Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 15 „VEXTI, vaxtavexti og vexti líka á það,“ söng Trölli í gamla daga en veruleg aukning vaxtatekna er áber- andi í uppgjöri Kaupþings banka fyrir fyrsta fjórðung ársins. Alls juk- ust vaxtatekjur bankans um 55% á milli ára og námu þær að þessu sinni ríflega 16 milljörðum króna en jafn- framt jukust þóknanatekjur um 43% á milli ára. Þrátt fyrir þetta hefur afkoma ekki aukist mikið á milli ára þar sem gjöld jukust töluvert auk þess sem fyrirtækið greiddi hærri tekjuskatt nú en í fyrra. Hagnaður fyrirtæk- isins eftir skatta er 20,3 milljarðar króna en var í fyrra 18,8 milljarðar. Eignir bankans nema nú 4.198 milljörðum króna og hafa þær vaxið um 3,5% á milli ára en eigið fé er 324 milljarðar króna og hefur það dreg- ist saman á milli ára. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er þó 27,6% sam- kvæmt tilkynningu bankans til kaup- hallar. Eiginfjárhlutfall er 13,8% ef notuð er CAD-aðferðin en svokallað Tier 1-eiginfjárhlutfall er 9,9%. Síðustu ár hefur rekstur bankans einkennst af miklum ytri vexti og hefur það endurspeglast í uppgjör- um þar sem allar afkomu- og eigna- tölur hafa hækkað verulega á milli ára. Þessi vöxtur hefur nú mettast en það má þó ekki túlka sem svo að vikið hafi verið frá vaxtastefnunni. Stundum þarf að melta bitana. sverrirth@mbl.is Uppgjör Kaupþing banki hf. Vaxta- og þókn- anatekjur hækka FJÁRMÁLAGEIRINN hefur tekið miklum stakkaskiptum á Íslandi á undraskömmum tíma. Árangur starfsmanna og forystumanna hefur verið með ólíkindum og varpað glæsilegum bjarma yfir sviðið. Fjármálageirinn er orðinn ein helsta undirstaða velsældar og framfara á Íslandi. Þetta sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra í ræðu á aðalfundi Samtaka fjármálafyrirtækja sem haldinn var í gær. Bjarni Ármannsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, sagði að segja mætti að Alþingi hefði af framsýni skapað á síðasta áratug umhverfi til þess að byggja upp alþjóðlega starfsemi sem nýttimenntun til framfara. Hins vegar hefði tiltölulega lítil þróun orðið í starfsskilyrðum á því kjörtímabili sem nú sé að ljúka. „Kannski er það ekki nema von þegar á Alþingi heyrast þau við- horf að ein atvinnugrein sem vill svo til að veitir um sex þúsund manns vinnu, borgar hæstu skatt- ana, greiðir hvað bestu launin og býður upp á mesta starfsöryggið ætti ef til vill að koma sér úr landi. Svona málflutningur felur í sér skýr og sérlega neikvæð skilaboð, ekki síst til starfsfólks- ins sem starfar í greininni, og hefur auðvitað ekkert til slíkra orða unnið. [-] Ég fullyrði að það er ekki vilji íslensku þjóðarinnar að fjármálafyrirtækin flytji höf- uðstöðvar sínar úr landi, “ sagði Bjarni. Morgunblaðið/Golli Mikið breyst Bjarni Ármannsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja og forstjóri Glitnis. Orðinn undirstaða velferðar ÍSLENSK fyrirtæki hafa á und- anförnum árum æ ofan í æ slegið afkomumet og er fyrsti fjórðungur þessa árs þar engin undantekning. Afkoma Exista á fyrsta fjórðungi ársins var besta afkoma íslensks fyrirtækis á einum einstökum fjórðungi frá upphafi. 641 milljón evra, sem jafngildir 57,4 milljörð- um króna, var afraksturinn og er það aukning um nær 500% frá sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 107 milljónir evra. Ævintýraleg aukning sem þó á mestar rætur í finnskum þjóðsög- um og ævintýrum. Dýrgripurinn Sampo er í Kalevala þekkt fyrir að veita handhafa sínum gæfu og í ís- lenskri fjármálasögu verður trygg- ingafyrirtækið Sampo þekkt fyrir að hafa aflað handhafa sínum vel. Hlutdeildartekjur Exista voru á fjórðungnum 457 milljónir evra, 71% af hagnaði fyrirtækisis og 68% af heildartekjum félagsins sem alls námu 668 milljónum evra, 58,4 milljörðum króna. Í þessum lið vegur Sampo langþyngst en undir þann lið fellur einnig Kaupþing. Fjárfestingastarfsemin var Ex- ista mun arðbærari en rekstar- starfsemi á fjórðungnum og er Sampo þar í lykilhlutverki en rekstrarstarfsemi skilaði sér þó einnig vel í uppgjöri. Hagnaður af rekstarstarfsemi nam alls 174 milljónum evra, ríflega 15,2 millj- örðum króna, og athygli vekur að vátryggingastarfsemi skilaði hagn- aði en slík starfsemi hefur reynst félögum erfið á undanförnum ár- um. Sterk eiginfjárstaða Eignir Exista nema um 6,8 millj- örðum evra, um 592 milljörðum króna, en þar af er eigið fé ríflega 2,6 milljarðar evra og er hlutfall eigin fjár því um 39% sem er mjög gott. Arðsemi eigin fjár á árs- grundvelli er 112,8%. Afkoman var töluvert yfir vænt- ingum en eins og greint var frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær bjóst Greining Glitnis við um 54,6 milljarða hagnaði en gengi hlutabréfa Extista hækkaði um 0,32% í OMX-kauphöllinni í gær. Ævintýralegur afkomubati Uppgjör Exista hf. sverrirth@mbl.is AFKOMA Bakkavarar Group eftir skatta jókst um 64% á fyrsta fjórð- ungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður tímabilsins var 9,6 milljónir punda, sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Sala tímabilsins var hærri en á nokkrum fjórðungi síðasta árs og nam ríflega 349 milljónum punda og jókst framlegð um 23% á milli ára. Eignir Bakkavarar Group nema um 1,3 milljörðum punda sem jafn- gildir um 170 milljörðum króna og hafa þær aukist lítillega síðan um áramót en eiginfjárhlutfall er 18,6% og hefur einnig aukist lítillega síðan um áramót. Arðsemi eigin fjár á fjórðungnum er 16,2% á ársgrund- velli en var á síðasta ári 18,1%. Uppgjörið birtist eftir lokun kauphallarinnar og því er ekki hægt að meta út frá viðbrögðum markaðarins hvort markaðsaðilar telji það gott eða slæmt. Í tilkynn- ingu til kauphallar er haft eftir Ágústi Guðmundssyni, forstjóra Bakkavarar, að fyrsti fjórðungur lofi góðu. „Sala í Bretlandi er áfram góð og við höldum áfram að styrkja stöðu okkar á meginlandi Evrópu, m.a. með brautryðjendastarfi í vöruþróun. Við höfum metnaðarfull áform um framtíðarvöxt og munum leggja áherslu á þróun félagsins á nýjum mörkuðum.“ Hann segir tækifærin jafnframt mikil en búist er við að markaður með vörur fyr- irtækisins muni vaxa um 20% í V- Evrópu á næstu árum og um 30% í Kína. Góð aukning hjá Bakkavör Uppgjör Bakkavör Group hf. sverrirth@mbl.is REKSTUR bandaríska bílafram- leiðandans Ford virðist vera á réttri leið eftir margra ára erfiðleika. Enn skilar reksturinn þó ekki hagnaði en tap af rekstrinum hefur dróst mikið saman á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Alan Mulally hinn tiltölulega ný- ráðni forstjóri Ford hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir með það í huga að bæta afkomu félagsins og virðast þær nú vera að skila sér. Á fyrsta fjórðungi skilaði Ford 282 milljón dala tapi en á sama tímabili í fyrra var 1,4 milljarða dala tap af rekstrinu. Þrátt fyrir þetta er búist við frek- ari niðurskurðum og uppsögnum. Reuters Ford að rétta úr kútnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.