Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 42

Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ingimar Ingimarsson | 18. apríl Klárum málið, rektor og ráðherra FYRIR réttum tveim- ur árum var Landbún- aðarháskóli Íslands stofnaður. Þetta var skref sem flestir fögn- uðu, enda ástæða til að búa til öflugan skóla á háskólastigi fyrir landbúnaðinn. Það var þó einn hængur á, menn kláruðu ekki málið. Það gleymdist að setja niður framtíð þeirra stofnana sem ekki eru staddar á Hvanneyri. Meira: ingimar.blog.is Oddgeir Ágúst Ottesen | 18. apríl Afskipti og fordómar stjórnmála- manna Á TYLLIDÖGUM hreykja Íslend- ingar sér stundum af því að vera framsækin og víðsýn þjóð. Fátt virðist samt styðja þá ímynd. Ekki eru nema örfáir áratugir síðan ís- lensk stjórnvöld fóru þess á leit við þau bandarísku að blökkumenn í hernum yrðu ekki sendir til Ís- lands. Ég þekki einn fyrrverandi hermann sem er ennþá mjög sár út í íslensk stjórnvöld fyrir afskipti þeirra sem leiddu til þess að hann var sendur til Tyrklands á meðan félagar hans með annan húðlit fóru til Íslands. Meira: oddgeirottesen.blog.is Ragnheiður Gestsdóttir | 18. apríl Dægradvöl? UPP á síðkastið hafa ýmsir lýst í ræðu og riti þeirri af- stöðu sinni að auka beri vægi list- og verk- greinakennslu í skólum landsins. Þessi um- ræða fer ef til vill ekki hátt, en hún á svo margar og mismunandi uppsprettur að jafnvel má tala um hugarfars- breytingu eða vaxandi þrýsting á skólasamfélagið. Meira: raghneidurgestsdottir.blog.is Þorsteinn Scheving Thorsteinsson | 18. apríl Ríkisstjórnir með skipulagða glæpa- starfsemi? Þegar Bush stjórnin loksins hættir störfum bíður ekkert annað eft- ir þessum mönnum en málaferli. Fyrrum ráð- gjafi Bob Dole og lög- maður, Stanley Hilton, er einn af þeim sem hafa stefnt Bush forseta og hans stjórn. Hann segist hafa vitni og gögn frá Þjóðarörygg- isráðinu NSC sem staðfestir að Bush forseti hafi fyrirskipað 11. september árásirnar. Meira: thorsteinnscheving.blog.is Úrsúla Jünemann | 18. apríl Ævintýrið Ísland ÞAÐ eru tæp 30 ár frá því að ég kom fyrst til Íslands, þá sem ferðamaður í 16 daga tjaldferð. Á þeim tíma endaði malbikið rétt fyrir utan borg- armörkin, þjóðveg- urinn var holóttur og seinfarinn. Leiðsögumaðurinn kall- aði okkur þrjá félagana sem sátu aft- ast í rútunni „lustiges Hinterteil“ (káta afturendann) því það heyrðust iðulega skríkjur í okkur þegar bíl- stjórinn ók of greitt í holurnar. Meira: ursula.blog.is Nú stendur til að úthýsa reyk- ingamönnum allstaðar nema í þeim örfáu heimahúsum þar sem enn finnst umburðarlyndi fyrir þessari umdeildu nautn. Ég verð að játa að reykingalykt hefur aldrei truflað mig á kaffihúsum eða veit- ingastöðum, en það er víst hverfandi viðhorf. En þegar nokkrir „fanatí- kerar“ taka sér slíkt alræðisvald og banna eitthvað sem er löglegt og sjálfsagt, þá verð ég áhyggjufullur. Vissulega eru reykingar heilbrigð- isvandamál, en svo á einnig við um margt af því sem ýtt er undir í þessu samfélagi eins og áfengisneyslu og skyndibitamenninguna. Nú fer drukkið fólk oft í taugarnar á mér (það lyktar, er valt, talar í hringi, er ágengt, agressíft o.s.frv.) og er einn- ig stórkostlegt samfélagslegt vanda- mál, á að gera eitthvað í því? Úthýsa drykkjumönnum? Þetta hljómar kannski furðulega, en er sambæri- legt í mínum huga. Fátt er notalegra en að reykja inni, og fátt dóp- istalegra en að norpa úti í kulda og trekk og reykja úti við húsvegg, það er fólki bara til minnkunar, og finnst öllum það bara í lagi? Gott á þetta pakk!! Nei, auðvitað ekki, fólk er nú ekki svo smátt almennt. Því legg ég til að gefið verði leyfi til að stofna reykhús, þar sem reykingamenn gætu komið saman, notið samvista og vana síns, og kannski yrði kaffi í boði með reyknum, eða eitthvað annað sem reyknautnafólkinu líkar að blanda við þessa yndisiðju sína. Reykhúsin yrðu þá auðvitað ein- göngu ætluð þeim, sem njóta tób- aksbrunans, en líta ekki á hann nei- kvæðum augum og nefjum. En auðvitað yrðu allir velkomnir og enginn þyrfti að standa úti í kuld- anum. Reykhúsin – brosandi og breysk! ÓLAFUR GUNNARSSON, Tjarnargötu 10c, 101 Reykjavík Tillaga í markaðs- heimi fram- boðs og eft- irspurnar Frá Ólafi Gunnarssyni. Netgreinar á blog.is er vettvangur fyrir aðsendar greinar. Morgunblað- ið áskilur sér rétt til þess að vista innsendar greinar á þessu svæði, undir nafni greinahöfunda, hafi ekki tekist að birta greinarnar í blaðinu vegna plássleysis innan tveggja vikna frá því þær voru send- ar. Netgreinar - Umræðan á blog.is Við erum að hlaða batteríin! Kæri viðskiptavinur! Föstudaginn og laugardaginn 20. til 21. apríl verður fámennt en góðmennt í flestum deildum B&L vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Af þeim sökum getur afgreiðsla og önnur þjónusta við viðskiptavini tekið ívið lengri tíma en metnaður okkar stendur til. Við ætlum okkur hins vegar að koma aftur til vinnu fullhlaðin af orku, sem mun skila sér í enn betri þjónustu við þig. Með fyrirfram þökk, starfsfólk B&L B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1200 - www.bl.is Með bílinn handa þér Tilraunin hefur verið gerð. Nú er komið að því að draga af henni ein- hvern lærdóm. Lög og reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslur. Setja þarf einhverjar grunnreglur eða við- miðanir um borgaralegar kosningar. Takist vel til um slíkar reglur er opn- uð leið fyrir frekari nýtingu þessarar leiðar. Til þess að koma að þingmanni í jöfnunarsæti þarf þingflokkur minnst 5% atkvæðamagn af öllu landinu. Er kannski eðlilegt að úrslit borg- ararlegra kosninga þurfi að nema minnst 55% til þess að teljast mark- tæk eða bindandi fyrir sveitarfélag? Kosningunni í Hafnarfirði var stillt upp þannig að þótt kosið væri um skipulag var af mörgum reynt að etja saman með- og mótherjum stóriðju. Var verið að kjósa um skipulag, stór- iðju eða atvinnumál Hafnfirðinga? Hvernig hefðu Vestfirðingar kosið? Skrítið að halda því fram að ein- hvers konar ,,jöfnuður“ hefði átt að ríkja í því fjármagni sem aðilar höfðu til kosningaundirbúnings og áróðurs. Átti jöfnuðurinn að ná til þriggja að- ila; álversins, Hafnfirðinga, sem voru með skipulagstillögunni og svo Hafn- firðinga sem voru á móti tillögunni? Hver/hverjir áttu að leggja fé í þessa kosningasjóði? Skrítið er líka að pólitíkusar Hafn- arfjarðar, sem stæra sig af þessu íbúalýðræðisframtaki, skuli fela sínar skoðanir í málinu á bak við kosning- arnar. GUNNAR TORFASON er Reykvíkingur Hafnfirðing- ar hafa kosið Eftir Gunnar Torfason Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.