Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN, ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ HAFA SAMVISKUBIT YFIR ÞVÍ AÐ HAFA SKILIÐ ÞÁ EFTIR EINA HEIMA Í EITT KVÖLD ÉG RÆÐ EKKI VIÐ ÞAÐ ÉG GET EKKI ANNAÐ EN HUGSAÐ UM ÞAÐ HVAÐ ÞEIR VORU SORGMÆTIR ÞEGAR ÉG FÓR GRETTIR, ÉG ER SVO MIKILL AUMINGI ÉG VERÐ EINN ALLA ÆVI. ÞAÐ ÞOLIR MIG ENGINN... ...EINN! ÞEGAR ÉG ER MEÐ TVEIMUR ÖÐRUM LÍÐUR MÉR ALLTAF EINS OG ÞAU SÉU AÐ TALA ILLA UM MIG... ÞEGAR ÉG ER MEÐ ÞREMUR ÖÐRUM LÍÐUR MÉR EINS OG ÞAU ÞURFI EKKI Á MÉR AÐ HALDA. ÉG VERÐ ALLTAF... AF HVERJU FALDI MARS- BÚINN SIG? KANNSKI ER HONUM ILLA VIÐ JARÐARBÚA AF HVERJU ÆTTI HONUM AÐ VERA ILLA VIÐ MIG? MANNFÓLKIÐ ER FRÁBÆRT HEYRÐU, MARSBÚI! KOMDU BARA ÚT! VIÐ ERUM EKKERT SLÆMIR! VIÐ FÓRUM BARA FRÁ JÖRÐINNI VEGNA ÞESS AÐ FULLORÐNA FÓLKIÐ VAR BÚIÐ AÐ MENGA.. ÉG MEINA.. Ö... HELDUR ÞÚ AÐ HANN HAFI HEYRT UM OKKUR ÁÐUR EN VIÐ KOMUM? MUNDIR ÞÚ BJÓÐA HUNDI INN TIL ÞÍN SEM MÍGUR Á TEPPIÐ? MAÐUR BER HÖFÐINU VIÐ STEININN Í ÖLL ÞESSI ÁR... OG HVAÐ FÆR MAÐUR FYRIR? MJÖG SLÆMAN HÖFUÐVERK? DRÍFÐU ÞIG OFAN Í KASSANN! VIÐ ÞURFUM AÐ VERA KOMNIR Á NORÐURPÓLINN Á MORGUN! GRÍMUR, ÞÚ GETUR EKKI BARA FARIÐ OFAN Í KASSA OG BÚIST VIÐ ÞVÍ AÐ VERA KOMINN Á NORÐURPÓLINN DAGINN EFTIR! VILTU VEÐJA? ER ÞETTA SVEITIN? „LED LOFTBELGUR“? JÁ, VIÐ SPILUM BARA LÖG EFTIR LED ZEPPELIN ÉG HEF MEST SPILAÐ PÖNK, EN ÉG HEF ALLTAF HLUSTAÐ Á LED ZEPPELIN ÞÚ ÆTTIR AÐ KOMA Í PRUFURNAR HJÁ OKKUR HVAÐ VANTAR? GÍTAR EÐA BASSA? ROBERT PLANT OG JOHN PAUL JONES SÆLL, MISSTI ÉG AF EINHVERJU? KÓNGULÓARMAÐURINN VAR HÉRNA RÉTT ÁÐAN! HVAR VARST ÞÚ ÞEGAR MIG VANTAÐI LJÓSMYNDARA ÉG FANN AÐ MIG LANGAR EKKI Í FAST STARF EFTIR ALLT SAMAN ÞAÐ REYNA ALLIR AÐ BREGÐA FYRIR MIG FÆTI dagbók|velvakandi Við hin ÉG las í grein eftir Pétur Pétursson í Morgunblaðinu 24. apríl þar sem hann fjallar um samkynhneigð. Hann segir m.a. að nefnd á vegum forsætisráðherra hafi beint þeirri áskorun til þjóðkirkjunnar að hún endurskoði afstöðu sína til vígslu para af sama kyni í kirkju. Ég skil að mörgu leyti baráttu samkyn- hneigðra og ég vil óska þeim alls góðs. En vegna trúar minnar get ég ekki verið sátt við að ætlast sé til af kirkjunni að hún horfi fram hjá því sem í Biblíunni stendur. Forsætis- ráðherra og kirkjan þurfa nefnilega að hugsa um okkur hin líka. Trúarlíf okkar á sér oft djúpar rætur og mað- ur getur ekki bara fleygt því frá sér þótt maður vilji virða mannréttindi fólks. Ég vona að kirkjan mín fái að standa áfram á þeim fasta grunni sem ég hef þekkt hana að alla mína ævi. Það munu eflaust margir segja sig úr þjóðkirkjunni ef vígsla sam- kynhneigðra verður leyfð. Ég mun eflaust hugsa mig líka um. Sumir finna sér kannski annan trúarsöfnuð eða verða utan þeirra. Sumir munu jafnvel standa að því að reisa aðra kirkju. En ég vona að til slíks komi aldrei um daga mína. Sigrún Reynisdóttir. Fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn? FYRIR hvað stendur Framsóknar- flokkurinn eiginlega? Eyðileggingu náttúrunnar ásamt hinum stjórnar- flokknum. Það kemur spánskt fyrir sjónir, myndi einhver segja. Gamli bændaflokkurinn sokkinn „ofan í öræfin“. Já, maður hefði nú haldið það eða hvað? Að flokkur sem fær fylgi sitt mestmegnis frá sveitum landsins, skuli vera svo gjörsamlega kominn úr tengslum við náttúruna. En þeir (þessir stjórnarherrar) eru að ganga af henni dauðri. Sjá þeir ekki fjallasýnina; eru þeir algjör steinsteypubörn? Hvað er eiginlega að þeim? Ekki nema von að fylgið hrynji af Framsóknarflokknum, iðn- aðarráðuneyti og umhverfisráðu- neytið er í þeirra höndum. Sumir vitna í Einar Benediktsson sem var háfleygur (manískur myndum við segja í dag) og stórhuga, en sá mað- ur orti best á íslenska tungu. Hann var víst kominn langt með það að selja norðurljósin. Já, maður finnur peningalyktina af þeim. Þóra Ingimarsdóttir, Hringbraut 99. Frábær grein GREININ „Vítaverð vanræksla“ sem birtist í Morgunblaðinu, 26. apr- íl, er frábær. Hún bendir til þess að við lifum í siðmenntuðu þjóðfélagi sem líður það ekki að illa sé komið fram við þá sem minnst mega sín sbr. erlenda verkamenn, meðal ann- ars á Kárahnjúkum. Herdís Tryggvadóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is KARVEL notaði eyðu í stundatöflunni í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og skellti sér á Ingólfstorg í góða veðrinu. Morgunblaðið/Ásdís Hjólabrettakúnst FRÉTTIR RAFMAGN í fortíð, nútíð og framtíð er þema afmælismálþings RARIK ohf. sem fram fer í Saln- um í Kópavogi föstudaginn 27. apríl. Málþingið hefst kl. 14 að loknum aðalfundi RARIK ohf. og er öllum opið. Efnt er til mál- þingsins nú til þess að fagna af- mælinu, minnast sögu RARIK og horfa til framtíðar með nýju rekstrarformi. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra opnar málþingið með ávarpi og má segja að þar kveðji iðnaðarráðuneytið RARIK form- lega og láti í hendurnar á fjár- málaráðuneytinu. Breytt viðhorf til nýtingar auð- linda og eignarréttar er umfjöll- unarefni erindi Þorsteins Páls- sonar, ritstjóra Fréttablaðsins, í erindi sínu. Saga rafmagns er samofin framfarasögu þjóðarinnar og mun Sveinn Þórðarson sagnfræð- ingur horfa til fortíðar og skoða sögu rafmagns á Íslandi í 100 ár. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, fjallar um þegar rafmagn kom á æskuheim- ili hennar, Lómatjörn. Steinunn Huld Atladóttir, gæða- og umhverfisstjóri RARIK, spyr hvort línurnar séu í lagi. Hún mun fara yfir þá stefnu RA- RIK að fækka rafmagnsstaurum í landinu og færa rafmagn í jarð- strengi, auk þess að ræða um- hverfisstefnu RARIK í heild sinni. Málþing á 60 ára afmæli Rarik SÉRFRÆÐINGAR í málefnum háþrýstings á Norðurlöndum koma saman á ráðstefnu um há- þrýsting á Íslandi í dag og á morgun, 27. og 28. apríl. Ráð- stefnan er haldin á vegum Nov- artis og fer fram á Hótel Nor- dica. Á ráðstefnunni verða helstu málefni tengd meðhöndlun á há- þrýstingi rædd, þær hindranir sem standa í vegi fyrir árangurs- ríkri meðferð á háþrýstingi, ásamt nýjungum í meðferð og framtíðarsýn. Fyrirlesarar og fundarstjórar á ráðstefnunni eru sérfræðingar í meðhöndlun há- þrýstings sem hafa allir tekið þátt í og stjórnað rannsóknum á meðferð vegna hjarta- og æða- sjúkdóma. Gert er ráð fyrir um 400 hjarta-, nýrna-, innkirtla- og efnaskiptasérfræðingum og heim- ilislæknum á ráðstefnuna frá öll- um Norðurlöndunum. Sérfræðingar ræða háþrýsting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.