Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 17 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FASTEIGNABÓLAN er að hjaðna á Spáni og hlutabréf í byggingafyr- irtækjum hafa lækkað síðustu daga, að sögn breska blaðsins Financial Times á miðvikudag. Virðist sem markaðurinn hafi ofmettast en einn- ig hafa spillingarmál vakið tor- tryggni og skuldastaða sumra bygg- ingafyrirtækjanna veldur ótta. Bréf lækkuðu í einu öflugasta fyr- irtækinu, Sacyr Vallehermoso, um 8% í vikunni en nokkrum dögum fyrr hrundu bréf í öðru fyrirtæki, Astroc, þegar í ljós kom að gróði sem gefinn var upp fyrir árið í fyrra, virtist byggjast að hluta á möndli ráðamanna Astroc með bréf- in. Lækkaði verð á Astroc- bréfunum um 70% á nokkrum dög- um. Seðlabanki Spánar og fleiri aðilar hafa undanfarna mánuði varað fólk við og sagt að eftir þriggja ára þenslutímabil væri svo komið að hlutabréf í bygginga- og fasteigna- fyrirtækjum væru ofmetin. Ekki er þó um að ræða neitt hrun á fast- eignaverði enn sem komið er, að sögn Financial Times, heldur hafa hækkanir verið mun minni en áður. Þannig hækkaði fasteignaverð að meðaltali um 7% á fyrsta ársfjórð- ungi sem er minni hækkun en þekkst hefur í átta ár og sums stað- ar á Spáni varð verðlækkun. „Fasteignabólan er ekki sprung- in,“ segir Natalia Aguirre, sérfræð- ingur hjá Renta 4, spænsku verð- bréfafyrirtæki. „Það er uppblásið mat á sumum fasteignafyrirtækj- unum sem hefur verið fært nær veruleikanum.“ Verðið á bréfum í fimm stærstu fasteignafyrirtækjum Spánar hækkaði um 132% að með- altali í fyrra. Geysileg þensla hefur verið á spænska fasteignamarkaðnum í áratug og meira verið byggt þar af íbúðarhúsnæði en í flestum ríkjum heims. Fjöldi fólks í norðlægum Evrópuríkjum hefur keypt sér eign- ir til að nota hluta úr árinu eða til að setjast að í sólinni þegar húmar að ævikvöldinu. Fasteignaverðið hefur yfirleitt verið lægra en í heimaland- inu og oft hafa verið boðin góð lána- kjör. Fasteignasalan Heimili ehf. er eitt nokkurra íslenskra fyrirtækja sem selt hafa hundruð eigna á Suð- ur-Spáni undanfarin fjögur ár. Að sögn Írisar Matthíasdóttur hjá Heimili hefur það einnig látið byggja hús og heil hverfi. „Það hefur verið mikið að gera og verðlagið hefur verið mjög í jafn- vægi síðastliðin fjögur ár,“ segir Ír- is. Nú séu m.a. boðin 100% lán. En hvað gerist ef hrun verður, ef lánið dugar ekki lengur fyrir verði eign- arinnar? „Ég held að það gerist nú ekki á næstunni, eignirnar hafa ekki lækkað svo mikið,“ sagði Íris Matt- híasdóttir. Merki um hjöðnun fast- eignabólunnar á Spáni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Veðursæld Spánarsólin heillar marga. Bréf bygginga- fyrirtækja lækka STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa ákveðið að festa hundruð og jafnvel þúsundir milljarða króna af olíu- gróðanum í alþjóðlegum fyrirtækj- um en það mun að sjálfsögðu verða til að auka verulega ítök Rússa á al- þjóðlegum fjármálamarkaði. Alexei Kúdrín, fjármálaráðherra Rússlands, hefur beitt sér mjög fyr- ir þessu en stefnt er að því að skipta upp svokölluðum „stöðugleikasjóði“. Var hann stofnaður 2004 og síðan hafa runnið í hann tæplega 7.000 milljarðar ísl. kr. en á þessum tíma hefur olíuverð verið mjög hátt. Sjóðnum verður skipt í febrúar næstkomandi og búist er við að þá verði í varasjóði rúmlega 9.000 milljarðar kr. en rúmlega 1.500 milljarðar í svokölluðum „framtíð- arsjóði“. Munu sjóðirnir báðir vaxa hratt, haldist olíuverð jafnhátt og það er nú. Mikil umskipti á skömmum tíma Kúdrín sagði í viðtali við Fin- ancial Times að varasjóðurinn myndi fjárfesta í öruggum ríkis- skuldabréfum eins og nú er með stöðugleikasjóðinn en hinn í hluta- bréfum sem meiri áhætta fylgdi en oftast meiri arður. Gaf hann í skyn að rússneskum og vestrænum fjár- málastofnunum yrði falin umsjón þessara fjárfestinga og má búast við, að barist verði um slíka samn- inga. Áætlun Kúdríns sýnir vel þau umskipti sem orðið hafa í fjármálum Rússlands frá því í fjármálakrepp- unni í landinu 1998. Svo er háu olíu- verði fyrir að þakka. Er áætlunin einnig hluti af umfangsmiklum breytingum í fjárlagagerð en stefnt er að því að fjárlagaramminn taki til þriggja ára og gildi því út árið 2010 til að byrja með. Það mun því aug- ljóslega binda hendur næsta for- seta, arftaka Vladímírs Pútíns, og neyða hann til að sýna ekki minni fyrirhyggju í fjármálunum. Auk olíusjóðsins eiga Rússar nú gull- og gjaldeyrisvarasjóð, sem nemur tæplega 23.000 milljörðum kr., þann þriðja mesta í heimi. Markaðurinn er fyrir alla Hugsanlegt er að einhverjir þing- menn stjórnarandstöðunnar krefjist þess að féð verði notað til fjárfest- inga heima fyrir en Kúdrín gaf lítið fyrir það. „Aðeins vinstrimenn eða komm- únistar telja að með því að fjárfesta á Vesturlöndum séum við Rússar að fjármagna athafnir Bandaríkja- manna. Fyrir allt venjulegt fólk er það bara rugl og vitleysa. Hinn al- þjóðlegi fjármálamarkaður er til þjónustu reiðubúinn fyrir okkur eins og öll önnur ríki,“ sagði Alexei Kúdrín. Rússar fjárfesta í alþjóðafyrirtækjum Reuters Olíugróði Byggingarkrana ber við himin yfir Kreml en í Moskvu hefur fasteignaverð hækkað mikið og er nú með því hæsta í Evrópu. Olíugróðinn nemur þúsundum milljarða kr. ÚTSALA Á ERLENDUM BÓKUM Stúdentaheimilinu v/Hringbraut -s. 5 700 777 - www.boksala.is afsláttur Á flri›ja flúsund áhugaver›ir bókatitlar á frábæru ver›i. E N N E M M / S IA / N M 2 7 3 19 Glæsilegt einbýlis- hús á einni hæð 165,8 fm auk bíl- skúrs 36,2 fm samt. 202 fm. Húsið er mjög vel staðsett í enda botnlanga, ca 1000 fm glæsilega ræktuð lóð með há- um trjágróðri. Húsið er í mjög góðu standi að utan sem innan, m.a. er þak nýlega endurnýjað, nýr garðskáli. Glæsileg ræktuð lóð, ca 85 fm timburpall- ur, allt fyrsta flokks. Allar nánari uppl. og bókun á skoðun hjá Hilmari á skrifstofu Hraunhamars eða í síma 892-9694. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Skógarlundur - Gbæ - Einbýli Falleg 3ja herb. 79,2 fm íbúð á 1. hæð í húsi fyrir eldri borgara. 3 öryggis- hnappar eru í íbúðinni. Húsvörður býr í húsinu. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og kaffi á virkum dögum. Íbúar hafa aðgang að full- komnu smíða/föndur- herbergi, leikfimisal með sauna og snyrtiaðstöðu. Hárgreiðslu- og snyrtistofa er í húsinu. Stutt í alla þjónustu. Mjög góð eign, vel staðsett í þessu vinsæla þjónustuhúsi eldri borgara. V. 24,3 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hjallabraut - Hf - Eldri borgarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.