Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 24
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég kom fyrst með móðurminni hingað að Gegnis-hólaparti sem krakki þeg-ar hún var ráðskona hér á bænum í nokkur sumur. Ég hélt áfram að vera hér á sumrin eftir að hún lét af ráðskonustarfinu, því ég var með fráhvarfseinkenni og gat varla hugsað mér að vera í Reykjavík á sumrin. Ég var því í sextán sumur í sveit hér hjá bræðrunum Sigurði og Jóhannesi Árnasonum sem bjuggu á Gegnishólaparti og voru einhleypir. Nú eru þeir báðir dánir en ég þekkti þessa menn betur en marga sem eru skyldari mér. Ræturnar eru því sterkar og staðurinn hefur löngum togað í mig. Ég fór hingað á mínar fornu slóðir fyrir rúmu ári og hitti þáverandi eiganda sem gekk með mér um landareignina og sagði svona í framhjáhlaupi að hann væri að hugsa um að selja, enda kominn á áttræðisaldur og hafði aðeins notað jörðina sem sumaríverustað. Skömmu síðar keyptum við hjónin jörðina og Helgi félagi minn kom svo inn í það fljótlega,“ segir Bjarni Sig- urðsson vélsmiður sem ásamt sam- starfsmanni sínum Helga Friðrik Halldórssyni, flutti með fyrirtæki þeirra úr borginni í Gaulverjabæ hinn forna þar sem þeir reistu vél- smiðju mikla á bænum Gegnishóla- parti. Þar reka þeir félagarnir nú framleiðslufyrirtækið ParaLamp en þeir þróa aðallega og markaðssetja hátæknivörur á sviði kælitækni, frystingar matvæla sem og vinnslu- línur sem tengdar eru frystingu. „Við Margrét kona mín reistum nýtt íbúðarhús en Helgi er að taka gamla bæinn í gegn og ætlar að búa þar. Og það skemmtilega er að mamma og hennar félagi Karl Þor- grímsson hafa líka reist sér hús hérna og eru flutt hingað. Við hjónin erum með hross og Helgi og Karen konan hans stefna að því að koma líka í hestamennskuna enda eru kjör- aðstæður til þess hér.“ Selja vörur til Suður-Ameríku Bjarni segir að þeir Helgi hafi markaðssett vörur sínar erlendis og hafi verið að vinna mikið fyrir Suður- Ameríku. „Á flakki mínu um Suður-Ameríku komst ég að því að þar er mikill upp- gangur í skelfiskvinnslu. Þar er kræklingarækt að fara af stað og við erum komnir með góð sambönd og þetta er farið að skila árangri. Til dæmis seldum við stóran frysti ný- lega til kræklingavinnslu í Chile en það er sérútbúin lausn fyrir skelfisk- frystingu. Við seldum líka sérhæfðan og alsjálfvirkan frysti fyrir mjólkur- bú í Brisbane í Ástralíu sem frystir rjóma í iðnaðarpakkningu. Einnig má nefna ískrapakerfi sem vil seld- um til Perú. Við ætlum okkur stóra hluti en erum varkárir og tökum að- eins eitt skref í einu.“ Konan skapar verkefni Bjarni segir að sumt af því sem þeir Helgi framleiði sé mjög sér- hæfðar vörur og því selja þeir hugvit ekki síður en handverk. „Við framleiðum ekki allt sjálfir sem við hönnum, heldur notum óspart undirverktaka. Ásamt því að vera í tæknilausnum fyrir matvæla- iðnaðinn erum við einnig með sér- smíðaða stiga í íbúðarhús eða annað sem kemur oft til okkar út frá verk- efnum frá konu minni Margréti Sig- fúsdóttur sem er innanhússarkitekt og hannar fyrir sína viðskiptavini. Við sérsmíðum einnig hesthúsainn- réttingar eftir óskum hvers og eins og ýmislegt fleira. En við segjum stundum að helsta mjólkurkýrin okk- ar sé lampinn sem við framleiðum og heitir ParaLamp, rétt eins og fyrir- tækið. Þessi lampi er notaður undir snyrtiborðin í vinnslulínum og við seljum hann til meira en tuttugu landa. Við Helgi erum búnir að vinna saman í meira en tuttugu ár og erum komnir á framtíðarstað með fyrir- tækið okkar hér á Gegnishólaparti. Erlendir viðskiptavinir sem koma hingað í sveitina til okkur eru alveg yfir sig hrifnir.“ Úti í guðsgrænni Bjarni og Margrét í góðum félagsskap hesta sinna og ánægð með að vera flutt úr borginni. Sveitapiltsins draumur Í smiðjunni Helgi að störfum. daglegt líf 24 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK tekur upp á ýmsu þegar það gengur í það heilaga. Walt Disney- samsteypan býður nú upp á sann- kölluð ævintýrabrúðkaup í töfra- höllinni í Disney World. Brúðkaupin þar beinast nú eink- um að þeim konum sem dreymir um að líta út eins og Öskubuska þegar stóri dagurinn rennur upp. Brúð- irnar geta valið úr 34 kjólum sem allir eru hannaðir af Kirstie Kelly og sýndir voru á tískupöllunum nú fyrr í mánuðinum. Kjólarnir kosta á bilinu 100.000–200.000 krónur sem er fyrir neðan það verð sem hönn- uðir selja kjóla sína á, en fyrir ofan meðalverð á brúðarkjólum almennt í Bandaríkjunum. Hjón eru nú eldri en áður þegar þau ganga í hjónaband og æ al- gengara er að þau borgi sjálf kostn- aðinn við herlegheitin. Reuters Íburður Fyrirsætur Disney-samsteypunnar sýna verðandi brúðhjónum hversu glæsileg umgjörð brúðkaupsins gæti orðið. Öskubuskubrúðkaup Prinsessa Fyrirsæta í kjól sem hönnuðurinn Kirstie Kelly hannaði fyrir Disney-samsteypuna. Ævintýri Með Öskubuskuhöllina í baksýn. Vertu á tánum og fylgstu með enska boltanum á Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express. Verður þú stjóri mánaðarins? Í hverjum mánuði fær heppinn giskari borðspilið um enska boltann, Stjórann, í verðlaun fyrir þátttökuna. Meðal efnis á vefnum er: • Daglegar fréttir af enska boltanum • Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin“ með veglegum vinningum • Staðan í deildinni og úrslit leikja • Boltablogg • Yfirlit yfir næstu leiki • Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba Upplifðu HVÍTA H Ú SI Ð / SÍ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.