Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MÁLÞING meistaranema í al- mennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands verður haldið í dag kl. 13.30 til 17, í stofu 101 í Odda. Flutt verða fjölbreytt erindi út frá BA-, MA- og öðr- um rannsóknarverkefnum nemenda. Sex nemendur verða með fyrirlestra um verkefni sín. Má þar nefna að Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir flytur fyrirlestur- inn „Kynjahlutverk sólar og mána“, Helgi Sigur- björnsson ræðir Brotahöfuð Þórarins Eldjárns og Guðrún Dröfn Whitehead flytur fyrirlesturinn „Hirðfífl hans hátignar“. Málþing Meistaranemar ræða verkefni sín Þórarinn Eldjárn rithöfundur SÖNGVINIR, kór eldri borg- ara í Kópavogi og Garðakórinn úr Garðabæ, halda sameig- inlega tónleika í Digra- neskirkju á morgun kl. 17. Á efnisskrá kóranna eru ís- lensk og erlend lög en kórarnir munu syngja hvor í sínu lagi og í lokin saman. Hjá báðum kórunum hefur verið framsækið starf á liðnum vetri og áhugi mikill meðal kór- meðlima. Stjórnandi Garðakórsins er Jóhann Baldvinsson og stjórnandi Söngvina er Kjartan Sigurjónsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónleikar Syngja saman í Digraneskirkju Hluti af kórnum Söngvinir ÞÓRA Björk Þórðardóttir heldur burtfarartónleika í djasssöng frá Tónlistarskóla FÍH, í hátíðarsal skólans kl. 17 á morgun. Þóra hefur numið söng hjá Kristjönu Stefánsdóttur og Sigurði Flosasyni og tónsmíðar í kennaradeild skólans hjá Hilmari Jenssyni. Hátíðarsalur skólans er að Rauðagerði 27 í Reykjavík. Á efnisskrá eru eingöngu lög eftir Þóru en hún leikur einnig á gítar í nokkrum þeirra. Þóra stefnir að því að gefa út plötu með lögum sínum á þessu ári. Tónleikar Burtfarartónleikar í djasssöng Þóra Björk Þórðardóttir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LISTASAFN Reykjanesbæjar opn- ar í dag kl. 18 sýningu á verkum Haf- steins Austmanns. Hafsteinn er einn af reyndustu og þekktustu listmál- urum landsins, með yfir hálfrar aldar sýningarferil að baki. 30 verk eru á sýningunni, unnin með olíu-, akrýl og vatnslitum, þau elstu frá 1986. Hafsteinn segir flest verkin ný, nokkrar vatnslitamyndir séu til sýnis sem aðeins hafi sést í bók, Lithvörfum, sem Aðalsteinn Ingólfsson skrifaði um Hafstein og list hans í tilefni af sjötugsafmæli málarans fyrir þremur árum. Hafsteinn segir þetta því enga yf- irlitssýningu. „Þessar síðustu mynd- ir mínar eru svolítið öðruvísi. Ég er ekki eins geirnegldur geómetristi og ég var,“ segir Hafsteinn og hlær. „Ég er aðeins að losa um þetta vit- andi vits og viljandi. Ef maður er far- inn að endurtaka sig getur maður annaðhvort hætt eða reynt að finna eitthvað annað í sér en það sem mað- ur hefur gert.“ Enn gaman að mála Hafsteinn segist vinna eins og hann nenni þessa dagana. „Ég byrja svona eftir hádegi. Ég er farinn að vinna dálítið frameftir eins og ég gerði þegar ég var strákur, þegar ég var yngri var ég svo helvíti dugleg- ur,“ segir Hafsteinn. Hann hafi enn gaman af því að mála, annars væri hann ekki að því. Hafsteinn segir erf- itt að útskýra hvað leynist í málverk- unum. „Ég býst ekki við því að menn fái svipaða tilfinningu fyrir verk- unum og þegar ég er að vinna þau.“ Hvað varðar nýju verkin segir Hafsteinn að finna megi svarthvít verk, hann eigi það til að mála í svarthvítu og gráu þegar hann sé orðinn „of sætur í litunum“, þ.e. þeg- ar honum þyki verkin orðin of lit- sterk. „Þetta er dálítið í gráu, mikið af þessum stærri myndum,“ segir Hafsteinn um sýninguna í Reykja- nesbæ. „Ég er lengur að mála núorðið, kannski er ég gagnrýnni á sjálfan mig, ég veit ekki hvað það er. Manni gengur misjafnlega, það koma tíma- bil sem maður hjakkar og hjakkar og ekkert gengur. Svo losnar um þetta og þá fer þetta að ganga,“ segir Haf- steinn um starf listmálarans og reynslu sína af því. Hafsteinn var við nám í Academi de la Grande Chaumier í París frá 1954 til 1955. Hann segir að þá hafi miðja myndlistarinnar verið þar og gaman að vera til. Hann sé enn undir áhrifum franskrar málaralistar, sem sjá megi á litaspjaldinu. Hafsteinn Austmann sýnir ný og eldri verk í Listasafni Reykjanesbæjar „Ekki geirnegld- ur geómetristi“ Í HNOTSKURN » Hafsteinn Austmann fæddistá Ljótsstöðum í Vopnafirði 19. júlí 1934. » Hafsteinn sýndi með sýning-arhópnum Realitiés Nouvel- les í París vorið 1955, fyrir til- stilli Nínu Tryggvadóttur sem þá var orðin þekkt í borginni. » Hann kynntist geómetrískriafstraktlist í París og tileink- aði sér hana. Hafsteinn hélt sína fyrstu einkasýningu í Lista- mannaskálanum árið 1956. HAFSTEINN Austmann hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar á löngum listamannsferli, en hann spannar nú rúma hálfa öld. Hann segist ekki alltaf skilja hvað ungir listamenn séu að fara en sjálfur hafi hann verið kallaður klessumálari þegar hann hóf listamannsferilinn. Iðinn við kolann HÆTT hefur verið við að sýna listaverkið Theatre of the World, eða Leikhús heimsins, í listasafninu Vancouver Art Gallery í borginni Vancouver í Kanada vegna mót- mæla dýraverndarsinna. Verkið er, eða var, stórt búr með lifandi dýrum í og neyddist höf- undur þess, Huang Yong Ping, til að fjarlægja dýrin vegna ásakana um illa meðferð á þeim. Dýraverndarsamtökin SPCA skipuðu Huang og safninu að skilja dýrin að, en í Leikhúsi heimsins voru ýmsar skepnur látnar búa saman, m.a. eðlur, sporðdrekar og tarantúlur. Forstöðumaður safnsins, Kat- hleen Bartels, segir tilgang verks- ins hafa verið að hvetja fólk til að íhuga hreyfiöfl nútímasamfélags, hjá hverjum valdið liggi. Talsmaður SPCA, Lorie Chortyk, segir það dýrunum óeðlilegt að vera hrúgað saman í eitt búr þar sem þau komi frá ólíkum svæðum í heiminum, ólíkri náttúru, og eigi því ekki að vera nærri hvert öðru. Carol Gigliotti, prófessor við lista- og hönnunarskólann Emily Carr Institute of Art and Design í Vancouver, segir tilviljun hluta af verkinu þar sem dýrin geti drepið hvert annað hvenær sem er. Dauð- inn sé hluti af lífinu. Dýr tekin úr umdeildri innsetningu Eðlur, sporðdrekar og tarantúlur í sambúð GERSEMAR geta oft leynst í rusli. Þetta sannaðist í fyrradag þegar málverk, ljósmyndir, dagbækur og fleira úr ruslatunnu enska mál- arans Francis Bacon var keypt fyr- ir 965.490 pund á uppboði í Surrey á Englandi. Ruslið hirti rafvirkinn Mac Ro- bertson úr gámi við vinnustofu Ba- cons fyrir tæpum 30 árum. Hann bað Bacon um að leyfa sér að eiga ruslið og varð málarinn við því. Uppboðshúsið Ewbank Fine Art Auctioneers and Valuers, sem seldi ruslið, gerði ráð fyrir því að hálf milljón punda fengist fyrir það, en alls voru 45 gripir seldir. Meðal þeirra var skissa af vini Bacon, list- málaranum Lucien Freud. Hún var slegin fyrir 400.000 pund. Svarthvít ljósmynd sem Bacon tók af einu málverka sinna, sem gul málning hafði slest á, var seld á tí- földu matsverði, 3.600 pund. Bacon málaði síðar slettuna á verkið. Ruslið hefur nú fengið hinn virðulega titil „Robertson-safnið“. Milljón pund greidd fyrir rusl ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.