Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/ÞÖK
Urriðafoss Sveitarstjórn Flóahrepps telur að þegar fossinn hverfi missi
íbúar tækifæri til að byggja upp ferðaþjónustu. Þetta tap þurfi að bæta.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
URRIÐAFOSSVIRKJUN hefur í
för með sér umtalsverðan skaða í at-
vinnulífi og umhverfi í Flóahreppi.
Óljóst er hvernig þessi skaði verður
bættur, en sveitarfélagið fær hins
vegar engar skatttekjur af virkjun-
inni. Þetta er meginástæðan fyrir því
að sveitarstjórn Flóahrepps sam-
þykkti í vikunni ályktun um að gera
ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í
skipulagi sínu. Ólíklegt er þó að málið
sé úr sögunni því að fulltrúar hrepps-
ins og Landsvirkjunar hafa ákveðið
að halda áfram viðræðum. Auglýsing
um aðalskipulag verður birt í sumar.
Það er talsvert flókið mál að skipu-
leggja virkjanir í neðri hluta Þjórsár,
en Landsvirkjun áformar að reisa þar
þrjár virkjanir, Urriðafossvirkjun,
Hvammsvirkjun og Holtavirkjun.
Samkvæmt lögum fara sveitarfélög
með skipulagsvald, en það eru hvorki
fleiri né færri en fjögur sveitarfélög
sem eiga land að Þjórsá á virkjana-
svæðinu. Þetta eru Ásahreppur,
Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóa-
hreppur og Rangárþing ytra.
Hreppamörkin liggja um Þjórsá og
því verða ekki byggðar stíflur eða
gerð lón í ánni nema með samþykki
allra sveitarfélaganna.
Skipulag auglýst með
Hvamms- og Holtavirkjunum
Staðan er þannig núna að Rang-
árþing ytra gerir ráð fyrir Hvamms-
og Holtavirkjunum inni á aðalskipu-
lagi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur
afgreiddi aðalskipulag fyrir tveimur
árum með þeim hætti að fresta því að
taka afstöðu til þessara tveggja virkj-
ana. Ástæðan er sú að óljóst var á
þeim tíma hvar Landsvirkjun myndi
staðsetja virkjanirnar og hvernig
hönnun þeirra yrði útfærð. Skeiða- og
Gnúpverjahreppur hefur auglýst
skipulag þar sem gert er ráð fyrir
þessum tveimur virkjunum. Allmarg-
ar athugasemdir bárust og er sveit-
arstjórnin að vinna úr þeim, en í því
felst að kalla eftir svörum frá hags-
munaðilum og svara athugasemdun-
um efnislega. Þegar þeirri vinnu er
lokið mun sveitarstjórn taka efnis-
lega afstöðu til málsins, en reiknað er
með að hún liggi fyrir á haustmán-
uðum.
Svipuð staða er varðandi Urriða-
fossvirkjun. Gert er ráð fyrir virkj-
uninni á aðalskipulagi Ásahrepps,
Skeiða- og Gnúpverjahrepps og
Rangárþings ytri, en Heiðarlón nær
inn í sveitarfélagið. Flóahreppur sem
varð til sl. vor með sameiningu Gaul-
verjabæjarhrepps, Hraungerðis-
hrepps og Villingaholtshrepps, hefur
hins vegar ekki afgreitt málið. Búið
var að vinna aðalskipulag fyrir tvo
fyrstnefndu hreppana, en ekkert að-
alskipulag var til fyrir Villingaholts-
hrepp. Öll sveitarfélög á Íslandi eiga
að hafa lokið við að vinna aðalskipu-
lag fyrir árið 2008 og því er Flóa-
hreppur að ljúka við skipulag í þess-
um hluta sveitarfélagsins.
Það er talsvert misjafnt hvernig
þessi virkjanamál horfa við sveitar-
félögunum. Virkjanirnar hafa áhrif á
landnotkun og umhverfismál í sveit-
arfélögunum öllum en það er hins
vegar talsvert misjafnt hvernig
tekjur af sveitarfélögunum skiptast
niður. Fasteignagjöld eru aðeins
greidd af stöðvarhúsi virkjana en
ekki af stíflu, skurðum, görðum eða
öðrum mannvirkjum sem reistir eru
vegna þeirra. Stöðvarhús Urriðafoss-
virkjunar verður í Ásahreppi og
stöðvarhús Hvamms- og Holtavirkj-
ana verða í Rangárþingi ytra. Þetta
þýðir að engar beinar skatttekjur
koma í hlut Flóahrepps og Skeiða- og
Gnúpverjahrepps vegna þessara
virkjana.
Þessar tekjur skipta miklu máli
fyrir sveitarfélögin, sem öll eru frek-
ar fámenn. Þannig kemur Rangár-
þing ytra til með að fá um 60 milljónir
í tekjur af fasteignagjöldum af
Hvamms- og Holtavirkjunum en
heildartekjur sveitarfélagsins eru
núna um 750 milljónir.
Það er óánægja með þessa tekju-
skiptingu í sveitarstjórn Flóahrepps
og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Þessu verður hins vegar ekki breytt
nema með lagabreytingu á Alþingi,
en samstaða hefur ekki tekist um að
gera slíka breytingu.
Íbúafundur haldinn 25. júní
Sveitarstjórn Flóahrepps sam-
þykkti í vikunni að mæla ekki með því
að setja Urriðafossvirkjun á aðal-
skipulag vegna þess að það væri ekki
nægilega mikill ávinningur af virkj-
uninni fyrir sveitarfélagið og óljóst
væri hvernig skaðinn af virkjuninni
yrði bættur.
„Það er óljóst hvaða áhrif virkjunin
hefur á lífríki Þjórsár. Það fer land
undir vatn. Virkjuninni fylgir tak-
mörkun á landnotkun á þessu svæði
og það hefur áhrif á ferðaþjónustu á
svæðinu. Í sveitarfélaginu er vatns-
verndarsvæði sem er sett í ákveðna
hættu að okkar mati með þessari
virkjun,“ sagði Aðalsteinn Sveinsson,
oddviti Flóahrepps, þegar hann var
spurður um skaðann af virkjuninni.
Aðalsteinn sagði að fram að þessu
hefði verið óljóst til hvaða mótvæg-
isaðgerða yrði gripið til vegna skað-
ans sem Urriðafossvirkjun veldur.
Svo er að sjá sem samþykkt sveit-
arstjórnar Flóahrepps hafi ýtt við
Landsvirkjun því að nú er stefnt að
því að ljúka viðræðum við hreppinn
fyrir 25. júní, en þá hefur verið boð-
aður íbúafundur þar sem kynna á
tvær tillögur að aðalskipulagi, annars
vegar tillögu sem gerir ráð fyrir Urr-
iðafossvirkjun og hins vegar tillögu
sem gerir ekki ráð fyrir virkjuninni.
Eftir kynningarfundinn mun sveitar-
stjórn taka málið fyrir að nýju og í
framhaldi af því auglýsa tillögu að
nýju aðalskipulagi. Skipulagið fer þá í
hefðbundið ferli sem m.a. gerir ráð
fyrir að íbúar og hagsmunaaðilar geti
gert athugasemdir með lögformleg-
um hætti. Þeim athugasemdum þarf
sveitarstjórn að svara áður en aðal-
skipulagið er endanlega samþykkt.
Vegalagning og vatnsveita
Í fréttatilkynningu sem Flóa-
hreppur sendi frá sér eftir fund full-
trúa hreppsins og Landsvirkjunar á
föstudaginn segir að í tengslum við
viðræður þessara aðila yrði „m.a.
rætt um samgöngur og ferðaþjónustu
á svæðinu, vatnsvernd, lífríki Þjórsár,
landnotkun í nágrenni virkjunarinnar
og mögulegar mótvægisaðgerðir.“
Í þessu felst að sveitarfélagið telur
að virkjunin takmarki verulega
möguleika hreppsins til að byggja
upp ferðaþjónustu, ekki síst vegna
þess að Urriðafoss muni hverfa.
Landsvirkjun er tilbúin til að ræða
leiðir til að bæta sveitarfélaginu
þetta, t.d. með því að byggja upp mal-
bikaða vegi í hreppnum í samstarfi
við Vegagerðina.
Eins telur sveitarfélagið að vatns-
verndarsvæði kunni að vera í hættu
vegna tilkomu Heiðarlóns. Lands-
virkjun er tilbúin til að skoða þann
möguleika að afleggja þetta vatns-
tökusvæði og tengja íbúa við aðrar
vatnsveitur.
Þá er talið að virkjunin muni hafa
áhrif á laxagengd í Þjórsá, en Lands-
virkjun ætlar að byggja laxastiga og
stuðla að því að lax komist upp ána.
Þarf að skipa nefnd?
Ef niðurstaða Flóahrepps verður
að setja Urriðafossvirkjun ekki inn á
skipulag er sú staða komin upp að
þrjú sveitarfélög gera ráð fyrir virkj-
un og lónum á sínu skipulagi en eitt
gerir það ekki. Þá getur komið til
þess að umhverfisráðherra skipi að
tillögu Skipulagsstofnunar nefnd full-
trúa sveitarfélaganna sem fær það
verkefni að samhæfa skipulag á
svæðinu. Lagaheimild til að skipa
slíka nefnd hefur aldrei áður verið
nýtt og því er ekki til neitt fordæmi
um hvernig störfum hennar verði
hagað.
Skatttekjur af virkjunum í
Þjórsá skiptast ójafnt niður
Í HNOTSKURN
»Skeiða- og Gnúpverja-hreppur er búinn að birta
auglýsingu sem gerir ráð
fyrir Hvamms- og Holta-
virkjun. Margar at-
hugasemdir hafa borist en
ákvörðunar er að vænta í
haust.
»Flóahreppur ætlar í kjöl-far íbúafundar að birta
auglýsingu um aðalskipulag
sveitarfélagsins. Ekki liggur
endanlega fyrir hvort aug-
lýsingin muni gera ráð fyrir
Urriðafossvirkjun.
!!
"#$%
!!
& '(% )*
*+,!- .%
!!
+*/'+* 01
4 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Við flytjum!
Tökum vel á móti þér
í nýju húsnæði
að Borgartúni 25
Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is
G
O
TT FÓ
LK
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÁRLEGUR rekstrarkostnaður
vegna ratsjárstöðva íslenska loft-
varnakerfisins, sem er hluti af
heildarloftvarnakerfi NATO, hefur
lækkað úr einum milljarði króna
niður í 800 milljónir króna vegna
tæknibreytinga og endurnýjunar
búnaðar. Mun íslenska ríkið alfarið
taka á sig þennan kostnað upp á
800 milljónir í ágúst nk. þegar rík-
ið tekur við rekstri stöðvanna af
flugher Bandaríkjanna sem greitt
hefur kostnaðinn hingað til.
Byggingar vegna ratsjárstöðv-
anna, á Miðnesheiði, Bolafjalli,
Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli,
voru á sínum tíma kostaðar af
Mannvirkjasjóði NATO og hóf
Ratsjárstofnun starfsemi sína árið
1987 í kjölfar þess að bandarísk og
íslensk stjórnvöld sömdu um að Ís-
lendingar tækju við rekstri rat-
sjárstöðva varnarliðsins.
Að loknum fundi Nicholas
Burns, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð-
herra á fimmtudag, þar sem mál-
efni ratsjárstöðvanna voru rædd,
sagðist Burns telja að einhugur
væri um það meðal bandarískra og
íslenskra ráðamanna að brýnt væri
að reka stöðvarnar áfram. Það sem
á hins vegar eftir að semja um við
Bandaríkjamenn eru atriði á borð
við uppfærslu hugbúnaðar, sem
gætu orðið kostnaðarsöm fyrir ís-
lenska ríkið. Það sem þarf síðan
einnig að ræða við Bandaríkja-
menn og jafnframt NATO er fram-
tíðarþróun loftvarnakerfisins með
það fyrir augum að kerfið falli að
loftvarnakerfum Evrópuríkja.
Kostnaðurinn
800 milljónir
Ríkið greiðir fyrir ratsjárstöðvarnar
FASTEIGNAFÉLAGIÐ Stoðir hf.
vinnur nú í samvinnu við SPRON
að heildarskipulagi Kringlusvæð-
isins og er ráðgert að kynna það
fyrir borgaryfirvöldum í haust.
Til greina kemur að rífa gamla
Morgunblaðshúsið sem og Sjóvá-
húsið við Kringluna, en að sögn
Skarphéðins Bergs Steinarssonar,
forstjóra Fasteignafélagsins
Stoða, er of snemmt að segja til
um það á þessu stigi. Hann segir
að mikill áhugi sé fyrir því að
byggja á Kringlusvæðinu enda sé
þetta frábær staðsetning. Segir
hann vilja til að stækka Kringl-
una og byggja íbúðir og skrif-
stofuhúsnæði.
Aðspurður segir Skarðhéðinn
ljóst að um mjög stórt uppbygg-
ingarverkefni verði að ræða og
að gera megi ráð fyrir að bygg-
ingamagnið hlaupi á tugum þús-
undum fermetra.
„Það má gera ráð fyrir all-
verulegum breytingum á þessu
svæði, enda er þarna klárlega
svigrúm til að byggja mjög mik-
ið.“
Von á miklum
breytingum