Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 23
mælt með … MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 23 Straumrof á Gljúfrasteini Tilvalið að bregða sér upp í Mos- fellsdalinn á sunnudaginn kl. 16:00 á fyrrum heimili nóbelsskáldsins og hlusta á stofuspjall Jóns Viðars og Brynju Ben. um leikrit Halldórs, Straumrof. Jón Viðar ætlar meðal annars að varpa fram þeirri hug- mynd að Straumrof hafi öðrum þræði verið hugsað sem drög að kvikmyndahandriti fyrir skærustu stjörnu þessara ára, Gretu Garbo. Halldór hafði eins og fleiri miklar mætur á Garbo og hafði jafnvel gert sér vonir um að hún myndi leika Sölku Völku í kvikmynd þeirri sem hann hafði á prjónunum í Hollywood á árunum 1928–29. Brynja rifjar upp minningar sínar frá samstarfi sínu við Halldór þegar hún setti Straumrof á svið 1977. www.gljufrasteinn.is. Hringnum lokað á NASA Borgarbúar ættu ekki að láta framhjá sér fara tónleika í kvöld á NASA þar sem Lay Low, Pétur Ben. og Ólöf Arnalds koma fram væntanlega vel slípuð en með þess- um tónleikum ætla þau þrjú að loka hringnum á tónleikaferð sinni um landið sem Rás tvö hefur staðið fyr- ir. Ungt og efnilegt fólk þar á ferð sem er búið að spila undanfarið á Egilsstöðum, á Akureyri, í Hrísey, á Draugasetrinu á Stokkseyri, í Bol- ungarvík og á Akranesi. www.ruv.is/poppland. Karlmannlegar raddir í Langholtskirkju Fátt er unaðslegra en hlusta á margar fagrar karlaraddir hljóma saman í vel æfðum söng. Gott fyrir þá sem eru að koma undan vetr- arfeldi að vekja eyrun til vorsins með því að skella sér á síðustu tón- leikana í Vortónleikaröð Karlakórs Reykjavíkur sem verða á morgun, laugardag, kl. 16:00 í Langholts- kirkju. Grettir súperhetja Síðustu forvöð að njóta þess sem er á fjölum leikhúsanna og Grettir er einn af þeim skemmtilegu sem ætlar að hoppa um sviðið í Borgarleikhús- inu um helgina í samnefndum söng- leik. Þessi táningsstrákur kemur öll- um þokkalega á óvart með því að breytast í vöðvamassaða hetju og verða frægur. Þetta fólk á Café Cultura Alþjóðahús boðar til sælustundar á Café Cultura í dag milli kl. 17 og 19 í tilefni þess að hafin er sala á merkt- um bolum hússins. Tvennutilboð á barnum fyrir þá sem eru í merktum bol. Með bolunum vill Alþjóðahús vekja fólk til umhugsunar um stöðu innflytjenda á Íslandi og hvetja til samstöðu. Morgunblaðið/Sverrir Reuters Morgunblaðið/G.Rúnar JARÐARBER eru góð fyrir heils- una og neyti maður þeirra í formi kokkteils eru þau jafnvel enn hollari samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var nýlega í vísindatímaritinu Journ- al of the Science of Food and Agri- culture. Áfengið virðist nefnilega auka andoxunareiginleika berjanna. Þessir auknu andoxunareigin- leikar uppgötvuðust í tengslum við rannsókn sem var samvinnuverkefni vísindamanna við Kasetsart háskól- ann á Taílandi og landbúnaðarrann- sóknarstofnunar Bandaríkjanna, en með rannsókninni var markmiðið að leita leiða til að bæta geymslueig- inleika ávaxta. Þegar jarðarber í rannsókninni voru meðhöndluð með vínanda sýndi sig að andoxunareiginleikar þeirra jukust og kraftar þeirra til að vinna á sindurefnum (e. free radicals), sem skaða DNA, jukust um þriðjung. En sindurefni eru talin valda fjölda sjúkdóma, sem og að vera ein helsta ástæða öldrunar. Brómber brugðust við með sama hætti væru þau sett í vínanda. „Það er vel þekkt staðreynd að eldun og meðhöndlun ýmissa græn- metis- og ávaxtategunda getur haft áhrif á næringareiginleika þeirra,“ hefur netmiðill BBC eftir dr. Fran- kie Phillips hjá bresku manneldis- samtökunum, British Dietic Associa- tion. „Séu til að mynda tómatar eða paprikur steikt á pönnu þá hefur það áhrif á losun bæði lýkópens og beta- karotíns í þessum grænmetisteg- undum. Þetta er ástæða þess að þegar við mælum með fimm tegundum ávaxta og grænmetis á dag þá við leggjum við ekki minni áherslu á að maturinn sé framreiddur á mismunandi máta.“ Phillips varaði þó við of mikilli áfengisneyslu. „Þótt þessi rannsókn bendi til þess að jarðarber í vínanda hafi aukna andoxunareiginleika þá hefur áfengi eftir sem áður klárlega frumuskemmandi áhrif.“ Morgunblaðið/Kristinn Gegn öldrun? Jarðarber í vínanda auka andöxunareiginleika sína. Gerir áfengi ávöxtinn hollari? www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 67 77 0 4/ 07 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Bifrreiðaverkstæði Reykjavíkur ehf Bæjarflöt 13 Reykjavík Sími: 577-7080 Bílatangi ehf Suðurgötu 9 Ísafirði Sími: 456-4580 Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 Sauðárkróki Sími: 455-4500 Bílaleiga Húsavíkur ehf Garðarsbraut 66 Húsavík Sími: 464-2500 Toyota - Varahlutir Núna er 15% afsláttur af rúðuþurrkum hjá umboðsmönnum Toyota um allt land. Gildir til 30. júní 2007. Njóttu sumarsins og fegurðar landsins í gegnum hreina framrúðu. Komdu og skiptu um þurrkur – fyrir ánægjulegri akstur. Viðurkenndir Toyota varahlutir í alla bíla, alls staðar. Hreinar framrúður í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.