Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 11 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BYGGINGARFÉLAGIÐ Eykt hf. kynnti í gær skipu- lag Höfðatorgs í Reykjavík en þar stendur til að reisa blöndu af 7–9 hæða húsum og þremur turnum. Hæsti turninn verður 19 hæðir og alls 70 metrar á hæð. Fjárfestingin nemur alls 30 milljörðum króna og þar til framkvæmdum lýkur árið 2010 munu að jafnaði 200– 300 manns vinna að verkefn- inu. Á kynningarfundi í gær sagði Gunnar Valur Gísla- son, forstjóri Eyktar, að með uppbyggingu Höfða- torgs yrði miðborgin stækk- uð verulega til austurs og torgið myndi tengja saman miðborgina og Borgartún. Við skipulag hverfisins hefði verið lögð mikil áhersla á að torgið væri umgjörð um samfélag og mannlíf. Um 60% af reitnum er opið svæði. Allt verslunarhúsnæði við torgið verður leigt út en íbúðirnar, um 200 talsins, verða seldar. Að sögn Pálma Kristmundssonar hjá PK Arkitektum, aðalhönnuðar Höfðatorgs, er gert ráð fyrir um 600 íbúum við torgið en að alls muni um 2.000 manns starfa þar og búa. Þar verði smærri veitingahús og versl- anir og einnig kom fram að hugsanlega yrði kvikmynda- hús í einu húsanna. „Við er- um að skapa mannlíf fremur en að reisa eingöngu bygg- ingar,“ sagði Pálmi. Töluverðar athugasemdir bárust við deiliskipulag- stillöguna þegar hún var til meðferðar hjá borginni en Pálmi sagði í gær að tekið hefði verið tillit til þeirra m.a. með því að minnka byggingarmagn um ríflega 12.000 m² og lækka hús við Skúlatún úr 14 hæðum í 9. Þá hefði mikil áhersla verið lögð á að koma í veg fyrir skuggavarp frá húsunum yf- ir í nálæg íbúðarhverfi og í þeim tilgangi hefði verið ákveðið að reisa hæsta turn- inn á horni Borgartúns og Skúlatúns. Þá hefði sér- staklega verið gætt að því að mynda skjól á torginu og m.a. farið með líkan af hverfinu í vindgöng í þeim tilgangi að sjá hvað þyrfti að gera til að koma í veg fyrir að vindhviður kæmust inn á torgið. Höfðatorg á að stækka miðborgina  Blanda af 7–9 hæða húsum og þremur turnum  Sá hæsti verður 19 hæðir og 70 metrar á hæð Mynd/PK Arkitektar Hátt og opið Hæsti turninn verður 19 hæðir og 70 metrar að hæð. Um 60% byggingareitsins fara undir opin svæði og við hönnunina var lögð áhersla á að skapa miðbæjarstemningu. Sést víða að Skrifstofuturninn verður þriðja hæsta hús lands- ins og áberandi kennileiti í borgarlandslaginu. Í HNOTSKURN » Á Höfðatorgi rís blanda af 7 og 9 hæða húsum og12, 16 og 19 hæða turnum. » 2⁄3 hlutar fara undir skrifstofur og verslanir og 1⁄3undir íbúðir. » Gert er ráð fyrir 200 íbúðum og um 600 íbúum.» Deiliskipulag að Höfðatorgi hefur verið samþykktog verður byrjað á framkvæmdum við hæsta turn- inn innan tíðar. » Framkvæmdirnar kosta alls um 30 milljarða.» Alls verður flatarmál bygginga um 75.000 m² ofanjarðar og undir torginu verður bílakjallari á tveim- ur hæðum. » 19 hæða turninn verður 70 metrar á hæð og þriðjahæsta hús landsins. » Í Kópavogi er verið að reisa turn við Smáratorgsem verður 77,9 metrar þegar lyftuhús er talið með og verður hæsta hús landsins. » Hallgrímskirkjuturn er 74,5 metra hár.» Eitt hús er þegar risið við Höfðatorg, Borgartún10–12. Reykjavíkurborg hefur leigt mestallt húsið. Morgunblaðið/Kristinn Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar, Pálmi Krist- mundsson, Rupali Steinmeyer frá þýska fyrirtækinu MetaDe- sign sem tók þátt í hönnuninni og Gunnar V. Gíslason. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is BYGGING svonefndra turna eða háhýsa sem eru umtalsvert hærri en þær byggingar sem fyrir eru í Reykjavík og nágrannasveit- arfélögum eru borgarmyndinni alls ekki til framdráttar, að sögn Péturs H. Ármannssonar arki- tekts. Pétur sagði að í öllum borgum væri einhver regla í gildi um það hvað teldist venjuleg hæð byggð- ar og hvað færi upp fyrir hana. „Í gömlum evrópskum borgum voru húsin yfirleitt jafnhá og svo voru það bara kirkjuturnar, turn- spírur og hallir sem gnæfðu upp fyrir þessa mynd og það voru yf- irleitt glæsilegustu og veglegustu hús borgarinnar, sem mestur list- rænn metnaður var lagður í. Þannig hefur það verið í Reykja- vík líka merkilegt nokk og þá er ég að tala um svæðið næst mið- borginni, því að þær byggingar sem gnæfa upp úr borgarmynd- inni eru Hallgrímskirkja, Landa- kotskirkja, Sjómannaskólinn og Perlan og þetta eru allt saman byggingar sem eru formaðar og þaulhugsaðar til þess að vera prýði í borgarmyndinni,“ sagði Pétur. Hann sagði að seinna á sjötta áratugnum hefðu verið byggð fyrstu íbúðarháhýsin í Reykjavík og þau hefðu markvisst verið staðsett upp á hæðum við Aust- urbrún og Sólheima til þess að mynda þyrpingu. Sama teikn- ingin hefði verið notuð, þannig að þau mynduðu ákveðna heild og gengu upp í landslaginu og hann teldi ekki að þau hefðu beinlínis verið til óprýði í borgarmyndinni, enda þyrftu háhýsi ekki að vera það. Hins vegar þyrfti að velja staðsetningu þeirra afar vel og ígrunda eins og gert hefði verið í ofangreindum dæmum. Þetta yrði að gera því sjónræn áhrif þessara bygginga væru svo gríðarleg og því þyrfti að gera miklu meiri hönnunar- og byggingarlistalegar kröfur til þeirra heldur en venju- legra húsa. Pétur sagði að þessa hefði ekki verið gætt við byggingu háhýs- isins við Grand hótel við Sigtún. Þar væri um skipulagsslys að ræða. „Það er bæði afleitlega staðsett í skipulagi á allt of þröngri lóð og alveg ofan í íbúð- arhverfi, situr illa í götumyndum og síðan er bara arkitektúrinn á húsinu alveg skelfilegur,“ sagði Pétur ennfremur. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um fyrirhuguð háhýsi við Höfðatún, þar sem hann hefði ekki sett sig inn í þær tillögur sem þar væru á ferðinni. Aðspurður hvað réð þessari þróun að byggja hátt, sagði Pétur að þar réði hagnaður för og ekk- ert annað. Menn byggðu ekki svona hús af hugsjónaástæðum. Það væri hlutverk borgar- og bæjaryfirvalda að tryggja að það væri vandað til verka og að þess- ar byggingar væru í samræmi við umhverfið ef þær væru leyfðar. Skipulagsvaldið væri þar. „Ég held að svona byggingar fari ekki í umhverfismat, þó að þær ættu nú kannski að gera það,“ sagði Pétur að lokum. Sjónræn áhrif eru gríðarleg Turnarnir tveir Tölvugerð mynd sem sýnir turnana tvo sem rísa eiga í Kópavogsdal. Annar þeirra verður hæsta hús landsins, litlu hærri en Hallgrímskirkjuturn og sá lægri verður fullbúinn að tveimur árum liðnum. Morgunblaðið/Sverrir Grand hotel Turninn við Grand hótel við Sigtún er 65 metra hár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.