Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 25 Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd orti í janúar 2006 brag til heiðurs þulnum Pétri Péturs- syni, sem nú er fallinn frá. Pétur hafði þá tekið „góða lotu í því að verja íslenskuna“. Pétur þulur þekktur er, þó ei fyrir mildi. Hann með stílsins vopni ver valin þjóðargildi. Gengur hann á hólm við allt hyski er vill þau brjóta. Ritar þá af snerpu snjallt, snuprar marga þrjóta. Fróður hann um fyrri tíð, fræðir menn og konur. Enda í gegnum önn og stríð Íslands góður sonur. Talar hann um tíma þá, tápi fyllta og sanna, þegar yfir landi lá ljómi kynslóðanna. Þegar sérhver þjóðleg dáð þökkuð var og metin. Þegar fyrir sæmd var sáð sem var ekki étin. Pétur þulur þannig er þjóðhollur í öllu. Heyrir oft við eyru sér óm frá hættubjöllu. Sérhver Mammons þrungin þjóð þroskans vegi tapar; eitrar þannig eigið blóð, óhamingju skapar. Pétur þulur varast vill vítin þung af slíku. Sér þar merkin magna ill marga spillta klíku. Sér hann menn á miskaslóð meir en lítið hagnast. Tæma fólksins sigursjóð svo að bölið magnast. Vill hann reyna að verjast því, vekja menn af doða. Röskan braginn rækta á ný, réttar menntir boða. Farið er þó flest sem var, fátt sem lofar griðum. Yfirgangur enskunnar ógnar menntasviðum. Samt er Pétur þulur þrátt þrumusnjall í orðum. Tungu sinnar töframátt tjáir vel sem forðum. Megi hann enn um marga stund málsins gildi verja. Þroska í öllu þjóðlegt pund, þar á hyski berja. Bið ég þess af hjarta hér, heitt með tjáning ríka; að íslenskan hún eigi sér ávallt liðsmenn slíka. VÍSNAHORNIÐ Vörður ís- lenskunnar pebl@mbl.is hafðar á sundstöðum. Víkverja finnst til dæmis engan veginn við- eigandi þegar hann sér fullorðna menn nota hár- þurrkuna til að þurrka annað líkamshár en höf- uðhárið; stinga þurrk- unni jafnvel ofan í nær- buxurnar. Nú tekur Víkverji eftir því að það færist í vöxt að fólk þurrki sér ekki á þurrksvæðinu, sem er framan við sturtuklefana í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, held- ur vaði rennandi blautt beint inn í búningsklefa og skilji eftir polla á gólfinu, þar sem aðrir laug- argestir eru að reyna að komast í sokkana sæmilega þurrir á fótunum. Einu sinni var þetta vandamál að- allega bundið við útlendinga, sem skildu ekki hvernig sundlaugar virka á Íslandi, en Víkverja sýnist æ al- gengara að Íslendingar viti ekkert hvernig á að haga sér í sundi. Í reglum um umgengni á sund- stöðum, sem hanga uppi í laugunum, stendur ekkert um að fólk eigi að þurrka sér áður en það fer til bún- ingsklefa. Kannski af því að það hefur þótt svo sjálfsagt mál og almenn skynsemi. En ef hún dugir ekki til, verður þá ekki að segja fólki hvernig það á að haga sér? Víkverji tók eftir því,sér til allmikillar furðu, að íþrótta- áhugamenn og íþrótta- fréttamenn kölluðu úr- slitaviðureign KR og Njarðvíkur um Ís- landsmeistaratitilinn í körfubolta „einvígi“. Það virðist vera komið í tízku að tala um einvígi þegar sömu liðin spila nokkra leiki í röð. En nú liggur það beinlínis í orðsins hljóð- an að einvígi getur ekki farið fram í hóp- íþróttum. Einvígi er þegar tveir einstaklingar takast á, báðir einir síns liðs, óstuddir af öðr- um. Það er hægt að tala um einvígi í skylmingum, skák, jafnvel tennis eða borðtennis, en í hópíþróttum á það bara alls ekki við. Ef menn vilja taka líkingar úr hernaði, er meira viðeig- andi að tala um orrustu, rimmu eða eitthvað þvíumlíkt. x x x Víkverji fer reglulega í sund. Þótthann eigi sér ekki fasta pott- félaga, geri ekki mullersæfingar á laugarbakkanum og sé sama hvaða skáp hann notar, er hann dálítið vanafastur sundlaugargestur og finnst mikilvægt að eðlilegar kurt- eisis- og umgengnisreglur séu í heiðri          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Japanski leikfangaframleið- andinn Tomy hefur sent frá sér allsérstætt leikfang – striga- skó, sem lítur við fyrstu sýn út fyrir að vera hefðbundinn, ef nokkuð smágerður, Nike strigaskór, sem síðan breytist í vélmenni. Vélmenninn nefnast, Convoy – sá rauði og Megatron – sá svarti. Um er að ræða sam- starfverkefni Tomy og íþrótta- vöruframleiðandans Nike, en skóvélmenninn fóru í sölu í verslunum í Japan í gær og kostar stykkið um 1.400 kr.. Úr striga- skó í vél- menni Reuters www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG MJALLHVÍT Heillandi brúðuleiksýning! Allra síðasta sýning 13. maí kl. 20.00! SITJI GUÐS ENGLAR Sýning fyrir alla aldurshópa! HÁLSFESTI HELENU „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið „Leg er eiginlega skylduáhorf... drepfyndin og góð sýning“. Ingimar B, Blaðið Kristrún Heiða, Fréttablaðið Í SKÓLA TÍMANS HJÓNABANDSGLÆPIR Sigurður Skúlason og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika valin atriði úr nokkrum verkum í tilefni 40 ára leikafmælis. Aðeins þrjár sýningar! Tíu uppseldar sýningar! Aukasýningar í maí komnar í sölu „Leikararnir stóðu sig fantavel...“ „...áhrifarík upplifun og fróðleg innsýn í heim sem okkur Vesturlandabúum er að mestu hulinn...“ Blaðið, Ingimar Björn Davíðsson „Það hefur tekist vel að vinna úr efniviðnum hér og verkið er heillandi...“ „Þessi sýning situr í mér.“ Víðsjá, Rás 1, Þorgerður Sigurðardóttir „Leikurinn er því þörf áminning um svívirðu sem allir vita af.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson Sýning sunnudag kl. 15.00. Allra síðasta sýning! Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.