Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nafn Margrét Sverrisdóttir.
Starf Starfandi borgarfulltrúi.
Fjölskylduhagir Gift og á tvo ung-
linga, 17 og 19 ára.
Kjördæmi Reykjavík Norður, 1.
sæti fyrir Íslandshreyfinguna.
Helstu áhugamál?
Íslenskt mál, stjórnmál, náttúra, úti-
vist, fluguveiði, handfæraveiðar og
skotveiði. Skotveiðin snýst þó eig-
inlega mest um fjallgöngur!
Hvers vegna pólitík?
Mér finnst pólitíkin vera lífið sjálft
og hef alla tíð verið upptekin af póli-
tík. Ef við viljum hafa áhrif á hvern-
ig samfélagið þróast verðum við að
taka þátt í pólitík. Svo hef ég líka
mjög gaman af fólki.
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Já, ég hef aðeins komið þar við og
mér hefur fundist þar vera sam-
ansafn af skemmtilegu og góðu fólki
úr öllum flokkum. Svo er þetta auð-
vitað vettvangurinn þar sem hægt er
að hafa áhrif á þróun samfélagsins
og hvert það stefnir og þarna finnur
maður hugsjónum sínum farveg.
Það er ekki nóg að tauta ofan í
barminn á sér.
Fyrsta mál sem þú
vilt koma á dagskrá?
Ég vil bæta hagstjórnina samhliða
því að bæta kjör þeirra sem minnst
mega sín. Ég myndi vilja breyta
áherslum í hagstjórn þannig að það
væri trappað niður til að slá á þenslu
en jafnframt lögð veruleg áhersla á
nýsköpun, að efla frumkvæði og
hugvit og hjálpa smærri fyr-
irtækjum að festa rætur.
Þarf breytingar?
Já, það er nauðsynlegt að skipta um
ríkisstjórn. Það er forgangsmálið og
mun hafa í för með sér sterkar hug-
myndir og ný viðhorf.
Nýir frambjóðendur | Margrét Sverrisdóttir
Pólitík er
lífið sjálft
Morgunblaðið/G.Rúnar
Breytingar núna Margrét segir
nauðsyn að skipta um ríkisstjórn.
Nafn Róbert Marshall.
Starf Blaðamaður.
Fjölskylduhagir Sambúð með
Brynhildi Ólafsdóttur og samanlagt
eigum við fimm börn og einn kött.
Kjördæmi Suður, 3. sæti fyrir Sam-
fylkinguna.
Áhugamál Tónlist, útivist og stang-
veiði.
Hvers vegna pólitík?
Það var kominn sá tímapunktur í
mínu lífi að skipta um starfsferil,
gera eitthvað sem mér þætti spenn-
andi og á vettvangi þar sem mér
þætti ég geta gert gagn. Ég hef
brennandi áhuga á þjóðfélags-
málum og vil sjá framfarir og jafn-
vægi – jafnvægi milli höfðuborgar
og landsbyggðar og framfarir í at-
vinnumálum. Ég vil jöfnuð og rétt-
látt samfélag, þess vegna pólitík.
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Ég hef verið öðru hvoru þar sem
blaða- og fréttamaður og held að
það geti verið mjög skemmtilegur
vinnustaður. Þar er hægt að koma
miklu til leiðar og ég sé fyrir mér
að ég gæti verið í áratug eða tvo
þar áður en ég fæ mér trillu og
starfa á héraðsfréttablaði úti á
landi.
Fyrsta mál sem þú vilt koma á
dagskrá?
GSM-samband á þjóðveg eitt á Ís-
landi! (Róbert var á leið frá Höfn í
Hornafirði til Reykjavíkur þegar
blaðamaður hringdi og sambandið
slitnaði rétt áður en þessi spurning
var borin upp.) Í alvöru talað þá
væri það að ráðast í úrbætur á sam-
göngum til Vestmannaeyja.
Þarf breytingar?
Já. Ríkisstjórnin er hugmyndas-
nauð og sinnulaus.
Nýir frambjóðendur | Róbert Marshall
Hugmyda-
snauð
ríkisstjórn
Samgöngubætur Róbert Marshall
vill bættar samgöngur til Eyja.
SIV Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra og Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands, hafa und-
irritað samstarfssamning um
Rannsóknarstofnun um lyfjamál
við Háskóla Íslands. Kristín sagði
að Rannsóknarstofnunin hefði fulla
faglega burði til að stórefla rann-
sóknir á lyfjanotkun Íslendinga.
Samkvæmt samningnum verður
20 milljónum varið til stofnunar-
innar á næstu þremur árum.
Rannsóknastofnun um lyfjamál
(RUL) er ætlað að verða víðtækur
vettvangur um rannsóknir á sviði
lyfjamála og verður sérstök
áhersla lögð á rannsóknir sem lúta
að skynsamlegri ákvarðanatöku
um lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði
og lyfjahagfræði. Á stofnunin bæði
að styrkja og standa að rann-
sóknum á þessu sviði í eigin nafni
og afla samkeppnisstyrkja til rann-
sókna. Þá á hún að sinna þjónustu-
verkefnum í lyfjamálum fyrir sam-
starfsaðila og aðra aðila og
símenntun á sviði lyfjamála.
Verði óháð stofnun
Kristín Ingólfsdóttir, sem var
prófessor í lyfjafræði áður en hún
varð rektor, sagðist vera afar
ánægð með samninginn enda hefði
hún lengi haft áhuga á þessum
málum. Kristín sagði afar mik-
ilvægt að stofnunin væri óháð því
þannig gæti hún sinnt rannsóknum
á lyfjamálum frá ýmsum sjón-
arhornum án þess að vera háð
hagsmunum lyfjaframleiðanda,
lyfjasala eða annarra. Samskonar
fyrirkomulag, þ.e. að óháðri há-
skólastofnun væri falið að rann-
saka lyfjamál, væri þekkt víða um
heim. Hún þakkaði Siv Friðleifs-
dóttur heilbrigðisráðherra sér-
staklega fyrir þann áhuga og
stuðning sem hún hefði sýnt verk-
efninu.
Að rannsóknarstofnuninni
standa auk Háskólans og heilbrigð-
isráðuneytisins, Landlæknisemb-
ættið, Landspítalinn, Lyfjastofnun
og Lyfjafræðingafélag Íslands.
Morgunblaðið/Kristinn
Handsala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fylgist með þegar Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, handsala samning um Rannsóknarstofnun í lyfjafræði.
Stefnt að stórauknum
rannsóknum á lyfjanotkun
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt karlmann á
fimmtugsaldri, Hans Alfreð Krist-
jánsson, í þriggja ára fangelsi fyrir
alvarlega líkamsárás með því að
stinga fyrrverandi unnustu sína
með hnífi í bakið. Maðurinn var
jafnframt dæmdur til að greiða kon-
unni hálfa milljón króna í skaðabæt-
ur og til að greiða rúmar tvær millj-
ónir króna í sakarkostnað. Hann
var hins vegar sýknaður af ákæru
fyrir manndrápstilraun.
Lögreglan á Húsavík var kölluð
að húsi í bænum í nóvember á síð-
asta ári en kona hafði hringt og
sagst hafa verið stungin í bakið.
Þegar lögregla kom á staðinn var
eldur laus í stofu hússins. Lögreglu-
maður fann konuna meðvitundar-
lausa inni í íbúðinni en þegar þeir
höfðu komið henni út og stumruðu
yfir henni stóð Hans Alfreð yfir
þeim með hníf í hendi. Lögreglu-
mennirnir yfirbuguðu hann.
Í niðurstöðu dómsins segir, að
ekki séu aðrir til frásagnar um árás-
ina á konuna en hún og Hans Al-
freð. Fram hafi komið að þau voru
bæði mjög drukkin og sé frásögn
þeirra af atburðinum mjög óljós og
ruglingsleg. Að virtum framburði
þeirra og með vísan til annarra
gagna, svo sem áverka þess er kon-
an hlaut en reyndist ekki hættu-
legur, þyki varhugavert að telja
sannað að maðurinn hafi á verkn-
aðarstund haft ásetning til að bana
konunni eða hlotið að vera ljóst að
bani kynni að hljótast af atlögunni.
Konan hlaut talsverð brunasár
vegna eldsins og var Hans Alfreð
ákærður fyrir brot gegn líkama og
lífi með því að kalla ekki eftir aðstoð
eða reyna að koma konunni út úr
húsinu, en sýknaður af þeirri
ákæru.
Málið dæmdu héraðsdómararnir
Freyr Ófeigsson, Hjörtur O. Aðal-
steinsson og Ásgeir Pétur Ásgeirs-
son. Verjandi var Róbert Árni
Hreiðarsson hdl. og sækjandi Sig-
ríður Elsa Kjartansdóttir, saksókn-
ari hjá ríkissaksóknara.
3 ára fangelsi fyrir
að stinga konu í bak
MAGNÚSI Oddssyni, ferðamálastjóra Íslands, var í gær
heiðraður af Ferðamálaráði Evrópu (ETC) fyrir úrvalsþjón-
ustu við ráðið í yfir fimmtán ár, en aðalfundur ráðsins var
haldinn á Nordica hóteli í gær. Er þetta í annað sinn í 59 ára
sögu ráðsins sem aðalfundurinn er haldinn hér á landi, en 30
ár eru liðin frá fyrri fundinum.
„Ísland hefur mikinn hag af þátttöku í Ferðamálaráði Evr-
ópu,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið. „Hér störfum
við á jafnréttisgrundvelli með miklu stærri þjóðum og erum
jafn sýnileg og stóru löndin þegar kemur að markaðssetningu
utan Evrópu.“
Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, ávarpaði fundinn
og þá var gengið formlega frá inngöngu fyrrverandi sovétlýð-
veldisins Georgíu í ráðið og eru aðildarríki þess þá orðin 38
talsins.
ETC heiðraði Magnús Oddsson
Ferðamálaráð Evrópu heiðraði Magnús Oddssoná
aðlafundi samtakanna sem haldinn var hér á landi.
ENGAN sakaði þegar sex tonna
trilla strandaði við Fagranes í
Skagafirði laust eftir miðnætti í
fyrrinótt. Báturinn og búnaður um
borð skemmdust hins vegar tölu-
vert. Lögreglan á Sauðárkróki náði
fljótlega sambandi við sjómanninn í
gegnum gsm-síma. Veður var skap-
legt en nokkur undiralda. Nokkur
göt komu á bátinn og flæddi sjór inn
í hann. Björgunarskipið Sigurvin frá
Siglufirði var sent á staðinn og dró
hann trilluna til Sauðárkróks.
Trilla strandaði
KRINGLUNNI
S U M A R V Ö R U R N A R E R U K O M N A R
FÍKNIEFNAHUNDURINN Bea,
sem er í eign lögreglunnar á Sel-
fossi, vann fyrir beininu sínu í vik-
unni þar sem hún var við þjálfun í
Fjarðabyggð ásamt þjálfurum sín-
um, Jóhönnu Eyvinsdóttur og
Steinari Gunnarssyni, yfirþjálfara
ríkislögreglustjóraembættisins.
Lögreglumenn á Eskifirði stöðv-
uðu við almennt eftirlit bíl og lék
grunur á að fíkniefni væru í bílnum.
Ökumaður og bifreið voru færð á
lögreglustöð og hundateymið var
kallað til aðstoðar. Við leit í bílnum
var Bea notuð og fann hún fljótt um
29 grömm af hassi.
Í framhaldinu var gerð húsleit á
heimili hins grunaða en honum var
sleppt að loknum yfirheyrslum.
Vann fyrir
kaupinu