Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 22
|föstudagur|27. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Langi konu til að vera prinsessa í einn dag þá er kannski málið að brúðkaup hennar fari fram í Disney World? » 24 brúðkaup Á ári hverju þykja það töluverð tíðindi þegar hulunni er svipt af nýjum árgangi í Bordeaux. Það er komið að því núna. » 26 vín Matreiðslumeistarinn Bjarni G. Kristinsson kann ýmsar leiðir til að gera hafragrautinn áhugaverðan. » 26 matur Bjarni Sigurðsson og Helgi F. Halldórsson fluttu með fyr- irtæki úr borginni í Gaulverjabæ og reistu þar vélsmiðju. » 24 daglegt líf Ef fólk er með góða sósu og passar að snúa steikinni ekki of oft á grillinu getur elda- mennskan ekki klikkað. » 27 grillað Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég er mikil hundr-aðogeinn-manneskja,enda bý ég þar. Ég hefekki átt mikinn frítíma undanfarin tvö ár en þá sjaldan ég fæ pásur þá finnst mér gott að rölta hér um miðbæinn, kíkja á kaffihús, söfn og sýningar. Ég er latt nautnadýr og finnst til dæmis betra að láta aðra næra mig heldur en að halda sjálf mat- arboð. En vonandi fer ég að hafa meiri tíma til að rækta vináttu við vini mína og bjóða þeim heim. Svo finnst mér líka gaman að skreppa til útlanda til að slaka á. Ég fór síðast til London og hef farið á margar leiksýningar í Bretlandi og þeir hafa átt sína góðu spretti. Hinsvegar hef ég ekki farið mikið nýlega, því mér finnst það ekki mjög áhugavert en þeir eiga frá- bæra leikara. En þetta er stund- um eins og skreytt útvarpsleikhús hjá þeim. Íslenskt leikhús finnst mér oft og tíðum áhugaverðara, þar er meiri frumkraftur eins og Vesturport hefur sýnt og sann- að með því að leggjast í víking,“ segir Filippía Elísdóttir fatahönn- uður sem sá um að hanna bún- ingana í leiksýningunni Gretti sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. „Það var mjög gaman að vinna að þessari sýningu og þetta er frá- bær hópur fólks,“ segir Filippía sem kann vel við að vinna fyrir leikhús. „Ég vinn búningana alltaf í samvinnu við leikstjórann og aðra sem koma nálægt sýning- unni. Stundum þurfa búningar að vera ósýnilegir og mega ekki trufla sýninguna en svo geta þeir líka verið mjög áberandi í öðrum uppsetningum. En þetta snýst aldrei bara um búning, þetta snýr að svo mörgu í heildarmyndinni hverju sinni. Ég vann búningana í leiksýningunni um Gretti út frá nútíma goðafræði og þetta er eins- konar skopstæling á grísku harm- leikina. Ég færi þetta til nútímans með því til dæmis að láta búning- inn hans Grettis vera svolítið eins og Hulk, hann er sem sagt ekki hið fagra ofurmenni. Ég byrja yf- irleitt á því að hlusta á tónlistina í verkinu og vinn út frá hljómnum. Ég hugsa líka um það hvernig ákveðinn leikari getur hreyft sig í búningnum sem hann á að klæð- ast.“ Hún segir fólk í sinni stétt vera hálfgerða fíkla. „Þetta er alltaf svolítið upp á líf og dauða. Ég elska vinnuna mína á ákveðinn hátt með hverjum hóp fyrir sig og vinnan er aldrei eins. Maður verð- ur að elska það sem maður er að gera, það kemst upp um mann ef maður er afhuga eða áhugalaus.“ Filippía ætlar að leggja land undir fót í sumar og heimsækja kirkjur landsins. „Helga Stefáns, vinkona mín, gerði þetta og mælti með því að fara í svona pílagríms- ferð. Það safnast sérstök orka í kirkjur og þeim fylgir líka einhver ákveðinn tragískur tónn.“ Morguinblaðið/RAX Heilluð af leikhúsi Filippía segir hollt að vinna í leikhúsi þar sem stans- laust er verið að spyrja spurninga, efast og rannsaka. Complete costume history þykir henni t.d hljóma full alræðislega. Pílagrímsferð í allar kirkjur landsins Morgunblaðið/G.Rúnar Grettir Kostulegir karakterar Að heimsækja borgina Vilníus af því hún er falleg og skemmtileg. Að horfa á kvikmyndina Solaris eftir Tarkofsky aftur og aftur af því að það er ákveðin hvíld í því, eins og að hlusta á ljóðalestur. Hótel 101 til að fá sér góðan kaffibolla af því þar er friðsamt á daginn. Verslununum Liborius og Kron Kron af því það er gott framtak og gott mótvægi við allt hitt. Þessar búðir eru eins og lítil söfn. Filippía mælir með ÞAÐ er fátt í útliti og klæðaburði Betty Sua- rez, aðalpersónu þáttanna um Ugly Betty, sem þykir þess virði að apa það eftir. Litríka sláin, ellilegar jakkapeysurnar og vestin, eða spangirnar eru að minnsta kosta ekki líkleg til að klifra upp neina vinsældalista. Annað virðist hins vegar gilda um rauðu gleraugun sem Betty notar. Að sögn tímaritsins Grazia hafa sjón- daprar jafnt sem skarpsýnar konur slegist um að finna gleraugu í anda Bettyar allt frá því að þessi nærsýna og ólíklega hetja sló fyrst í gegn á skjánum. Gleraugun sem America Ferrera notar í þessum þáttum, sem sýndir eru í ríkissjón- varpinu á miðvikudögum, koma heldur ekki frá ómerkari hönnuði en Alain Mikli. Honum hefur verið lýst sem „arkitekt augnanna“ og telur stjörnur á borð við Brad Pitt, Jack Nic- holson, Elton John og Bono meðal viðskipta- vina sinna. Mikli er líka maður með köllun – að út- rýma þeirri skoðun að gleraugu séu „nörda- leg“ og hafi bara hagnýtan tilgang. „Maður á að velja gleraugu með sama hugarfari og tösku eða skó,“ hefur Daily Telegraph eftir Mikli. „Maður á eftir að nota þau mikið og þá er mikilvægt að velja eitthvað sem maður kann virkilega vel við.“ Gleraugnaráð frá Alain Mikli Og þó gleraugu Bettyar njóti mikilla vin- sælda um þessar mundir klæða sömu gler- augun ekki alla, því andlitsfall þess sem gleraugun ber hefur mikið að segja. Sporöskjulaga Þetta andlitslag getur borið næstum því allar gleraugnaumgjarðir. Hjartalaga Veldu einlitar gleraugna- umgjarðir úr léttu efni. Kringlótt Ílangar umgjarðir sem sitja of- arlega lengja þetta andlit. Ferkantað Veldu kassalaga umgjarðir þar sem þær ramma augun inn og gættu þess að umgjarðirnar séu breiðar til að skapa jafn- vægi innan andlitsins. Perulaga Þetta andlitsfall klæða best gler- augnaumgjarðir með sterka efribrún, sem breikkar ennið. Umgjarðir sem eru með skreytingu við gagnauga draga sömuleiðis athyglina frá kjálkalínunni. Demantlaga Gleraugu með skarpar, hyrndar línur fara þessu andlitsfalli best. Sterk efri brún á umgjörðinni breikkar síð- an ennið. Ílangt Umgjarðir sem sitja nálægt aug- unum virka best hér þar sem þær stytta and- litið. Gleraugun slá í gegn Svipsterk Gleraugun hennar Bettyar Suarez eiga óneitanlega sinn þátt í heildarmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.