Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S agan endurtekur sig, er stundum sagt, og það er ekki laust við að það eigi við þegar kemur að umræðunni um staðgöngumæður. Ekki vegna þess að sú umræða hafi farið hátt hér á landi, heldur vegna þess að enn á ný setjast karlar á rökstóla til að velta því fyrir sér hvort að- gerðir sem fela í sér svakalegt inngrip í líkama konu eigi rétt á sér, út frá læknisfræðilegu jafnt sem siðferðislegu sjónarmiði. Karlkyns læknarnir sem tjáðu sig í Kastljósi voru mishrifnir af því að leyfa staðgöngumæðrun hér á landi en kölluðu eftir því að tal um „hið hugsanlega hugs- anlega“ kæmi ekki í veg fyrir um- ræðu um málið. Ég ætla svo sannarlega að reyna að virða þessa ósk þeirra og tek þess vegna þátt í umræðunni, en það breytir þó ekki því að „hið hugs- anlega hugsanlega“ skiptir tölu- verðu máli í þessu samhengi enda er ekki aðeins um heilsu kon- unnar sem gengur með barnið að ræða heldur einnig líf barns. Dæmi frá öðrum löndum sýna líka að ótal vandamál geta komið upp þegar líkami manneskju er fenginn að láni eða leigu með þessum hætti. Eins og breska fræðikonan Germaine Greer bendir á í bók sinni The Whole Woman þá virð- ist oft sem gengið sé út frá því að það séu sjálfsögð réttindi, jafnvel mannréttindi, að eignast börn. Litið er svo á að öll gagnkyn- hneigð pör séu fær um að geta barn og gangi það ekki upp sé eitthvað að. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert óeðli- legt við það að sumt fólk geti af einhverjum sökum ekki átt börn. Ófrjósemi getur hrjáð bæði karla og konur og stundum eru konur ekki með leg, annaðhvort vegna þess að þær hafa misst það af ein- hverjum ástæðum eða hreinlega fæðst án þess. Annars er um- hugsunarefni út af fyrir sig af hverju þetta merkilega líffæri, leg, er yfirleitt fjarverandi í um- ræðu um barneignir. T.a.m. er talað um að konur séu með barn í maganum en hið rétta er auðvitað að barnið er í leginu (sbr. Ger- maine Greer). Ég var í fermingu um daginn þar sem presturinn minnti á að við eigum ekki börnin okkar held- ur er okkur trúað fyrir þeim á þessu viðkvæma æviskeiði sem barnsárin eru, og hitti þar að mínu mati naglann á höfuðið. Ef litið er á það sem mannréttindi að eiga börn er um leið verið að ýta undir þá hugmynd að við getum átt börn eins og við eigum bíla, hús eða föt. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr þrá fólks til að ala upp barn eða því áfalli sem sumir verða fyrir við að geta ekki getið börn. Hluta af áfallinu má þó rekja til þess að við göngum alltaf ranglega út frá því að allir geti eignast börn. Á Íslandi er fólki heimilt að ættleiða börn sem annars hafa ekki foreldra til að alast upp hjá. Full ástæða er til að hvetja til þess að ættleiðingarferlið sé bæði einfaldað og niðurgreitt og und- arlegum reglum sem þar gilda breytt. En þá heyrast þær raddir að það sé bara allt annað að eignast sitt eigið barn og jafnvel heyrast skrítin eðlishyggjurök um að fólk vilji viðhalda genunum sínum. Þótt fólk vilji eignast krúttlegan erfingja, sem hugsanlega ber svip foreldra sinna, hljóta að vakna spurningar um hversu langt megi ganga til að láta þann draum ræt- ast. Þegar fóstri eða fósturvísi er komið fyrir inni í líkama konu og ætlast til að hún láti barnið af hendi við fæðingu er verið að gera mjög lítið úr því ferli sem meðganga er, eins og leg konu sé einhvers konar tómarúm – rými sem hún er hvort eð er ekki að nota. Meðgangan er skyndilega orðin að verki sem maður tekur að sér, legið er verkfærið. Í umræðum um staðgöngu- mæðrun er gerður greinarmunur á því að t.d. náin vinkona eða systir sé fengin til þess að ganga með barnið og að konu sé borgað fyrir að „sjá um starfið“. Ef við viljum heimila það síðarnefnda er um barnasölu að ræða enda að- eins stigsmunur á því að selja barn með öðrum genum og hrein- lega að sjá viðskiptatækifæri í því að fæða börn og selja þau. Með því að borga konu fyrir að ganga með barn er því verið að búa til undarlega samsuðu af vændi og barnasölu. Vændi í þeim skilningi að verið er að kaupa af- not af líkama annarrar mann- eskju og barnasölu því barnið er jú selt. Ójafnvægið milli þeirra sem borga fyrir að fá eigið barn og konunnar sem fær greitt er augljóst. Og hvað ef varan er ekki eins góð og ætlast var til? Hafa genagjafarnir rétt á að hlutast til um hegðun móðurinnar meðan á meðgöngu stendur? Sjónarmiðin að baki því að vin- kona eða systir gangi með barn annarra eru einnig of veik til að það sé réttlætanlegt. Ekki er að- eins um ógn við andlega og lík- amlega heilsu konunnar sem gengur með barnið að ræða held- ur einnig líf barns. Spyrja má hvort barnið eigi þá ekki í raun þrjú líffræðileg foreldri. Hefur það þá umgengnisrétt við þau öll? Barnið fær að öllum líkindum ekki að vera á brjósti enda myndu þá skapast „óeðlileg tengsl“ milli barnsins og líf- fræðilegu móðurinnar sem er ge- netískt ekki líffræðileg móðir. Börn hafa rétt til að alast upp hjá foreldrum sínum ef það er mögulegt og til að eiga öruggt heimili. Það hafa ekki nærri öll börn í heiminum í dag. Fullorðið fólk hefur hins vegar ekki óskor- aðan rétt til að eiga börn, þótt það langi. Barn til sölu og leg til leigu »Með því að borga konu fyrir að ganga meðbarn er því verið að búa til undarlega sam- suðu af vændi og barnasölu. halla@mbl.is VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir UPPI í Seðlabanka situr fyrrver- andi forsætisráðherra, Davíð Odds- son, og reynir af veikum burðum að slökkva þá elda, sem hann kveikti í forsætisráðherratíð sinni. Með því að slá OECD-met í vaxta- hækkunum hjá banka- kerfinu, telur hann sig vera að slá á verðbólg- una. En þar sem skuldir heimilanna eru að stærstum hluta í verð- tryggðum lang- tímalánum á föstum vöxtum hafa þessir ok- urvextir lítil áhrif til þess að slá á lánsfjár- eftirspurn. En verð- bólgureikningurinn, sem bætist við höfuðstól lánanna í gegnum verðtrygginguna, hefur aukið útgjöld hinnar skuldugu fjöl- skyldu um hálfa milljón á ári. Þar með fór hin prísaða kaupmátt- araukning hjá mörgum fyrir lítið. Fyrirtækin forða sér Vegna óstöðugleika krónunnar hafa fyrirtækin í landinu orðið að búa við meira en 40% sveiflu í þeim stærðum í krónum talið, sem ráða afkomu fyrirtækjanna. Forstjóri Marels segir, að engar fjárfestingar geti risið undir meira en 20% ávöxt- unarkröfu, eins og vaxtastigið á Ís- landi útheimtir. Fyrirtækin hafa því í vaxandi mæli neyðst til að forða sér undan hagstjórnarmistökum stjórn- valda með því að taka upp evru. Ein- staklingar, þeir sem það geta, reyna að fylgja fordæmi þeirra. Íslenska krónan er því ekki lengur nothæfur gjaldmiðill í alvöru við- skiptum. Forystulið atvinnulífsins hefur að undanförnu glatað trausti á efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar og er í vaxandi mæli fylgjandi inngöngu í Evrópu- sambandið og upptöku evru til að tryggja þann lágmarksstöðugleika, sem þeim er lífs- nauðsyn. Þetta er enn ein vantraustsyfirlýs- ingin á stjórnarstefn- una frá máttarstólpum atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir segja, að Evrópusam- bandsaðild sé ekki á dagskrá. Veruleikinn hefur hins vegar gengisfellt þá stefnuyfirlýsingu. Markmiðslýsingin ein og sér um inngöngu í Evrópu- sambandið getur veitt stjórnvöldum aðhald í að ná niður vöxtum, verð- bólgu og viðskiptahalla, eins og nauðsynlegt er til að uppfylla sett skilyrði um inngöngu. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum út úr öllu korti miðað við þann veruleika, sem við blasir. Hættuástand framundan Aðstandendur Viðskiptablaðsins og leiðarahöfundar þess og fyrrver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Frétta- blaðsins, eru smám saman að gera sér þetta ljóst. Framundan eru hættumerki. Vaxtamunurinn milli Íslands og evrusvæðisins er orðinn um 11%. Þessi mikli vaxtamunur hefur að undanförnu freistað er- lendra fjárfesta, þannig að hundruð milljarða hafa streymt inn í hag- kerfið (svokölluð jöklabréf) í von um skjótfenginn gróða. Þetta heldur uppi gengi krónunnar, sem aftur við- heldur viðskiptahallanum. Þar með er boginn spenntur til gengisfalls síðar með aukinni verðbólgu. Seðlabankinn er kominn í þvingaða stöðu: Nauðsynleg vaxta- lækkun getur leitt til þess, að hinir erlendu spekúlantar kippi fyr- irvaralaust að sér hendinni og knýi okkar yfirspennta hagkerfi í brot- lendingu. Við þetta bætist, að vegna aðhaldsleysis í ríkisútgjöldum, verð- ur fyrirsjáanlega halli á ríkissjóði strax árið 2008, ef eitthvað tekst að draga úr þenslu og viðskiptahalla. Það er því engin innistæða fyrir öll- um stóru kosningaávísununum, sem ráðherrarnir dreifa út og suður í kosningabaráttunni af fullkomnu ábyrgðarleysi. Fyrirtækin flýja hagstjórnarmistökin Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um vaxtastefnu rík- isstjórnarinnar » Þannig er stefna rík-isstjórnarinnar í efnahagsmálum út úr öllu korti miðað við þann veruleika, sem við blasir. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var fjármálaráðherra 1987–88. Málefni aldraðra á Akureyri hafa verið mér hugleikin og um þau hef ég ritað margar greinar á und- anförnum árum, síðast hér í Morg- unblaðinu fyrir skömmu. Þar benti ég á, að fyrir fáum árum var neyð- arástand í þessum málum á Ak- ureyri, en nú er ástandið orðið ásættanlegt í bili. En betur má ef duga skal. Það eru ekki biðlistar eftir hjúkrun, en margir búa þröngt og ég benti á mörg hættumerki, sem eru framundan. Að þessu tilefni skrifar Sigrún Stef- ánsdóttir, bæj- arfulltrúi Samfylking- arinnar á Akureyri, grein hér í Morg- unblaðið 5. apríl. Þar staðfesti hún allt sem ég benti á í minni grein. Bestu þakkir, Sigrún; þarna fékk ég stuðning úr óvæntri átt. Samfylkingarkonan, sem stendur að meirihluta í bæj- arstjórn Akureyrar með Sjálfstæð- isflokknum, bendir á nokkur atriði, sem eru umhugsunarverð. Við skul- um líta á nokkur þeirra: Á Akureyri eru um 220 hjúkr- unar- og dvalarrými fyrir aldraða, sem öll eru fullnýtt. Margir heimilismenn búa við óvissu, þar sem til stendur að loka heimili FSA og leigusamningur um heimilið i Kjarnalundi rennur út á næsta ári. Helmingur heimilismanna á stærsta heimilinu býr við óásætt- anleg þrengsli, herbergin eru of lítil og án snyrtinga. Gróflega má áætla, að það kosti hátt í tvo milljarða að gera núver- andi heimili í takt við kröfur sam- tímans. Þá er ekki gert ráð fyrir þeirri fjölgun aldraðra, sem kemur til með að þurfa á þjón- ustu að halda á næstu árum. Fleiri atriði mætti tína til, en látum þetta duga. Þá erum við hins vegar komin að kjarn- anum í boðskap Sig- rúnar bæjarfulltrúa. Hún fullyrðir, að það sé ríkisvaldið, sem stendur í vegi fyrir eðlilegum framgangi í þessum málaflokki. Ríkið eigi að leggja fram 85 krónur af hverjum hundrað, sem fari í nýbyggingar fyrir aldraða, en sveitarfélögin 15. Sem sé; ekki benda á mig, segir Sig- rún, væntanlega fyrir hönd félaga sinna innan meirihlutans í bæj- arstjórn Akureyrar. Ég veit allt um þetta, en það er lítilmannlegt af bæjarfulltrúum að skýla sér á bak við þessa verkaskiptingu, eins og þeir hafa gert í áraraðir. Hvert bæj- arfélag ber ábyrgð á sínum borg- urum og stjórnendur þess, sem við kjósum á fjögurra ára fresti, verða að sjá til þess að allir, háir sem lág- ir, fái það sem þeim ber. Það má hins vegar vel vera, að betur fari á því að sveitarfélögin annist þennan málaflokk alfarið. Þá er mál til kom- ið að hefja þá umræðu og taka síðan ákvörðun um framtíðarstefnu. Ég dreg það ekki í efa, að bæj- arfulltrúar hafa látið starfsmenn bæjarins gera fínar skýrslur um ástandið og hvar úrbóta sé þörf. Það liggur hins vegar ekki fyrir nein stefnumörkum frá stjórnendum bæjarins um uppbyggingu í þessum málaflokki næstu tíu til tuttugu ár- in. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvar á að byggja eða hvernig; á að rífa gömlu hýsin og byggja ný eða breyta þeim gömlu? Á að byggja í bænum, eða er lag til að byggja upp unaðsreit fyrir aldraða í Skjald- arvík, ásamt útivistarsvæðum og öðru tilheyrandi? Hafa stjórnendur bæjarins rætt við gamla fólkið, eða þá sem eru um það bil að verða „löggilt gamalmenni“?! Ég bara spyr. Það er talað um íbúalýðræði, það eru haldnir fundir út og suður um skipulagsmál, sem ég er ekki að lasta, en mætti ekki gera eitthvað hliðstætt með gamla fólkinu? Skipu- leggja uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða á Eyjafjarðarsvæðinu til næstu áratuga og leggja síðan skipulagið fyrir ríkisstjórn? Svona viljum við hafa þetta, gætum við þá sagt; þið borgið ykkar hluta – við erum tilbúin með það sem okkur ber. Þá fyrst er hægt að krefja rík- isstjórn um ákveðin svör. Ef til vill verður það til þess að sveitarfélögin taki þennan málaflokk yfir, en þá verða þau líka að fá stóraukna tekjustofna. Það dugir ekki að láta reka og segja síðan, ekki benda má mig, þegar gefur á bátinn. Þeir fiska sem róa. Ekki benda á mig Sverrir Leósson skrifar um málefni aldraðra á Akureyri » Bæjarfulltrúinnstaðfestir orð mín, en reynir að koma ábyrgðinni af bæj- arstjórn, segir Sverrir Leósson um skrif Sig- rúnar Stefánsdóttur. Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.