Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 26
M eð vaxandi ágangi ljós- myndara í Hollywood hefur það auk- ist að leikkonur og smástirni sæki námskeið í því hvernig eigi að bera sig að fyrir fram- an ljósmyndara. Það skilar sér í því að margar af sömu stellingunum sjást endurtekið í ljósmyndum. Ein algengasta staðan er að skáskjóta öxlinni fram og líta yfir hana. Þetta virðist gera örmjóar stjörnurnar enn grannvaxnari og brothættari. Önnur er að krossleggja fæt- ur, og þá ekki pent við ökkla eins og tíðkaðist um miðja síð- ustu öld heldur allt að því við hné. Kannski er skýringin sú að margar af þessum stelpum hafa lent í því að ljósmynd- arar hafi náð myndum af þeim langt uppundir pils, svo ekki sé meira sagt. Þó er stellingin á einhvern hátt viðkvæmn- isleg, jafnvel barnaleg, en erf- itt er að halda jafnvægi ef við manni er ýtt í svona stöðu. Þetta er einhvers konar and- stæða karlmannlegu stelling- arinnar með skrefbili milli fót- leggjanna og hendur á mjöðmum. Önnur og í raun sígildari stelling hefur skotið upp koll- inum að undanförnu en það er að stilla hendi á hnakka og setja olnbogann upp í loft. Bloggarinn öflugi Perez Hil- ton hefur margoft gagnrýnt Beyoncé fyrir að sitja svona fyrir. Honum finnst ekki nógu kvenlegt að sýna handarkrik- ann á þennan hátt. Þrátt fyrir það hefur bæst í aðdáendahóp stöðunnar, sem er, sama hvað Perez segir, bæði kvenleg og öllu kraftmeiri en fyrrnefndar tvær stellingar. Marilyn Monroe hefur oft verið mynd- uð á þennan hátt og fleiri gamlar stjörnur. Kannski eru ungstirnin almennt of holdlítil til að sýna beinabera hand- leggina á þennan hátt? ingarun@mbl.is Fætur í kross Ashley Olsen, Paris Hilton og Lindsay Lohan krossleggja fætur við hné og passa uppá stuttu pilsin. Ákveðin vörn felst í þessari stöðu því margar leikkonur hafa verið myndaðar langt uppundir pils. Reuters Reuters Höfuð til hliðar Góð stelling fyrir Paris og Mary-Kate til að skerpa andlitsdrætti og sýna hvað þær eru mjóar séð frá hlið. Líkamstjáning leikkvenna Reuters Í hvaða stellingum finnst leikkonum þægilegt að vera? Hvernig bera þær sig fyrir framan mynda- vélina? Inga Rún Sigurðardóttir rýndi í líkamstjáningu nokkurra smærri og stærri stjarna. Með hönd á hnakka Skemmtileg og gamaldags stell- ing sem hefur lengi tíðkast eins og hér má sjá hjá Beyoncé, Marilyn Monroe og Jordan Ladd. |sunnudagur|17. 6. 2007| mbl.is Feðgarnir Björn Ingi Hilm- arsson og Arnmundur Ernst Björnsson segja lítið eitt frá hvor öðrum. » 32 tengsl Rosie Whitehouse bjó í Rúmen- íu og Serbíu á ólgutímum. Hún segir frá hvernig er að búa með stríðsfréttaritara. » 38 í eldlínunni Hljómsveitin Doors varð ein- hvern veginn aldrei hallærisleg, svo sterk er ára hins fallna Jims Morrisons. » 44 tónlist Umhverfismálin eiga nú orðið allan hug Ellýjar Katrínar Guð- mundsdóttur, nýs forstjóra Umhverfisstofnunar. » 28 lífshlaup daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.