Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 35
FERÐALANGUR á heimaslóð
verður haldinn með pomp og
prakt í fjórða sinn í dag, sum-
ardaginn fyrsta. Hlutverk Ferða-
langsins er að vekja athygli á
fjölbreyttri ferðaþjónustu höf-
uðborgarsvæðisins, meðal annars
með því að fjölmargir aðilar inn-
an atvinnugreinarinnar opna dyr
sínar upp á gátt og bjóða gesti
velkomna.
Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar
munu taka þátt og leggja sitt af
mörkum til að skapa fjölbreytta
og fjölskylduvæna ferðahátíð á
höfuðborgarsvæðinu. Þannig hafa
hópbílafyrirtæki á höfuðborg-
arsvæðinu t.a.m. tekið höndum
saman og bjóða upp á stuttar og
spennandi ferðir í jaðri höf-
uðborgarsvæðisins
Dagskrá ferðahátíðarinnar er
annars skipt upp í fimm dag-
skrárliði, sem eru: Hraustur
ferðalangur, Ferðalangur á sjó,
Ferðalangur á ferð og flugi,
Menningarlegur ferðalangur og
Skemmtiferðir á heimaslóð.
Meðal dagskrárliða má nefna
útsýnisflug, hestaferðir, fjórhjóla-
akstur, seglbílaakstur, klifur,
menningarrölt um miðborgina í
fylgd Birnu Þórðardóttur, leið-
sögn fyrir börn um Landnáms-
sýninguna í Aðalstræti 16, göngu-
ferð á Helgafell með FÍ,
hvalaskoðun með Hvalaskoðun
Reykjavíkur og skemmtisiglingu
um sundin blá.
Hátíð
í borg
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ferðalangurinn Boðið verður m.a. upp á seglbílaakstur í dag við Ægis-
garð. Hér eru Jón Ólafur Magnússon og Andri Már Ólafsson að æfa sig.
TENGLAR
.....................................................
www.ferdalangur.is
BESTA kaffið í Oslóarborg er að
finna á kaffibarnum Stockfleth’s.
Þetta hafa blaðamenn Aftenposten
fundið út eftir að hafa gert lauslega
könnun á kaffigæðum bæjarins.
Ástæða kaffikönnunarinnar var
nýr kaffibar sem hefur fengið nafnið
Far Coast. Þrátt fyrir að kaffið sem
þar er framreitt sé lagað með fulltingi
sjálfvirkra kaffivéla staðhæfa að-
standendur staðarins að það standast
samanburðinn við kaffi sem er hellt
upp á á handvirkan máta. Blaðamenn
Aftenposten fýsti að vita hvort þetta
gæti staðist og fóru á stúfana til að
gera samanburð á Far Coast og fimm
vinsælustu kaffibörunum í Osló þar
sem þeir drukku cappuccino,
espresso og venjulegt, svart kaffi.
Niðurstaða þeirra var að Far
Coast færi ekki með mikið fleipur í
staðhæfingum sínum um kaffigæðin.
Að auki þótti kaffiúrvalið gott og
þjónustan framúrskarandi svo heild-
areinkun hans var býsna góð. Engu
að síður þótti kaffið á Far Coast ekki
eins gott og kaffið á Stockfleth’s sem
hafnaði í efsta sæti könnunarinnar.
Þétt upp við Stockfleth’s kom kaffi-
húsið Java en Far Coast lenti í þriðja
sæti. Í fjórða sæti var Kaffebrenner-
iet, í því fimmta Karabista en kaffi-
barinn People & Coffee vermdi botn-
sætið í könnuninni.
Stock-
fleth’s besti
kaffibarinn
í Osló
Morgunblaðið/G.Rúnar
Tíu dropar Kaffisopinn er misgóður
eftir því hvar hann er keyptur.
í KAUPMANNAHÖFN er fleira
hægt að gera en steðja eftir Strik-
inu og gleðja sig í Tívolí, t.d. má
heimsækja einhver hinna fjölda-
mörgu safna sem þar er að finna.
Þó nokkur söfn bjóða nú gestum í
húsakynni sín án aðgangseyris.
Meðal þeirra safna sem bjóða
ókeypis aðgang eru málverkasöfn,
sögusöfn, höggmyndasöfn. Skyn-
samir ferðamenn sem skipuleggja
sig vel geta þannig skoðað stóran
hluta safna Kaupmannahafnar-
borgar og nágrennis án þess að
borga því þau söfn sem ekki er
ókeypis í alla vikuna bjóða yfirleitt
upp á einn vikudag án aðgangs-
eyris.
Ókeypis inn:
Statens Museum for Kunst
Nationalmuseet
Frilandsmuseet
Musikhistorisk Museum
Den Kongelige
Afstöbningssamling
Told & Skat Museet
Værløse Museum
Kroppedal Museum
Greve Museum
Frítt á miðvikudögum:
Den Hirschsprungske Samling
Geologisk Museum
Post & Tele Museet
Thorvaldsens Museum
Orlogsmuseet
Tøjhusmuseet
Jagt og Skovbrugsmuseet
Annað:
Ny Carlsberg Glyptotek
(frítt inn á sunnudögum)
Københavns Bymuseum
(frítt inn á föstudögum)
Ókeypis í
dönsk söfn
KENNSLUFRÆÐI
30 EININGA DIPLÓMANÁM VIÐ HR
OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1
SÍMI: 599 6200 • www.hr.is
Kynningarfundur um námið verður
haldinn föstudaginn 20. apríl
kl. 12:00 í Ofanleiti 2, 3. hæð.
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
7
Diplómanám í kennslufræði veitir kennsluréttindi í efstu
bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Námið er ætlað
þeim sem hafa lokið að minnsta kosti BA- eða BS-námi.
Hægt er að taka námið á einu ári eða á lengri tíma ef það
hentar betur. Kennt er á haustönn, vorönn og sumarönn.
Námið hentar mjög vel með vinnu því kennsla fer fram
þrjá til fjóra daga í viku frá kl. 16:20 til 18:50
Nánari upplýsingar um námið eru á www.hr.is eða hjá
Ásrúnu Matthíasdóttur, lektor við HR í síma 599 6272 og asrun@ru.is
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík
Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717
Netfang: oskar@xd.is
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis
kosninganna 12. maí nk. er hafin.
Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönn-
um. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv.
sérstökum auglýsingum þar um.
Munið að hafa skilríki meðferðis.
Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við
kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á
heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef
dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is
Sjálfstæðisfólk!
Látið okkur vita um stuðningsmenn
sem ekki verða heima á kjördag, t.d.
námsfólk erlendis.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Kosið er hjá sýslumönnum um allt land.
Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar
alla daga kl. 10.00 - 22.00.