Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 9
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
TIL þess að breyta svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins þannig að fyr-
irhuguð byggð á Glaðheimasvæðinu
rúmist innan þess þarf að skipa sér-
staka nefnd, samvinnunefnd um
svæðisskipulag. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Skipulagsstofnun má
reikna með að það taki um sex mán-
uði frá því nefndin er skipuð þar til
hægt er að staðfesta breytinguna.
Deilur innan nefndarinnar og fleiri
atriði geta hins vegar valdið því að
skipulagsgerðin dragist á langinn.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu telur umhverfis-
ráðuneytið að breytingin sem Kópa-
vogsbær vill láta gera á svæðisskipu-
lagi höfuðborgarsvæðisins þannig að
hægt verði að byggja 150.000 m² af
atvinnuhúsnæði á Glaðheimasvæð-
inu sé veruleg en ekki óveruleg líkt
og bærinn heldur fram. Þessi
ákvörðun þýðir að sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu verða að koma
á fót samvinnunefnd um gerð svæð-
isskipulag og gilda sömu reglur um
störf hennar og væri nefndin að búa
til alveg nýtt skipulag.
Langur ferill
Breytingaferillinn er nokkuð lang-
ur og flókinn. Fyrst þurfa sveitar-
félögin sex á höfuðborgarsvæðinu að
skipa tvo fulltrúa hvert og umhverf-
isráðherra þarf síðan að samþykkja
starfsreglur nefndarinnar. Áður en
breytingatillagan er tekin til form-
legrar afgreiðslu í nefndinni þarf að
kynna hana á almennum fundum eða
á annan áberandi hátt. Komist
nefndin að niðurstöðu um breytinga-
tillögu þarf að auglýsa tillöguna og
veita tækifæri til athugasemda og
tekur sá ferill að lágmarki 8 vikur.
Nefndin þarf síðan að taka afstöðu til
athugasemda sem berast meðan og
að fenginni niðurstöðu í nefndinni er
tillagan send til viðeigandi sveita-
stjórna. Tillagan telst samþykkt af
þeirra hálfu ef þau mótmæla henni
ekki innan sex vikna. Er tillagan þá
send til Skipulagsstofnunar sem ger-
ir tillögu til umhverfisráðherra um
lokaafgreiðslu.
Gangi allt að óskum tekur þetta
ferli að lágmarki sex mánuði, skv.
upplýsingum frá Skipulagsstofnun
en komi upp ósætti í nefndinni eða
formgallar leynast í tillögunni getur
ferlið tekið mun lengri tíma.
Kópavogsbær óskaði eftir því í
fyrradag að skipulagsráð höfuðborg-
arsvæðisins yrði kallað saman en það
ráð er samráðsvettvangur sveitarfé-
laganna en hefur ekki lagalega heim-
ild til að gera tillögu að breytingu á
svæðisskipulaginu.
Breyting á skipulagi tekur
sex mánuði eða meira
!"
#$%&&&'(%
# !"
#)%&&'(%
*)!"
+#%&&&'(%
!", %&&&'(%
#)!"
#)%&&'(%
+#+!"
-%&&&'(%
#+!"
#+%&&&'(%
#*!"
# %&&&'(%
. !'"( '"
'"""/
0
'
.12341
LÖGREGLUSTJÓRINN á Seyðis-
firði sendi frá sér tilkynningu í gær
um að „áróðursstríðið“ væri hafið og
vísaði til þess að „einn af hinum svo-
kölluðu mótmælendum Kárahnjúka-
virkjunar“ hefði komið til landsins
með ferjunni Norrænu í vikunni og
haft uppi ásakanir í garð lögreglu í
fjölmiðlum. Hann hvatti landsmenn
til að taka fréttum af samskiptum
lögreglu og mótmælenda með gagn-
rýnum huga.
Ásakaði lögreglumann
Í tilkynningu Lárusar Bjarnason-
ar lögreglustjóra segir að lögreglan
hafi birt umræddum manni dóm
Héraðsdóms Austurlands sem
dæmdir hann í 60 daga fangelsi skil-
orðsbundið vegna frelsissviptingar
skrifstofufólks á Reyðarfirði í fyrra
og óhlýðni við fyrirmæli lögregl-
unnar.
Maðurinn hafi síðan ásakað lög-
reglumann í sjónvarpsviðtali um að
hafa meðan á tollafgreiðslu bifreiðar
hans stóð hótað sér að koma fíkni-
efnum eða „einhverju“ eins og mót-
mælandinn hefði orðað það, fyrir í
bifreiðinni til að geta vísað honum úr
landi.
Þetta væri vart svaravert eða í
frásögur færandi ef ekki væri fyrir
það að maðurinn og félagar hans
hefðu undanfarin tvö ár komist upp
með að ásaka lögregluna á Íslandi,
sem samkvæmt skoðanakönnunum
nyti mikils trausts almennings m.a.
fyrir heiðarleika, um margs konar
ávirðingar í starfi, segir í tilkynn-
ingu lögreglustjórans.
Engar kærur hefðu komið fram
vegna þessara meintu ávirðinga en
fjölmiðlar hefðu tekið þessum yfir-
lýsingum eins og nýju neti og birt
þær jafnóðum nær gagnrýnislaust.
„Lögreglan hefur leitast við að svara
þessu jafnóðum en hefur ekki fengið
eins mikinn tíma í fjölmiðlum og
mótmælendur og hlutleysis í frétta-
flutningi hefur að mati lögreglunnar
ekki verið gætt, sem skyldi.
Það er þekkt aðferðafræði mót-
mælenda að ata mótherja sína auri
til að reyna að bæta eigin málstað og
koma á þá höggi,“ sagði lögreglu-
stjórinn.
Mótmælabúðir boðaðar
Lögreglan hafi ekki afskipti af
mótmælendum að fyrra bragði og
þarf til að koma háttsemi af þeirra
hálfu sem varðar við lög eins og
dómar í málum þeirra fyrir héraðs-
dómum Reykjavíkur og Austurlands
sanna.
Fram kemur í tilkynningunni að
boðuð hefur verið uppsetning mót-
mælendabúða frá og með 6. júlí nk.
Segir „áróðursstríðið“ hafið
EF ÞÚ FINNUR EKKI
RÉTTA ÁKLÆÐIÐ
EKKI KENNA OKKUR UM
Fáðu frían vörulista í verslun
okkar InnX/BoConcept®Íslandi,
Faxafeni 8, 108 Reykjavík.
Sími 577 1170
www.boconcept.is
Hvar fást húsgögn sem sameina notagildi og frábæra
hönnun? Jú, hjá BoConcept® þar sem við leggjum metnað
okkar í að ná fram því besta í öllum framleiðsluvörum okkar
- allt frá heildarhönnun til minnstu smáatriða.
Þú munt einnig sjá að verðið er jafn úthugsað og húsgögnin
og aukahlutirnir.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
15% afsláttur
af öllum yfirhöfnum
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
NÝ SENDING
STAKIR JAKKAR
str. 36-56
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Stærðir 40-52
Vor - Sumar 07
kynningardagar
26. apríl-5. maí
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær
sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ.
Grecian 2000 hárfroðan fæst hjá:
Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáralind, Árbæjar Apóteki, Lyfjavali, Apótekinu
Mjódd, Hársnyrtistofunni Hár - Hjallahrauni 13 Hfj., Rakarastofu Gríms,
Rakarastofu Ágústar og Garðars, Rakarastofunni Klapparstíg, Rakarastofu
Ragnars - Akureyri, Torfa Geirmunds, Hverfisgötu 117 og Hagkaupum.
Árni Scheving slf. - Heildverslun, sími 897 7030
Helgartilboð
í Flash
20% afsláttur
af kjólum við buxur
Stærðir 36-46
Laugavegi 54
sími 552 5201