Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 66. FISKIÞING verður haldið á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í dag föstudaginn 27. apríl. Það hefst kl. 13.00 og því verður slitið kl. 17. Fiskiþing er opið málþing um mál- efni er varða sjávarútveginn miklu. Þema þingsins er „Sjávarútvegur og menntun“. „Markmið með því umfjöllunar- efni er í fyrsta lagi að fjalla um hvaða þarfir fyrir menntun eru fyrir hendi í greininni. Í öðru lagi viljum við varpa ljósi á það sem boðið er upp á varðandi menntun fyrir sjávarútveg- inn innan og utan skólakerfisins. Í síðasta lagi viljum við fá álit þeirra, sem starfa innan greinarinnar, á því hvernig til tekst að mæta þeim þörf- um, sem eru fyrir hendi. Þá höfum við freistast til þess að fjalla um ný- lega könnun, sem Samtök atvinnu- lífsins stóðu fyrir, sem leiddi í ljós að ungmennin okkar, sem taka munu við af okkur, hafa – svo vægt sé að orði komist – afar lítinn áhuga á að starfa í greininni. Það hlýtur að valda áhyggjum og kalla á viðbrögð greinarinnar. Til þess að ræða þessi mál höfum við fengið valinkunna einstaklinga, sem þekkja vel til hver á sínu sviði,“ segir í frétt frá Fiskifélagi Íslands. Fiskiþing haldið í dag NOKKUR hundruð lifandi let- urhumrar frá Íslandi, sem fluttir voru á sjávarútvegssýninguna Euro- pean Seafood Exposition í Brussel í Belgíu, hafa vakið mikla athygli sýn- ingargesta. Humrarnir, sem voru veiddir á Hornarfjarðardjúpi, voru fluttir fyrst á humarhótelið, sem er rekið á vegum Matís og Frum- kvöðlaseturs Austurlands. Þar voru þeir kældir niður áður en þeir voru fluttir út með Icelandair Cargo til Brussel. Humrarnir voru svo fluttir á bás fyrirtækisins OOJEE á sýning- unni. Humranir þykja vænir að stærð en þeir eru um 100 grömm að þyngd að meðaltali. Veiðar og flutn- ingur á lifandi humri frá Hornafirði er hluti af tilraunaverkefni Matís, Frumkvöðlaseturs Austurlands og Skinneyjar Þinganess. Það er styrkt af AVS-rannsóknasjóðnum. Sýningar Guðmundur Gunnarsson, Matís, Ari Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Austurlands, og Karl Jóhannesson, OOJEE, með lifandi íslenskan humar á sýningunni í Brussel. Íslenzkur humar í Brussel EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra hefur ákveðið að afnema frá næstu fiskveiðiáramótum svo kallað útflutningsálag. Í álaginu felst að botnfiskafli sem fluttur er óunninn á erlendan markað og sem hefur ekki endanlega verið vigtaður hér á landi fyrir útflutning er reiknaður með 10% álagi til aflamarks. Afnám álagsins er ákveðið í tengslum við samning Íslands við Evr- ópusambandið um bættan markaðsað- gang fyrir tilteknar sjávarafurðir á markaði sambandsins. Jafnframt skip- ar ráðherra þriggja manna nefnd sem skila á tillögum um hvernig fiskkaup- endum hérlendis verður best tryggður möguleiki á að bjóða í þennan fisk áður en hann er fluttur út. Í nefndinni sitja: Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, formaður hennar, Stefán Friðriksson aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum og Kjartan Guð- mundsson fiskverkandi í Reykjanesbæ. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum áður en útflutn- ingsálagið verður afnumið um fisk- veiðiáramótin. Með afnámi álagsins vænkast hagur þeirra, sem flytja óunnin fisk á markað erlendis. Séu til dæmis flutt utan 100 tonn nú, dragast 110 tonn af kvóta við komandi, en eftir breytinguna verður enginn frádráttur. Vegna þessa kann breytingin að vera hvatning til aukins útflutnings. Innlendir fiskverkendur hafa haft horn í síðu þessa útflutnings og vilja fá að eiga möguleika á því að bjóða í þann afla, sem fyrirhugað er að flytja óunnin utan. Útflutningsálag verður afnumið Í HNOTSKURN »Með afnámi álagsins vænkasthagur þeirra, sem flytja óunnin fisk á markað erlendis. »Skila á tillögum um hvernigfiskkaupendum hérlendis verður best tryggður möguleiki á að bjóða í þennan fisk áður en hann er fluttur út. Afnámið í tengslum við samning við ESB ÚR VERINU -./5 -./ 0)   $-) 1 - 0 0 -./ (/ . )  1-" 1-" 0 0 )#1# 2 324 . )  // 1- 1-. 0 0 5* ) ) ) " .0" 1- 1-) 0 0 -./6' -./&" " " / .) $ - 1 - 0 0 MILESTONE hefur ráðist í eina stærstu yfirtöku sem íslenskt félag hefur staðið fyrir með því að kaupa ráðandi hlut í sænska fjármálafyr- irtækinu Invik & Co. AB, jafnframt því að gera öðrum hluthöfum yf- irtökutilboð. Stjórn Invik & Co. mælir með yfirtökutilboðinu en heildarvirði viðskiptanna eru um 70 milljarðar íslenskra króna að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hluti kaupverðsins er fjármagnað- ur af fjárfestingabönkunum Bear Stearns og Morgan Stanley en þeir hafa einnig veitt Milestone ráðgjöf við kaupin og fyrirhugaða yfirtöku. Milestone hefur tryggt sér um 63% atkvæða í Invik & Co. með kaupum á 26% hlut í félaginu og hefur stjórn félagsins mælt einróma með því við hluthafa að þeir gangi að yfirtökutilboði Milestone. Í fram- haldi af því er ætlunin að taka In- vik& Co. af markaði en félagið er skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi (OMX). Kaupin eru háð samþykki eftirlitsaðila í Lúxemborg, Svíþjóð og á Íslandi. Áhersla á nýja markaði Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Karl Wernersson, stjórnarfor- maður vera að nýta sér þá reynslu og þekkingu á norrænum fjármála- markaði sem hann öðlaðist með stjórnarsetu í Glitni og að ástæða kaupanna væri einfaldlega að ná fram sóknartækifærum og einbeita sér að nýjum mörkuðum þar sem vaxtarmöguleikar hérlendis eru takmarkaðir. Með kaupum á Invik & Co. er því rúmlega helmingur eigna félagsins erlendis. Invik & Co. er með víðtæka starfsemi á sænskum trygginga- og fjármála auk þess að vera með sér- hæfða bankastarfsemi í Lúxem- borg. Að sögn Karls eru kaupin liður í því að styrkja stöðu félagsins á :norrænum fjármálamarkaði með áherslu á tryggingastarfsemi og sérhæfða fjármálaþjónustu auk þess sem mikil tækifæri liggi í í samþættingu og samvinnu þessara eininga og horfir hann þar sérstak- lega til Sjóvár og Askar Capital. Það sé ekki fyrirhugað að skipta Invik upp heldur verði lögð áhersla á samstarf milli systurfélaganna. Spurður um mögulegar manna- breytingar segir Karl að rætt hafi verið við yfirmenn Invik og stærstu dótturfélaga og þeir séu hæfilega bjartsýnir á að njóta starfskrafta þeirra áfram. . Eftir kaupin verða heildareignir Milestone um 341 milljarður króna og starfsmenn innan samstæðunnar verða um 900 talsins. Eignarhalds- félagið Milestone er nú alfarið í eigu í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona en Ingunn systir þeirra hefur selt þeim alla hluti sína og stofnað eigið fjárfest- ingafyrirtæki, Inn fjárfestingu ehf. Milestone gerir yf- irtökutilboð í Invik Milestone hefur keypt ráðandi hlut og gert yfirtökutilboð upp á 70 milljarða í sænska fjármálafyrirtækið Invik & Co. Í HNOTSKURN »Milestone hefur keypt ráð-andi hlut í Invik & Co. sem er sænskt fjármálafyrirtækiog gert öðrum hluthöfum yf- irtökutilboð. »Heildarvirði yfirtökunnarum 70 milljarðar og er hún fjármögnuð að hluta af Morg- an Stanley og Bear Stearns » Invik & Co. er skráð íKauphöllinni í Stokkhólmi (OMX). Milestone hyggst taka það af markaði. Höfuðborgin Höfuðstöðvar Invik eru í Stokkhólmi. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX-kauphall- arinnar lækkaði um 1,11% í gær og er hún nú 7.717 stig. Heildarvelta dags- ins var tæplega 15,8 milljarðar króna og en þar af var velta með hlutabréf fyrir um 11 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf Ex- ista, alls fyrir um 4,2 milljarða en bréf í Kaupþingi skiptu um hendur fyrir um 2,1 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum fær- eyska olíuleitarfyrirtækisins Atlantic Petroleum en þau hækkuðu um 2,84% og mest lækkun varð á bréfum Nýherja hf. Lækkuðu þau um 3,41%. Lækkun í kauphöllinni ● INGVAR Helgason ehf. hefur keypt fyrirtækið ALP ehf. sem rekur bílaleig- urnar AVIS og Budget á Íslandi. Stofn- að verður sérstakt eignarhaldsfélag um þessa fjárfestingu. Í tilkynningu kemur fram að kaupverð sé trún- aðarmál en ráðgjafi seljanda var fyr- irtækjaráðgjöf Glitnis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreið- anleikakönnun og samþykki AVIS/ Budget, eiganda vörumerkja AVIS og Budget, sem ALP er umboðsaðili fyrir. ALP hefur verið í eigu fjárfesta undir forystu Hjálmars Péturssonar und- anfarin þrjú ár en hann er jafnframt framkvæmdastjóri þess. Á þessum tíma hefur mikill vöxtur verið í starf- semi bílaleignanna en samanlagður bílafloti er nú tæplega 1.200 bílar. Ingvar Helgason kaupir ALP ● ICEBANK, sem áður hét Spari- sjóðabankinn, hefur gengið frá samn- ingum um stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. Andvirði lánsins er 217 milljónir evra, um 19 milljarðar króna, og er það rúmlega tvöfalt hærri upphæð en upphaflega var óskað eft- ir. Ástæðan er sú að eftirspurn eftir þátttöku í láninu var gífurlega mikil enda standa alls 34 evrópskir bankar að láninu. Samningurinn var undirritaður í Berchtesgaden í Þýskalandi en lánið er leitt af fjórum bönkum: BayernLB og HSH Nordbank frá Þýskalandi, For- tis frá Belgíu og Raiffeisen Zentral- bank frá Austurríki. Lánsfénu á samkvæmt frétta- tilkynningu að ráðstafa til frekari vaxt- ar bankans. Icebank tekur stórt lán HAGNAÐUR Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta nam 69,16 milljónum evra, jafngildi 6,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórð- ungi ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagn- aður bankans 276 milljónum evra, ríflega 24 milljörðum króna, og er því um verulegan samdrátt að ræða. Þess ber þó að geta að á fyrsta fjórðungi 2006 seldi bankinn stóran hlut í Íslandsbanka, sem þá hét, og hafði sú sala mikil áhrif á afkomuna. Annað sem áberandi er í uppgjör- inu að arðstekjur meira en tvöfaldast á milli ára, eru 17,1 milljón nú en voru 7,9 milljónir í fyrra. Líkt og á við um aðra íslenska banka hefur hægt á vexti Straums- Burðaráss en bankinn hefur þó opn- að skrifstofur erlendis að undan- förnu sem meðal annars endurspegl- ast í því að rekstrarkostnaður hefur hækkað þó nokkuð á milli ára. Heildareignir hafa vaxið um tæp 20% frá áramótum og eigið fé um 3% en arðsemi eigin fjár á fjórðungnum var 19,9% á ársgrundvelli. Eiginfjár- hlutfall var 32,8% en var 37,6% um áramótin og hið svokallaða Tier 1- eiginfjárhlutfall var 30,3% nú en 35,2% um áramótin. Þess má geta að slíkt hlutfall er eingöngu reiknað þegar bankar eru annars vegar. Gengi bréfa Straums-Burðaráss lækkaði um 2,45% í OMX kauphöll- inni í gær sem bendir til þess að upp- gjörið hafi verið undir væntingum markaðsaðila og hið sama má lesa í Morgunkorni Glitnis í gær. Þar er bankinn jafnframt gagnrýndur fyrir slaka upplýsingagjöf og sagt að fjár- festar eigi bágt með að mynda sér rétta hugmynd um gengi bankans. Undir vænting- um Uppgjör Straumur-Burðarás fjárfesting- arbanki hf. sverrirth@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.