Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 17 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FASTEIGNABÓLAN er að hjaðna á Spáni og hlutabréf í byggingafyr- irtækjum hafa lækkað síðustu daga, að sögn breska blaðsins Financial Times á miðvikudag. Virðist sem markaðurinn hafi ofmettast en einn- ig hafa spillingarmál vakið tor- tryggni og skuldastaða sumra bygg- ingafyrirtækjanna veldur ótta. Bréf lækkuðu í einu öflugasta fyr- irtækinu, Sacyr Vallehermoso, um 8% í vikunni en nokkrum dögum fyrr hrundu bréf í öðru fyrirtæki, Astroc, þegar í ljós kom að gróði sem gefinn var upp fyrir árið í fyrra, virtist byggjast að hluta á möndli ráðamanna Astroc með bréf- in. Lækkaði verð á Astroc- bréfunum um 70% á nokkrum dög- um. Seðlabanki Spánar og fleiri aðilar hafa undanfarna mánuði varað fólk við og sagt að eftir þriggja ára þenslutímabil væri svo komið að hlutabréf í bygginga- og fasteigna- fyrirtækjum væru ofmetin. Ekki er þó um að ræða neitt hrun á fast- eignaverði enn sem komið er, að sögn Financial Times, heldur hafa hækkanir verið mun minni en áður. Þannig hækkaði fasteignaverð að meðaltali um 7% á fyrsta ársfjórð- ungi sem er minni hækkun en þekkst hefur í átta ár og sums stað- ar á Spáni varð verðlækkun. „Fasteignabólan er ekki sprung- in,“ segir Natalia Aguirre, sérfræð- ingur hjá Renta 4, spænsku verð- bréfafyrirtæki. „Það er uppblásið mat á sumum fasteignafyrirtækj- unum sem hefur verið fært nær veruleikanum.“ Verðið á bréfum í fimm stærstu fasteignafyrirtækjum Spánar hækkaði um 132% að með- altali í fyrra. Geysileg þensla hefur verið á spænska fasteignamarkaðnum í áratug og meira verið byggt þar af íbúðarhúsnæði en í flestum ríkjum heims. Fjöldi fólks í norðlægum Evrópuríkjum hefur keypt sér eign- ir til að nota hluta úr árinu eða til að setjast að í sólinni þegar húmar að ævikvöldinu. Fasteignaverðið hefur yfirleitt verið lægra en í heimaland- inu og oft hafa verið boðin góð lána- kjör. Fasteignasalan Heimili ehf. er eitt nokkurra íslenskra fyrirtækja sem selt hafa hundruð eigna á Suð- ur-Spáni undanfarin fjögur ár. Að sögn Írisar Matthíasdóttur hjá Heimili hefur það einnig látið byggja hús og heil hverfi. „Það hefur verið mikið að gera og verðlagið hefur verið mjög í jafn- vægi síðastliðin fjögur ár,“ segir Ír- is. Nú séu m.a. boðin 100% lán. En hvað gerist ef hrun verður, ef lánið dugar ekki lengur fyrir verði eign- arinnar? „Ég held að það gerist nú ekki á næstunni, eignirnar hafa ekki lækkað svo mikið,“ sagði Íris Matt- híasdóttir. Merki um hjöðnun fast- eignabólunnar á Spáni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Veðursæld Spánarsólin heillar marga. Bréf bygginga- fyrirtækja lækka STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa ákveðið að festa hundruð og jafnvel þúsundir milljarða króna af olíu- gróðanum í alþjóðlegum fyrirtækj- um en það mun að sjálfsögðu verða til að auka verulega ítök Rússa á al- þjóðlegum fjármálamarkaði. Alexei Kúdrín, fjármálaráðherra Rússlands, hefur beitt sér mjög fyr- ir þessu en stefnt er að því að skipta upp svokölluðum „stöðugleikasjóði“. Var hann stofnaður 2004 og síðan hafa runnið í hann tæplega 7.000 milljarðar ísl. kr. en á þessum tíma hefur olíuverð verið mjög hátt. Sjóðnum verður skipt í febrúar næstkomandi og búist er við að þá verði í varasjóði rúmlega 9.000 milljarðar kr. en rúmlega 1.500 milljarðar í svokölluðum „framtíð- arsjóði“. Munu sjóðirnir báðir vaxa hratt, haldist olíuverð jafnhátt og það er nú. Mikil umskipti á skömmum tíma Kúdrín sagði í viðtali við Fin- ancial Times að varasjóðurinn myndi fjárfesta í öruggum ríkis- skuldabréfum eins og nú er með stöðugleikasjóðinn en hinn í hluta- bréfum sem meiri áhætta fylgdi en oftast meiri arður. Gaf hann í skyn að rússneskum og vestrænum fjár- málastofnunum yrði falin umsjón þessara fjárfestinga og má búast við, að barist verði um slíka samn- inga. Áætlun Kúdríns sýnir vel þau umskipti sem orðið hafa í fjármálum Rússlands frá því í fjármálakrepp- unni í landinu 1998. Svo er háu olíu- verði fyrir að þakka. Er áætlunin einnig hluti af umfangsmiklum breytingum í fjárlagagerð en stefnt er að því að fjárlagaramminn taki til þriggja ára og gildi því út árið 2010 til að byrja með. Það mun því aug- ljóslega binda hendur næsta for- seta, arftaka Vladímírs Pútíns, og neyða hann til að sýna ekki minni fyrirhyggju í fjármálunum. Auk olíusjóðsins eiga Rússar nú gull- og gjaldeyrisvarasjóð, sem nemur tæplega 23.000 milljörðum kr., þann þriðja mesta í heimi. Markaðurinn er fyrir alla Hugsanlegt er að einhverjir þing- menn stjórnarandstöðunnar krefjist þess að féð verði notað til fjárfest- inga heima fyrir en Kúdrín gaf lítið fyrir það. „Aðeins vinstrimenn eða komm- únistar telja að með því að fjárfesta á Vesturlöndum séum við Rússar að fjármagna athafnir Bandaríkja- manna. Fyrir allt venjulegt fólk er það bara rugl og vitleysa. Hinn al- þjóðlegi fjármálamarkaður er til þjónustu reiðubúinn fyrir okkur eins og öll önnur ríki,“ sagði Alexei Kúdrín. Rússar fjárfesta í alþjóðafyrirtækjum Reuters Olíugróði Byggingarkrana ber við himin yfir Kreml en í Moskvu hefur fasteignaverð hækkað mikið og er nú með því hæsta í Evrópu. Olíugróðinn nemur þúsundum milljarða kr. ÚTSALA Á ERLENDUM BÓKUM Stúdentaheimilinu v/Hringbraut -s. 5 700 777 - www.boksala.is afsláttur Á flri›ja flúsund áhugaver›ir bókatitlar á frábæru ver›i. E N N E M M / S IA / N M 2 7 3 19 Glæsilegt einbýlis- hús á einni hæð 165,8 fm auk bíl- skúrs 36,2 fm samt. 202 fm. Húsið er mjög vel staðsett í enda botnlanga, ca 1000 fm glæsilega ræktuð lóð með há- um trjágróðri. Húsið er í mjög góðu standi að utan sem innan, m.a. er þak nýlega endurnýjað, nýr garðskáli. Glæsileg ræktuð lóð, ca 85 fm timburpall- ur, allt fyrsta flokks. Allar nánari uppl. og bókun á skoðun hjá Hilmari á skrifstofu Hraunhamars eða í síma 892-9694. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Skógarlundur - Gbæ - Einbýli Falleg 3ja herb. 79,2 fm íbúð á 1. hæð í húsi fyrir eldri borgara. 3 öryggis- hnappar eru í íbúðinni. Húsvörður býr í húsinu. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og kaffi á virkum dögum. Íbúar hafa aðgang að full- komnu smíða/föndur- herbergi, leikfimisal með sauna og snyrtiaðstöðu. Hárgreiðslu- og snyrtistofa er í húsinu. Stutt í alla þjónustu. Mjög góð eign, vel staðsett í þessu vinsæla þjónustuhúsi eldri borgara. V. 24,3 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hjallabraut - Hf - Eldri borgarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.