Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosn- inganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar STOPP á allar stóriðju- og virkj- anaframkvæmdir til 2010 á meðan mál eru skoðuð ! Rök fyrir þessu eru margþætt en má draga saman, allir hafa það gott, þetta er leiðinda iðn- aður, fjandsamlegur náttúru landsins, og þessar framkvæmdir skapa mikla þenslu í þjóðfélaginu. Eðlilegt er að stjórn- málaflokkar hafi stefnu í þessum málum, um vægi stóriðju í hagkerf- inu, náttúruvernd, það er þeirra hlutverk. Í þessari grein er hins- vegar fjallað um þensluáhrif slíkra fram- kvæmda í hagkerfinu. Efnahagsleg þensla vegna stór- iðjuframkvæmda – Austurland Áætlað er að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, með öllu, kosti um 250 milljarða króna. Um 70% af fram- kvæmdakostnaði eru innflutt efni, tæki og tól. Þessi erlendi kostnaður hefur ekki áhrif á íslenskt hagkerfi. 70-80 milljarðar króna er því hinn innlendi kostnaður. Þessi kostnaður dreifist á 3-4 ára framkvæmdatíma. Hluti þessa kostnaðar er til erlendra aðila er vinna við framkvæmdina, sem flytja þá fjármuni að hluta úr landi. Sá hluti hefur heldur ekki áhrif í íslensku hagkerfi. Þessar framkvæmdir eru á svæði, sem var í efnahagslegri lægð, ruðn- ingsáhrif ættu því að vera óveruleg. Jákvæð áhrif framkvæmdanna eru hinsvegar augljós, hafa gerbreytt byggðaþróun, atvinnuástandi og bjartsýni. Eignaverð á Austurlandi hefur hækkað mikið og einstaklingar sem áður sátu með óseljanlegar eign- ir og í átthagafjötrum geta nú selt eignir sínar. Efnahagsleg þensla – Suðvesturland Stækkun Norðuráls á Grundartanga og tengdar virkjanir kosta um 100-120 milljarða króna. Allir virðast hafa gleymt því að þegar þessar framkvæmdir hófust, skiptu þær miklu máli í atvinnu- sköpun á þessu svæði og ruðn- ingsáhrif voru ekki rædd. Rafmagnið átti líka að koma frá jarðgufuvirkj- unum, sem öllum fannst á þeim tíma fýsilegur kostur, sérstaklega frá um- hverfissjónarmiði. Að taka þessar framkvæmdir sérstaklega sem dæmi um þenslu á ekki við rök að styðjast. Ný álver og virkjanir Þegar ýtrustu kröfur um álver og virkjanir á næstu árum eru settar fram og nefndar tölur 400-500 millj- arðar króna, hrökkva einhverjir við: Því má halda fram að álver á Bakka við Húsavík og tengdar virkj- anir hafi lítil þenslu-ruðningsáhrif með sömu rökum og áttu við um Austfirði, Öllu máli skiptir hvernig þessi verk eru skipulögð. Framkvæmdir, sem alfarið væru unnar af útlendingum, hefðu sem dæmi lítil þensluáhrif, en viljum við það? Lokaorð Stóriðjuframkvæmdir hafa minni áhrif í hagkerfinu, en mikill fram- kvæmdakostnaður gefur til kynna, Fráleitt er að kenna þessum fram- kvæmdum um alla þenslu og viðvar- andi verðbólgu. Þar hafa aðrir þættir miklu meira vægi, eins og miklar byggingaframkvæmdir og hækkun húsnæðis á suðvesturhorninu. Þetta má glögglega sjá þegar hækkun vísi- tölu neysluverðs er skoðuð. Skipulag þessara framkvæmda skiptir sköpum um hin efnahagslegu áhrif. Aðgangur að raforku er og verður hinn takmarkandi þáttur. Talnaleikur um álversframkvæmdir í einhverri framtíð, er það sem hann er – talnaleikur og hluti af pólitískum leik. Gleymum ekki hinni jákvæðu hlið þessara framkvæmda, og hver væri hagvöxtur og hvert væri atvinnustig á Íslandi án þeirra. Stóriðja ekki sá verðbólgu- valdur sem sagt er Jón Atli Kristjánsson fjallar um stóriðjuframkvæmdir » Fráleitt er að kennaþessum fram- kvæmdum um alla þenslu og viðvarandi verðbólgu. Jón Atli Kristjánsson Höfundur er hagfræðingur. Á ÞESSUM degi, 27. apríl, fyrir sextíu árum, þegar lýðveldið unga var enn að slíta barnsskónum, hittust nokkrir einstaklingar í I. kennslu- stofu Háskóla Íslands í þeim erinda- gjörðum að stofna „félag íslenzku- fræðinga", eins og það er nefnt í fyrstu fundabók Félags íslenskra fræða. Bjarni Vil- hjálmsson setti fundinn og skipaði Kristján Eldjárn fundarstjóra, en Árna Kristjánsson fundarritara. Málshefj- andi var Ásgeir Blöndal Magnússon. Gerði hann nokkra grein fyrir til- gangi þessa félags, ef stofnað yrði, og drap á helstu verkefni sem biðu þess: í fyrsta lagi að vinna að vexti og við- gangi íslenskra fræða og í öðru lagi að tryggja rétt félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra. Frá þessum upphafsfundi segir síðan í Fundabók félagsins: Nokkrar umræður urðu um málið fram og aftur og voru allir ræðumenn þess mjög fýsandi að félag þetta yrði stofnað. Var þá tillaga fundarboð- enda um félagsstofnunina borin upp og samþykkt með samhljóða atkvæð- um allra fundarmanna. Í lok fundarins var kosin nefnd til að fjalla um uppkast að lögum félags- ins. Hana skipuðu Jón Jóhannesson, Kristján Eldjárn og Árni Krist- jánsson. Tveim vikum síðar var á sama stað efnt til „framhaldsstofnfundar fé- lagsskapar um íslenzk fræði". Þar spunnust nokkrar umræður um nafn félagsins. Lagt hafði verið til að fé- lagið héti „Saga og tunga". „Mætti það nafn þegar miklum andblæstri," segir í Fundabók. Var þá leitað til- lagna um önnur nöfn, og kom hin fyrsta frá Helga Halldórssyni sem lagði til að félagið héti „Félag ís- lenzkufræðinga". Það hlaut heldur ekki mikinn hljómgrunn; „var því einkum fundið til foráttu að þeim sem hefðu Íslandssögu að sérgrein mundi þykja gengið fram hjá sér með þeirri nafngift." Þá kom fram „miðlunar- uppástunga" frá Bjarna Vilhjálms- syni og Jóhannesi Halldórssyni, að nafnið yrði: Félagið „Íslenzk fræði". „Létu flutningsmenn þess þó getið, að þeir væru engan veginn ánægðir með nafnið, en það hefði þó þann kost að engum gæti fundizt fram hjá sér gengið" (úr Fundabók). Þriðja uppástungan kom frá Ólafi Briem þess efnis að félagið héti Félag íslenzkra fræða. Síðan segir í Fundabók: Eftir allmikið þóf fram og aftur dró Helgi Halldórsson sína tillögu til baka, en hinar voru bornar undir atkvæði. Var þá fyrst borin fram tillaga Bjarna Vil- hjálmssonar og Jóhann- esar Halldórssonar og féll hún með jöfnum atkvæðum ... en tillaga Ólafs Briem var samþykkt með 6 atkv. gegn 3. Á þessum síðari stofnfundi var að lokum kosin fyrsta stjórn félagsins. Ásgeir Blöndal Magnússon var kjör- inn formaður, Árni Kristjánsson rit- ari og Helgi Halldórsson gjaldkeri. Félag íslenskra fræða er enn í fullu fjöri og ber aldurinn vel þrátt fyrir árin sextíu. Félagið er ávallt trútt uppruna sínum, en hlutverk þess hef- ur þó aðeins breyst í áranna rás. Það er varla lengur réttinda- og hags- munasamtök fyrir félagsmenn; með breyttum tímum hafa aðrir tekið að sér það hlutverk. Nú er tilgangur fé- lagsins fyrst og fremst sá að skapa vettvang fyrir fræðilega umræðu, eða eins og segir í 2. gr. núgildandi laga: „að efla íslensk fræði og efna til skoðanaskipta og samvinnu um þau úrlausnarefni sem fyrir liggja hverju sinni." Þetta hefur félagið jafnan í heiðri, og heldur sín kunnu og sígildu rannsóknarkvöld reglulega yfir vetr- armánuðina. Á aðalfundi FÍF, 6. október síðast- liðinn, tók ný stjórn við taumunum. Á undanförnum mánuðum hefur hún kappkostað að bæta og efla þá þætti er lúta að innviðum og innra starfi fé- lagsins, og með því treyst stoðirnar. Strax var hafist handa við að endur- skoða lög félagsins, sem voru orðin úrelt og ekki í takt við núverandi hlutverk og starfsemi félagsins. Ný lög voru síðan samþykkt á aðalfundi félagsins, 29. mars sl. Þá hefur stjórnin lagt kapp á að bæta við nýj- um félagsmönnum. Skráðir félagar eru nú ríflega 300 talsins. Sex rannsóknarkvöld voru haldin í vetur. Þau voru öll vel sótt, og spunn- ust fjörugar umræður eftir hvern fyrirlestur. Lögð var áhersla á að sýna hversu margvísleg viðfangsefni íslenskra fræðimanna eru, og var ungu fólki einkum gefið tækifæri. Á hugvísindaþingi sem haldið var í Háskóla Íslands dagana 9.–10. mars sl. stóð félagið fyrir afmælismálstofu. Þar fluttu erindi Daisy L. Neijmann, sem gegnir stöðu lektors í íslensku við University College í London, Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Ís- lands, og Höskuldur Þráinsson, pró- fessor í málfræði við Háskóla Ís- lands. Málstofan heppnaðist afar vel, enda erindin áhugaverð, og áheyr- endur létu sig heldur ekki vanta. Í dag býður stjórn Félags ís- lenskra fræða félagsmönnum og öðr- um velunnurum til afmælisfagnaðar í Skólabæ við Suðurgötu kl. 17.15. Þar verður m.a. kynnt nýtt merki félags- ins og ný heimasíða tekin formlega í notkun. Félag íslenskra fræða 60 ára Félag íslenskra fræða ber ald- urinn vel að mati Þórða Inga Guðjónssonar » Stjórnin hefur lagtkapp á að bæta við nýjum félagsmönnum. Skráðir félagar eru nú ríflega 300 talsins. Þórður Ingi Guðjónsson Höfundur er íslenskufræðingur og formaður Félags íslenskra fræða. KONUR, nú er lag til að kjósa konu sem forsætisráðherra. Ég vona að við séum jafn víðsýnar og áræðnar og árið 1980 þegar við kus- um Vigdísi Finn- bogadóttur til for- seta. Við getum ekki enn á ný látið karla um að stjórna land- inu. Þeir hafa gert það undanfarin ell- efu hundruð ár og við verðum að láta til skarar skríða og taka sjálfar við. Konur, eftir tólf ára stjórnarsetu ætti næstum því allt að vera í himna- lagi. En er það svo? Ég vona að kon- ur svari þessari spurningu sjálfar og láti ekki blekkjast af þessum nýju loforðalistum stjórnarmanna sem munu kosta okkur um 400 milljarða ef allt verður efnt sem gera á. Okk- ur er talin trú um að allir hafi það afar gott á Íslandi. En það eru bið- listar víða í kerfinu og það vantar um 400 hjúkrunarrými sem sam- svarar eins og einu hóteli. Börn og geðsjúkir bíða eftir greiningu og plássi mánuðum saman. Við erum ein ríkasta þjóð heims en samt eru velferðarmálin ekki í góðu lagi eftir sextán ára hægri stjórn. Hvers vegna ætli svo sé? Jú, forgangsröð- unin er ekki betri en þetta. Pen- ingaöflin, einkavæðingin og stór- iðjan ganga fyrir málefnum barna, aldraðra og öryrkja. Hverjum dett- ur í hug að fólk geti lifað á 90.000 króna frítekjumarki á mánuði öðr- um en hægri mönnum. Fátækt er ekki fólkinu sjálfu að kenna heldur kerfinu sem samþykkir skamm- arlega lág laun og bætur. Hvers vegna ætli það séu til um 5.000 fá- tæk börn á Íslandi? Svari hver kona fyrir sig. Sjálfstæðismenn óttast ekkert eins mikið og að tapa aftur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Það eru karlar sem virðast líta á stjórn- mál sem einkamál karla og eins kon- ar kappleik sem ekki má tapa. Kon- ur líta á stjórnmál sem tæki til að koma góðu til leiðar, til að koma á jafnvægi í velferðarmálum og að hver einstaklingur fái að njóta sín. Konur eiga að treysta konum til að annast þjóðmálin. Konur hafa alla tíð þurft að berjast fyrir til- verurétti sínum og nú er lag til að jafna hlut kvenna með því að kjósa konu sem forsætisráðherra. Konur, nú er lag Eftir Kolbrúnu S. Ingólfsdóttur Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA á Íslandi er góð en hún er því miður ekki lengur fyrir alla. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að heilu hóp- arnir hafa orðið útundan á undanförnum 12 árum, ýmist vegna ungs ald- urs, elli eða af fjárhagsástæðum. Tekjulágt fólk hefur ekki lengur efni á því að leita læknis eða kaupa lyf, nær 400 aldraðir eru á bið- lista eftir hjúkrunarrými og 170 börn og unglingar bíða á barna- og unglingageðdeild. Það er líka sláandi að þúsundir barna fara ekki til tannlæknis árum saman. 16,8 milljarðar beint úr buddu sjúklinga Á síðustu árum hefur gjaldtaka í heilbrigðisþjónustunni aukist mikið á sama tíma og kjör þerra sem verst eru settir hafa versnað. Á árinu 2005 greiddu sjúklingar og þeir sem urðu fyrir slysum 16,8 milljarða króna „beint úr buddunni“ fyrir heilbrigð- isþjónustu. Heilbrigðiskerfið allt kostaði 96,3 milljarða króna á sama ári og því var hlutur sjúklinga 17,5%. Árið 1980 var hann aðeins 11,8%. Ef það hlutfall hefði haldist óbreytt hefði reikningurinn sem heimili sjúklinga þurftu að greiða árið 2005, verið 5,5 milljörðum lægri. Það sem svíður mest er há gjaldtaka fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir eins og krabbameinsleit, kostnaður vegna slysa og komugjöld á heilsugæsluna. Þessu þarf að breyta. Eitt heilbrigðiskrefi fyrir alla Góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla er órjúfanlegur hluti af velferðarsam- félaginu og sjálfsögð mannréttindi. Vinstri græn kynntu nýlega áætlun gegn vaxandi misrétti í samfélaginu og þar eru heilbrigðismálin ofarlega á blaði. Fáum við til þess stuðning munum við draga markvisst úr hlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni. Við munum setja í forgang að fella nið- ur komugjöld á heilsugæslustöðvar og endurskoða alla gjaldtöku með það fyrir augum að draga úr henni og aflétta með öllu gjaldtöku af tekjulitlu fólki. Við lítum líka til andlegrar heilsu, ekki síður en hinnar líkamlegu. Við ætlum okkur að tryggja hnökralausan rekstur BUGL til langframa og út- rýma biðlistum eftir sálfræði- og geðlæknaþjónustu fyrir börn og ung- menni. Í því felst m.a. að niðurgreiða sálfræðiþjónustu á sama hátt og þjón- ustu geðlækna. Tannviðgerðir aftur inn í tryggingakerfið Sérfræðingar hafa bent á að efnahagur foreldra ræður miklu um hvort börn fara til tannlæknis en tannheilsu barna í öllum aldurshópum hefur hrakað frá árinu 1998 þegar skólatannlækningum var hætt af „samkeppn- isástæðum“. Endurgreiðslur TR vegna tannlækninga barna eru ekki nema brot af því sem þær eiga að vera, vegna þess að enginn samningur hefur verið í gildi við tannlækna árum saman. Þingmenn VG hafa margoft lagt fram frumvarp um að öll börn og ung- menni fái ókeypis tannvernd og almennar tannviðgerðir til 20 ára aldurs. Þar er einnig gert ráð fyrir því að almennar tannviðgerðir og tann- hreinsun aldraðra og öryrkja verði viðurkenndur hluti heilbrigðisþjónust- unnar. Stefna okkar vinstri grænna í heilbrigðismálum hefur mikinn hljóm- grunn. Í könnun sl. vetur kom fram að þjóðin vill ekki einkavæðingu eða tvöfalt kerfi í heilbrigðismálum heldur vill mikill meirihluti að heilbrigð- iskerfið sé hluti af samneyslunni: eitt kerfi fyrir alla, enga efnahagslega þröskulda. Viljum við halda áfram á braut aukinnar gjaldtöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu eða viljum við snúa þróuninni við og tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu óháð efnahag? Um það verður kosið 12. maí. Heilbrigði óháð efnahag Eftir Álfheiði Ingadóttur Höfundur skipar 2. sæti á V-lista í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.