Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 47 Prikið DJ Andri 21–00, De La Rósa 00–05 Players Von NASA Rokk gegn biðlistum Domo Steven Markus Bernstein Hressó Dúettinn Pub-lic/DJ Maggi Barinn TaTaTa/DJ Kvikindið Grand Rokk Changer Loftkastalinn Reisum Rósenberg Sunnudagur <til sælu> Loftkastalinn Reisum Rósenberg Seltjarnarneskirkja Kór MR kl. 20 Norræna húsið 15:15 tónleikar Caput Föstudagur <til fjár> Café Oliver PS Daði 21–00, DJ JBK & DJ Steinar 00–04 Prikið Frankó og Friskó 21–00, Gulli í Ósóma 00–05 Players Greifarnir NASA Sálin hans Jóns míns Hressó Hljómsveitin Touch/DJ Maggi Barinn DJ Bjössi Hafnarhúsið Nouvelle Vague Laugardagur <til lukku> Café Oliver DJ Vala 21–00, PS Daði 00–04 Vegamót DJ JBK ÞETTA HELST UM HELGINA » Morgunblaðið/Kristinn Sálin Verður á NASA í kvöld. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HLJÓMSVEITIN fjölmenna Hjaltalín hefur í nógu að snúast í kvöld, því ekki er bara að sveitin leikur á NASA í tónleikaröðinni „Plokkað um land- ið“ með Lay Low, Pétri Ben og Ólöfu Arnalds, heldur stendur hún líka að tónleikum á Grand Rokk með Diktu. Hjaltalín er hátt í þriggja ára gömul, stofnuð haustið 2006 og þótt mannabreytingar hafi orðið snemma á æviferli hennar hefur sami kjarni verið í henni frá upphafi og nánast engin breyting á lið- skipan í rúmt ár. Þannig skipa sveitina í dag níu manns; Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðs- og harmonikkuleikari, Viktor Orri Árnason fiðluleik- ari, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Högni Egilsson söngvari og gítarleikari, Axel Har- aldsson trommuleikari, Sigríður Thorlacius söng- kona og slagverksleikari, Grímur Helgason klarin- ettuleikari, Þorbjörg Daphne Hall sellóleikari og Rebekka Bryndís Björnsdóttir fagottleikari. Breiðskífa með haustinu Guðmundur Óskar segir að á tónleikunum á NASA verði eðlilega ekki mörg Hjaltalínslög í boði enda ekki nema tuttugu mínútur til afnota, en svig- rúm fyrir meira á Grand Rokk. „Fyrir flestum eru lögin eflaust öll ný af nálinni, en þeir sem fylgst hafa með okkur á síðustu mánuðum fá að heyra eitt glænýtt lag á NASA,“ segir hann, en sveitin er sem stendur að hljóðrita nýja breiðskífu sem koma á út með haustinu. Hann segir að upptökur hafi gengið vel en tekið meiri tíma en ætlað var í upphafi, ann- ars vegar vegna þess að þótt fljótlegt hafi verið að taka grunna þá taki það drjúgan tíma að bæta við hljóðfærum, fiðlu, fagotti, sellói og klarínettum, og svo hins vegar vegna þess að allir hafi svosem í nógu að snúast öðru en hljómsveitarstússi. Lýsa eftir útgefanda Upptökur hafa farið fram út um allt, eins og Guðmundur Óskar orðar það, „en þeir voru svo vinsamlegir við okkur strákarnir í Slowblow að þeir leyfðu okkur að nota nýja stúdíóið sitt, en við höfum líka tekið upp í Hljóðrita meðal annars," segir hann og bætir við að ekki sé gott að segja hvenær platan komi út, líklegast í haust og vonandi fyrir Airwaves. Hvað útgáfuna sjálfa varðar segir hann ekkert liggja fyrir um það hvort sveitin gefur út sjálf eða fær einhvern til þess. „Ef einhvern langar til að gera okkur gott tilboð, þá er það vel- komið,“ segir hann en bætir við að þau séu ekki að bíða eftir neinu slíku, þau geti eins gefið skífuna út sjálf. Dikta enn vinsæl í Katar Varðandi tónleikana á Grand Rokk má geta þess að Dikta, sem hefur ekki spilað hér á landi síðan á þrettándanum, hyggst frumflytja glæný lög í kvöld, en sveitin er að undirbúa nýja breiðskífu. Sú síðasta, Hunting For Happiness, kom út í Bret- landi fyrir skemmstu og lagið Breaking The Wa- ves er í fjórða sæti á katarska rokksmáskífulist- anum. Öld stórsveitanna runnin upp Kjarni Hjaltalín er hátt í þriggja ára gömul og þó mannabreytingar hafi orðið snemma á æviferli hennar hefur sami kjarni verið í henni frá upphafi Níu manna hljómsveitin Hjaltalín leikur á tvenn- um tónleikum í kvöld TÖLUM SAMAN Kosningarnar snúast um þitt val. Við viljum heyra þín sjónarmið og kynna okkar áherslur. Fáðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í heimsókn á þinn vinnustað. Hafðu samband í síma 515 1777 eða á xd@xd.is Einnig er hægt að senda inn spurningu til Geirs og Þorgerðar á www.xd.is Nýir tímar - á traustum grunni INDVERSKUR dómstóll gaf í gær út handtökuskipun á hendur banda- ríska leikaranum Richard Gere fyr- ir að kyssa indversku leikkonuna Shilpa Shetty ítrekað uppi á sviði á samkomu þar sem verið var að hvetja til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis. Samkoman fór fram 15. apríl og vakti framkoma Gere mikla athygli og andúð og jafnvel mótmæli á Ind- landi, aðallega af hálfu herskárra hópa Hindúa, sem töldu Gere hafa með þessu ráðist á indverska menn- ingu og niðurlægt Shetty. Í handtökuskipuninni, sem dóm- stóll í Jaipur gaf út í gær, segir að Gere hafi gerst sekur um ósiðlega framkomu á almannafæri. Mun lög- maður í borginni hafa lagt fram kæru á hendur leikaranum. Reuters Kossaglaður Richard Gere knúsar Shilpa Shetty. Handtekinn fyrir kossa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.