Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is BÆÐI Landsvirkjun og Impregilo hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöll- unar fjölmiðla um veikindi fjölda starfs- manna ítalska verktakans vegna óviðun- andi hollustuhátta í aðgöngum og að- rennslisgöngum virkjunarinnar und- ir Fljótsdalsheiði. Nánar tiltekið á 14 km kafla milli að- ganga 2 við Axará og aðganga 4 í Glúmsstaðadal, undir Þrælahálsi þar sem verst gekk að bora göngin vegna misgengja og sprungins bergs. Ljóst virðist að enginn vill axla ábyrgð og tölur læknis við Kárahnjúka yfir sjúka eru rengdar og taldar ýkjur einar. „Málið var rætt á fundi með Heilbrigð- isstofnun Austurlands í gær. Þar kom fram að talan 180 tekur til allra þeirra sem komu til heilsugæslunnar við Kára- hnjúka 12.–22. apríl. Heilbrigðisstofnun Austurlands fer nú yfir sjúkraskýrslurn- ar og Landsvirkjun bíður niðurstöðu þeirra athugunar. Ljóst samt nú þegar að einungis brot af þessum fjölda heim- sókna tengist loftmengun í göngunum,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins telur Gi- anni Porta, yfirmaður Impregilo á Ís- landi, mjög alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið vegna ýmissa ummæla sem téður læknir við Kárahnjúka hefur látið falla um málið í fjölmiðlum. Staðfest er þó að þrír þurftu sjúkra- húsvist vegna eitrunareinkenna og átta menn urðu veikir og þar af tveir alvar- lega. Læknirinn segir 10 til 15 menn enn sýna eitrunareinkenni. Listi með nöfnum yfir 180 menn sé bráðabirgðalisti yfir þá sem sýnt hafi einkenni jafnvel þó að þeir hafi ekki verið frá vinnu. Bregðast hefði þurft hraðar við Framkvæmdaeftirlit Landsvirkjunar, VIJV, sem samanstendur af innlendum og erlendum verkfræðistofum og örygg- iseftirlit Impregilo hljóta klárlega að vera þeir aðilar sem hafa eftirlitsskyldu með virkjunarframkvæmdinni ofan stöðvarhússins í Fljótsdal og inn fyrir Kárahnjúka. Eins og talsmaður Imp- regilo segir hér á síðunni voru aðgerðir verktakans og eftirlitsins vart fullnægj- andi og hefði þurft að bregðast við meng- unarvanda af meiri hraða og krafti. Jafn ljóst sýnist vera að strax 12. apríl sl. unnu Impregilo og framkvæmdaeft- irlit Landsvirkjunar, VIJV, saman að úr- lausnum á mengunarvanda í göngum. Skv. upplýsingum frá Landsvirkjun gáfu mengunarmælingar þá ekki tilefni til að ætla að hætta væri á ferðum og vinna við að setja upp aukna loftræstingu var í fullum gangi af hálfu verktakans. Lands- virkjun segir að hún og VIJV hafi fyrst heyrt um að menn væru að veikjast vegna mengunar 22. apríl og sé það skjallega staðfest. Þetta er fyrir utan þá 39 menn sem fengu matareitrun vegna slælegra hollustuhátta hvað varðar per- sónuleg þrif, aðstöðu til að matast og um- búnað matarsendinga í göngin. Vinnueft- irlit ríkisins stöðvaði svo vinnu í göngunum 24. apríl. „Í hnotskurn er því þetta mál þannig vaxið að loftræsing í aðrennslisgöngun- um hefur ekki verið vandamál allan verk- tímann eða frá árinu 2004. Á árinu 2007 jókst frágangsvinna með steinsteypu verulega en sú vinna útheimtir fleiri tæki sem brenna dísilolíu. Skömmu fyrir miðj- an apríl varð vart aukinnar mengunar með mælingum á fáeinum afmörkuðum svæðum og þá þegar var ráðist í að und- irbúa aðgerðir sem felast í að setja upp meiri loftræsibúnað,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu Landsvirkjunar. „Eftir stendur að við höfðum aðeins upplýsingar frá 22. apríl um veikindi 8 manna og verðum því ekki vændir um að- gerðarleysi,“ segir Sigurður Arnalds hjá Landsvirkjun og á þar bæði við fyrirtæk- ið og framkvæmdaeftirlitið. „Nú er búið að setja upp allan þann viðbótarbúnað sem til stóð að gera, sem eru fleiri blásarar og tjöld, en göngunum er skipt í nokkur hólf,“ sagði Sigurður í gærkvöld. „Þeir reikna með að prófa fyrsta hólfið í göngunum í fyrramálið (nú í morgun, innsk.blm.) og í samráði við Vinnueftirlitið mun verða ákveðið hvort ekki sé unnt að hefja vinnu strax í kjöl- farið.“ Úrbætur hófust tólfta apríl Vinna hefst í göngunum í dag telji Vinnueftirlit ríkisins aðstæður orðnar fullnægjandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Beðið Landsvirkjun og Impregilo segjast hafa unnið að úrbótum í göngunum síðan 12. apríl og hafi ekki verið kunnugt um veikindi vegna mengunar fyrr en nú í vikunni. Sigurður Arnalds Í HNOTSKURN » Bæði Landsvirkjun og Imp-regilo draga lista yfir gang- astarfsmenn sem fengu mengunar- einkenni skv. upplýsingum læknis við Kárahnjúka í efa. »Staðfest er að átta menn veiktustaf loftmengun, þar af voru þrír lagðir inn á sjúkrahús. 39 menn veiktust af matareitrun. » Impregilo og VIJV, fram-kvæmdaeftirlit Landsvirkjunar, hófu aðgerðir til úrbóta 12. apríl sl. »Vinna hefst í dag samþykkiVinnueftirlitið úrbætur verktak- ans. Í TENGSLUM við mengun og að- stöðuleysi í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar og meint veikindi hartnær 200 manna þess vegna spyrja margir hvernig því víki við að starfsmenn geti verið að veikjast jafnt og þétt í hálfan mánuð án þess að gripið sé til að- gerða sem komi strax í veg fyrir að menn veikist. Ómar R. Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregilo, segir fyr- irtækið hafa gripið til aðgerða um leið og í ljós kom að mengun í göngunum gæti verið heilsuspillandi. „Líkast til hafa þessar aðgerðir ekki verið fullnægj- andi, en vonir standa til þess að þær úrbætur sem nú er búið að ráðast í og verið er að ráðast í séu fullnægjandi,“ segir Ómar. Á miðvikudag sendi Gi- anni Porta forstjóra Vinnueftirlits ríkisins bréf þar sem tíundaðar eru aðgerðir Impregilo til að auka loftgæði í aðgöngum 2 og 3 og aðrennslisgöngunum sjálfum, einkum með loftblásarabúnaði, loftstokkum og uppsetningu tjalda. Þrír sérfræðingar frá fram- leiðendum blásaranna komi til að ráðleggja um bestu notkun, tveir hafi komið í gær og sá þriðji væntanlegur í byrjun næstu viku. Mengun í göngunum nú stöðugt undir viðmiðunarmörkum „Fylgst var náið með mengun í göngunum og samkvæmt mælingum var hún alla jafna undir við- miðunarmörkum,“ segir Ómar. „Þegar hún var við mörkin var fólki húrrað út og vinna á viðkomandi svæði stöðvuð af öryggisdeild Impregilo.“ Halda ber til haga að Impregilo hafði ásamt VIJV-fram- kvæmdaeftirlitinu unnið að tillögum um úrbætur á ástandinu frá miðjum apríl og voru þær tillögur til- búnar sl. sunnudag. Ómar segir allar mælingar sýna að mengun í göngunum sé nú stöðugt undir viðmið- unarmörkum. Aðspurður hvar ábyrgðin liggi segir Ómar að eft- ir sé að skoða það, en Impregilo skorist ekki undan þeirri ábyrgð að gera allt sem í valdi fyrirtækisins stendur til að bjóða starfsmönnum fyrirtækisins góðar vinnuaðstæður. Því var ekki brugðist fyrr við? Ómar R. Valdimarsson Í KJÖLFAR viðtals sem Morg- unblaðið tók við Þorstein Njálsson í gærkvöld sendi hann blaðinu yf- irlýsingu sem hljóðar svo: „Ég er gáttaður á framkomu Impregilo og Landsvirkjunar, er búinn að segja allt sem segja þarf í þessu máli og nú er málið komið í hendur réttra opinberra aðila, s.s. sóttvarn- arlæknis, landlæknis og vinnueft- irlits.“ Tjáir sig ekki frekar Þorsteinn Njálsson MIKILL meirihluti fólks eða 71% telur að ójöfnuður í þjóðfélaginu hafi aukist á sl. fjórum árum. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum skoðanakönn- unar sem Capacent Gallup gerði fyr- ir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 17. til 23. apríl. Hins vegar töldu 18,2% að hann hefði staðið í stað og 10,7% að hann hefði minnkað. Heldur færri karlar en konur töldu að ójöfnuður hefði auk- ist.Yngsti aldursflokkurinn, 18–24 ára, skar sig úr öðrum aldurshópum og þar voru 45,2% á því að ójöfnuður hefði staðið í stað en 35,5% að hann hefði aukist. Í öðrum aldurshópum var mikill meirihluti á því að ójöfn- uðurinn hefði aukist. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru síst á því að ójöfnuður hefði aukist. Engu að síður voru 55,7% þeirrar skoðunar. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka taldi að ójöfnuður hefði aukist. Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 1.225 manns á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var 62,4%. Skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV Fólk telur ójöfnuð meiri nú                                             !  ""      #    $%& '%& '%&& &'%'& ''%'     ( ) * +  , ) - -  -) "-" "- -  ./-. /- - "/-. /-) -  ))-" -/ .-0 ""-. -  -) 0-0 .-" /-/ "-0 -/ )-" "-) "-/ "-  0-" -. "- //-"  -  - 0.-. /-) -  VIÐ vinnslu fréttar sem birtist í blaðinu í gær um formannsskipti í stjórn Landsvirkjunar og ágreining innan ráðherraliðs Framsóknar- flokksins um skiptin gætti nokkurr- ar ónákvæmni í undirfyrirsögn. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins og viðskiptaráð- herra, hafði fyrir síðustu áramót ákveðið að skipt yrði um formann í stjórn Landsvirkjunar með vorinu. Formaðurinn valdi Pál Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmann Valgerð- ar Sverrisdóttur og núverandi bæj- arritara Kópavogs, í starfið í stað Jó- hannesar Geirs Sigurgeirssonar, sem gegnt hefur formennsku í Landsvirkjun í tíu ár. Siv Friðleifsdóttir fékk fyrst vitn- eskju um þessi áform í fyrradag og brást illa við, en fáleikar hafa verið með henni og Páli frá því að tilraun til hallarbyltingar var gerð í fram- sóknarkvennafélaginu Freyju í Kópavogi, m.a. að undirlagi eigin- konu Páls Magnússonar. Siv réðst með harkalegum hætti að Guðna Ágústssyni, sem hún taldi vera á bak við tillögu formannsins. Þar mun hafa verið um misskilning að ræða, sem nú hefur verið eytt. Árétting KARLMAÐUR um tvítugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 4. maí í þágu rannsókna peningafölsunarmála, sem hafa verið til meðferðar hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu. Þá fundust fíkniefni við húsleit í Breiðholti í fyrradag en talið er að efnin séu hass, amfetamín og marí- júana. Mest var af hassi eða um 100 grömm. Karlmaður og kona voru handtekin og yfirheyrð vegna máls- ins. Ók á móti umferð Þá var hálffertug kona í annarlegu ástandi handtekin í miðborginni en í fórum hennar fundust ætluð fíkniefni. Konan var stöðvuð við akstur en þá hafði hún ekið á móti umferð. Skrán- ingarnúmer voru fjarlægð af bílnum, sem var með bilaðar bremsur. Í Kópavogi voru tveir piltar færðir á lögreglustöð í fyrrinótt en í bíl ann- ars þeirra fundust ætluð fíkniefni. Settur í gæslu- varðhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.