Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR innan stjórnmálaflokks og það var ekki fyrr en eftir háskólanám að hún gekk til liðs við Samtök um kvenna- lista. „Störf mín fyrir Röskvu og stúdentaráð kveiktu áhuga minn á því að starfa í pólitík og því var þetta rök- rétt skref. Ég hef alltaf verið kvenna- pólitísk og á þessum tíma var Kvennalistinn rétti flokkurinn fyrir mig.“ Þar á bæ var Steinunni fljótt falin mikil ábyrgð. „Mér var sýnt það traust, bráðungri konunni, að fara sem fulltrúi Kvennalistans inn í við- ræður um R-lista í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna 1994. Sjálf- sagt hefur bakgrunnur minn í Röskvu haft sitthvað um það að segja, auk þess sem ég var mjög ein- læg áhugamanneskja um samstarf flokkanna á vinstri vængnum og var sannfærð um að af því gæti orðið. Það væri leiðin til að vinna borgina.“ Steinunn var líka í viðræðunefnd- inni fyrir kosningarnar 1998 og kom með beinum hætti að viðræðunum 2002. Hún var svo borgarstjóri þegar samstarfinu lauk fyrir kosningarnar í fyrra. „Þannig að ég þekki Reykja- víkurlistann eins og lófann á mér og allt sem þar fór fram, bæði á yfirborð- inu og bak við tjöldin,“ segir hún dul- arfull á svip. „Þá sögu á ég örugglega einhvern tíma eftir að segja í ítarlegu máli.“ Steinunn var einn þriggja borg- arfulltrúa R-listans sem sátu allan valdatíma hans. Hinir eru Alfreð Þor- steinsson og Árni Þór Sigurðsson. Traustið hélt fram á síðasta dag Reykjavíkurlistinn féll í frjóa jörð árið 1994 og Steinunn segir skýr- inguna á því öðru fremur þá að borg- arbúum hafi þótt tímabært að breyta til. „Við skynjuðum það mjög sterkt að það var tækifæri til að vinna borg- ina. Auðvitað voru menn tortryggnir til að byrja með í viðræðunum. Þetta var ekki beinn og breiður vegur. Sá grunnur sem lagður var í upphafi hélst hins vegar allan valda- tíma R-listans og flokkarnir sem að listanum stóðu störfuðu saman af heilindum. Það skapaðist mjög fljótt traust innan hópsins sem hélt fram á síðasta dag, þrátt fyrir að ýmislegt gengi á, einkum á síðasta kjör- tímabilinu.“ Steinunn segir viðræðurnar fyrir kosningarnar 1994 hafa farið fram undir skringilegum og oft erfiðum kringumstæðum. „Við vorum hundelt af fjölmiðlum og síminn var rauðgló- andi hjá fólki. Þetta þýddi að það var aukaálag á samninganefndinni. Mér er minnisstætt að þegar við vorum að lenda samningnum fórum við nokkur seint um kvöld og hittum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á laun í gamla kennaraháskólahúsinu við Lauf- ásveg. Búið var að ákveða að bjóða henni að vera borgarstjóraefni R- listans og við vildum fá að bera þetta undir hana í ró og næði. Það hafði hins vegar einhver blaðamaður haft veður af þessu og fljótlega áttuðum við okkur á því að blaðamenn og ljós- myndarar höfðu umkringt húsið. Í skjóli nætur átti að freista þess að koma Ingibjörgu Sólrúnu út en það tókst ekki betur til en svo að hún gekk beint í fangið á ljósmyndurum fyrir utan húsið. Daginn eftir voru forsíður blaðanna líka undirlagðar: R-listinn er fæddur.“ Eftir kosningasigurinn tók vinnan við og púlið. Steinunn tók við for- mennsku í íþrótta- og tómstundaráði og gegndi henni í átta ár. „Það var frábær tími og ég vann með ofboðs- lega góðu fólki. Við lögðum grunninn að þeirri gríðarlegu uppbyggingu í íþrótta- og æskulýðsmálum sem nú blasir við. Það var búin til ylströnd i Nauthólsvík, það var byggð 50 metra innisundlaug í Laugardal, við byggð- um yfir skautasvellið í Laugardal, byggðum viðbyggingu við Laug- ardalshöll og síðar sýningarhöll. Gerðum samning um Egilshöll, flutt- um Hitt húsið í miðborgina og stór- efldum það, byggðum reiðhöll og nýja sundlaug í Grafarvogi svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gerðum við samninga við flestöll íþróttafélögin í borginni um uppbyggingu og gerðum samning við KSÍ um þær framkvæmdir sem nú eru á lokastigi á Laugardalsvell- inum.“ Mikið í „hörðu“ málunum Steinunn átti líka sæti í ýmsum öðrum nefndum á vegum borgarinnar og segir „hörðu“ málin svonefndu oft- ar en ekki hafa verið á sinni könnu, þ.e. bygginga- og framkvæmdamál. „Svo tók ég við skipulagsmálunum 2002 en þau eru óneitanlega umdeild- ari en íþrótta- og tómstundamálin. Við lentum líka í ýmsum erfiðum og flóknum málum en leiddum þau til lykta.“ Það var við ramman reip að draga hjá R-listanum á síðasta kjör- tímabilinu. Ingibjörg Sólrún gekk úr skaftinu þegar hún ákvað að gefa kost á sér fyrir Samfylkinguna í al- þingiskosningunum 2003 og ut- anaðkomandi maður, Þórólfur Árna- son, tók við stjórntaumunum. „Þetta bar allt mjög brátt að með Ingibjörgu Sólrúnu og sú saga verður hugsanlega sögð síðar af minni hálfu. Það er ekki tímabært núna. Ég get þó sagt að ég tel Vinstri græn bera mikla ábyrgð á þeirri atburðarás allri. Á þessum tímapunkti gat enginn borgarfulltrúi sest í stólinn hennar. Um það vorum við sammála. Nafn Þórólfs Árnasonar kom fljótlega upp og samstaða varð um hann. Við vor- um í miðju verki og vildum klára það og ég tel að samstarfið við Þórólf hafi gengið vel.“ Þórólfur varð þó skammlífari í embætti en efni stóðu til. Enn og aft- ur var komin upp ný staða. „Þá átt- uðu menn sig á því að það var al- gjörlega útilokað að taka annan utanaðkomandi mann inn, þ.e. ein- hver borgarfulltrúi varð að setjast í stólinn. Lykilatriðið var að þetta væri einhver sem allir borgarfulltrúar meirihlutans treystu og gæti gegnt starfinu til loka kjörtímabilsins, hvað sem síðar yrði. Ég viðurkenni alveg að á þessum tímapunkti sá ég sjálfa mig ekki fyrir mér í þessu hlutverki. Eftir á að hyggja hafa þar líklega ver- ið á ferð þessar klassísku efasemdir kvenna, við bendum iðulega á ein- hvern annan en okkur sjálfar.“ Að vera eða ekki vera, þar er efinn Hvað sem öllum efasemdum leið valdi borgarstjórnarflokkurinn Stein- unni Valdísi. „Mér var tilkynnt þessi niðurstaða síðla dags og ég man að um kvöldið þegar ég var að fara að sofa var ég enn sannfærð um að það kæmu upp einhverjar efasemd- araddir. Þegar ég velti þessu fyrir mér í dag skil ég ekki hvers vegna það hefðu átt að koma upp efasemdir varðandi mig umfram t.d. Stefán Jón Hafstein eða Dag B. Eggertsson en þau nöfn voru helst í umræðunni. Hefði verið eðlilegra að annar þeirra yrði borgarstjóri? Í dag svara ég þeirri spurningu hiklaust neitandi.“ Efanum var samt ekki eytt og Steinunn segir að fyrstu mánuði sína í starfi hafi hún fundið fyrir um- ræðunni úti í þjóðfélaginu. „Það var erfitt til þess að vita að fólk væri að velta því fyrir sér hvort ég væri rétta manneskjan til að gegna starfi borg- arstjóra. Mér fannst ég ekki alltaf njóta sannmælis. Það styrkti mig hins vegar mikið að borgarstjórn- arflokkurinn stóð þétt við bakið á mér. Við ákváðum raunar fyrirfram að það okkar sem tæki starfið að sér hefði fullan stuðning og nyti trausts hópsins. Við það var staðið og stuðn- ingur manna á borð við Stefán Jón og Dag var mér mjög mikilvægur.“ Steinunn dregur ekki fjöður yfir það að efasemdirnar hafi að talsverðu leyti stafað af því að hún er kona. „Því miður er það ennþá staðreynd að fólk treystir konum síður en körlum til að takast á við ábyrgðarstöður í þjóð- félaginu. Það hafa bæði Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir reynt á eigin skinni. Samt held ég að þetta sé smám saman að breytast. Það eru fleiri og fleiri konur að hasla sér völl í stjórnmálum og þetta viðhorf er á undanhaldi. Þó fyrr hefði verið.“ Ákvað að fara eigin leiðir Steinunn kveðst hafa notið þess fram í fingurgóma að vera borg- arstjóri. „Ég þekkti starf borg- arfulltrúans út og inn en komst fljótt að því að það er eitt að vera borg- arfulltrúi en annað að vera borg- arstjóri. Maður er framkvæmdastjóri yfir risastóru fyrirtæki og hefur í mörg horn að líta. Borgarstjóri hefur líka þýðingarmiklu hlutverki að gegna í okkar samfélagi, fólk ber virðingu fyrir embættinu.“ Hún ákvað fljótt að fara eigin leið- ir, vera sjálfri sér samkvæm. „Ein- hverjir blaðamenn kölluðu mig „al- þýðlega borgarstjórann“ og ætli það hafi ekki átt býsna vel við. Ég hef aldrei verið mikið í því að búa til veggi milli mín og annarra og eitt af mínum fyrstu verkum sem borgarstjóri var að heimsækja grunnskólana í borg- inni og tala við kennara en það hafði verið mikil ólga út af launamálum og öðru. Ég ákvað að fara bara ein míns liðs og fann að það þótti óvenjulegt en jafnframt fínt. Ég er viss um að fólk var frjálslegra í tali en það hefði verið hefðu embættismenn verið með mér.“ Steinunn bauð einnig upp á viðtals- tíma í hverfum borgarinnar sem mæltust vel fyrir. „Fólk tók mér upp til hópa afskaplega vel. Ég fékk hvar- vetna hlýjar kveðjur, allt frá fyrsta degi, þegar heimili mitt fylltist af blómum. Það var mjög dýrmætt.“ Steinunn gegndi starfi borg- arstjóra aðeins í átján mánuði. „Oft er talað um að fólk þurfi ár til að setja sig inn í störf af þessu tagi áður en það fer að láta til sín taka. Þrátt fyrir að þetta hafi verið stuttur tími tel ég að ég hafi sett mark mitt á embættið og það sem ég er hvað stoltust af eru ákvarðanir sem teknar voru í aðdrag- anda kjarasamninga síðla árs 2005 Skólamey Steinunn Valdís ásamt félögum sínum í fyrsta bekk í Laugarnesskóla. Kennarinn er Þorsteinn Ólafs- son. Steinunn er þriðja frá hægri í næstneðstu röð. Henni gekk vel í skóla og dúxaði á grunnskólaprófi. » Prófkjör eru ekki til þess fallin að bæta samskipti fólks. Það er alveg klárt. Ljósmynd/Jim Smart Formaður Steinunn og félagar í Röskvu 1991. F.v. Skúli Helgason, Krist- rún Heimisdóttir, Kolfinna Baldvinsdóttir, Gunnar Svanbergsson, Stein- unn, Sigþór Ari Sigþórsson, Bergþór Bjarnason og Pétur Þ. Óskarsson. S tarf stjórnmálamannsins er krefjandi og tímafrekt. Steinunn Valdís kveðst eigi að síður gefa sér tíma til að sinna öðrum hugðarefnum og þar leiðir hún fjölskyldu og vini til öndvegis. Eiginmaður hennar er Ólafur Grétar Haraldsson hönnuður og eiga þau eina dóttur, Kristrúnu Völu sem er átta ára. „Við reynum að verja eins miklum tíma saman og við getum. Við erum mikið fluguveiðifólk og reynum að sinna því áhugamáli eins oft og unnt er. Svo er Kristrún Vala byrjuð að æfa fótbolta hjá Þrótti og við fylgjumst vel með henni þar. Við erum t.a.m. á leið á Pæjumótið í sumar. Það er voða gaman að taka þátt í áhugamálum barnanna sinna.“ Tveir vinkvennahópar Vináttan hefur alla tíð skipt Steinunni miklu máli. „Það má segja að ég eigi tvo vinkvennahópa. Annar hópurinn varð til strax í sex ára bekk og hefur staðið saman gegnum súrt og sætt fram á þennan dag. Í honum eru auk mín Svanhildur Gunnarsdóttir, Rannveig Guðjónsdóttir, Þórey Sig- þórsdóttir, Kristín Bogadóttir og Guðný Sigurjónsdóttir. Ein úr hópnum, Svanhildur Hlöðversdóttir, fórst í snjóflóðinu á Flateyri. Hinn hópurinn varð til í kringum Háskóla Íslands og Röskvu. Í honum eru auk mín Þórunn Sveinbjarnardóttir, Anna Kristín Ólafsdóttir, Nína Helgadóttir, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Þetta eru mjög ólíkir hópar en ég sæki óspart þangað stuðning, örvun og skemmtun.“ Besti vinur Steinunnar er samt Pétur bróðir hennar. „Við misstum móð- ur okkar mjög ung og pabbi var eftir það einn með okkur. Það hefur örugglega styrkt sambandið. Pétur er ekki bara minn besti vinur heldur líka minn nánasti ráðgjafi í pólitík. Við tölum saman a.m.k. tvisvar á dag og vitum yfirleitt upp á hár hvað er á seyði hvort hjá öðru.“ LEGGUR RÆKT VIÐ VINI OG FJÖLSKYLDU 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.