Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 26
vín 26 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hafragrautur er hollur morgun- verður, þó e.t.v. finnist öllum hann ekkert sérlega spennandi. Svo þarf þó alls ekki að vera, Bjarni G. Krist- insson kann ýmsar leiðir til að gera hafragrautinn áhugaverðan. Hafragrautur í sparifötunum Fyrir 2 - 4 Hafragrautur ætti að vera undir- staðan í hverjum morgunmat. 1 bolli haframjöl 1–2 bollar vatn eða mjólk salt Hitið grautinn samkvæmt leið- beiningum á umbúðum, eða hitið hann í örbylgjuofni í u.þ.b. 2 mín. Hrærið jógúrt saman við eða gerið pönnukökurnar góðu. Eins er hægt að borða grautinn á gamla mátann – með ögn af mjólk og dálitlum kan- il. Litlar hafragrautar- pönnukökur Fyrir 2 - 4 Þessar amerísku pönnukökur er gott er að borða með jógúrthrær- ingi og ferskum berjum 1½ bolli hafragrautur (eða fljóteld- að örbylgjuhaframjöl) 1 bolli hveiti eða fínt speltmjöl 2 msk. púðursykur 2 tsk. lyftiduft 1⁄4 tsk. salt 1½ bolli mjólk 2 egg 2 msk. smjör ½ bolli pekanhnetur (má sleppa) Blandið öllu saman í skál og steikið litla klatta á pönnu í litlu smjöri á meðalhita, snúið þeim síðan við þegar loftbólur eru hættar að myndast. Brúnið hinum megin og framreiðið með jógúrthræringi og ferskum berj- um eða með rjóma og sultu. Jógúrt hræringur Fyrir 1-3 Þeir sem vilja hollan og kraftmikinn morgunmat búa gjarnan til hræring úr skyri og hafragraut. Hér kemur útgáfa af „jógúrt-hræringi“. 1 bolli hafragrautur 1 dós jógúrt að eigin vali börkur af hálfri sítrónu, eða limeávexti fersk ber eða bananar afskurður af berjum og ögn af sykri (má sleppa sykrinum) hunang (má sleppa) Setjið afskurðinn af berjunum í ör- bylgjuofn með sykri (ef nota á sykur) annars eru berin elduð í 2 mín. á mesta hita, safinn sigtaður frá og bor- in fram með. Hafragraut hrært sam- an við jógúrt og sítrónubörk. Hrær- ingurinn því næst settur á disk með berjum og berjasafanum. Gott er að læða smávegis hunangi með til að milda sýruna frá berjunum. Spennandi hafragrautur meistaramatur Vínin eru seld en primeur, það er meðanþau eru enn á tunnu. Eigendur þeirra fáþau ekki í hendurnar fyrr en tæpumþremur árum eftir uppskeruna og eru þeir sem fjárfestu í 2004-árganginum því að fá þau í hús fyrst núna. Í fyrra var það 2005-árgangurinn sem var kynnt- ur og voru flestir sammála um að þar færi einhver besti Bordeaux-árgangur allra tíma. Betri en 1990 og 2000 og betri en 1982. Verðið var eftir því, menn héldu ekki aftur af sér í því að skrúfa þau upp. Það var ljóst í fyrrahaust að 2006 myndi ekki keppa við 2005. Þótt allt hafi farið frábærlega af stað kom rigning rétt fyrir uppskeruna í september í veg fyrir að um stórkostlegan árgang yrði að ræða. Ekki síst kom Merlot-þrúgan illa út úr þessu öllu þar sem hún þroskast fyrr. Cabernet Sauvig- non þarf lengri tíma og gat því oft staðið veðrið af sér. Niðurstaðan virðist vera sú að góðu húsin hafi gert toppvín en að margir aðrir hafi flaskað á því hvenær ætti að tína þrúgurnar – ólíkt því sem var 2005 þegar nær allir gerðu toppvín. Þetta verður því árgangur þar sem menn verða að fara skyn- samlega í sakirnar. Médoc-vínin frá Margaux, Pauillac og St. Julien virðast allajafna ágæt en Pomerol er hástökkvarinn. Nágrannarnir frá St. Emilion sitja hins vegar margir eftir með sárt enn- ið. Sem sagt sæmilegur til ágætur árgangur en alls ekki stórkostlegur þótt inn á milli megi finna stór- kostleg vín. Verðið sem hefur verið kynnt er hins vegar í engu samræmi við það. Lækkunin er ekki mikil frá 2005 og vínin nokkuð dýrari en t.d. 2004. Jafnt í Bandaríkjunum sem Bretlandi, sem eru mikilvægir markaðir fyrir Bordeaux, eru margir vínmiðlarar sem hóta að sniðganga árganginn ef verðið verður ekki lækkað. Spennandi tímar fram- undan. Áhugaverð Nýja heims vín Í síðustu viku fjallaði ég um áhugaverð vín frá Nýja heiminum og held því áfram hér. Síðast voru tekin fyrir nokkur vín frá hinum frambærilega suð- ur-afríska framleiðanda Graham Beck. Þá var fjallað um rauðvínin en frá Graham Beck er líka fá- anlegt hvítvín. Það heitir Graham Beck Waterside Chardonnay 2006, í nefi ungur, bjartur og ferskur hitabeltis- ávöxtur, ferskjur, ananas, gular melónur og perur. Vel gert og vel balanserað. 88/100 Frá Ástralíu kemur ágætt rauðvín úr smiðju meistarans Peter Lehmans. Það heitir Clancy’s Shiraz-Cabernet Sauvignon-Merlot 2003, þriggja þrúgna blanda frá Barossa-dalnum. Í nefi kirsuber og plómur, piprað og þétt í munni með mildri eik. 1.690 krónur 87/100 Loks vín frá Trivento sem er vínhús í Argentínu í eigu Concha y Toro frá Chile. Dæmi um hvernig stóru vínfyrirtækin í Chile færa reynslu sína yfir Andesfjöllin. Trivento Cabernet Sauvignon Reserve Men- doza 2005, er ungt með frekar björtum rauðum berjaávexti og kryddi, í munni smálakkrís, tannín og þokkaleg sýra. 1.190 krónur. 84/100 Vínsmökkun 2006 árgangurinn af Bordeaux vínum er ágætur en alls ekki stórkostlegur. Bordeaux 2006 og nokkur vín úr Nýja heiminum Einhver mest víntíðindi hvers árs eru þegar hulunni er svipt af nýjum árgangi í Bordeaux. Um þetta leyti árs eru fyrstu tunnusýni bestu vín- húsanna kynnt sérfræðingum, segir Steingrímur Sigurgeirsson, og í kjölfarið fara vínhúsin að gefa út verð sín á vínunum. Reuters ÞAÐ er meira en C-vítamín sem gerir app- elsínur hollar því andoxunar- efni verja lík- amann gegn efnum sem skaða. Ávextir sem innihalda mikið af C-vítamíni eru oft algjörar andoxunarbomb- ur. Það er því betra að fá sér app- elsínu en eina C-vítamíntöflu segir Serena Guarnieri og rannsókn- arteymi hennar við háskólann í Mílanó. Þau gerðu tilraun þar sem tveir hópar drukku annaðhvort hreinan appelsínusafa eða vítamínvatn. Niðurstaðan er að hreint C-víta- mín hefur ekki sömu áhrif og app- elsínusafinn. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa. Einn fékk glas með blóð- appelsínusafa, annar með C- vítamínvatni og þriðji fékk syk- urvatn. Vítamínvatnið og appelsínusaf- inn innihéldu 150 milligröm af C-vítamíni sem er vel yfir mörkum af ráðlögðum dagskammti. Teknar voru blóðprufur af þátttakendum, bæði 3 og 24 tímum eftir að glasið var tæmt. Niðurstöðurnar sýndu að C-vítamínmagn í blóði jókst hjá bæði þeim sem fengu C-vítam- ínvatn og safann úr appelsínum. En til að finna út hvort vítamínin virkuðu sem andoxunarefni var skaðlegum efnum bætt í blóðpruf- una og þá kom í ljós að efnin gerðu minni skaða hjá þeim sem drukku appelsínusafann en hjá þeim sem fengu vítamínvatnið. Það virtist ekki gefa neina vörn. Vefútgáfan forskning.no vitnar í News@nature og bendir á að þrátt fyrir þessar niðurstöður hafi önnur rannsókn sýnt að hrein vít- amín geti virkað sem andoxunar- efni. En þangað til annað kemur í ljós eru skilaboðin að appelsínur eru hollar. Appelsínur hollari en C-vítamín AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 37 38 4 04 /0 7 Lampard Rooney Gerrard Einar* Ronaldo *fyrir okkur hin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.