Morgunblaðið - 19.04.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.04.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 35 FERÐALANGUR á heimaslóð verður haldinn með pomp og prakt í fjórða sinn í dag, sum- ardaginn fyrsta. Hlutverk Ferða- langsins er að vekja athygli á fjölbreyttri ferðaþjónustu höf- uðborgarsvæðisins, meðal annars með því að fjölmargir aðilar inn- an atvinnugreinarinnar opna dyr sínar upp á gátt og bjóða gesti velkomna. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar munu taka þátt og leggja sitt af mörkum til að skapa fjölbreytta og fjölskylduvæna ferðahátíð á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hafa hópbílafyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu t.a.m. tekið höndum saman og bjóða upp á stuttar og spennandi ferðir í jaðri höf- uðborgarsvæðisins Dagskrá ferðahátíðarinnar er annars skipt upp í fimm dag- skrárliði, sem eru: Hraustur ferðalangur, Ferðalangur á sjó, Ferðalangur á ferð og flugi, Menningarlegur ferðalangur og Skemmtiferðir á heimaslóð. Meðal dagskrárliða má nefna útsýnisflug, hestaferðir, fjórhjóla- akstur, seglbílaakstur, klifur, menningarrölt um miðborgina í fylgd Birnu Þórðardóttur, leið- sögn fyrir börn um Landnáms- sýninguna í Aðalstræti 16, göngu- ferð á Helgafell með FÍ, hvalaskoðun með Hvalaskoðun Reykjavíkur og skemmtisiglingu um sundin blá. Hátíð í borg Morgunblaðið/G.Rúnar Ferðalangurinn Boðið verður m.a. upp á seglbílaakstur í dag við Ægis- garð. Hér eru Jón Ólafur Magnússon og Andri Már Ólafsson að æfa sig. TENGLAR ..................................................... www.ferdalangur.is BESTA kaffið í Oslóarborg er að finna á kaffibarnum Stockfleth’s. Þetta hafa blaðamenn Aftenposten fundið út eftir að hafa gert lauslega könnun á kaffigæðum bæjarins. Ástæða kaffikönnunarinnar var nýr kaffibar sem hefur fengið nafnið Far Coast. Þrátt fyrir að kaffið sem þar er framreitt sé lagað með fulltingi sjálfvirkra kaffivéla staðhæfa að- standendur staðarins að það standast samanburðinn við kaffi sem er hellt upp á á handvirkan máta. Blaðamenn Aftenposten fýsti að vita hvort þetta gæti staðist og fóru á stúfana til að gera samanburð á Far Coast og fimm vinsælustu kaffibörunum í Osló þar sem þeir drukku cappuccino, espresso og venjulegt, svart kaffi. Niðurstaða þeirra var að Far Coast færi ekki með mikið fleipur í staðhæfingum sínum um kaffigæðin. Að auki þótti kaffiúrvalið gott og þjónustan framúrskarandi svo heild- areinkun hans var býsna góð. Engu að síður þótti kaffið á Far Coast ekki eins gott og kaffið á Stockfleth’s sem hafnaði í efsta sæti könnunarinnar. Þétt upp við Stockfleth’s kom kaffi- húsið Java en Far Coast lenti í þriðja sæti. Í fjórða sæti var Kaffebrenner- iet, í því fimmta Karabista en kaffi- barinn People & Coffee vermdi botn- sætið í könnuninni. Stock- fleth’s besti kaffibarinn í Osló Morgunblaðið/G.Rúnar Tíu dropar Kaffisopinn er misgóður eftir því hvar hann er keyptur. í KAUPMANNAHÖFN er fleira hægt að gera en steðja eftir Strik- inu og gleðja sig í Tívolí, t.d. má heimsækja einhver hinna fjölda- mörgu safna sem þar er að finna. Þó nokkur söfn bjóða nú gestum í húsakynni sín án aðgangseyris. Meðal þeirra safna sem bjóða ókeypis aðgang eru málverkasöfn, sögusöfn, höggmyndasöfn. Skyn- samir ferðamenn sem skipuleggja sig vel geta þannig skoðað stóran hluta safna Kaupmannahafnar- borgar og nágrennis án þess að borga því þau söfn sem ekki er ókeypis í alla vikuna bjóða yfirleitt upp á einn vikudag án aðgangs- eyris.  Ókeypis inn: Statens Museum for Kunst Nationalmuseet Frilandsmuseet Musikhistorisk Museum Den Kongelige Afstöbningssamling Told & Skat Museet Værløse Museum Kroppedal Museum Greve Museum  Frítt á miðvikudögum: Den Hirschsprungske Samling Geologisk Museum Post & Tele Museet Thorvaldsens Museum Orlogsmuseet Tøjhusmuseet Jagt og Skovbrugsmuseet  Annað: Ny Carlsberg Glyptotek (frítt inn á sunnudögum) Københavns Bymuseum (frítt inn á föstudögum) Ókeypis í dönsk söfn KENNSLUFRÆÐI 30 EININGA DIPLÓMANÁM VIÐ HR OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 • www.hr.is Kynningarfundur um námið verður haldinn föstudaginn 20. apríl kl. 12:00 í Ofanleiti 2, 3. hæð. F A B R IK A N 2 0 0 7 Diplómanám í kennslufræði veitir kennsluréttindi í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Námið er ætlað þeim sem hafa lokið að minnsta kosti BA- eða BS-námi. Hægt er að taka námið á einu ári eða á lengri tíma ef það hentar betur. Kennt er á haustönn, vorönn og sumarönn. Námið hentar mjög vel með vinnu því kennsla fer fram þrjá til fjóra daga í viku frá kl. 16:20 til 18:50 Nánari upplýsingar um námið eru á www.hr.is eða hjá Ásrúnu Matthíasdóttur, lektor við HR í síma 599 6272 og asrun@ru.is             Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis kosninganna 12. maí nk. er hafin. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönn- um. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.