Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 74
Til allrar hamingju er tónlist Bjarkar lífræn. Hún er í stöðugri þróun og má flytja á ýmsa vegu … 76 » reykjavíkreykjavík E itt það skemmtilegasta sem ég sá á nýafstaðinni tónlistarhátíð, Primavera Sound í Barcelona, var íslenska hljómsveitin múm. múm er ein af þeim sveitum sem hafa skapað sér mikla sérstöðu meðal íslenskra hljómsveita og spilar reyndar mun oftar á er- lendri grund en á Íslandi. Í síðasta skiptið sem ég náði að sjá múm á tónleikum tóku þau nokk- ur lög í Laugardalshöll í upphafi ársins 2006 og þar áður sá ég þau einmitt á tónleikum í útlönd- um. Eftir vel heppnaða tónleika á myspace- sviðinu snemma kvölds, þar sem múm flutti tvö lög af óútkominni plötu, var greinilegur spenn- ingur í fólki að fá að sjá heila tónleika með nýju efni. Ég króaði Örvar Þóreyjarson Smárason af og tók við hann örstutt spjall um nýju plötuna og framhaldið. Heillengi að vinna að plötu Hvað eruð þið búin að vera lengi að vinna að næstu plötu, þeirri sem kemur út í haust? „Við erum búin að vera heillengi að vinna að henni. Held að við höfum aldrei tekið okkur eins mikinn tíma. Við byrjuðum eiginlega strax að vinna að nýju plötunni eftir að Summer make good kom út, en elsta lagið á henni er frá því áð- ur en fyrsta platan okkar kom út.“ Hver er munurinn á síðustu plötu og svo þeirri næstu? „Þessi er bara miklu opnari. Við gáfum okkur meiri tíma í þetta, vorum þolinmóðari og leyfð- um okkur meira. Svo fórum við á marga mis- munandi staði til að taka hana upp.“ Er ekki rétt munað hjá mér að síðasta plata hafi öll verið tekin upp í vitum? „Jú, við tókum mest upp í Garðskagavita. En síðan förum við líka alltaf eitthvað upp í sum- arbústaði og tökum upp þar og svoleiðis.“ Tekið upp í skólum En það er semsagt ekkert svona þema á nýju plötunni, eins og vitarnir síðast? „Nei, nei, og það var heldur ekkert þema á síðustu plötu þannig lagað, það hittist bara þannig á. Það er bara gott að vinna þar sem ekki er mikið af fólki. En núna gerist það á þessari plötu að það er eiginlega svona skóla-þema á henni. Við fórum í tvo skóla til þess að taka hana upp. Við fengum lánaðan gamlan barnaskóla á eyju í Finnlandi og tókum upp allar tromm- urnar og sönginn þar. Síðan fengum við lánaðan tónlistarskólann á Ísafirði, og þar tókum við eig- inlega mest af plötunni upp. Þar fór platan eig- inlega að verða að plötu.“ Heldurðu að það hafi áhrif á plötur hvar þær eru teknar upp? Nú var verið að leika sér aðeins með fugla- og sjávarhljóð á „vitaplötunni“. Er þá leikgleði og prakkarastrik skólabarna komið inn á nýju plötuna? „Ef ég ætti að hugsa um þetta þá myndi ég svara þér neitandi með það að þetta hefði ein- hver áhrif. En einhvern veginn hefur þetta samt haft áhrif. Nýja platan hljómar miklu meira eins og krakkar í skóla að syngja, eða eitthvað þann- ig.“ Þrjár söngkonur Eru lögin á nýju plötunni þá hraðari en á þeirri síðustu? „Já, þau eru sum hraðari en önnur eru enn hægari. Litrófið er bara orðið miklu meira en áður. Bæði eru lögin samin yfir lengra tímabil og einnig koma fleiri en áður að því að semja.“ KRAKKAR Í SKÓLA AÐ SYNGJA Ljósmynd/Ingvi M. Árnason Fjölskipað Hljómsveitina múm er orðin sjö manna sveit eins og sjá mátti í Barcelona þar sem sveitin spilaði á tónlistarhátíðinni Primavera Sound á dögunum. HLJÓMSVEITIN MÚM SPILAR SJALDAN HÉR Á LANDI, EN ER ÞEIM MUN DUGLEGRI AÐ SPILA ERLENDIS. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR SÁ SVEITINA SPILA Á TÓNLISTARHÁTÍÐ Í BARCELONA OG HITTI EINN SVEITARMANNA AÐ MÁLI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.