uns hann tók við stjórn-
arformennsku í IPHE, Alþjóðasam-
tökunum um vetnisvæðingu, árið
2003.
Rannsóknir í þrjá áratugi
Hann segir vetnisrannsóknir í Há-
skóla Íslands hafa hafist með vinnu
Braga Árnasonar á áttunda áratug
síðustu aldar. Á þeim grunni hafi
sprotafyrirtækið NýOrka verið
stofnað með þátttöku HÍ og fleiri að-
ila.
Þorsteinn Ingi dvelur drjúgan
hluta úr hverju ári erlendis við að
bera út boðskap vetnisrannsókna.
„Það er svo mikil þörf fyrir átak.
Auðvitað erum við ekki búin að leysa
orkuvanda heimsins en vetnið er eitt
af eggjunum í nýrri körfu og við telj-
um að endurnýjanlegar orkulindir
þurfi að koma til núna.“
Þorsteinn hefur ekki gert upp við
sig hvernig verðlaunafénu verði var-
ið. „Ætli maður kaupi sér ekki vetn-
isbíl, ég býst við því,“ segir hann.
Victor I. Tatarintsev, sendiherra
Rússlands á Íslandi, óskaði Þor-
steini Inga til hamingju með verð-
launin í gær. Hann sagði þau mikinn
heiður fyrir Þorstein persónulega og
mikla viðurkenningu á íslenskum
vetnisrannsóknum. „Verðlaunin eru
veitt brautryðjendum á ákveðnum
sviðum orkurannsókna,“ segir Tat-
arintsev. „Þetta er í fyrsta sinn, frá
því verðlaunin voru veitt í fyrsta
skipti árið 2003, sem vetnisrann-
sóknir, sem eru einstakar á heims-
mælikvarða hér á Íslandi, eru verð-
launaðar. Þetta er því mikil
alþjóðleg viðurkenning á rann-
sóknum Þorsteins.“
Ísland fyrirmyndar vetnis-
samfélag framtíðarinnar
Morgunblaðið/G.Rúnar
Viðurkenning Þorsteinn Ingi Sigfússon fær hamingjuóskir frá Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands.
Þorsteinn Ingi Sigfússon hlaut virt rússnesk orkurannsóknarverðlaun
Tugir vetn-
isbíla eru
væntanlegir
til landsins
Vetni Fyrstu bílarnir munu koma
nú í sumar frá Daimler-Chrysler.
ÞORSTEINN Ingi Sigfússon segir
stjórnvöld á Íslandi hafa ákveðið að
styrkja næsta skref í vetnisrann-
sóknum og að ráðgert sé að fá hing-
að á næstu tveimur árum alls um
35–40 vetnisbíla.
Fyrstu bílarnir munu koma nú í
sumar frá Daimler-Chrysler. Um
einkabíla verður að ræða en að auki
er von á nýjum vetnisstræt-
isvögnum hingað til lands strax
næsta haust.
„Þeir hafa lært heilmikið af verk-
efninu hér,“ segir Þorsteinn um
vetnisvagnana sem hingað komu í
tilraunaskyni fyrir nokkrum miss-
erum.
Ísland varð fyrst til að prófa
vetnisvagnana og í kjölfarið sóttust
níu borgir eftir því að fá slíka
vagna. „Við vorum því brautryðj-
endur og fleiri fylgdu svo á eftir,“
segir Þorsteinn.
Um 100 vetnisbílar eru í notkun í
heiminum í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg