Morgunblaðið - 25.05.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Emma KatrínGísladóttir
fæddist í Reykjavík
3. júlí 1998. Hún lést
á Barnaspítala
Hringsins 16. maí
2007.
Foreldrar Emmu
Katrínar eru Gréta
Ingþórsdóttir,
framkvæmdastjóri
þingflokks sjálf-
stæðismanna, f.
25.7. 1966, og Gísli
Hjartarson, verk-
taki, f. 15.4. 1960.
Bræður Emmu Katrínar eru
Baldvin Hugi, f. 15.8. 1991, og
Greipur Þorbjörn, f. 5.4. 2002.
Foreldrar Grétu eru Þorbjörg
Daníelsdóttir, f. 15.8. 1938, og
Ingþór Haraldsson,
f. 17.11. 1932, d.
26.10. 1999. For-
eldrar Gísla eru
Hjörtur Haraldur
Gíslason, flugvirki,
f. 24.10. 1923, d.
22.11. 2005, og
Gerða Friðriks-
dóttir, hjúkrunar-
fræðingur, f. 4.10.
1927.
Emma Katrín var
nemandi í 3. bekk í
Hamraskóla. Hún
lærði söng í vetur
og lauk í vor 1. bók í Suzuki-
píanónámi.
Emma Katrín verður jarðsung-
in frá Grafarvogskirkju í dag kl.
13.
Ó Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti.
P.J.
Hversu heitt var beðið og nafn þitt
ákallað, af svo mörgum, elsku Jesús.
Við glöddumst þegar vonir voru
vaktar um að allt færi vel og þökk-
uðum með bæn til þín af heilu hjarta.
Síðan vildum við ekki trúa, gátum
ekki trúað að þú hefðir ekki heyrt
bænir okkar, að þú yrðir ekki við
ákalli okkar.
Nei, Drottinn Jesús Kristur, ég
veit að okkur ber aðeins að þakka
fyrir það sem okkur er gefið, fyrir
allt í hversdeginum sem oft og tíðum
þykir svo sjálfsagt en mest af öllum
eigum við að þakka fyrir börnin okk-
ar. Emma Katrín var dýrmæt gjöf
og yndisleg manneskja, gleðigjafi til
síðustu stundar. Af einhverjum
ástæðum, sem við getum ekki skilið,
var henni ekki ætlaður lengri tími í
þessu lífi en ég held þú hafir þrátt
fyrir allt heyrt bænir okkar Jesús.
Þú bænheyrðir okkur með því að
gefa henni sjálfri órtúlegt þolgæði og
æðruleysi í veikindum hennar, og
með því að gefa foreldrum hennar og
stóra bróður styrk og óendanlega
þolinmæði og takmarkarlaust ástríki
í umönnun sinni. Þú varst sannar-
lega nálægur á sjúkrastofunni, góði
Jesús.
Þú breiddir blessun þína á barn-
æsku litlu Emmu Katrínar og nú bið
ég þig að blessa og varðveita Greip
Þorbjörn, litla bróður hennar sem er
of lítill til að geta tjáð söknuð sinn
svo mjög í orðum en skilur og veit
meira en okkur hin grunar. Blessaðu
foreldrana, Grétu og Gísla, og elsku-
legan stóra bróður, Baldvin Huga.
Blessaðu okkur öll.
Megi ljós himinsins opnast fyrir
Emmu Katrínu Gísladóttur.
Þorbjörg (amma Lilla).
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir lát þú vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Foersom – Sveinbjörn Egilsson)
Þessi sálmur er mér afar hugfólg-
inn nú, er ég kveð kæra vinkonu
mína, elsku litlu stúlkuna hana
Emmu Katrínu, sem einungis var á
níunda ári er hún kvaddi þetta líf.
Henni og fjölskyldu hennar kynntist
ég er ég átti því láni að fagna að vera
dagmóðir á heimili þeirra frá því
Emma Katrín var á fyrsta ári. Ótal
minningar streyma fram sem ég
mun geyma sem gull í mínu hjarta.
Vegir guðs eru órannsakanlegir en
ef til vill er okkur, sem eftir lifum,
einhver huggun í þeim orðum að þeir
deyja ungir sem guðirnir elska.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku Gréta, Gísli, Baldvin og
Greipur. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið þess heitt og
innilega að góður Guð styrki ykkur
og styðji á þessum erfiðu sorgartím-
um.
Lísa Pálsdóttir.
Hann er þagnaður söngfuglinn og
syngur ei meir. Hún Emma Katrín,
litla frænka, gladdi okkur með söng
sínum og glaðværð í tæp níu ár. Hún
lifði hratt og örugglega, mátti engan
tíma missa, svo mikið lá henni á að
fræðast. (Þetta blasir við í nýju ljósi
þegar ljóst er að henni var ekki hug-
að lengra líf.) Emma kunni alla staf-
ina tæplega tveggja ára gömul, flug-
læs fjögurra ára og hafði í hendi sér
öll helstu tækniatriði við tölvunotkun
svo sem að klippa og líma og sækja
myndir af netinu til að nota í sögur
löngu áður en skólaganga hennar
hófst. Allt var þetta gert af miklu ör-
yggi og mikilli yfirvegun, svo að
margur fullorðinn hefði getað glaðst
ef tölvukunnáttan væri eitthvað ná-
lægt getu hennar. En það var tónlist-
in og söngurinn sem átti hug hennar
allan og þar gátum við frænkurnar
setið að skrafi. Þessum samveru-
stundum var þó stýrt harðri hendi af
litlu frænku því oftar en ekki lá henni
á að komast lengra í píanóbókinni
sinni, lengra en kennarinn hafði sett
henni fyrir og fannst líklegast að
hægt væri að dobla frænku til að
komast á næsta stig spilamennsk-
unnar, því auðvitað var það kannski
ekki vinsælt og ekki einmitt það sem
kennarinn hafði ætlað sér en Emmu
lá bara alltaf svo mikið á. Á átta ára
afmæli sínu síðasta sumar hafði það
dottið í hana að hún yrði að kunna af-
mælissönginn á píanóið og þá kallaði
hún aftur á stóru frænku og bað um
hjálp. Í þetta sinn var mér það þvert
um geð því ekki vildi ég spilla fyrir
náminu hennar með því að kenna
henni glamrið í mér sem ekki getur
undir neinum kringumstæðum
flokkast undir spilamennsku. Emma
hafði lag á því að þykjast ekki skilja
orðið nei, held að það hafi bara ekki
verið til í orðasafni hennar. Það skal
engan undra að þennan dag fékk ég
ekki heimfararleyfi fyrr en afmæl-
isbarnið spilaði afmælissönginn
villulaust. Eftirminnilegar eru líka
stundirnar þegar Emma settist fyrir
framan píanóið á heimili okkar á síð-
ustu aðventu, þegar hún og Greipur
bróðir hennar fengu að gista hjá
okkur sem stundum fyrr. Þá var hún
búin að æfa jólalögin á píanóið og
þau sungu ásamt dætrum mínum
jólalögin fullum hálsi. Lífsglöð börn
að syngja um jólasveinana að ganga
um gólf – fegurri minningar er ekki
hægt að óska sér. Nú syngur Emma
ekki meir en söngur hennar og minn-
ing lifir í hjörtum okkar og nærir
okkur um ókomna tíð.
Elsku Gísli, Gréta, Baldvin og
Greipur. Megi góður Guð styrkja
ykkur og hugga á þessum erfiðu tím-
um.
Dagrún Hjartardóttir.
Engillinn er floginn. Þessi litli ljósi
engill með fallegu bláu augun og
hvíta hárið. Mikið lá honum á, aðeins
átta ára. Eftir sitjum við hin í sorg-
inni. Í sorginni felast spurningar,
söknuður, skilningsleysi og reiði en
líka þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa
fengið að hafa Emmu þennan tíma,
kynnast henni og umgangast.
Af vanmætti langar mig að minn-
ast bróðurdóttur minnar, Emmu.
Hún var afburðaskýr og vel gefin,
hörkudugleg, eftirtektarsöm, glett-
in, vinaleg, æðrulaus og mikil dama.
Öll þessi einkenni fylgdu henni allt
til síðustu stundar.
Emma tengdist Evu dóttur minni
ólýsanlegum vináttuböndum, þótt
tæp tuttugu ár skilji að. Hún sóttist
eftir nærveru hennar og að fá að
gista hjá henni og Stefáni manni
hennar. Þar fékk hún óskipta athygli
fólks sem kann að hlusta og fræða.
Eitt af því sem þær gerðu saman var
að horfa á teiknimyndir. Þar voru
vinsælir Pat og Mat (klaufabárðarn-
ir). Dætur mínar færðu henni
nokkra diska af þáttaröðinni á spít-
alann en hún var ófáanleg til að horfa
á einn diskinn, ætlaði að geyma hann
og horfa á hann með Evu og Stefáni
heima hjá þeim. Seinustu daga
Emmu var Eva komin að barnsburði
og fylgdist Emma spennt með. Hún
bað Evu um að fá að sjá barnið fyrst
allra og var það auðsótt. Óskir okkar
fáum við ekki allar uppfylltar og svo
fór að Emma kvaddi nokkrum dög-
um fyrir fæðingu nýju prinsessunn-
ar sem hún hlakkaði svo mikið til að
sjá og að fá að passa. Ég er fullviss
um að Emma mun passa hana og að
nýja prinsessan eigi sér verndar-
engil. Emma var meira að segja búin
að gefa Evu hugmyndir að nafni fyr-
ir hana en hún taldi víst að barnið
yrði stúlka. Viljastyrkurinn og hug-
urinn lýsir sér vel í því sem hún sagði
við mig kvöldið áður en hún kvaddi.
„Benni, áttu ekki eitthvert fallegt
mjúkt efni?“ „Jú, það hlýtur að
vera,“ sagði ég. „Ég ætla nefnilega
að sauma buxur á Evu.“ Að því sögðu
gerði hún ráðstafanir til að fá sauma-
vél.
Í brúðkaupi Evu og Stefáns var
hún dolfallin. Stóð tímunum saman
fyrir framan langborðið og starði á
Evu. Eftir brúðkaupið hóf hún að
skipuleggja brúðkaup foreldra
sinna. Stjarnan vildi sitja í hásæti við
langborðið.
Emma kunni alla söngtexta. Sama
hversu gamlir þeir voru og alltaf var
hægt að hafa ofan af fyrir henni með
því að fá hana til að syngja.
Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm hélt
hún alla tíð reisn, glæsileika og var
dama. Rakel, dóttir mín, lakkaði á
henni neglurnar með bleiku lakki
sem Emma valdi og var svo stolt af. Í
hvert sinn sem hnökrar komu á lakk-
ið bað hún um að það yrði lagað, því
hún vildi líta vel út.
Sjúkdómur Emmu hefur opnað
augu mín fyrir hetjum. Foreldrar
hennar hafa staðið sig með ólíkind-
um og ekki síður Baldvin stóri bróðir
sem gaf henni allt sem hægt er að
gefa. Guð blessi Gísla, Grétu, Bald-
vin og Greip, veri með þeim og styrki
í sorginni. Allir sem kynntust Emmu
eru ríkari eftir og geyma og varð-
veita minningu hennar í hjarta sér.
Benedikt frændi.
Ástkær frænka okkar, Emma
Katrín tæplega níu ára, var tekin
burt úr þessu jarðlífi óskiljanlega
snemma.
Það er stutt síðan hún var eld-
hress og í sínu eðlilega formi. Með
leikrit, samið á staðnum, í holinu
heima hjá sér að leikstýra fjögurra
ára bróður og frænku, eða að finna
upp á einhverju fyrir þau að gera.
Emma Ká, eins og við kölluðum
hana, var nefnilega þannig. Hún var
aldrei á staðnum án þess að allir
tækju eftir því og allir tækju þátt í
því sem hún skipulagði. Hún var
driffjöðrin þótt það væri ekki endi-
lega alltaf friður um hennar vilja
meðal yngri barnanna og fór ekki
heldur alltaf hljótt um athafnirnar.
Þannig er það meðal barna sem hafa
sterkan vilja, fjörugt ímyndunarafl
og skoðun á öllu.
Allt þetta hafði Emma K. í ríkum
mæli, en að auki var hún einkar
bráðgert barn til orðs og æðis, og
engum datt annað í hug en að hún
myndi vaxa og dafna með þessum
einkennum sínum. Það var leiðtoga-
efni í fjölskyldunni sem við ætluðum
að fylgjast vel og lengi með.
Diplómatískir hæfileikar Emmu
K. komu fljótlega í ljós. Hún var á
öðru ári og undirrituð frænka hafði
það fyrir sið að kúga hana til að segja
alltaf „Lauga er best“ þegar við hitt-
umst. Kúgunartækið var sleikipinni
sem var haldið fyrir aftan bak, allt
þar til hún sagði lykilorðið. En ein-
hverju sinni sá Arna Sigrún sér leik
á borði og ætlaði að skáka móður
sinni í vinsældum. Tvær flírulegar
frænkur stóðu nú fyrir framan
Emmu K., hvor með sinn sleikjóinn
fyrir aftan bak, og spurðu: „Hver er
best?“ Nú hefði getað verið úr vöndu
að ráða fyrir tveggja ára snót, en hún
brosti sínu blíðasta, benti á hundinn
og sagði: „Tinna.“ Hún fékk tvo
sleikjóa í það skiptið.
Í veikindum Emmu K. hefur okk-
ur opnast ný sýn á það hvað það er að
vera manneskja í þeirri erfiðustu
raun sem hægt er að leggja á for-
eldra og barn. Við höfum lært margt
af Grétu og Gísla sem hafa vakað yfir
barninu sínu vikum saman og reynt
að gera hvern dag glaðlegan. Af
Baldvini bróður hennar, sem sýndi
systur sinni óendanlega mikinn kær-
leik allt þar til hún dró síðasta and-
ann, höfum við lært að ekki þarf há-
an aldur til að geta verið þroskaður
einstaklingur. Við höfum lært ósér-
hlífni af hjúkrunarliði spítalans sem
hefur farið út yfir allar starfsskyldur
til að gera Emmu K. lífið bærilegra.
Einnig höfum við notið kunnáttu sr.
Vigfúsar Bjarna sjúkrahúsprests,
sem með ljúfu fasi og hlýju virtist
geta róað erfiðar stundir og linað
óbærilega sorg. Vinir og ættingjar
slógu skjaldborg utan um þau öll. En
mest af öllu höfum við lært af Emmu
K. sjálfri. Óbilandi trú hennar á hið
jákvæða og framtíðina gleymist
aldrei. Allt fram á síðasta dag var
hún á leiðinni heim og reiðubúin að
takast á við lífið á nýjum forsendum.
En nú er búið að taka Emmu frá
okkur og enginn skilur hvers vegna.
Að einmitt þetta líf hafi verið tekið
án skiljanlegrar ástæðu, vegna sjúk-
dóms sem gerði ekki boð á undan sér
og ekkert gagn gerir í okkar jarð-
bundnu vitund. Kannski er einhver
að kalla á hjálp á öðru tilvistarstigi
og telur sig hafa valið vel. Það er
örugglega rétt en við hefðum viljað
að þessi einhver hjálpaði sér meira
sjálfur.
Allt þar til augun lokuðust í hinsta
sinn hélt Emma K. hinum einstaka
persónuleika sínum. En nú er hún
farin yfir á annað tilverustig, litla
stúlkan okkar með hlýja hjartað og
litríka persónuleikann. Ástin hennar
mömmu sinnar, undrabarnið og
prinsessan hans pabba. Hún, sem
var svo fylgin sér en samt svo blíð,
svo ákveðin en einnig svo viðkvæm.
„Svo geðrík,“ eins og Lísa sagði. Við
sem eftir sitjum skiljum ekki þessa
tilhögun. Silja litla skilur heldur ekki
neitt. „Hvenær hættir Emma að
vera dáin?“ spurði hún. Við reynum
að útskýra að nú líði Emmu K. vel og
að hún sé orðinn engill. Eitt kvöldið
þegar við buðum góða nótt með orð-
unum „Góða nótt og guð geymi þig
og Emmu“ svaraði hún: „Nú passar
Emma okkur.“
Haraldur og Guðlaug.
Elsku Emma.
Ég sakna þín svo mikið að mér er
illt í hjartanu mínu. Það var nefni-
lega svo margt sem við áttum eftir að
gera saman. Manstu þegar við vor-
um saman í söngskólanum og ætl-
uðum að verða söngkonur og syngja
saman tvær? Þú áttir líka að fá að
koma með mér næst í helgarferð til
Akureyrar en þá varst þú orðin svo
veik að þú gast það ekki. En ég veit
að þú verður með mér í hjartanu
næst þegar ég fer þangað og þá ætla
ég að hugsa fallega til þín. En við
gerðum líka margt skemmtilegt
saman og þeim minningum ætla ég
að muna eftir, við lékum okkur oft
saman bæði í skólanum og eftir
skóla. Við vinkonurnar brölluðum
margt skemmtilegt saman, fórum í
heita pottinn og bökuðum piparkök-
ur. Okkur stelpunum fannst líka
ótrúlega gaman að vera hjá þér, sér-
staklega þegar pabbi þinn var að
leika við okkur og Greipur fékk að
vera með. Manstu þegar mamma þín
snyrti á okkur neglurnar? Þá vorum
við ótrúlegar pæjur. Ég man eftir
öllum leikritunum sem við bjuggum
til, okkur fannst það báðum mjög
skemmtilegt. Ég mun líka aldrei
gleyma því þegar þú bauðst mér og
Oddnýju með þér á X-factor, það var
geðveikt og við skemmtum okkur all-
ar alveg hrikalega vel. Eftir að þú
varst orðin veik þá heimsótti ég þig
oft á spítalann og þá horfðum við
saman á vídeó eða fórum í tölvuna.
En nú veit ég að þú ert engill á himn-
um og veistu hvað Emma, ég held að
þú sért fallegasti engillinn. Þessa
bæn fer ég með fyrir þig á hverju
kvöldi:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þú verður alltaf hjá mér í hjartanu
mínu elsku besta Emma.
Þín vinkona
Katrín Hrund.
Ó, mín kæra fallega frænka.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Það er ekki annað hægt en að elska
þig og dýrka. Þú hefur alltaf verið
svo mikill snillingur. Mér þótti alltaf
æðislegt að passa þig, þú varst alveg
svakalegur orkubolti en alltaf samt
svo ljúf og góð. Þú vældir aldrei,
bjargaðir þér bara sjálf. Það hefur
alltaf setið svo fast í mér þegar þú
varst þriggja ára og langaði alveg
svakalega í nammi sem var í skáp í
eldhúsinu, ofarlega. Ég sagði nei
Emma það er ekki nammidagur í
dag. En þig langaði svo svakalega og
beiðst bara eftir færi þegar ég fór
fram til að ná í eitthvað. Þegar ég
kom til baka hafðir þú náð í stól og
ætlaðir að príla til að ná þér í. Mér
fannst þetta svo æðislegt, að þú hafir
bara ætlað að fara sjálf og ná í
nammið, í stað þess að orga og
grenja. Þú varst svo fljót að læra að
lesa og svo þegar þú kunnir að lesa á
hvolfi, það þótti mér svo fyndið, þú
varst alltaf að sýna mér að þú gætir
lesið eitthvað á hvolfi – og ef það var
ekki á hvolfi settir þú bara hausinn á
hvolf. Ég var svo heppin að fá þig á
leikjanámskeið til mín þar sem ég
var að vinna. Þú keyrðir úr Grafar-
voginum og niður í miðbæ til að
koma. Það þótti mér mjög vænt um.
Fyrst var ég smástressuð yfir því að
þú héldir að þú myndir fá einhverja
sérmeðferð þar sem þú værir frænka
mín. Þú varst nú meiri engillinn allan
tímann. Þú komst mér svo á óvart
hvað þú varst hlýðin og góð, ég vissi
það svo sem, en átti samt von á að þú
yrðir einhvern tímann óþekk, en það
varð held ég aldrei. Alltaf mætt í röð-
ina strax og gerðir alltaf eins og þú
áttir að gera.
Eitt sinn þegar það átti að passa
þig heima hjá mér þá komst þú fær-
andi hendi til mín. Ég veit ekki af
hverju en þú vildir gefa mér gjöf, þú
gafst mér þrjár krónur sem þú hafð-
ir sett borða um og krullað borðann.
Ég á þær ennþá.
Elsku Emma mín, vona innilega
að þér líði betur núna.
Thelma Hrund Benediktsdóttir.
Hvernig skrifar maður minningar-
grein um hana Emmu sem var ekki
orðin níu ára og taldi dagana til
níunda afmælisdagsins, sem var al-
veg að koma. Maður trúir því ekki
enn að hún sé farin og býst alltaf við
því að hún komi inn úr næsta her-
bergi og að mann hafi dreymt þetta
allt saman.
Emmu Katrínu hitti ég fyrst ný-
fædda á fæðingardeildinni. Á þeim
tíma var ekki öðrum hleypt inn í
heimsóknir á deildina en nánum ætt-
ingjum. Þegar ég stalst inn með
Emma Katrín
Gísladóttir
Elsku Emma Katrín, takk
fyrir að vera góð vinkona.
Það var svo gaman þegar við
lékum okkur saman, urðum
samferða í skólann og þegar
ég hjálpaði þér að læra að
hjóla. Núna ertu fallegasti
engillinn á himninum, ég á
eftir að sakna þín mikið.
Þín vinkona,
Oddný Lind.
HINSTA KVEÐJA