Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 35
✝ Ásta Lára Guð-mundsdóttir
fæddist á Hellissandi
23. desember 1921.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 19.
apríl síðastliðinn.
Ásta var yngst sjö
systkina, sem öll eru
látin. Foreldrar
hennar voru Jófríð-
ur Jónsdóttir hús-
freyja, f. 16. júlí
1879, d. 11. des.
1973, og Guð-
mundur Guðmunds-
son útvegsbóndi, f. 11. apríl 1875,
d. 4. apríl 1944. Ásta fluttist með
fjölskyldu sinni að Rifi á Snæfells-
nesi, hvar hún eyddi æskudögum
sínum.
Ásta giftist 4. júní 1954 Stefáni
Páli Björnssyni þvagfæraskurð-
lækni, f. 8. janúar 1919, d. 22. des-
ingur, f. 1955. 4) Stefán Lárus lög-
fræðingur, f. 1957, kvæntur Guð-
rúnu Bryndísi Harðardóttur, f.
1956, synir þeirra eru Hörður Páll,
f. 1988, og Stefán Lárus, f. 1992. 5)
Steingrímur líffræðingur, f. 1960,
kvæntur Nancy Ulbrandt líffræð-
ingi, f. 1962, dóttir þeirra er Lára
Anna, f. 1995. Þau búa í Bandaríkj-
unum.
Ásta útskrifaðist sem hjúkr-
unarfræðingur frá Hjúkrunarskóla
Íslands 1946. Framhaldsnám í geð-
hjúkrun stundaði hún við Klepps-
spítala 1946–1947. Hjúkrunarkona
við St. Jósefsspítala, Reykjavík
1947–1948. Hjúkrunarkona við St.
Helier Hospital í Surrey á Englandi
1948–1949. Longmore Hospital,
Edinborg 1949 og haustið 1949 við
St. Jósefsspítala í Reykjavík.
Útför Ástu Láru verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
ember 1999. For-
eldrar hans voru
Sigríður Gísladóttir
og Björn Jónsson
kaupmaður. Ásta og
Stefán eignuðust
fimm börn og bjuggu
allan sinn hjúskap á
Laugavegi 139 í
Reykjavík. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
mundur Jóhann vél-
stjóri, f. 1951, kvænt-
ur Bylgju Bragadótt-
ur tannsmiði, f. 1958,
dætur þeirra eru Ás-
dís Elva, f. 1984, og Ásta Lára, f.
1994. 2) Björn fornleifafræðingur,
f. 1955, kvæntur Örnu S. Guð-
mundsdóttur verkfræðingi, f. 1964,
dætur þeirra eru Þórdís, f. 1989, og
Valgerður, f. 1994. Dóttir Björns er
Heiður Margrét hagfræðingur, f.
1979. 3) Sigríður hjúkrunarfræð-
Við tengdamóðir mín, Ásta Lára
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, áttum ýmislegt sameiginlegt sem
tengdi okkur mjög nánum böndum,
og tengdist m.a. ættum og uppruna
okkar beggja. Því segja má að upp-
runinn hafi leitt mig og Stefán Lárus,
son hennar, saman. Ég kynntist hon-
um á skemmtistað fallegt maíkvöld
árið 1985 í Reykjavík af algerri til-
viljun eins og gengur og gerist. Hann
kom til mín og bauð mér í dans, ég
sagði nei, hann bauð mér í glas, ég
sagði nei. Hann reyndi allt hvað hann
gat en að lokum þraut hann umræðu-
efnin og þá greip hann í það hallær-
islega hálmstrá að spyrja: Hverra
manna ert þú? Ég svaraði, til að
losna við þennan ágenga mann, að ég
væri af vondu fólki. Þá færðist órætt
glott yfir andlit Stefáns sem svaraði:
Ég líka. Þannig hófust kynni okkar
Stefáns Lárusar og Ástu Láru.
Guðrún amma mín frá Hellissandi
sagði mér að Ásta Lára hefði verið
afburðafögur kona, hávaxin og tign-
arleg. Á þeim tíma var ljóst að Rif
gæti ekki veitt öllum systkinunum
lífsviðurværi en það var áður en
landshöfnin þar varð að veruleika.
Ekki var sjálfgefið að konur öfluðu
sér menntunar en Ásta Lára var
hörkudugleg og sýndi að auk þeirrar
fegurðar sem hún hafði til að bera
var hún mjög greind og svo fór að
faðir hennar studdi hana til mennta
sem var heldur ekki mjög algengt á
þeim árum. Hún varð því að flytja að
heiman og sækja menntun sína suður
til Reykjavíkur. Þar lærði hún til
hjúkrunarfræðings og fór meðal ann-
ars í framhaldsnám til Edinborgar.
Fyrir sunnan kynntist hún Stefáni
Páli og settist hún að í Reykjavík og
bjó með honum alla tíð á Laugavegi
139, þar sem þau eignuðust og ólu
upp fimm börn í þriggja hæða húsi.
Auk þeirra bjuggu í húsinu tengda-
foreldrar Ástu, þau Sigríður og
Björn.
Ásta var algjörlega fölskvalaus
kona, ég skynjaði frá fyrstu kynnum
okkar að hún var einstaklega góð
manneskja, hlý og einlæg. Okkur
þótti merkileg sú tilviljun að við átt-
um sama afmælisdag, þ.e. 23. desem-
ber, Þorláksmessu, vorum við sam-
mála að verri afmælisdag væri vart
hægt að eignast þar sem við höfðum
báðar kynnst því að hafa varla nokk-
urn tímann haldið þann dag friðsæl-
an og hátíðlegan með vinum og fjöl-
skyldu.
Ásta bar ekki tilfinningar sínar á
torg og í samskiptum við annað fólk
vildi hún sem minnst láta fyrir sér
fara. Hún hafði mjög gaman af því að
fara á leiksýningar og voru Ibsen og
Strindberg í miklu uppáhaldi hjá
henni. Auk leikhúsferða höfðum við
Ásta báðar mikla mætur á bókum
Kristínar Marju Baldursdóttur sem
við gátum rætt um tímunum saman.
Síðasta bíóferð Ástu Láru var til að
sjá Mávahlátur í Háskólabíói en
þangað brutumst við gamla konan,
hún vel rúmlega áttræð, að vetri til, í
gegnum stórhríð og skafla og naut
hún hverrar mínútu.
Ásta reyndi að halda sjálf heimili
eins lengi og hún gat á Laugavegi
139, en er hún varð að yfirgefa gamla
heimilið sitt var hún gæfusöm að
komast fyrst að á Landakoti þar sem
hún dvaldi um skeið en mesta lán
hennar síðustu æviárin var að fá að
dveljast á Droplaugarstöðum. Þar
leið tengdamóður minni mjög vel og
erum við aðstandendur hennar æv-
inlega þakklát því góða fólki sem þar
vinnur.
Ásta Lára hélt sinni andlegu reisn
þangað til yfir lauk. Hún verður nú
lögð til hinstu hvílu í kirkjugarðinum
á Ingjaldshóli fyrir vestan en það var
hennar ósk. Þaðan sem sést yfir til
Rifs, Snæfellsjökuls og Hellissands.
Ég er þakklát forsjóninni fyrir að
hafa fengið að kynnast Ástu Láru
Guðmundsdóttur, örlögin höguðu því
þannig til að sá uppruni hennar og
minn varð þess valdandi að kynni
okkar hófust fyrir tuttugu árum. Guð
geymi minninguna um góða konu.
Guðrún Bryndís Harðardóttir,
Strassborg.
Nú er elsku amma á Laugaveg-
inum fallin frá. Órjúfanleg tengsl eru
á milli hennar og Laugavegarins í
huga mér. Hún myndi þó líklega
frekar vilja að ég tengdi hana við
einn fallegasta stað landsins, Snæ-
fellsnesið, en þar fæddist hún, nánar
tiltekið á Rifi. Það geri ég þó líka í
hvert skipti sem viðrar vel í Reykja-
vík og það sést glitta í jökulinn,
ömmujökul.
Það orð sem helst kemur upp í
huga mér þegar lýsa á ömmu er ósér-
hlífni. Hún gerði allt það sem ætlast
var til af henni og miklu meira til.
Ósérhlífni, óendanleg góðmennska
og indæl lund hljómar sem fullkomin
uppskrift að manneskju sem tekur
að sér að sjá um aðra. Hjúkrun virð-
ist því hafa verið náttúruleg leið fyrir
ömmu að feta. Eftir útskrift úr
Hjúkrunarskólanum tók hún að
hjúkra fólki hér heima og erlendis
áður en hún ól upp sín 5 börn, og svo
kom fyrsta barnabarnið.
Ég var svo heppin að vera eina
barnabarnið á Laugaveginum svo ár-
um skipti. Í þessu stóra þriggja hæða
húsi, þar sem öll 5 systkinin bjuggu
ásamt ömmu og afa, mætti skyndi-
lega lítið barn. Þetta heimili var svo
ótrúlega ólíkt öllum öðrum heimilum
sem ég hafði komið inn á. Þarna úði
allt og grúði af gömlum hlutum sem
ég hafði aldrei séð áður. Skúffa full af
tómum gömlum krydddollum og öðr-
um óvæntum glaðningi var eitthvað
sem fangaði hugann tímunum saman
og tölusafnið hennar ömmu var eins
og dýrmætasta fjársjóðskista. Á
sunnudögum gerði amma síðan iðu-
lega bestu köku sem ég fékk, þriggja
botna brúntertu með smjörkremi á
milli og súkkulaðiglassúr ofan á. Þá
var líka yfirleitt hent í arininn þeim
mjólkurfernum og blöðum sem safn-
ast höfðu fyrir. Það var ekkert lítið
ævintýri að fá að sitja fyrir framan
eldinn með ömmu og afa sér við hlið
og henda sjálf inn eldsmatnum og sjá
hann brenna upp til agna fyrir fram-
an augu sér.
Lítillæti var nokkuð sem ein-
kenndi ömmu mjög. Hún hristir
sennilega höfuðið yfir öllu þessu fjasi
um sig og finnst alltof mikið fyrir sér
haft. Þessi nokkru orð eru þó dropi í
haf þess þakklætis sem ég ber til
elskulegrar ömmu minnar fyrir
hversu góð hún var mér alltaf. Nú er
amma farin af Laugaveginum og
heldur vestur í hinsta sinn, þar sem
hún mun hvíla undir jökli ásamt öll-
um hinum Rifssystkinunum. Þessi
einstaki, fallegi staður, þar sem jök-
ullinn og fjöllin þyrma yfir mann og
hafið tekur eitt við, virðist nægilega
töfrum hulinn til að hafa getið af sér,
og nú tekið aftur við, jafn yndislegri
manneskju og amma mín var.
Heiður.
Ég sá Ástu Láru fyrst á mynd sem
föðuramma mín var með á hillu hjá
sér. Þarna leit ég augum þá falleg-
ustu konu sem ég hafði á minni
stuttu ævi séð og ekki sakaði að hún
var hjúkrunarkona, einmitt það sem
ég ætlaði mér að verða þegar ég yrði
stór.
Ég hitti hana svo fyrst þegar hún
flutti ásamt Stefáni Páli föðurbróður
mínum í húsið á Laugavegi 139 þar
sem ég hafði búið frá fæðingu. Ásta
Lára og Stefán bjuggu á efstu hæð
hússins ásamt frumburðinum Guð-
mundi, amma og afi á miðhæðinni og
ég og foreldrar mínir á þeirri fyrstu.
Það sem ég tók strax eftir varðandi
Ástu Láru var það hversu blíð og góð
hún var og hún hafði einstakt lag á
því að láta manni líða vel hjá sér.
Ekki leið svo á löngu áður en tvíbur-
arnir Björn og Sigríður komu í heim-
inn. Þá var ég að verða sex ára og
mér er það mjög minnisstætt þegar
Ásta Lára og Stefán komu heim með
þau af spítalanum. Hún veitti því
strax eftirtekt hvað mig langaði að
eignast systkini sjálf og þó að Ásta
Lára hafi augljóslega haft í nógu að
snúast með þrjú börn á heimilinu tók
hún tillit til tilfinninga lítillar stúlku
og lagði sig eftir því að ég fengi að
taka þátt í umönnun litlu frænd-
systkinanna. Ásta Lára og Stefán
eignuðust síðar Stefán Lárus og
Steingrím.
Ásta Lára ólst upp á Rifi á Snæ-
fellsnesi og bar alltaf sterkar taugar
þangað og til ættingja sinna. Hún
hélt alltaf góðu sambandi við móður
sína Jófríði og man ég vel eftir heim-
sóknum til Jófríðar á Skólavörðu-
stíginn sem og til systra Ástu Láru
þeirra Möllu og Kötu sem hún átti
sterkt og gott samband við. Einnig
hitti ég þriðju systurina Guðbjörgu
sem kom frá Bandaríkjunum í heim-
sókn og ljóst mátti vera að þó að þær
systur hittust sjaldan var mjög kært
á milli þeirra.
Eins og fram hefur komið hér að
ofan var Ásta Lára menntuð sem
hjúkrunarkona og starfaði hún bæði
hér á landi sem og í Englandi og
Skotlandi. Þegar ég hóf nám mitt við
Hjúkrunarskóla Íslands bar oftar en
ekki við að ég hitti fyrir eldri hjúkr-
unarkonur sem höfðu unnið með
Ástu Láru og báru þær henni allar
hið besta orð og systurnar á Landa-
kotsspítala söknuðu hennar sárt.
Ásta Lára lést aðfaranótt sumar-
dagsins fyrsta og eftir sitja kærar
minningar um góða konu sem ég er
þakklát fyrir að hafa átt samfylgd
með.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Sigríður Skúladóttir.
Ásta Lára Guðmundsdóttir
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Hörður Páll Stefánsson,
Stefán Lárus Stefánsson.
HINSTA KVEÐJA
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Ástkær dóttir mín, systir, mágkona og frænka
okkar,
INGIBJÖRG LOVÍSA SÆUNN JÓNSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þriðjudaginn
24. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn
4. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Margrét Kr. Sigurpálsdóttir,
Jón Veigar, Ragnhildur Þórðardóttir,
Jóhanna María, Smári Karlsson,
Linda Líf, Guðmundur Helgason
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg systir okkar,
ESTHER ZOEGA PREYSS,
Chagrin Falls,
Ohio,
Bandaríkjunum,
er látin.
Útför hefur farið fram í heimaborg hennar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Venny Marteinsdótttir Keith,
Heiðar Marteinsson.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍAS JÓN JÓNSSON
fyrrv. aðallögregluvarðstjóri
ríkislögreglunni Keflavíkurflugvelli,
til heimilis á
Smiðjustíg 2,
Hafnarfirði,
andaðist á sjúkrahúsi í Lúxemborg föstudaginn
20. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 30. apríl
kl. 13.00.
Oddbjörg Ögmundsdóttir,
Jón Elíasson, Björg Ásdísardóttir,
Lárus Elíasson, Ingibjörg Óðinsdóttir,
Ingi Sturla Elíasson,
Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Kristján Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.