Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 22

Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Selfoss | Líknarsjóður hjónanna Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur færði Heilbrigð- isstofnun Suðurlands 80 milljónir króna að gjöf á fimmtudag til að efla og styrkja sjúkrahúsið á Selfossi. Líknarsjóðurinn var stofnaður árið 1996. Tilgangur hans er að styrkja hvers konar líknarstarfsemi á Ís- landi eftir nánari ákvörðun sjóðs- stjórnar. Stofnendur sjóðsins voru hjónin Hörður Þorgeirsson húsasmíða- meistari, fæddur 15. júlí 1917 á Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi, og Unnur Guðmundsdóttir húsmóðir, fædd 30. júlí 1921 í Túni í Hraun- gerðishreppi. Hörður lést í Reykja- vík 28. maí 2006. Stjórn Líknarsjóðs- ins samþykkti að gefa sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gjöf til að efla starfsemi þess, bæta þjónustu þess við íbúa Suðurlands og til að styðja við framþróun í sjúkrahúsþjónustu. Í því skyni verði stofnaður sérstakur styrktarsjóður við stofnunina í nafni þeirra hjóna. Ráðstöfun úr þeim styrktarsjóði getur verið í formi styrkja til að styðja við tiltekin verkefni eða kaup á búnaði, sem annars væri ólíklegt að stofnunin fengi fjárveitingu fyrir úr ríkissjóði. Um getur verið að ræða minni eða stærri styrki eftir því sem stjórnendur stofnunarinnar telja að geti komið stofnuninni að bestu gagni hverju sinni. „Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar af alhug þessa miklu gjöf og þann góða hug til stofnunarinnar, sem að baki býr. Það er stofnuninni afar mikilvægt að eiga jafngóðan stuðning og þessi gjöf sýnir, frá vel- unnurum stofnunarinnar,“ segir í fréttatilkynningu vegna afhending- arinnar. Heilbrigðisstofnun Suðurlands færðar 80 milljónir að gjöf Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gjöf Stjórn Líknarsjóðs Unnar og Harðar ásamt framkvæmdastjórn HSu. Selfoss | Mikið var um dýrðir í Ár- borg þegar stór hópur hlaupara með þroskahömlun frá nokkrum Evrópu- löndum, ásamt fararstjórum kom í heimsókn á leið sinni um landið. Um var að ræða hóp sem tekur þátt í verkefni á vegum samtakanna „In- tegrative Meetings and Friends“, en það eru sjálfboðaliðasamtök með höfuðstöðvar í Vín í Austurríki. Tekið var á móti hópnum, 77 manns, á brúarsporði Ölfusár en þaðan lá leiðin í Félagsmiðstöðina Zelsíuz. Félagar í Fræðslu- og tóm- stundaklúbbnum Selnum tóku á móti félögum sínum ásamt starfs- mönnum félagsmiðstöðvarinnar. Í upphafi voru flutt stutt ávörp þar sem Gréta Sverrisdóttir, forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar, og Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra, buðu hina erlendu gesti velkomna. Sighvatur Blöndahl, forstöðumaður Selsins, kynnti starfsemi klúbbsins og fé- lagar tóku lagið fyrir gestina. Að því loknu var gestum boðið upp á hress- ingu. Líkamsrækt Hópurinn hefur lagt að baki liðlega 8.000 km um Evrópu á liðnum átta árum. Hér er hann á hlaupum á Selfossi. Mikið um dýrðir í Árborg ÁRBORGARSVÆÐIÐ BIFHJÓLASAFN er væntanlegt í flóru safnanna á Eyjafjarðarsvæðinu og í dag fer fram sérstök fjáröflun til styrktar því. Hún fer þannig fram að haldin er sérstök bifhjólasýning í Toyota-húsinu á Akureyri á Baldurs- nesi frá 10-19. Á annað hundrað mót- orhjóla frá öllu landinu verða til sýn- is. Að auki verður tekið við frjálsum framlögum til að setja safnið á fót. Safnið er stofnað í minningu Heið- ars Þ. Jóhannssonar sem lést í bif- hjólaslysi 2. júlí á síðasta ári. „Bif- hjólasafnið mun spanna hundrað ára sögu bifhjólsins,“ segir Jóhann Freyr Jónsson sem unnið hefur að því að stofna safnið. „Við höfum yfir 50 hjól í langtímageymslu sem eiga eftir að fara í safnið, þannig að nú vantar bara húsnæði undir það. Af þessum hjólum skildi Heiddi sjálfur eftir sig ein 22.“ Fannst í Grímsárvirkjun Á meðal hjóla safnsins er eitt af gerðinni BSA Lightning 650cc ’71-ár- gerð, sem áður var í eigu Heiðars Þ. Jóhannssonar. „Þetta er fyrsta stóra hjólið sem hann eignaðist og hann varð frægur fyrir alls konar kúnstir á því. Hjólið komst bara nýlega í okkar hendur. Stuttu eftir andlát hans gerðist nefnilega sú ótrúlega tilviljun að hjólið fannst í góðu standi í Gríms- árvirkjun. Þannig að við fengum það að sjálfsögðu í safnið.“ Hjólið er vel ökufært og var í gær ekið til Akur- eyrar fyrir sýninguna. Meira en hundrað bifhjól á sérstakri sýningu í dag Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Forngripur Hjólinu var stillt upp á torginu í sólinni í gær. Lengst til hægri er Jón Dan Jóhannsson, bróðir Heiðars, en Jón ók hjólinu til Akureyrar. Farið verður í gönguferðir undir leiðsögn, m.a. upp að Hraunsvatni, suður í Hraunin og með Öxnadalsá, og gerð grein fyrir gróðurfari, sögu og sögnum, örnefnum og menningarminjum svæðisins. Að hátíðinni standa Menningarfélagið Hraun í Öxnadal, Ferðafélag Ak- ureyrar og Ferðafélagið Hörgur. FÍFILBREKKUHÁTÍÐ 2007 verð- ur haldin í dag. Hátíðin hefst kl. 14 með ávörpum og söng. Í kjölfarið verður hinn nýi fólkvangur: Jón- asarvangur vígður og fræðimanns- íbúð opnuð. Jónasarvangur verður útivistarsvæði fyrir almenning, en nýverið var hluti jarðarinnar Hrauns í Öxnadal friðlýstur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jónasarvangur Boðið verður upp á gönguferðir undir leiðsögn upp að Hraunsvatni, suður í Hraunin og með Öxnadalsá á Fífilbrekkuhátíð í dag. Nýr fólkvangur vígður Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um Ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu ljósmyndum og sendu inn í ljósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði. www.ferdalag.is Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim.     H im in n o g h a f / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.