Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
Trausti Guðmundsson jarðfræðingur
var umsjónarkennari minn þennan
vetur og kallaði mig á teppið. Hann
kvaðst aldrei hafa séð annað eins
hrap á einu ári og gerði mér ljóst að
ég yrði að taka mig á. Ég gerði það og
eftir þetta gekk námið ágætlega.“
Reiknaði út laun kennara
Eftir stúdentspróf tók Steinunn
sér ársleyfi frá námi og vann sem
fulltrúi á launaskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins. „Það var mikill og
skemmtilegur skóli en ég vann við að
reikna út og meta laun grunnskóla-
kennara. Það er kannski svolítið kald-
hæðnislegt eftir á í ljósi þess að með-
an ég var borgarstjóri sá ég um
samskiptin við launaþegahreyfinguna
og sat í launanefnd sveitarfélaga,“
segir Steinunn brosandi.
Úr fjármálaráðuneytinu lá leið
Steinunnar í sagnfræði í Háskóla Ís-
lands. Þar hóf hún líka afskipti af
stjórnmálum. „Ég gekk til liðs við
Röskvu og sat í stúdentaráði frá
1990-92. Vorið 1991 unnum við fræk-
inn sigur í kosningum til stúdenta-
ráðs og ég varð fyrsti formaður ráðs-
ins úr röðum Röskvu. Það ár setti ég
námið í salt enda er formennska í
stúdentaráði fullt starf. Ég lauk svo
BA-prófi í sagnfræði árið 1992.“
Steinunn var óflokksbundin þegar
hún gekk til liðs við Röskvu eins og
ýmsir fleiri. Þar var þó líka flokks-
bundið fólk og segir Steinunn fram-
sóknarmenn hafa verið hvað mest
Foreldrar hennar voru Óskar Valde-
marsson húsasmíðameistari frá
Göngustöðum í Svarfaðardal og Að-
alheiður Þorsteinsdóttir húsmóðir,
ættuð af Snæfellsnesi. Þau eru bæði
látin. Móður sína missti Steinunn
þegar hún var að verða þrettán ára
en faðir hennar andaðist árið 1998.
Steinunn á einn bróður, Pétur Þor-
stein, sem er þremur árum yngri.
Hann starfar hjá Glitni.
Steinunn óx úr grasi í Laugarnes-
inu og fór „hefðbundna leið“ eins og
hún segir, fyrst í Laugarnesskóla,
síðan Laugalækjarskóla og loks
Menntaskólann við Sund. „Ég var í
síðasta bekknum sem sá frægi kenn-
ari Skeggi Ásbjarnarson kenndi í
Laugarnesskóla. Skeggi var kennari
af gamla skólanum og lagði m.a.
mikla áherslu á leiklist og framkomu.
Kennarar móta mann alltaf með ein-
hverjum hætti og ég bý ennþá að
þeim grunni sem Skeggi lagði á þess-
um tíma.“
Námið lá vel fyrir Steinunni. „Ætli
megi ekki segja að ég hafi verið af-
burðanemandi í grunnskóla og þegar
ég útskrifaðist úr Laugalækjarskóla
var ég hæst í bekknum. Það breyttist
þegar ég fór yfir í MS. Þá varð ég allt
í einu voðalega upptekin af því að
njóta þess að vera í menntó en lagði
minni áherslu á sjálft námið. Ég fór
úr því að útskrifast sem dúx með yfir
9 í meðaleinkunn niður í rétt rúmlega
5 fyrsta veturinn í MS. Ég rétt skreið
sem sagt gegnum fyrsta bekk. Ari
Í
minningunni skein sólin lát-
laust allan maímánuð 1994,“
segir Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir dreymin á svip. „Það
var stórkostleg tilfinning fyrir
okkur sem stóðum að Reykja-
víkurlistanum að vinna borgina af
sjálfstæðismönnum. Stemningin og
baráttugleðin í hópnum var einstök
og borgarbúar fylktu sér að baki okk-
ur. Þeir horfðu fram á breytta tíma.“
Lærimey Skeggja
Ég er ekkert að bera þetta með
sólina undir veðurfræðinga enda væri
það hvort sem er ekki líklegt til að
breyta neinu um upplifun Steinunnar
Valdísar. Sigur R-listans var sögu-
legur. Sólin er enn hátt á lofti þegar
ég tek hús á henni þennan morgun,
þrettán árum síðar. Það fer vel á því
enda stendur til að loka hringnum.
Steinunn Valdís hefur ákveðið að
segja sig úr borgarstjórn og einbeita
sér að hinu nýja starfi sínu á Alþingi
Íslendinga, þar sem hún situr fyrir
Samfylkinguna.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
fæddist 7. apríl 1965 í Reykjavík.
áberandi á þessum tíma. Nefnir hún
þar Guðjón Ólaf Jónsson og fleiri.
Ástæðan fyrir því að hún valdi
Röskvu er einföld. „Það voru bara
tveir kostir í boði, hinn var Vaka, og
ég er engin hægrimanneskja. Ég
vissi alltaf að ég átti heima á vinstri
vængnum.“
Steinunn segir mikla stemningu
hafa ríkt hjá Röskvu á þessum tíma.
„Þarna var margt hæfileikaríkt og
metnaðarfullt fólk að stíga sín fyrstu
skref í pólitík. Má þar nefna Pétur
bróður minn, Skúla Helgason, Krist-
rúnu Heimisdóttur og Kolfinnu Bald-
vinsdóttur. Allt hefur þetta fólk látið
að sér kveða með einum eða öðrum
hætti síðan. Eftir sigurinn í kosning-
unum 1991 birtist mynd af þessum
hópi og fleira fólki á forsíðu Þjóðvilj-
ans undir fyrirsögninni „vinstri snú
hjá stúdentum“. Það var mjög
skemmtilegt.“
Fyrirmynd að R-listanum
Steinunn notar orðið „samfylking-
arfólk“ til að lýsa þessum hópi en það
orð fékk síðar, eins og menn þekkja,
fast land undir fætur. „Þetta fólk
hafði allt mikinn áhuga á samstarfi og
samvinnu á vinstri væng stjórnmál-
anna og það eina sem komst að var að
sameina félagshyggjuöflin í landinu.
Enda held ég að mér sé óhætt að
segja að Röskva hafi að ýmsu leyti
verið fyrirmyndarmódel að Reykja-
víkurlistanum.“ Meðan hún starfaði í
Röskvu vildi Steinunn ekki starfa
Morgunblaðið/RAX
Tímamót „Það er auðvitað svolítið undarleg tilfinning að vera farin að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Ég get ekki neitað því. Ég nálgast þetta samstarf hins vegar með opnum huga.“
ÞAR SEM ER VILJI,
ÞAR ER VEGUR
Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, borgar-
fulltrúi Samfylking-
arinnar og fyrrverandi
borgarstjóri, hverfur
senn úr borgarstjórn
eftir þrettán ára setu.
Af því tilefni ræðir hún
m.a. um uppruna sinn,
stúdentapólitík, ris og
fall Reykjavíkurlistans,
samstarf félagshyggju-
aflanna, starf borg-
arstjóra, efasemdir
kvenna, galla prófkjöra
og hið nýbakaða hjóna-
band Samfylking-
arinnar og gamla
erkifjandans, Sjálf-
stæðisflokksins.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is