Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Ég vil ekki vera húðflúraður milljóna-mæringur,“ söng gamli leðurbark-inn Bruce Dickinson hástöfum umárið og dró upp ófagra mynd af inni-
haldslausu líf manns sem var meðal annars
kvæntur fyrrverandi leðjudrottningu frá
Miami. Ekki var yrkisefnið David Beckham,
enda var enski landsliðsmaðurinn í knatt-
spyrnu varla orðinn kynþroska á þeim tíma, en
ýmsir hafa þó eflaust heimfært kvæðið á hann
síðan enda umdeildari húðflúraðir milljóna-
mæringar vandfundnir á síðari árum.
En hvað sem menn kunna að segja um lífsstíl
Beckhams er engum blöðum um það að fletta
að hann er litríkasti íþróttamaður samtímans í
Evrópu. Stofnun sem hafin er yfir allan sam-
anburð í sparksögunni. Dáður og hataður á víxl
langt út fyrir endamörk vallarins. Það er engin
leið að setja sig í spor manns sem vaktaður er
allan sólarhringinn af pjattrófum og pappa-
rössum en allir sparkskýrendur hljóta að falla
fram í lotningu yfir híalínskri framgöngu hans
gegnum árin. Þrátt fyrir brjálæðið hefur Beck-
ham allar götur haldið haus inni á vellinum og
hefur fyrir margt löngu skipað sér á bekk með
fremstu leikmönnum sinnar kynslóðar. Veg-
ferð hans er sigrum vörðuð og í dag gefst hon-
um tækifæri til að landa enn einum meistara-
titlinum, þeim spænska. Og kannski á sá titill
eftir að veita honum mesta ánægju af þeim öll-
um í ljósi þess sem á undan er gengið á vertíð-
inni sem nú er að ljúka.
Það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir
hjá Beckham. Hann fann ekki fjölina sína
framan af móti, átti vont með að vinna sér fast
sæti í byrjunarliði Real Madríd og þegar hann
spilaði sleit hann upp fá tré með rótum. Í níu
fyrstu leikjunum sem Beckham hóf sl. haust
laut Real sjö sinnum í gras. Lái því hver sem
vill Fabio Capello að klína kempunni á bekk-
inn. Þrátt fyrir nafnið hefur Beckham aldrei
kunnað við sig þar, enda sólginn í sviðsljósið,
og greip hann því óyndi er leið á afplánunina.
Fjölmiðlar fóru mikinn í vangaveltum um
framtíð hans og stjórnarmenn Madrídarliðsins
stigu hver á tærnar á öðrum. Sparkkvöðullinn
Predrag Mijatovic gerði loks lýðum ljóst að
samningur Beckhams yrði ekki framlengdur.
Hann dró raunar í land nokkrum dögum síðar
og sagði að orð sín hefðu verið rangtúlkuð.
„Samningur Beckhams hefur enn ekki verið
framlengdur,“ vildi hann víst sagt hafa.
Meðan þessi vandræðagangur stóð yfir
mændi Beckham ekki í gaupnir sér enda hefur
hann alltaf fullyrt, síðast núna í vikunni, að sér
hafi verið tjáð að samningurinn yrði ekki end-
urnýjaður. Spurning hvaða túlkur hefur verið
að störfum þá? Hann tók því sjálfur af skarið
og samdi þann 11. janúar til fimm ára við
bandaríska félagið Los Angeles Galaxy.
Sparkskýrendur störðu opinmynntur hverj-
ir á aðra í kjölfarið, „Los Angeles hvað“, og
Beckham var vændur um uppgjöf og metnað-
arleysi. Samt var tónninn annar þá en núna
nokkrum mánuðum síðar enda var kappinn í
lægð, m.a. dottinn út úr enska landsliðinu, og
því sögðu illar tungur að vel færi á því að hann
héldi „heim“ til að deyja. Ýmsir hafa nefnilega
lengi haldið því fram að Beckham væri best
geymdur með hinu „hyskinu“ í Hollívúdd.
Hent út í hafsauga
Capello brást vondur við fyrirhuguðum fé-
lagsskiptum Beckhams og henti honum fyrst
um sinn út í hafsauga. „Hann hefur leikið sinn
síðasta leik fyrir Real Madríd,“ tilkynnti hann
brúnaþungur. En enginn veit sína ævina. Eftir
rysjótt gengi Real fann Capello sig knúinn til
að éta orð sín og kalla Beckham á ný inn í liðið
mánuði síðar. Hann skoraði í sigri á Real Socie-
dad og hefur ekki litið um öxl síðan. Að vísu var
honum vikið af velli í næsta leik en það er til
marks um andlegt jafnvægi að kappinn tók til
óspilltra mála þegar í stað eftir bannið. Sama
gerðist eftir að hann jafnaði sig af meiðslum í
apríl.
Beckham hefur átt hvern stórleikinn á fætur
öðrum fyrir Real Madríd á undanförnum vik-
um og átt hvað stærstan þátt í uppsveiflu liðs-
ins. Hefði maður vogað sér að halda því fram í
janúar að Real Madríd yrði Spánarmeistari
hefði maður umsvifalaust verið ólaður niður og
hent niður í næstu dyflissu.
Það var ekki bara Capello sem kyngdi stolt-
inu því Steve McClaren, landsliðseinvaldur
Englendinga, komst fljótt að raun um að djörf
ákvörðun hans um að setja Beckham út úr liði
sínu sl. haust var mislukkuð. Hann leitaði því
að nýju á náðir hans á dögunum og það var eins
og meistarinn hefði aldrei brugðið sér frá. Lék
eins og engill gegn Brasilíumönnum og Eistum
og lagði upp þrjú mörk með aðalsmerki sínu,
forkunnarfögrum fyrirgjöfum. Beckham hefur
sýnt og sannað á síðustu vikum að hann er enn
besti fyrirgjafi heims. Spyrnutækni hans er
engri lík og verðugt viðfangsefni fyrir vísinda-
menn. Hvað ætli Kári Stefánsson segi?
Eftir að Beckham gekk skyndilega í end-
urnýjun lífdaga hafa ýmsar vangaveltur komið
upp. Ýmsum þykir hann ranglega vistaður
vestra og hafa viljað lána hann til hinna og
þessara félaga í Evrópu, s.s. Newcastle United.
Þá hafa verið uppi kenningar um það að Real
Madríd geti rift samningi leikmannsins við Los
Angeles Galaxy.
Ekki verður aftur snúið
Sjálfur vísaði Beckham þessu á bug á fundi
með fréttamönnum í vikunni, staðfesti að leik-
urinn í dag yrði sinn síðasti með Real. „Það er
ekkert ákvæði í samningi mínum við Galaxy
sem gefur til kynna að því verði breytt. Forseti
Real hefur heldur ekki talað um annað við
mig,“ sagði Beckham.
Hann notaði tækifærið til að ljúka lofsorði á
fráfarandi húsbændur sína, þar ku hvert eð-
almennið vera upp af öðru. „Það er erfitt að yf-
irgefa lið á borð við Real. Ég er bjartsýnn á
framtíðina en ég mun sakna Real Madríd og
Spánar afskaplega mikið.“
Beckham varð fyrir smávægilegu hnjaski í
leiknum gegn Zaragoza um síðustu helgi en allt
bendir til þess að hann verði klár í slaginn í
dag. Og eitthvað segir manni að leikurinn verði
í samræmi við ferilinn – eftirminnilegur.
Kveðjustund
knattundurs
KNATTSPYRNA»
Reuters
Á þröm David Beckham fagnar eftir leikinn gegn Real Zaragoza um síðustu helgi. Verður
hann með sigurbros á vör í dag eftir lokaleik sinn í evrópskri félagsliðaknattspyrnu?
Í HNOTSKURN
»Vinni Real Madríd leik sinn á heima-velli gegn Real Mallorca í dag verð-
ur félagið krýnt Spánarmeistari.
»David Beckham varð sex sinnumenskur meistari með Man. United og
einu sinni Evrópumeistari.
David Beckham leikur sinn síðasta leik fyrir Real
Madríd í dag og vonast til að fagna meistaratitli
Garðurinn er grænn og gró-inn. Í honum leika sér börnvið undirleik niðandi fossa.Lítil stúlka hlær við risa-
eðlu sem japlar yfirveguð á laufum og
greinum.
Þessi sýn á Edengarðinn blasir við
þeim sem heimsækja Sköpunarsafnið
sem opnað var í Kentucky-ríki í
Bandaríkjunum í lok maí.
Í flestum náttúrufræðasöfnum
kemur fram að risaeðlur hafi dáið út
mörgum milljónum ára áður en mað-
urinn kom til sögunnar. Í Sköp-
unarsafninu er raunin önnur, enda
halda ýmsir því fram að því svipi
fremur til skemmtigarðs en safns.
Hér er ætlunin að sýna fram á að
sköpunarsagan sé sönn, nákvæmlega
eins og hún er rakin í Biblíunni. Slag-
orð safnsins er „búðu þig undir að
trúa“.
Á móti Darwin
Hugmyndunum sem reifaðar eru í
safninu er teflt fram sem mótvægi við
þróunarkenningu Darwins. Hana
álíta forsvarsmenn safnsins and-
kristilega og líklega til þess að draga
úr siðferðisþreki fólks.
Sköpunarsafnið á að koma í stað
náttúruminja- og fornsögusafns fyrir
þá sem hafna þróunarkenningunni.
Áhersla er á að það virðist vísindalegt
og höfði til skynsemi fólks.
Þó ganga forsendur þeirra sem
komu safninu á koppinn í berhögg við
hugmyndir flestra vísindamanna.
Hér er haft fyrir satt að jörðin sé að-
eins um sex þúsund ára gömul og að
Guð hafi skapað manninn, risaeðlur
og öll önnur dýr, á sjötta degi. Greint
er frá því að fjöll, dalir og önnur jarð-
fræðileg fyrirbæri, t.d. Miklagljúfur,
hafi orðið til á nokkrum dögum í
syndaflóðinu. Þá séu steingervingar
líkamsleifar dýra sem grófust í eir og
eðju í flóðinu.
Safnið er mjög stórt, tæplega sex
þúsund fermetrar, og þar kennir ým-
issa grasa. Nærri hundrað risaeðlur
sem hreyfa sig, ein þeirra með hnakk
á bakinu, eru þar á ferli. Tugir mynd-
banda sem skýra eiga sköpunarsög-
una eru til sýnis. Stjörnuver þar sem
fullyrt er að fallegar myndir af him-
inhvolfinu sanni tilvist Guðs tekur
nærri áttatíu manns í sæti, og í
stórum, sérútbúnum kvikmyndasal
er m.a. sýnt frá syndaflóðinu. Sætin
titra og vatni er úðað á áhorfendur til
að auka á áhrifin. Í safninu má einnig
sjá tröllaukið líkan af örkinni hans
Nóa. Tekið er fram að það sé þó ekki
jafnstórt og frumgerðin.
Heimildin sem gengið er út frá er í
öllum tilfellum Biblían. Aldur jarðar
er t.d. reiknaður með því að áætla
hversu margir mannsaldrar eru frá
sköpun Adams og Evu.
Fúlasta alvara
Eflaust þykir mörgum Sköp-
unarsafnið hlægilegt. Þó er full
ástæða til að taka það alvarlega, því
hugmyndir á borð við þær sem þar
eru kynntar hafa sterkan hljómgrunn
hjá mörgum Bandaríkjamönnum.
Kannanir sýna að 40-60% þeirra
draga í efa að þróunarkenningin eigi
við rök að styðjast.
Sá hópur sem heitast trúir því að
taka eigi Biblíuna bókstaflega er auk
þess samheldinn og virkur, og leggur
sig í líma við að komast til áhrifa.
Tuttugu og sjö milljónum Banda-
ríkjadala var kostað til byggingar
Sköpunarsafnsins, en áætlað er að án
aðstoðar sjálfboðaliða hefði það kost-
að nærri fjórum sinnum meira. Safnið
var greitt að fullu með frjálsum fram-
lögum þeirra sem trúa boðskapnum
sem þar er komið á framfæri.
Safninu var valinn staður með það í
huga að sem flestir Bandaríkjamenn
gætu ferðast þangað á stuttum tíma
og á opnunardaginn beið fólk fyrir ut-
an í röðum.
Sköpunarhyggja er almennt ekki
viðurkennd á meðal vísindamanna.
Breska líffræðingnum Richard
Dawkins, sem starfar við Oxford-
háskóla, finnst að sér vegið þegar
sköpunarhyggju er haldið á lofti.
„Fræðimenn í öðrum greinum
þurfa ekki að svara svona vitleysu.
Eðlisfræðingar þurfa ekki að berjast
fyrir því að fá tilvist þyngdaraflsins
viðurkennda. Það er verið að ræna líf-
fræðinga dýrmætum tíma sem þeir
ættu að nýta til rannsóknarstarfa,“
segir hann.
Engu að síður aðhyllast æ fleiri
bandarískir stjórnmálamenn sköp-
unarhyggju. Bush Bandaríkjaforseti
hefur opinberlega sagt að kenna ætti
bæði þróunarkenninguna og sköp-
unarhyggju í skólum, til þess að nem-
endur geti valið hvort þeim þykir trú-
verðugra. Í mörgum ríkjum
Bandaríkjanna er hart barist fyrir því
að þetta verði gert. Þá aðhyllast
a.m.k. þrír þeirra sem sækjast eftir
að verða næsta forsetaefni repúblik-
ana sköpunarhyggju.
Tilraunir sköpunarsinna til þess að
fá hugmyndir sínar kenndar í skólum
og viðurkenndar sem vísindi, m.a.
með því að smíða utan um þær söfn,
eru allrar athygli verðar. Það er mik-
ilvægt að gefa þessari þróun gaum
því sterk tengsl eru á milli þessara
hugmynda og ákveðinna stjórnmála-
skoðana sem tengjast m.a. umhverf-
isvernd, utanríkisstefnu, réttindum
samkynhneigðra, kvenfrelsi, fóstur-
eyðingum og fleiri lykilmálum.
Risaeðlur og syndaflóðið í bíósal
TRÚARBRÖGл » „Fræðimenn í öðrumgreinum þurfa ekkiað svara svona vitleysu.
Eðlisfræðingar þurfa
ekki að berjast fyrir því
að fá tilvist þyngdarafls-
ins viðurkennda.“
Oddný Helgadóttir
oddnyh@mbl.is
Sköpunarsafnið Þar má sjá senur úr Edengarðinum, risaeðlur sem hreyfa
sig, risastórt stjörnuver og líkan af örkinni hans Nóa.