Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 49 Búðakór 1 / Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58–60 / Tjarnarvöllum 15 Ævintýralegar fiskbúðir R O S S I N I Reyktar laxalundir og laxaflök Silunga- og laxahrogn Við kynnum með stolti hágæðavörulínu í sælkeramat sem er aðeins unnin úr besta mögulega hráefni. Þessa dagana með 20% kynningarafslætti Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FJÖLMARGIR tónlistarmenn koma fram á tvennum tónleikum sem haldnir verða um helgina til að safna fé til að byggja Café Rósen- berg upp að nýju. Staðurinn varð illa úti í brunanum mikla í síðustu viku og ekki er víst hvort hann verður opnaður að nýju. Hópurinn sem að tónleikunum stendur kallar sig Trygginga- samsteypu Þórðar Pálmasonar, en hann berst fyrir því að Þórður, bet- ur þekktur sem Doddi á Rósenberg, fái að halda áfram því starfi sem hann hefur unnið í þágu íslenskrar tónlistar undanfarin ár. Átti að spila hið örlagaríka kvöld „Ég spilaði einu sinni á Rósen- berg og fannst það ógeðslega gam- an, þetta er líklega skemmtilegasti staður sem ég hef spilað á. Svo er Doddi sem á staðinn bara svo ynd- islegur vert,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, einn þeirra sem kemur fram á tónleikunum. „Ég átti að vera að spila á Rósenberg mið- vikudagskvöldið 18., þegar húsin brunnu. Ég var búinn að róta inn orgeli sem ég fékk lánað. Svo fór ég og fékk mér kaffi hjá kærustunni minni, prentaði út tíu blöð til að hengja í gluggann, rölti svo niður eftir aftur en þegar ég kom til baka var eitthvað aðeins öðruvísi um að litast,“ segir Vilhelm, og bætir við að orgelið hafi ekki brunnið, þótt ótrú- legt megi virðast. „Það er nothæft og ég mun nota það á tónleikunum um helgina. Það var að minnsta kosti tvennt sem brann ekki, orgelið og andinn á Rósenberg. Maður get- ur huggað sig við það.“ Dagskrá helgarinnar er sem hér segir: Laugardag kl. 21.00 KK og frakkarnir Tómas R. Einarsson (Romm Tomm Tomm) ásamt Kristjönu Stef- ánsdóttur Halli Reynis Pollock-bræðurnir og Siggi Sig. Villi Naglbítur Mímósa ásamt Dan Cassidy Ljótu hálfvitarnir Misery Loves Company Mood Hilmar Garðarsson Sunnudagur kl. 20.00 Andrea Gylfadóttir Megasukk Sviðin jörð Hrafnaspark South River Band Helgi Valur Hraun Testiculus in Musica Vox Fox Aðgangseyrir er 2.000 kr. ef keyptur er miði annað kvöldið, en 3.000 kr. ef keypt er á bæði kvöldin. Miðapantanir eru í símum 863-5591 (Birgitta) og 697-8203 (Sara). Tvennir styrktartónleikar haldnir í Loftkastalanum um helgina myspace.com/reisumrosenberg Morgunblaðið/Sverrir Í rústunum Vinir og velunnarar Café Rósenberg ætla að halda minningu staðarins á lofti og blása til tvennra styrktartónleika um helgina. Reisum Rósenberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.