Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 13 FRÉTTIR HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur fengið 6,5 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita flóttamönnum í Norður-Úganda neyðaraðstoð. ACT / Alþjóðaneyð- arhjálp kirkna sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að hyggst veita aðstoð í fimm héruðum landsins; veita skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunnheilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum. Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum, 20 ár- um eftir að uppreisn LRA hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarks aðstoð né tryggja öryggi. Í búðunum vant- ar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíð- um farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Áætlað er að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Styrkur til hjálparstarfs í Úganda Reuters SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að taka aukinn þátt í kostn- aði við tannlækningar fatlaðra og langveikra barna sem njóta umönn- unargreiðslna og vegna tannlækn- ismeðferða þroskaheftra sem eru 18 ára og eldri. Samkvæmt nýju reglugerðinni er Tryggingastofnun heimilað að greiða 100% í stað 90% kostnaðar, samkvæmt gjaldskrá ráðherra, við nauðsynlega almenna tannlæknis- meðferð barna sem falla undir ákvæði reglugerðar um fjárhags- lega aðstoð við framfærendur fatl- aðra og langveikra barna. Þá er einnig heimilt samkvæmt reglu- gerðinni að hækka greiðslur vegna nauðsynlegrar almennrar tann- læknismeðferðar andlega þroska- heftra einstaklinga, sem eru 18 ára eða eldri, úr 90% í 100%. TR tekur aukinn þátt í kostnaði BÚIÐ er að setja upp hleðslubox í öllum sundlaug- um á höfuðborg- arsvæðinu. Þau eru staðsett á að- gengilegum stöð- um, þannig að þægilegt á að vera fyrir alla að nýta sér þá þjónustu að geta hlaðið símann eða annan búnað á meðan farið er í sund. Notkunin fyrstu tvær vikurnar sýnir að þetta er þjónusta sem viðskiptavinir kunna vel að meta, segir í fréttatilkynn- ingu. Hægt er að greiða í hleðslu- boxin bæði með smámynt en einnig með því að senda SMS-skilaboð í númerið 1900. Búið er að setja upp 50 ný hleðslubox á öllu höfuð- borgarsvæðinu, en hægt er að sjá staðsetningu þeirra á heimasíðunni www.chargebox.is Hleðslubox við sundlaugarnar BREYTINGAR á umferðarlögum sem varða meðal annars hert viður- lög við umferðarlagabrotum og breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem flytja hreyfi- hamlaða tóku gildi í gær, undir lok umferðaröryggisviku. Breytingin á umferðarlögunum frá árinu 1987 felur meðal annars í sér hertar sektaraðgerðir vegna um- ferðarlagabrota. Þannig segir í nýrri grein laganna að ,,þegar ekið er meira en tvöfalt hraðar en heimilt er skal svipting ökuréttar ákvörðuð eigi skemur en þrjá mánuði. Þá er í lög- unum nýtt ákvæði sem segir að lög- regla skuli banna byrjanda sem hef- ur bráðabirgðaökuskírteini að aka hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Þessu banni má þó aðeins beita einu sinni á gildistíma bráðabirgðaökuskírteinis. Akstursbannið gildir þar til byrjand- inn hefur sótt námskeið og tekið ökupróf að nýju. Gera má ökutæki upptækt Annað nýmæli laganna er að þeg- ar um stórfelldan eða ítrekaðan ölv- unarakstur, hraðakstur eða akstur án ökuréttinda er að ræða má gera ökutæki upptækt sem notað var við brotið nema það sé í eigu annars manns sem ekki er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður má gera upptækt ökutæki þess sem hefur framið til- greind brot enda þótt það ökutæki hafi ekki verið notað þegar brot var framið, segir í frétt frá samgöngu- ráðuneytinu. Í reglugerðinni um gerð og búnað ökutækja eru ný ákvæði um notkun öryggisbelta til verndar hreyfihöml- uðum farþegum sem ferðast með ökutækjum. Bifreið sem notuð er til að flytja hreyfihamlaða skal að minnsta kosti búin þriggja festu ör- yggisbeltum og öðrum búnaði sem hæfir. Það sama á við um ökutæki sem notað er til flutnings á hreyfi- hömluðum í hjólastólum. Er búnað- inum lýst nánar í reglugerðinni og þar er einnig að finna nýjar skil- greiningar á flokkun ökutækja. Ný reglugerð um öryggis- og verndar- búnað í ökutækjum hefur tekið gildi. Nýmæli er að skylt er bílstjóra, leið- sögumanni eða fararstjóra að til- kynna farþegum hópbifreiða um notkun öryggisbelta meðan ekið er. Þessa tilkynningaskyldu má einnig uppfylla með hljóð- eða myndbands- upptöku. Einnig skal leitast við að kynna farþegum skólabíla mikilvægi þess að nota öryggisbúnað. Sérstök ákvæði eru um notkun öryggis- og varnarbúnaðar fyrir börn í ökutækj- um og hvaða kröfur búnaðurinn skuli uppfylla. Þess skal gæta að búnaður- inn hæfi börnum miðað við þyngd og stærð. Harðari viðurlög við umferðarlagabrotum Nýr, fallegri og miklu betri Opel. 0 kr. í útborgun* 28.412* kr. á mánuði fyrir beinskiptan Opel Astra 1.6 ( Verð: 1.890.000 kr. ) 31.836* kr. á mánuði fyrir sjálfskiptan Opel Astra 1.8 ( Verð: 2.120.000 kr. ) Nýi Opel Astra er fallegasti bíllinn á götunni. Stórglæsileg hönnun helst í hendur við kraftmikla vél og magnaða aksturseiginleika. Drekkhlaðinn aukabúnaði sem gerir aksturinn ennþá ánægjulegri. Astra var mest seldi bíll Evrópu árið 2006 og það er ljóst að þeir ætla ekki að gefa neitt eftir árið 2007. ESP skriðvörn, útvarpsfjarstýring í stýri, samlitur og loftkæling. 7 hátalarar, spilar mp3, hiti í sætum, aksturstölva og margt, margt fleira. Hlaðinn aukabúnaði Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is * Miðað við 100% bílasamning og greiðslur í 84 mánuði. Aukahlutir á mynd; álfelgur og þokuljós J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.