Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 51
FRUMSÝNING» EINNIG FRUMSÝNDAR»
INLAND Empire er fyrsta kvikmynd bandaríska
leikstjórans David Lynch í rúmlega fimm ár, eða
síðan hann gerði hina mögnuðu Mulholland Drive
árið 2001. Lynch hefur aldrei bundið bagga sína
sömu hnútum og samferðamennirnir og er einn af
áhugaverðustu leikstjórum samtímans. Myndir
hans eru afar óvenjulegar og sem dæmi má nefna
að margir klóruðu sér í höfðinu yfir áðurnefndri
Mulholland Drive, og sömuleiðis hinni drungalegu
Lost Highway sem hann gerði árið 1997. Lynch
heldur sig á sömu slóðum í Inland Empire, en
myndin þykir bæði óhugnanleg og undarleg. Hún
fjallar um leikkonu sem býr sig undir hlutverk í
nýrri kvikmynd. Hún kemst hins vegar að því að
handritið er byggt á gamalli pólskri kvikmynd
sem aldrei var kláruð þar sem aðalleikararnir
voru myrtir. Smátt og smátt virðist hún átta sig á
því að bölvun hvílir yfir myndinni, og hún hættir
að gera greinarmun á raunveruleika og ímyndun.
Með aðalhlutverkið fer Laura Dern, en hún lék
einmitt annað aðalhlutverkið í Wild at Heart árið
1990 sem Lynch leikstýrði og Sigurjón Sig-
hvatsson framleiddi. Gagnrýnendur hafa farið
lofsamlegum orðum um frammistöðu Dern, og
meðal annars sagði í dómi TV Guide að ólíklegt
væri að önnur leikkona toppaði hana á næstunni.
Með önnur helstu hlutverk fara Jeremy Irons,
William H. Macy, Harry Dean Stanton og Diane
Ladd.
Ekkert hlé
Í tilefni af frumsýningu myndarinnar hefur sér-
stöku David Lynch-horni verið komið upp í Að-
alvideoleigunni við Klapparstíg. Þar má finna
hverja einustu mynd sem David Lynch hefur leik-
stýrt, auk fleira góðgætis. Þá verður tilboð á
DVD-myndum og bókum tengdum leikstjóranum
í versluninni Nexus.
Inland Empire er eingöngu sýnd í Regnbog-
anum á vegum Græna ljóssins og er því ekkert hlé
gert á myndinni. Félögum í Bíóklúbbi Græna
ljóssins verður boðið á Inland Empire alla frum-
sýningarhelgina. Þeir sem eru skráðir meðlimir
fá í dag sendan tölvupóst með kóða sem gildir á
midi.is og gerir þeim kleift að verða sér úti um tvo
boðsmiða. Kóðinn gildir á hvaða sýningu sem er
föstudag, laugardag og sunnudag, en takmarkað
magn boðsmiða verður í boði á hverja sýningu.
Skráning í Bíóklúbbinn fer fram á www.graena-
ljosid.is/nyskraning.
Sálarstríð Laura Dern í hlutverki leikkonunnar Nikki Grace sem áttar sig á því að ekki er allt með felldu varðandi hennar nýjasta hlutverk.
Sturlað stórveldi David Lynch
Erlendir dómar:
Metacritic.com: 72/100
Variety: 50/100
The New York Times: 90/100
Imdb.com: 78/100
Pathfinder
„Um 500 árum
áður en Kristófer
Kólumbus kom
til Ameríku geis-
aði mikið stríð
milli frumbyggja
og víkinga. Ung-
ur víkingur er al-
inn upp af frum-
byggjum, og hann þarf að lokum að
berjast gegn sínum eigin. Þess má
geta að víkingarnir tala íslensku.“
Erlendir dómar:
Variety: 40/100
The New York Times: 20/100
Imdb.com: 49/100
Next
„Nicolas Cage
leikur mann sem
sér nokkrar mín-
útur fram í tím-
ann. Hann lætur
lítið fyrir sér
fara og er leiður
á afskiptum yf-
irvalda. Þegar
hryðjuverkamenn hóta að varpa
kjarnorkusprengju á Los Angeles
reyna yfirvöld að fá hann til að-
stoðar.“
Erlendir dómar:
Engir dómar eru komnir þar sem
Next er heimsfrumsýnd á Íslandi.
Blades of
Glory
„Will Ferrel
og John Heder
leika menn sem
keppa í listdansi
á skautum. Þeir
missa stjórn á
skapi sínu á Ól-
ympíuleikunum
og fá ævilangt keppnisbann. Þegar
öll von virðist úti reyna þeir að skrá
sig til leiks sem fyrsta karlkyns
skautaparið.“
Erlendir dómar:
Variety: 80/100
The New York Times: 70/100
Imdb.com: 67/100
Sími - 551 9000
Pathfinder kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Inland Empier kl. 6 og 9
The Hills Have Eyes 2 kl. 8 og 10 B.i. 18 ára
Perfect Stranger kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6
TMNT kl. 6 B.i. 7 ára
Science of Sleep kl. 6 B.i. 7 ára
* Gildir á allar sýningar
í Regnboganum merktar
með rauðu
450 KR.
Í BÍÓ
*
ÍSLEN
SKT
TAL
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 16 ára
M A R K W A H L B E R G
Í GÆR VAR ÞAÐ
HEIÐURINN
Í DAG ER ÞAÐ
RÉTTLÆTIÐ
MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ
MARK WAHLBERG FRÁ LEIK-
STJÓRA "TRAINING DAY"
kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára
V.I.J. Blaðið
eeee
LIB Topp5.is
Sýnd kl. 4 Ísl. talSýnd kl. 6B.i. 7 ára
STURLAÐ STÓRVELDI
FRUMSÝNING
NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH.
eeee
„Líflegur og hugvitssam-
legur spennutryllir“
SV, MBL
eee
„Fyrsti sumar-
smellurinn í ár“
MMJ, Kvikmyndir.com
M A R K
W A H L B E R G
eeee
SV, MBL
eee
MMJ, Kvikmyndir.com
LA SCIENCE DES REVES
eeee
- H.J., Mbl
eee
- Ólafur H.Torfason
eeee
- K.H.H., Fbl
SÓLIN ER AÐ DEYJA.
ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI?
D.Ö.J. Kvikmyndir.com
eee
H.J. MBL
eeee
V.J.V. Topp5.is
eee
Ó.H.T. Rás2
ÍSLEN
SKT
TAL
Sýnd kl. 4 og 6 www.laugarasbio.is
eee
LIB Topp5.is
SPRENG-
HLÆGILEG
MYND FRÁ
BEN STILLER
Fór beint
á toppin
í USA
SJALDAN EÐA ALDREI HAFA
TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFNVEL SAMAN!
eee
LIB Topp5.is