Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 33
„AFNÁM launaleyndar engin töfralausn“ var fyrirsögn fréttaskýringar
á forsíðu Morgunblaðsins á þriðjudaginn. Viðmælendur blaðamanns segja
þetta að vísu aldrei. Annar þeirra segir að breytingartillaga Guðrún-
arnefndar Erlendsdóttur um að afnema skyldu til launa-
leyndar gangi varla nógu langt. Hinn segir langt í frá að
slíkt afnám jafni launamuninn. Það sé þó „skref, vilja-
yfirlýsing um að menn séu að skoða alla hluti sem hugs-
anlega geta viðhaldið launamuninum“. Þessi viðmælandi
var Margrét Kristmannsdóttir, forystumaður kvenna í at-
vinnulífi og frambjóðandi á S-listanum í Reykjavík suður.
Raunar hefur enginn haldið því fram að afnám launa-
leyndar sé töfralausn. Það sem flestir aðrir en SA og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa þó orðið sammála um á síðari árum er þetta: Samn-
ingsbundin launaleynd er hluti af því kerfi sem skapar launamun kynjanna
– misrétti gagnvart helmingi landsmanna – ranglæti sem í tíð núverandi
ríkisstjórnar hefur í tölum minnkað um 0,3% á tólf árum, úr 16 í 15,7% svo
einungis sé tiltekinn svokallaður óskýrður launamunur. Af þessum sökum
er sjálfsagt að verja launafólk með lögum gegn því að verða að gangast
undir leynd um laun sín. Um þetta er að ræða í frumvarpsdrögum Guðrún-
arnefndarinnar, og er komið þangað úr lagafrumvarpi sem Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir flutti upphaflega. Þessu voru sammála forstjórarnir Bjarni
Ármannsson og Þórólfur Árnason á landsfundi Samfylkingarinnar.
Í fréttaskýringunni er rætt við góðan fræðimann, Lilju Mósesdóttur.
Hún bendir á þá leið gegn launaleyndinni að trúnaðarmenn á vinnustöðum
hafi aðgang að launaupplýsingum og geti á þann hátt borið saman laun
starfsmanna. Um þetta er lagabókstafur í Finnlandi og Svíþjóð. Þessi skip-
an er að mínu viti kjörin. Það er hinsvegar misskilningur í fréttaskýring-
unni að önnur tillagan útiloki hina. Það færi einmitt dável saman, að af-
nema skyldu til launaleyndar og að gefa trúnaðarmönnum færi á
samanburði launa samkvæmt ákveðnum reglum.
Tillögur ASÍ
Í jafnréttistillögu stjórnarandstæðinga á þinginu í vetur var gert ráð fyrir
slíkri skipan meðfram leyndarafnámi og rætt um sérstaka jafnréttisfull-
trúa í stærri fyrirtækjum. Og í störfum Guðrúnarnefndar kom beinlínis
fram tillaga um slíkt hlutverk trúnaðarmanna, frá Alþýðusambandi Ís-
lands. ASÍ var reyndar ekki að tala um Finnland og Svíþjóð heldur benti á
fyrirmynd í samkomulagi sínu frá 2004 við SA um kjör erlendra starfs-
manna. Þar er kveðið á um að trúnaðarmenn geti skoðað launaupplýs-
ingar, eða fulltrúar stéttarfélagsins ef enginn er trúnaðarmaðurinn. Í til-
lögum ASÍ sagði að þessi lausn gengi varla með lögboði einu saman heldur
yrðu slíkar reglur að byggjast á samkomulagi milli samtaka atvinnurek-
enda og launafólks, rétt einsog í tilviki erlendu starfsmannanna. Laga-
ákvæði eitt saman væri gagnslítið.
Þegar við í Guðrúnarnefndinni leituðum álits á þessu hjá SA var svarið
einfalt: Nei. Það svar er ástæðan fyrir því að þetta er ekki lagt til í frum-
varpsdrögum nefndarinnar en látið sitja við ákvæðið um afnám samnings-
bundinnar launaleyndar og verulegan rétt Jafnréttisstofu til upplýs-
ingaöflunar.
Þessi ákvæði þóttu varaformanni Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði K.
Gunnarsdóttur, samt „of róttæk“. Þessvegna þorði Magnús Stefánsson
Framsóknarráðherra ekki að leggja frumvarpsdrögin fram á þinginu í vor
þótt fulltrúi flokksins í nefndinni lýsti stuðningi við þau. Það er SA og
Sjálfstæðisflokknum að kenna að þessi skref skuli ekki hafa verið stigin.
Þau verða hinsvegar stigin eftir kosningar ef Samfylkingunni og öðru jafn-
réttisfólki tekst að fella ríkisstjórnina.
Skylda til launaleyndar
þáttur í misréttinu
Eftir Mörð Árnason
Höfundur er frambjóðandi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
SIGURÐUR Kári Kristjánsson
skrifar grein hér í blaðið sl. mánu-
dag og lýsir þar sérkennilegri könn-
un Capacent Gallup á viðhorfi fólks
til skattamála sem
rothöggi á meinta
„skattastefnu“
vinstri flokkanna.
Klappstýrur kosn-
ingabaráttu Sjálf-
stæðisflokksins á rit-
stjórn
Morgunblaðsins höfðu í forystugrein
á laugardag og í Reykjavíkurbréfi á
sunnudag einnig dregið víðtækar
ályktanir af þessari könnun, án
nokkurra skynsamlegra forsendna.
Könnun Capacent segir nefnilega
nokkurn veginn ekki neitt. Hún
sýndi að 74% þjóðarinnar töldu
tekjuskatt of háan. Það segir í sjálfu
sér ekkert – ætli okkur finnist ekki
öllum óþarfi að borga meira en við
nauðsynlega þurfum í skatt. Á hinn
bóginn vill mikill meiri hluti þjóð-
arinnar betri velferðarþjónustu.
Faglega boðleg skoðanakönnun
hefði því spurt annarrar spurningar
í kjölfarið, sem er sú hvort afstaða
fólks væri önnur ef ljóst væri að
lægri skattur hefði í för með sér lak-
ari velferðarþjónustu.
Helsta afrek Sjálfstæðisflokksins
í velferðarmálum undanfarin kjör-
tímabil felst í víðtækri biðlist-
avæðingu velferðarþjónustunnar.
Bið eftir hjartaþræðingu er hálft ár,
lengri eftir heyrnartækjum og lið-
skiptaaðgerðum, eitt og hálft ár eftir
plássi á BUGL. Engu að síður er
helsta markmið heittrúarmanna í
Sjálfstæðisflokknum að bæta enn í
þegar loforð um skattalækkanir eru
annars vegar.
Staðreynd málsins er sú að bætt
staða ríkissjóðs undanfarin ár stafar
fyrst og fremst af auknum skatt-
tekjum vegna ofþenslunnar, en ekki
af hagræðingaraðgerðum eða að-
haldi í ríkisútgjöldum. Skattalækk-
anir undanfarinna ára hafa ýtt undir
verðbólgu og grafið undan tekjuöfl-
unarkerfi ríkissjóðs. Þess vegna er
spáð halla á ríkissjóði strax á næsta
ári – beint í kjölfar mesta upp-
gripaskeiðs Íslandssögunnar. Sú
staðreynd er óbrotgjarn minnisvarði
um efnahagsklúður Sjálfstæð-
isflokksins.
Frjálshyggjumódel Sjálfstæð-
isflokksins er einfalt: Endalaus of-
þensla og eignasala til að fjármagna
skattalækkanir. Þessi efnahags-
stefna hefur verið reynd áður – í tíð
Reagans og Thatcher. Árangurs-
leysi hennar hefur verið staðfest
með eftirminnilegum hætti í stjórn-
artíð Clintons og Blairs. Það kom í
hlut jafnaðarmanna að endurreisa
velferðarkerfið í Bretlandi eftir að
ofsatrúarmenn skattalækkana höfðu
unnið á því óbætanlegan skaða.
Spurningin er hversu lengi íslenskir
kjósendur ætla að láta innlenda trú-
bræður þeirra leika lausum hala.
Frjálshyggjuliðið stígur fram
Eftir Árna Pál Árnason
Höfundur er lögfræðingur og
skipar 4. sætið á lista Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjör-
dæmi.
KOSNINGARNAR 12. maí nk.
verða merkustu kosningar í sögu
lýðveldisins.
Þetta kjörtímabil
hafa hver ólögin af
öðrum verið sam-
þykkt á Alþingi.
Vafi leikur á hvort
Ísland er „lýðveldi“
í raun.
Fyrst skal nefna
Eftirlaunalögin al-
ræmdu sem afgreidd voru á met-
hraða; frumvarpið birt 10.12., orðin
lög 15.12. 2003. ALLT var gert til
að keyra þessi ólög í gegnum þing-
ið. Þar fengu ráðherrar, þingmenn
og svokallaðir „æðstu menn rík-
isins“ stófelldar hækkanir, eft-
irlaunaprósenta hækkuð úr 70% í
80% en venjulegt fólk hefur ca 55–
65%. Eftirlaunaaldur fór niður í 55
ár. Hjá öðrum er hann 67 ár. Ein
samfelld hneisa. Samþykkt þessara
laga er einn mesti álitshnekkir sem
Alþingi hefur sætt í augum Íslend-
inga og er þó af nógu að taka. Ekki
var í stefnumálum fyrir kosningar
að hækka ætti laun alþingismanna.
Þessi ólög verða afnumin um leið
og ábyrg stjórn nær völdum hér á
landi. Brýnna er að hækka laun lág-
launafólksins. Síðan komu hrásoðin
fjölmiðlalög sem þvingað var í
gegnum þingið AÐ VILJA þáv. for-
sætisráðherra. Gífurleg óánægja
alls þorra landsmanna skipti engu.
Svo fór að forseti synjaði þeim stað-
festingar. Þáv. forsætisráðherra
gat EKKI hugsað sér „lýðræðislega
atkvæðagreiðslu“, öðru nafni
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU
svo að frumvarpið var frekar dreg-
ið til baka. Svona lagað ætti að sýna
þjóðinni hversu gerræðisleg núver-
andi stjórnvöld eru. Alþýða manna
má ENGU ráða, EKKERT hafa um
mál að segja. Er það lýðræði?
Flokkarnir á Alþingi Íslendinga
eru samspyrtari en við höldum.
Hvers vegna annars samþykktu
þeir samhljóma enn ein ólögin í
snatri í des. 2006? „Lög um stjórn-
málaflokka“, algert nýmæli og for-
dæmislaus. Þar var lögfest að „eng-
in ný stjórnmálasamtök“ fengju
eyri í kosningastyrk. Rökin fyrir
lagasetningunni: "Til að auka
traust á stjórnmálastarfsemi og
efla lýðræðið“, eru alger þvæla og
rökleysa. Á mannamáli þýðir þetta
að flokkarnir á þingi vilja enga
samkeppni. Þeir eru í spilling-
arklíku allra flokka.
Vitað að var að „eldri borgarar
og öryrkjar“ ætluðu að stofna sam-
tök, jafn uppgefnir og þessir aðilar
eru orðnir á svikum stjórnvalda, en
núv. stjórnvöld skerða svo svívirði-
lega lífskjör þessa þjóðfélagshóps
að líkja mætti við ofsóknir.
Endurreisn lýðræðis byggist á að
við þorum að velja flokk eftir
stefnumálum en kjósa EKKI alltaf
sama flokk þótt stefna hans sé gegn
okkar hagsmunum. Við verðum að
sjá að SÉRSTAKLEGA Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur yfirgefið upp-
runaleg gildi sín. Forysta hans
styður ekki lýðræði, heldur flokks-
ræði.Flokkurinn hefur gleymt „ein-
staklingnum“ – er orðinn flokkur
hinna ríku; einu skattalækkanirnr
eru til fyrirtækja og ofurtekjufólks.
Sjálfstfl. þarf að finna uppruna
sinn. Jón „forseti“ leit upp til landa
sinna á þjóðfundinum 1851. Hann
trúði á mannúð, samheldni og rétt-
sýni þeirra. Hefði hann ella barist
fyrir "lausn undan oki Dana"?
Norðurlöndin eru velferðarríki,
sem hlúa að eldra fólki, öryrkjum
og búsetumálum þeirra. Hvað er
meiri falleinkunn á stjórnina en að
margir úr þessum hópi hafa flúið
Ísland og sest að á Norðurlönd-
unum?
Kjósið „X-E“.indra@isl.is „X-E“
Hvernig þjóðfélag viljum við?
Lýðræði og velferð?
Eftir Arndísi H. Björnsdóttur
Höfundur er formaður Baráttu-
samtaka eldri borgara og öryrkja.
SAMFYLKINGIN er stofnuð með ákveðin mark-
mið í huga. Hún er stofnuð til að breyta áherslum í
þjóðfélagi okkar; hliðra opinberri umræðu þannig
að í hverju máli verði spurt að því hvernig hags-
munir fjöldans verða best tryggðir gegn sérhags-
munum. – Innan þeirrar lýð-
ræðislegu breiðfylkingar sem
Samfylkingin er er rými fyrir
hvern þann einstakling sem
setur hagsmuni almennings í
fyrirrúm.
Í kosningunum í vor geta
kjósendur valið um:
Ríkisstjórnarflokka sem nú
lofa að bæta um betur fyrir allt það sem þeir hafa
vanrækt í hálfan annan áratug.
Vinstri græn sem eru ýmist hlynnt eða mótfallin
umhverfisspjöllum, allt eftir því hver á í hlut, auk
þess að vera flokkur sem lítur á útlönd sem ógn en
ekki tækifæri.
Smáflokka sem eru til þess eins fallnir að láta at-
kvæði þeim greidd falla dauð og stuðla þannig að
áframhaldandi setu ríkisstjórnarinnar. Gagnvart
þessari flóru stendur Samfylkingin undir styrkri
forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hefur
náð lengst kvenna inn á það svið þar sem hið raun-
verulega pólitíska vald býr í íslensku samfélagi.
Fyrir þann árangur, hefur hún mátt þola persónu-
legan áróður gegn sér, sem er af allt öðrum toga en
sá sem karlmenn í sömu stöðu verða fyrir. Af þeim
sökum læðist óneitanlega að manni sá grunur að of
margir í þjóðfélagi okkar telji að konur eigi ekki er-
indi þegar til hinna raunverulegu valda komi. Þá
bresti þolinmæðina gagnvart konu og meðvitað og
ómeðvitað sé Ingibjörg Sólrún í opinberri umræðu
látin gjalda þeirrar velgengi sem hún hefur átt að
fagna á stjórnmálaferli sínum, vegna þess að hún er
kona.
Á kjördag er rétt að hafa í huga að:
Í áratugi voru íslenskir jafnaðarmenn þjakaðir af
sundurlyndi og létu öðrum stjórnmálaöflum eftir að
ráða för íslensks samfélags.
Með stofnun Samfylkingarinnar var lagður
grunnur að breiðu og frjálslyndu stjórnmálaafli sem
hefur alla burði til að verða meginflokkur íslenskra
stjórnmála næstu áratugi þar sem sameinast undir
einu merki félagshyggja, jöfnuður og náttúruvernd
auk skynsamlegrar og hógværrar auðlinda- og
skattastefnu.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem gengur
markvisst mót ögrandi verkefnum framtíðarinnar
hvort sem þau er að finna hér á landi eða erlendis.
Með opnum hug og fordómaleysi gagnvart erlendu
samstarfi, býðst þeirri kynslóð Íslendinga sem nú er
vaxa upp að færa sér í nyt þau bestu tækifæri sem
ungu fólki bjóðast. Aðeins í alþjóðlegu samstarfi
nýtist kraftur þjóðarinnar til fulls í þeim brýnu
verkefnum sem bíða uppvaxandi kynslóðar.
Kosningar eru alvörumál
Eftir Bolla Héðinsson
Höfundur er hagfræðingur.
AF HVERJU auka VG fylgið mið-
að við kannanir? Skýringar eru
nokkrar en ein sennileg, að meðal
fólks er vitundarvakning um þá
óstjórn og ógöngur sem þjóðlíf okk-
ar er komið í.
Óstjórn og ásetn-
ingur núverandi
stjórnarflokka er að
byggja upp í landinu
tvær þjóðir, þ.e. hóp
manna sem þykjast
eiga allan afrakstur
úr þjóðarbúinu til eigin nota og síðan
almenning sem þrælar við að skapa
fjármuni þjóðarinnar. Stórum hluta
manna er haldið á launum sem ekki
duga til framfærslu. Það er í þessum
hópi sem vakning er að hefjast og
þangað sækja VG fylgi meðal ann-
ars. Fylgið byggist á nýrri hugmynd
ungra einstaklinga sem skynja þá
staðreynd að hægri öflin eru að fara
illa með þá. Þessir einstaklingar sjá,
meðvitað og ómeðvitað, að verið er
að leiða þá áfram í samfélagsform
sem aldrei getur gengið til lengdar,
þ.e. form misréttis og ójafnaðar sem
valdið hefur flestöllum vandræðum í
samskiptum manna og þjóða hingað
til. Augljóst er að form kapítalista og
kommúnista í samskiptum fólks er
löngu úrelt. Kapítalistar sem nú sjá
fyrir minnkandi fylgi berjast sem
aldrei fyrr fyrir því að halda gömlu
kerfi einstaklingshyggju gangandi á
kostnað félagshyggju. Merkilegt ef
við ætlum öll að lifa saman á landinu.
Kommúnistar eru raunar löngu
dauðir en þeir féllu í þá gryfju að
setja einræði og kapítalista í allar
stjórnunarstöður og héldu við mis-
réttinu sem aldrei fyrr. Hin nýja
bylgja leitast við að finna samfélags-
form sem hentar fjöldanum og vinna
gegn samskiptaformi sem er bæði
gamalt og úrelt fyrir löngu. Hvers
vegna er launamálum þannig farið
að einstaklingur getur eytt tvö
hundruð milljónum í afmælið sitt á
meðan annar á ekki fyrir bíómiða?
Þetta hefur alltaf verið svona segja
margir en á þetta alltaf að vera
svona? Það er hin nýja hugsun.
Þetta á ekki að vera svona. Hvers
vegna fá örfáir leyfi til þess að selja
aðgang að fiskimiðunum okkar í eig-
in þágu? Af því leiðir hrun í sjáv-
arbyggðum um allt land. Af hverju
voru bankar landsins næsta gefnir
einstaklingum? Af hverju sækja
sjálfstæðismenn svona stíft að skapa
tvær þjóðir í landinu m.a. með því að
einkavæða Landsvirkjun, skóla,
sjúkrahús, mögulega olíuvinnslu,
vatnsréttindi, vegakerfið og hvað-
eina sem hingað til hefur verið sam-
eign landsmanna? Það á meira að
segja að græða á mennta- og heil-
brigðiskerfinu með nýjum silkihúf-
um. Ef fer sem horfir getur þjóðlífið
litið út eitthvað á þessa leið eftir
nokkur ár: Stétt auðmanna ræður
öllum rekstri landsins og hirðir af-
rakstur landsins eins og hann leggur
sig. Auðmenn hafa eignast öll verð-
mæt landsvæði Íslands, ár, vötn,
flestallar fasteignir landsmanna og
hvaðeina sem hægt er að græða á.
En þetta virðist draumsýn sjálf-
stæðismanna, að hverfa til fornra
búskaparhátta kerfisins. Menn uppi
og þrælar niðri. Þessi samansafnaði
auður gengur svo í arf og þá koma
varnaðarorð Þorgeirs Ljósvetn-
ingagoða í hug sem eru eitthvað á
þessa leið: „Þótt konungur þessi sé
góður er ekki víst að niðjar hans
verði það.“ Hvernig fara svo auð-
menn, hin ríka stétt framtíðarinnar,
með það vald sem Sjálfstæðisflokk-
urinn er að færa þeim í dag? Það er
spurning hvort vakning unga fólks-
ins og félagshyggja fái hér rönd við
reist.
Vinstri grænir
Eftir Hjálmar Jónsson
Höfundur er rafeindavirki.