Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GRÁGÆSAPAR sem merkt var ásamt fleiri gæs- um við Flóðið nálægt Blönduósi 19. júlí árið 2000 hefur síðan sýnt mikla tryggð, bæði hvort við annað og eins við sumar- og vetrardvalarstaði. Dr. Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur sá gæsaparið í Vatnsdalnum 22. apríl sl. og birti af því tilefni lista yfir hvar og hvenær lesið hafði verið af hálsmerkjum fuglanna. „Við merktum þarna stóran gæsahóp en viss- um ekki að þessar gæsir væru par,“ sagði Arnór. Hann sagði ekki vitað hvað gæsirnar voru orðn- ar gamlar þegar þær voru merktar en þær hafi verið fullvaxnar. Gæsaparið hefur sést síðla hausts við Moreyfjörð í NA-Skotlandi á hverju hausti síðan árið 2000, nema haustið 2005. Einn- ig sást til þeirra í Orkneyjum eftir áramótin í ár og í fyrra, en þar hafa gæsirnar líklega haft við- komu á leið sinni milli Íslands og Skotlands. Arn- ór sagði ljóst að gæsirnar væru fastheldnar á dvalarstaði og sæjust aftur og aftur á svipuðum slóðum. Megnið af íslenskum grágæsum er í Skotlandi yfir veturinn og í auknum mæli í Orkn- eyjum. Þær fara einnig til Noregs og Írlands. „Gæsir parast yfirleitt fyrir lífstíð og fjöl- skyldan frá sumrinu heldur sig saman næsta vet- ur. Ungarnir fylgja foreldrunum yfirleitt þar til næsta vor að gæsirnar halda aftur til Íslands. Þá fyrst brotnar fjölskyldan upp,“ sagði Arnór. Hann taldi líklegast að ungu gæsirnar fyndu sér maka um veturinn eða vorið áður en þær hæfu varp. Talið er að gæsir hefji varp þriggja til fjög- urra ára gamlar. Arnór sagði elstu íslenska gæs sem vitað væri um, vera heiðagæs sem komst á fertugsaldur, varð rétt rúmlega þrítug. Hann taldi að fæstar gæsir yrðu svo gamlar, algengara væri að þær lifðu í áratug eða svo. ÁSTIR SAMLYNDRA HJÓNA FRÁ ÁRINU 2000 Ljósmynd/Arnór Þórir Sigfússon Komin heim Gæsaparið trúfasta var mætt á heimaslóðir í Vatnsdalnum 22. apríl síðastliðinn. Trygglynd og staðföst sambúð Ungarnir yfirgefa foreldrana tæplega ársgamlir, áður en haldið er á sumarslóðir                   ! " # $" %  & ' ( ) * )   "     %++% , GERÐ verður skoðanakönnun á meðal allra starfandi presta um hvað þeim finnst um tillöguna sem vísað var til biskups og kenning- arnefndar á prestastefnu í fyrradag; að þeim prestum sem það kjósa verði heimilað „að vera lög- formlegir vígslu- menn staðfestrar samvistar“ sem þýðir nánast að þeir megi gefa samkynhneigða í hjónaband, þó svo það orðalag verði ekki notað, eins og einn presta á stefnunni orðaði það í Morgunblaðinu í gær. Samþykkt var sú tillaga á presta- stefnu í gær að Biskupsstofa fengi fagaðila til að framkvæma þessa könnun fyrir 1. júní. Ekki voru allir sáttir við tillöguna um skoð- anakönnun; frávísunartillaga var lögð fram en felld með miklum mun, og tillagan sjálf síðan sam- þykkt með 35 atkvæðum gegn 13. Hvað finnst prestum? ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingar- mála gaf í gær sveitarstjórn Skútustaðahrepps grænt ljós á framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs Dettifossvegar er hún hnekkti því áliti Skipulags- stofnunar að framkvæmdin fæli í sér of mikil og óafturkræf umhverfisáhrif. Áður hafði stofnunin talið að hreppnum bæri að sækja um meðmæli fyrir framkvæmdinni og hnekkti nefndin því. Vegarstæðið var annað af tveimur sem komu til álita í matsskýrslu á umhverfisáhrifum nýs Detti- fossvegar og var það skoðun hreppsins að leiðin sem liggur nær Jökulsá á Fjöllum væri fýsilegri en leið austan við núverandi veg, þar eð hún lægi ekki í gegnum nánast algróið land heldur um nær ógróið land og hraun. „Sveitarstjórnin er ákaflega ánægð og almennt séð eru Mývetningar ánægðir,“ segir Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. „Langstærstur hluti hreppsbúa vildi að þetta veg- arstæði yrði fyrir valinu.“ Guðrún segir fyrirhuguð vegarstæði inni á svæð- isskipulagi miðhálendisins og að skoðanamunur hefði verið hvort það væri nógu sterkt, það tæki ekki á því hvar vegurinn ætti að liggja, heldur bara að hann gæti færst frá núverandi vegarstæði. „Við töldum að svæðisskipulagið tæki á þessu, Skipulagsstofnun taldi svo ekki vera og að við þyrft- um að sækja um meðmæli fyrir framkvæmdinni.“ Að hennar sögn var samþykkt á sveitastjórnar- fundi í gær að veita framkvæmdaleyfi til Vegagerð- arinnar, sem yrði nú auglýst. „Menn horfa á teng- ingu á milli landssvæða. Það er verið að bæta aðgang að náttúruperlum sem þarna eru.“ Sveitarstjórnin ákaflega ánægð  Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hnekkir úrskurði Skipulags- stofnunar um Dettifossveg  Talið munu efla ferðaþjónustu í nágrenninu Á AÐALFUNDI Barnageðlækna- félags Íslands sem haldinn var í Reykjavík 26. apríl 2007, var sam- þykkt ályktun þar sem skorað var á heilbrigðisráðherra að bregðast strax við því alvarlega ástandi í geðheilbrigðismálum barna og ung- linga sem birtist í löngum biðlist- um, flótta fagfólks frá barna- og unglingageðdeild LSH og skorti á barna- og unglingageðlæknum. Brugðist verði við vandanum HELDUR meira var um trú- félagaskipti hjá þjóðskrá í gær en endranær. Fleiri komu en venju- lega til að tilkynna breytta trú- félagsskráningu og eins var tals- vert hringt til að leita upplýsinga um trúfélagaskipti, samkvæmt upp- lýsingum frá þjóðskrá. Flestir skráðu sig úr þjóðkirkjunni og ósk- uðu eftir að vera skráðir utan trú- félaga. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá er ekki óalgengt að tæpur tugur einstaklinga tilkynni trú- félagaskipti á hverjum starfsdegi. Þótt sá fjöldi hefði tvö- eða þrefald- ast í gær væri ekki hægt að meta hvort einhver bylgja úrsagna væri í gangi. Til þess þyrfti lengra tímabil en einn dag. Fleiri úrsagnir úr þjóðkirkjunni PÁLL Magnússon, bæjarritari Kópavogs og fyrrverandi aðstoðar- maður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, var kjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar á aðalfundi fyrir- tækisins í gær í stað Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, sem verið hefur stjórnarformaður síðastliðin tíu ár. Á aðalfundinum var einnig samþykkt að greiða 500 milljónir króna í arð til íslenska ríkisins sem er einn eigandi fyrirtækisins. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur á Akureyri, Valur Valsson, fyrrver- andi bankastjóri, Valdimar Haf- steinsson, framkvæmdastjóri í Hveragerði, og Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst. Valur Valsson er varaformaður stjórnar. Nýr stjórnarformaður þakkaði fráfarandi stjórnarformanni góð störf í þágu fyrirtækisins og kvaðst jafnframt fullur tilhlökkunar að tak- ast á við þetta verkefni. Jóhannes Geir sagði að þetta væri orðinn langur og viðburðaríkur tími. „Ég gat reyndar hugsað mér að sitja í stjórninni eitt ár í viðbót en nú liggur fyrir að svo verður ekki. Ég hafði með öðrum orðum áhuga á að fylgja Kárahnjúkaverkefninu eft- ir fram yfir gangsetningu virkjunar- innar síðar á þessu ári. Ástæðan er sú að þetta verkefni hefur augljósa sérstöðu meðal alls þess sem til kasta stjórnar og stjórnarformanns Landsvirkjunar hefur komið undan- farin ár, enda Kárahnjúkavirkjun vissulega umtöluð og umdeild. Ég er hins vegar eindregið þeirrar skoðunar að virkjunin, og það sem henni fylgir, eigi eftir að sanna sig sem eitt mesta heillaspor í fram- kvæmda- og atvinnusögu Íslendinga í seinni tíð.“ Páll nýr stjórnarformaður Morgunblaðið/Golli Nýr í brúnni Páll Magnússon (t.h.) leysir Jóhannes G. Sigurgeirsson af hólmi. OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 • www.hr.is www.hr.is KYNNTU ÞÉR NÁMSFRAMBOÐ Á HEIMASÍÐU SKÓLANS Opið fyrir umsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.